Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 12
12 TtMINN Miðvikudagur 20. september 1972 Mér varð litið á sjálfa mig, þegar ég gekk framhjá stórum vegg- spegli. Ég var með fangið fullt, alveg eins og allir aðrir. Enginn hefði séð það á mér, hvernig mér var innan rifja. Það var ekki orðið fram- orðið, en samt var tekið að rökkva i borginni og búið að tendra ljós i skreyttum gluggum búðanna. Ég lét mig berast með fólksstraumnum í áttina að Kopleytorgi. Ég átti ekkert erindi heim til Eniku fyrr en leið að kvöldverðartima, og ég kaus þvi að reika um og búa mig undir að svara spurningunum, sem hún myndi láta dynja yfir mig. Mér var sama hvert ég fór. Alls staðar blöstu gamalkunnir staðir við augum minum. Þessar götur hafði ég gengið á ferðum minum til læknanna. Þarna við hornið var blómabúðin, þar sem ilmrikustu fjölurnar fengust þarna stóð blindi maðurinn i skýli sinu og seldi blöð og timarit, þarna var hundaverzlunin, þar sem ávallt voru á boðstólum kjölturakkar við allra hæfi, hýreygir og styrknir seppar. Ég staðnæmdist ekki við glugg- ana til þess aðhorfa á kvikindin, eins og aðrir vegfarendur gerðu. Táta beiðmín heima f Blairsborg og saknaði min — hvað sem aðrir kunnu að gera. Mér virtist bera meira á betlurum og götusölum heldur en venjulega. Þeir stóðu skjálfandi yfir glingri sinu. Ég forðaðist að lita á þá. A einu götuhorninu voru hlaðar af grenigreinum, sem ramma angan lagði af. Hinum megin við gótuna stóðu biaðsölustrákarnir og veifuðu nýjum blöðum með stórum fyrirsögnum: „Fjármálunum er stefnt i öngþveiti. Bankahrun yfirvofandi." — „Nýtt verðfall ógnar framleiðendum." — „Næststærstu ullarverksmiðju Massachuettsriki lokaö". Ég hefði ekki lesið þessar fyrirsagnir, ef Harrý hefði verið með mér. Og þótt ég hefði lesið þær, hefði ekki sett að mér kaldan hroll, þrátt fyrir hlýja sel- skinnskápuna. Ég vil forða mér burt frá þessum blöðum og þessu fólki, sem vill selja mér varning, sem ég vil ekki kaupa, hugsaði ég og ætlað að hraða mér yfir götuna. Venjulega var ég mjög varfærin á götum úti, enda veitti heyrnar- lausri stúlku ekki af þvi. Ég þóttist einnig hafa skyggnzt vel um i þetta skipti, en þó hlýt ég að hafa farið mér helzt til óðslega. Þegar ég var komin fáein skref út á götuna, nam ég allt i einu staðar. Ég skalf frá hvirfli til ilja. Ég hafði heyrt hljóð, og i þetta skipti var ekki um að vill- ast. Bifreiðalúður var þeyttur, og það iskraði i hemlum. Heljarstór vóruvagn staðnæmdist svo nærri mér, að ég fann ylinn frá afivélinni. Ég stóð grafkyrr og brosti aulalega fram i skelfdan og reiðan öku- manninn. Ég sé hann enn fyrir mér, er hann starði á mig yfir stýrið, þar sem ég stóð á miðri götunni og brosti til hans, eins og hann hefði bjargað lifi minu i stað þess að hafa veriö nærri búinn að kála mér. Það var sjálfsagt gott, að ég heyrði ekki það, sem hann kallaði til min, þvi að það hefur vist verið heldur ófagurt. En látæði hans og svipur vakti mig loks af leiðslunni. Ég veit ekki, hvernig ég komst yfir götuna. Ég veit það eitt, að ég var enn brosandi, er ég hafði forðað mér þangað, sem ég var óhult. Fæturn- ir ollu mér vart, og hendur minar skulfu svo mikið, að ég átti fullt i fangi að varðveita böggla mina. Loks kom ég auga á auðan bekk, og á hann settist ég. Ég hlaut að vekja athygli vegfarendanna, þarna sem ég sat á bekkn- um með pinklana allt i kringum mig, þvi að tárin flóðu niður kinnar