Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 16
16 aðilar óskuðu eftir að bjóða í Sigölduvirkjun c Miftvikudagur 20. september 1972 KJ—Reykjavlk' Landsvirkjun stefnir nú aö þvi, að framkvæmdir vift virkjun Tungnaár hjá Sigöldu geti hafi/.l næsta vor, og um þessar mundir fer fram forval á bjóöendum i byggingarhluta virkjunarinnar, en alls óskuöu sextán aftilar eftir aö bjófta i framkvæmdirnar. Standa vonir til,að forvalinu verði lokið i óktóber. Verður þá hægt að afhenda hinum útvöldu bjóðendum útboðsgögn. t fréttatilkynningu frá Lands- virkjun segir, að fyrirtækið hafi nýlega fengiö heimild eignarað- ila sinna, rikisins og Reykja- vikurborgar, til að taka bráða- birgðalán að fjárhæð tvær milljónir Bandarikjadollara vegna undirbúnings virkjunar- innar við Sigöldu. Þá segir ennfremur: Með lögum nr. 37 frá 1971 veitti Alþingi Landsvirkjun heimild til virkjana i Tungnaá, og ákvaö stjórn Landsvirkjunar i sept- ember 1971 með samþykki eignaraðila fyrirtækisins, að haldið skyldi áfram undirbúningi að 150 MW virkjun Tungnaár við Sigöldu. t framhaldi af þvi var gerður samningur við verkfræði- ráöunautana Electro-Watt og Virki um gerð útboðsgagna vegna virkjunarinnar og aflað nauðsynlegs virkjunarleyfis iðnaðarráðherra. Gerð útboðs- gagna er lokið fyrir véla- og raf- búnað virkjunarinnar og hafa þau verið send um 25 aðilum, sem i alþjóðlegu utboði hafa sýnt áhuga á að bjóða i hlutaðeigandi verk, en ráögert er að opna tilboð i afhendingu og uppsetningu þessa búnaðar hinn 5. janúar n.k. Útboðsgögnin eru þannig úr garði gerð, að stjórn Landsvirkjunar getur samið við hlutaðeigandi verktaka um niðursetningu véla i áföngum, en útboðið gerir kröfu til þess, að hver og einn bjóöandi bjóði i verkið i heild aö meðtalinni niðursetningu vélanna, sem Landsvirkjun er þó innan handar að taka að sér sjálf. Auk verkfræðiundirbúningsins á þessu ári hefur Landsvirkjun komið upp vinnubúðum við Sig- öldu fyrir um 250 manns, leitt þangað rafmagn og komiö upp vegakerfi innan virkjunarsvæðis- ins. Eru þessar framkvæmdir liöur i þvi að flýta fyrir, að verktakinn við byggingarhlutann geti hafizt handa á vori komanda, en vonir standa til, að þá verði út- boði byggingarhlutans lokið með gerð verksamnings við hlutað- eigandi verktaka. t þessum hluta verksins felst bæði stöðvarhús Sigölduvirkjunar og stiflugerð. t útbúnaði véla- og rafbúnaðar fyrir virkjunina er óskað eftir, aö tilboðum fylgi vörukauplán, en að öðru leyti veröur leitað til er- lendra lánastofnana og þá einkum Alþjóðabankans um lán til framkvæmdanna, auk þess sem til koma framlög eigenda og eigiö fé Landsvirkjunar. Núverandi framkvæmda- áætlanir gera ráö fyrir, að fyrsta vélasamstæða virkjunarinnar verði komin i rekstur 1. des- ember 1975, önnur vélasamstæða virkjunarinnar verði komin i rekstur 1. april 1976 og sii þriöja 1 desember 1976, en hver vélasam- stæða er 50 MW. Stjórnarráðið lokað eftir hádegi föstudag Vegna útfarar herra Asgeirs Asgeirssonar, fyrrverandi for- seta tslands, verður Stjórnarráð- ið lokað frá hádegi föstudaginn 22. september n.k. Jafnframt er mælzt til þess, að aðrar opinberar stofnanir verði einnig lokaðar, þar sem þvi verð- ur við komið. Anna Aslaug Ragnarsdóttir til vinstri og Lára Rafnsdóttir til hægri verða fulltrúar tslands í Norrænu tónlistarkeppninni, sem fer fram hér á landi 7.