Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 15
Miövikudagur 20. september 1972 TÍMINN 15 Réttaball aldarinnar í Land- mannarétt Stp—Iteykjavík Einar lengstu göngur landsins, Landmannagöngur, standa nú yfir, en þær hófust á föstudaginn þann 15. Þetta eru sjö daga göngur, og lýkur þeim því næstkomandi föstu- tlag, þegar réttað verður i Landmannarétt. Réttunum fylgdu og fylgja viða enn tilheyrandi dans- leikir, hinir margfrægu rétta- dansleikir. Aður fyrr voru dansleikirnir haldnir i rétt- unum sjálfum, þar sem ung- lingar og gamlingjar og allt þar á milli skemmti sér við nikkuspil vin og vif. Rjóðar i kinnum og með blik i augum svifu ungmeyjarnar um i dansi eftir hljóðfalli nikk- unnar og jarmi kindanna, en karlarnir staupuðu sig ataðir skit og ull i bak og fyrir. Sem sagt ofsa fjör. Fyrir 25 árum var siðast haldinn dansleikur i land- mannarétt. Siðan hefur rétta- ballið verið haldið i sam- komuhúsinu i Landssveit, Brúarlundi. En i haust skal gamli siðurinn aftur tekinn upp. Er meiningin að halda ball i Landmannarétt næsta laugardagskvöld eða daginn eftir réttirnar. Ég hafði samband við Guðna á Skarði, og sagði hann mér, að reist yrðu tvö tjöld i réttinni, þar sem verður dansað og seldar veitingar. „Við eigum von á 1000-1500 manns, enda fýsir áreiðanlega margan hingað. Það kemur áreiðanlega mikið af gömlu fólki, sem á ljúfar og skemmtilegar endurminn- ingar um réttaböllin gömlu, og varla láta unglingarnir sig vanta heldur”. Þetta sagði Guðni, og var auðheyrt, að hann vænti mikils f jörs — Viva dömlu dagar! Þess skal að lokum getiö,að hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar leikur fyrir dansi. Jón Eiríksson Framhald af bls. 1. son og lagði til atlögu við eld- inn. Fljótlega tókst að hefta út breiðslu eldsins, og þá lagðist Aurora utan á Jón Eiriksson, en eftir það var auðveldara að eiga við slökkvistarfið, og þegar siðast fréttist, var langt komiö með að slökkva i bátn- um. Ekki var ákveðið, hvort farið yrði með bátinn til Fære- yja eða tslands, og að sögn Jóns stýrimanns hafði enginn leki komið að bátnum um kl. 4 i gær, þegar við höfðum sam- band við hann. Bretarnir voru næstir. Hannes Hafstein fulltrúi hjá Slysavarnafélagi tslands, sagði, að SVFt hefði borizt til- kynning um eldinn um borð i Jóni um kl. 5.30 i gærmorgun Var strax haft samband viö Hornafjarðarradio og það beðið að kalla til skipa og biðja um aðstoð, þar sem mikill eld- ur var borð i skipinu. Kom i ljós, að brezku frei- gáturnar Aurora og Burlower voru næstar, og héldu þær þegar á staöinn, en búizt var við, að það tæki þær 3 klukku- stundir að sigla þangað! Einn- ig var haft samband, við Arn- arfell og Helgu II RE, en þau skip hefðu ekki komizt á stað- inn fyrr en um hádegi. A þessum slóðum voru einn- ig fleiri skip, en séð var, að brezku freigáturnar yrðu fyrstar. Þá var varnarliðið beðið að vera til taks, og þegar skipbrotsmenn tilkynntu, kl. 6.30, að þeir yrðu að yfirgefa bátinn, hóf björgunarflugvél sig á loft frá Keflavikurflug- velli. Um kl. 8.30 tilk. þyrla frá Auroru, að hún væri búin að staðsetja gúmmibáta Jóns Eirikssonar, og 10 minútum seinna hafði hún hift tvo fyrstu mennina um borð. Klukkan 9.40 voru svo allir skipsbrots- mennirnir, fimm að tölu, komnir um borð i Auroru. Þegar kviknaði i Jóni Ei- rikssyni, var hann á leið til Færeyja, þar sem taka átti bátinn i slipp og „klassa hann vel upp”. Jón Eiriksson var byggður i Ekanas i Sviþjóð og er einn af Sviþjóðarbátunum svonefndu. Hann er rúmlega 100 lestir að stærð og hét upp- haflega Otur RE, og á seinna hét hann Ljósafell. Hann hefur siðustu árin ver- ið skráður á Höfn i Hornafirði og hefur ávallt verið með afla- hæstu bátum þar. Skipverjará Jóni eru fimm, þeir Astvaldur Valdimarsson skipstjóri, Jón E. Jónsson, stýrimaður, Einar H. Tómas- son 1. vélstjóri, Tryggvi Ölafs- son 2. vélstjroi og Kári Sól- mundarson matsveinn. Hafna viðræðum Fafabis.aid bandslýðveldið Þýzkaland og leggja fram ákveðnar tillögur varðandi fiskveiðar Þjóðverja innan hinna nýju fiskveiðimarka. Af sérstökum ástæðum er timi sá, sem tiltekinn er, 28. og 29. september. ekki þægilegur, og þyrftu báðir aðilar að samþykkja annan tima, sem þægilegur væri fyrir báða.” Svarið til Breta er svohljóð- andi: „Með tilvisun til boðs rikis- stjórnar Sambandslýðveldisins Þýzkalands um þriggja rikja við- ræður varðandi sérstök réttindi fyrir brezk og þýzk skip, innan nýju fiskveiðimarkanna, vil ég tilkynna yður, að íslenzka rikis- stjórnin hefur svarað, að hún vilji ekki taka þátt i fjölþjóðaviðræð- um varðandi þetta mál, en er reiðubúin til þess að eiga viðræð- ur við hverja einstaka þjóð, sem hlut á að máli. Vér itrekum, að eins og hingað til erum vér reiðubúnir til þess að halda áfram viðræðum við rikis- stjórn Bretlands, en minnum á, að ekkert svar hefur enn borizt við orðsendingu vorri frá 11. ágúst 1972. Vérerum reiðubúnir til þess að taka á móti fulltrúum frá rikis- stjórn Bretlands þegar i þessari viku eða siðar. Af sérstökum ástæðum eru dagarnir 28.