minar. En ég skeytti þvi engu. Ég hafði heyrt bifreiðalúður hvina og gat ekki lengur neitað þvi, að kraftaverkið hafði gerzt. Ég get enga grein gert mér fyrir þvi, hve lengi ég húkti grátandi á bekknum, öllum þeim, sem leið áttu hjá, til undrunar. Hin óvænta von lét mig gleyma öllu, sem fram fór umhverfis míg. Og svo hélt ég heimleiðis með böggla mina i rökkrinu. Dökka jóla- sveiga bar við uppljómaða glugga húsanna, sem ég fór fram hjá Kinn- ar minar voru stamar eftir tárin, sem þar höfðu þornað, og ég fann vart til fótanna.En ég var ekki lengur einmana og yfirgefin. Mér varð jafn- vel litið við, eins og byggist hálfvegis við að sjá Merek Vance við hlið mér. Hann hafði einu sinni bjargað mér frá bráðri hættu, sem ég fékk ekki heyrt að nálgaðist, og nú hafði hann bjargað mér i annað sinn, þótt hann væri sjálfur i órafjarlægð. Nú sat hann að likindum við borðið f lækningastofu sinni. Ég vissi það, og þó fannst mér eins og hann hefði lagt heita og sterka hönd sina á arm minn. Ég staðnæmdist snöggvast við dyraþrepið á húsi Eníku og hallaði mér upp að köldu handriðinu og sótti i mig veðrið áður en ég gengi inn. Hlustir minar voru aftur óstarfhæfar og lifvana. Verið gat, að langir timar liði áður en ég greindi hljóð aftur. En ég hafði eignazt vonina og trúna. TUTTUGASTI OG FJÓRDI KAPÍTULI Ég átti furðulega vökunótt i gestaherbergi Eniku. Ég reyndi að lesa mig i svefn, en rósirnar á veggfóðrinu drógu meir að mér athygli sina heldur en blöðin, sem ég fletti, og orðin, sem á þau voru letruð. Loks slökkti ég ljósið og iagðist út af og mændi þöndum augum út i myrkrið. Ég rifjaði viðburði dagsins hvað eftir annað upp i huga minum. Morguninn hafði verið grár og óyndislegur eins og luktur brumhnappur trjánna á vetrardegi, en svipur dagsins hafði breytzt eins og aðfram- komið blóm, sem látið er i vatnsskál. Eða var ég sjálf ekki öllu heldur eins og slikt bóm? Þótt ég hefði einskis hljóðs orðið vör um kvöldið, gat ég ekki verið i neinum vafa um, að ég hafði heyrt. Ég var þess lika vör, að einhver breyting var að eiga sér stað i eyrum minum. Þögn rikti enn i kringum mig, en samt var nýtt lif að færast i þau. Það var eins og slitinn sima- þráður hafði skyndilega verið tengdur saman. Þegar ég skoðaði hug minn, fannst mér, að ég hefði alltaf alið i hug mér dulda von um lækn- ingu, hversu oft og afdráttarlaust sem ég hafði neitað þvi. Þrátt fyrir hina þrálátu afneitun varanna, hafði hún dafnað og þróazt i innstu fylgsnum hugans og veitt mér styrk, án þess að ég vissi af þvi sjálf. Ég sofnaði um það leyti, sem föl morgunskima tók að dreifa myrkrinu i herberginu. Hin óvænta hamingja sveipaði mig enn hlýrri og mýkri og léttari voðum en beztu æðardúnsængum Eniku Blair. „Nei, ég get ekki verið lengur", sagði ég, er við höfðum setzt að snæðingi morguninn eftir. „Eg verð að fara með næstu lest". „Þið eruð alltaf á þveitingi, þetta unga fólk", sagði Enika og veifaði silfurgafflinum. „Þið hafið enga eirð né staðfestu. Þess vegna skýzt ykkur alltaf yfir það, sem getur veitt ykkur kyrrláta hamingju og jafn vægi hugans. Ég hélt þó, að þú myndir þrá að giftast og eignast heimili og staðfestu, en i seinni tið ert þú orðin sama fiðrildið og Hanna". Hún horfði á mig athugulum augum, eins og hún vænti þess, að áhrif- in af orðum hennar birtust i svip minum. „Ég á vist ekki að álasa þér, þótt þig langi heim til Harrýs", hélt hiín áfram. Þessi langa bið