-8. október nk. Anna Aslaug hlaut fyrstu verðlaun i heimakeppni,sem lauk igær, en Lára önnur. Þaðer Páll P. Pálsson, sem stendur I milliþeirra. Heyköggla- og þangverksmiðja að taka til starfa í Dalasýslu Stp—-Reykjavík Vestur i Dalasýslu er um þessar mundir verið að leggja siðustu hönd að heyköggla- og þangverksmiðju, sem áætlað er, að taki til starfa einhvern tima fyrir mánaðamótin næstu. Verk- smiðja þessi er I I.itla-llolti i Saurbæjarhreppi. Er hún I 600 fermetra hiísi, sem er tviskipt, annar hlutinn fyrir vélar og hinn notaður sem fóðurgeymsla. Verk- smiðja þessi er nokkru stærri en hinar, sem fyrir eru i landinu þessarar tegundar, og er gizkað á, að hún komi til með að þurrka um 2,8 tonn af vatni úr hráefninu á klukkustund. Upphaflega hugmyndin var sú, að verksmiðja þessi ynni bara þang, sem rekja má til tilraunar tveggja manna þar vestra fyrir nokkrum árum, er þeir keyptu velar úr sfldarskipi og hugðu a þangvinnslu. Ekki varð þo mikið úr þeim framkvæmdum. Seinna var ákveðið að.nota verksmið- juna einnig til heyþurrkunar, og var þá keypt 200hektara spilda úr Litla-Holts landi, sem nú er I ræktun. Er reiknað með, að fást muni um 800 tonn af heykögglum árlega úr þessari spildu, þegar húner komin i fulla ræktun. t vor var sáð grænfóðri i 30 hektara, og verður byrjaö að þurrka af þvi i haust. Það er hlutafélag,sem gengzt fyrir þessari verksmiðju, og eru hluthafar i Dalasýslu og viðar. Einnig er von á styrk frá Nýbýla- sjóð. Framkvæmdastjóri fyrst um sinn verður vélvirki frá Reykja- vik, Sigurður Sigurðsson að nafni, en formaður framkvæmda- nefndar er kaupfélagsstjórinn á Skriðulandi, Guðmundur Hjálmarsson. — Óhemjumikið af þangi er á strönd Gilsfjarðar og út með allri ströndinni til Stykkishólms,en svo stórstreymt er þarna, að fjaran geturorðiðá annan kilómetra. Er hugmyndin að vinna þang allan ársins hring, nema yfir hey- skapartimann. Þangmjöl hefur ekki verið unnið áður hér á landi, en það er notaö til fóöurs og einnig eitthvað i iðnaði, t.d. i matarlim. Sérfræðingar uggandi um olíuvinnslu Norðursjávar NTB—London Á fundi oliusérfræðinga, sem haldinn var i London i gær, var þvi haldið fram, að gera mætti ráð fyrir mjög mikilli aukningu i kostnaði við að vinna oliu af botni Norðursjávar. Dr. Jack Birch frá British Petroleum (BP) sagði að meira en helmingur þeirra svæða á botni Norðursjávar, sem áætlað er að bora á, lægi á minnst 450 feta dýpi. Borpallar, sem geta náð upp oliu á svo miklu dýpi, eru mjög dýrir. Af þvi leiðir, að kost naðurinn við borunina á þessu myndi stiga verulega frá þvi, sem nú er, eða frá að meðaltali 60 milljónir isl. króna á holu upp i um 224 milljónir. T. White, sem er sérfræðingur i oliuhagfræði, kom fram með annan napran spádóm varðandi oliu- og gasvinnslu i Nórðursjó i framtiðinni. Hann-reiknar með þvi, að kostnaðurinn við að halda uppi ákveðnu framleiðslumarki i Norðursjómyndi verða allt að tiu sinnum meiri en það, sem