-29. september ekki þægilegir fyrir oss.” íslenzkur landhelgisbrjótur ÞB—Reykjavik Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar var Mb. Heimaey Ve - 1 staðin að ólög- legum togveiðum 1,3 sjómilur frá landi út af Ðyrhólaey i fyrrinótt Bátnum var sagt að halda til Vestmannaeyja, þar sem málið var tekið fyrir. Námsflokkar Reykjavíkur Þ.B.—Reykjavik. Nú verður i fyrsta sinn i sögu Námsflokka Reykjavikur skóla- stjóri við þá, sem hefur þar fullt starf. Skólastjóri verður Guðrún J. Halldórsdóttir og kallaði hún blaðamenn á sinn fund þann 18; þessa mánaðar og kynnti þeim námsflokkana. Um 30 kennarar munu starfa við þá næsta vetur og rúmlega 1000 nemendur er áætlað að verði þar við nám. Veturinn skiptist i tvö tiu vikna timabil, annað stendur fram að áramótum hitt eftir áramót. Kostar hvort miss- eri 500 kr. Kennt er tvo tima i viku i hverri grein og er þá einfalt að sjá, að boðið er upp á 40 tima alls. Aöalkennslustaður er Lauga- lækjarskóli og hefst kennsla kl. 19.20. og stendur til kl. 22.40 nema á föstudögum en þáer hætt kl. 20.55. Kennt er alla daga nema laugardaga og sunnudaga. 33. starfsár Námsflokka Reykjavikur hefst 2. október nk. Flokkarnir munu auka nokkru við starfsemi sina og verður m.a. tekin upp kennsla til prófs i norsku og sænsku fyrir nemendur á barna- -gagnfræða og fram- haldsskólastigi. Námið er ætlað l'ólki, sem eitthvað kann fyrir sér i málunum vegna dvalar erlendis, eða af öðrum ástæðum. Þá verða teknar upp nýjar greinar, sem ekki hafa áður veriö á boðstólum fyrr hjá námsflokkunum, þ.á.m. númtimasaga, jarðfræði og rúss- neska, fáist næg þátttaka en ófært er að halda námskeið fyrir færri en 6 manns. Stutt kynningarnám- skeið eru i undirbúningi og er þeim ætlað að fjalla um myndlist, tónlist, leiklist, fjölskyldifræði og afgreiðslustörf. Skákæðiö gripur um sig þar eins og annarstaöar, og er i ráði að kenna þar tafl. Sókn fólks eftir réttindum er mikil og i þeim anda verða haldin námskeið til fullkomins búnings nemenda undir gagnfræðapróf. Má og geta þess, að námsflokk- arnir eru kjörinn vettvangur þeirra, sem langar i lengra nám. t.a.m. öldungadeildina i Hamrahlið eða þ.u.L, en treysta sér ekki til þess nema að loknum Arekstur við Hveragerði Stp—Reykjavik Um fimmleytið siðdegis i gær varð árekstur á Suðurlandsvegi við Hveragerði. Land-Rover- jeppi kom eftir Suðurlandsveg á leið til Reykjavikur, en frá hægri eftir veginum frá Þorlákshöfn kom Volvo, fólksbill. Mun öku- maður Volvobilsins ekki hafa virt biðskyldu méð þeim afleiðingum, að jeppinn keyrði i hliðina á honum. ökumaður Roversins fótbrot- naði, en móðir hans, sem með honum var, mun hafa fengið taugaáfall. 1 hinum bilnum voru hjón, og hlutu þau minni háttar meiðsl. Báðir bilarnir eru mikið skemmdir, en við áreksturinn snerist jeppinn i hring. Þa varð árekstur við Iðubrú. Þar var vörubifreiö sem var að flytja möl, ekiö aftan á aðra, sem var i samskonar flutningum Engar skemmdir urðu á fremri bifreiðinni, en sú aftari fór öllu ver. nokkrum undirbúningi. Náms- flokkarnir geta komið til móts við þá, sem svo háttar um, þvi að stærðfræði og margar meiri hátt- ar námsgreinar eru kenndar þar. Auk þess, sem upp hefur veriö talið, er fjöldi annarra greina til boða i Námsflokkunum. T.d. er flest, það sem allt fram rauð- sokkuöld var talin kvenleg dyggð áð kunna, til meðferðar þar og karlar og konur, sem áhúga hafa á hverskyns hannyrðum ættu að kynna sér, hvað námsflokkarnir bjóða i þvi efni. Þyki einhverjum handavinnan full veraldleg geta þeir snúið sér að háandlegri iðkan, og fengið kennslu i bókmenntum, funda- ta'kni og ræðumennsku. Sólaéir , HJÓLBARÐAR | í TIL SÖLU Í FLESTAR STÆRÐIR FÓLKSBlLA ÁRMÚLA 7 SfMI 30501 'ÍÍAVifi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.