eftir brúðkaupinu hlýtur að vera nógu þreyt- andi þó að þið séuð ekki lengi fjarvistum lika. Mér kæmi ekki á óvart 1211 Lárétt 1) .Gerð samstæð. — ing. — 7) Svik. — 9) 10) Óvinir. — 11) tvihlj. — 12) Tónn. — 13) — 15) Ræfill. — 6) Virð- Eins. — Ofugur Ana. Lóðrétt 1) Rothögg. — 2) Má. — 3; Krilsöm. - 4) Na. — 5) All- dýra. — 8) Aur. — 9) Ann. — 13) La. — 14) Ka. — Lóðrétt 1) Málms. — 2) 2000. — 3) Bólvaði. — 4) Borðandi. — 5) Sverari. — 8) Veina. —9) Væl. — 13) Sturlaður. — 14) Burt. — Ráðning ágátu NO. 1210 Lárétt I) Rúmenia. — 6) Ara. — 7) TF. — 9) Al. — 19) Holland. — II) Or. —12) Ný.— 13) Lök.— 15) Gramara. — / r b 1 5 ' r 7 5 )Y v# 10 n> n ú HVELL G E I R I D R E K I Miövikudagur 20. september 7.00 Morgunútvarp- 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 „Lifið og ég", Eggcrt Stcfánsson söngvari scgir frá Pétur Pétursson les (3) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Alþjóða bankinn, stofnun hans og starfshættir: Haraldur Jónsson hagfræðingur flytur fyrra erindi sitt. 16.35 l.ög lcikin á flautu. 17.00 Fréttir. Tónl'eifcar 17.30. „Jói norski": A sleða- vciðum með Norðmönnum. 18.00 Fréttir á ensku . 18.10 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45. Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Frcttir . Tilkynningar. 19.30 Daglcgt mál . 19.35 Álitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Konsert nr. 4 i B-dúr fyrir fiðlu, klarinettu og strengjasvcit eftir Karel Stamic.Pavel Ackermann og Jiri Ptácink leika ásamt strengjasveitinni i Prag. 20.20 Sumarvakaa. Bildur og blóðkorn Þorsteinn frá Hamri tekur saman þáttinn og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. b. í hcndingum Hersiiia Sveins- dóttir fer með stökur ortar i göngum og réttum. c. Vopn- firðingará Fellsrétt»Gunnar Valdimarsson frá Teigi flytur fimmta og siðasta hluta frásagnar Benedikts Gislasonar frá Hofteigi. d. Visnalög Æsa Karlsdóttir syngur sænsk lög; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Dalalif" cftir Guðrúnu frá Lundi Valdimar Lárusson leikari les (25) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Daviðs- sonár Eyrbekk, Jónas Árnason les úr bók sinnj ..Tekið i blö'kkina" (2) 22.35 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miövikudagur 20. september 20.00 Frcttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Stcinaldarmennirnir Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 20.50 Olia á norðurslóðum Norð-austur i Dumbshafi liggja Svalbarði og Bjarnarey. hrjóstrugar eyjar og illa byggilegar, en hernaðarlega mikilvægar og ef til vill auðugar af dýr- mætum jarðefnum. Eyjar þessar tilheyra Noregi að nafninu til, en á undanförn- um árum hafa ýmsir aðilar komizt þar yfir landspildur og námaréttindi. og nú er Norðmönnum mikill vandi á höndum þvi talið er vist að olia finnist brátt i grennd við eyjarnar. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Þýð- andi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.35 Valdatafl.Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 13. þáttur. Mishcppnað ráða- brugg Sögulok. Efni 12. þáttar: Wilder kemst að raun um, að Kenneth Bligh hefur veitt ihaldsflokknum fjárhagsaðstoð án vitundar föður sins. Caswell Bligh bregzt reiður við. þegar hann fréttir þetta. en Wilder bendir Kenneth á nýja leið. til að fela greiðslur til flokksins. 22.25 Dagskráiiok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.