þarf til að halda uppi sama framleiðslu- marki i Austurlöndum nær. Samkvæmt útreikningum dr. Birchs á brezka oliusvæðið i Norðursjó að geta fullnægt hel- mingnum af oliu- og gasþörf Stóra-Bretlands á fyrstu árum næsta áratugs. T. White sagði ennfremur, að oliumagnið i Norðursjó væri talið vera undir 1.000 tonnum, sem er aðeins um það bil eitt prósent af oliumagni heimsins. — Fundur þessi var haldihn á vegum Financial Times, Investors Chronicle og Petroleum Times, og sátu hann um 1.000 oliusérfræðingar alls staðar að i heiminum. RÚSSAR LATA EKKI SLA SIG ÚT AF LAGINU Mauríce Schumann til Reykjavíkur í dag NTB—Moskvu Sovétrikin lýstu þvi yfir i gær að þau muni auka vopnasend- ingar sinar til trak og skuldbinda sig til að veita palestinsku skæru- liðasveitunum aukin stuðning, bæði pólitiskan og efnahagslegan. Þetta kom fram i skýrslu, sem birt var i Moskvu igær,viðlok 5 daga heimsóknar forseta traks, Ahmen Hassan Al-Bakrs, i Sovét- rikjunum. ' „Það er mjög mikilvægt að styrkja einingu milli Araba- landanna og beita öllum ráðum i baráttunni gegn heimsvalda- stefnu og yfirgangssemi", sagði i skýrslunni. Sovétrikin og trak urðu einnig sammálu um að styrkja i sameiningu varnir traks verulega. KJ—Reykjavík Franski utanrikisráðherrann, Maurice Schumann, kemur til Reykjavikur siðari liluta dags i dag, og fer hann strax eftir kom- una hingað til Bessastaða. t fyrramálið mun ráðherrann eiga viðræður við Ölaf Jóhannes- son forsætisráðherra og Einar Agústsson utanrikisráðherra, en héðan heldur franski utanrikis- ráðherrann til New York siðari hluta dags á morgun. Eftir við- ræðurnar við islenzku ráðherrana liggur leið franska utanríkisráð- herrans til Þingvalla, en blaða- mannafundur verður haldinn i franska sendiráðinu siðar um daginn. Yfirgangur Breta ÞB—Reykjavik Brezki togarinn Ben Lui A-166 gerði itrekaðar tilraunir til þess að sigla niður vélbátinn Fylki frá Neskaupstað i gær. Skipstjórinn á Mb. Fylki NK-102, sem er 92,3 brúttó- lestir, sagði Landhelgis- gæzlunni, að rétt fyrir hádegi i gær heföi brezki togarinn Ben Lui A-166 gert tvær tilraunir til þess að sigla bátinn niður þrettán til fjórtán sjómilur suðaustur af Langanesi. Samkvæmt frásögn skip- stjórans fór fyrri tilraunin þannig fram, að togarinn sigldi á fullri ferð fram með stjórnborðssiðu bátsins, og snarbeygði til bakborða fyrir bátinn, siðan kom togarinn á fullri ferð og stefndi beint á bakborðssíöu bátsins, en báturinn komst undan. Ms. Hólmanes Su-102, 249 brúttólestirvareinnig á þessu svæði. Málið mun verða kannað itarlega. BERJASPRETTA BREGZT ALGERLEGA A AUSTURLANDI Stp—Reykjavrk Slátrun er lial'in í þremur hús- um hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og verður hafin á Borgarfirði eystra i dag. Er útlit fyrir um 10% aukn- ingu á sláturfjártölu frá þvi I fyrra. Það sem búift er aö slátra, hefur flokkzt sæmilega, og sums staöar vel, en horfur eru á þvi, að dilkar verði heldur lakari en i fyrra. Uppskera á garðávöxtum var mjög góð austur á Héraði i sumar, þótt ekki sé mikið um garðyrkjubændur. Hins vegar hefur berjaspretta alveg brugð- izt, þannig að undrum sætir. Til dæmis sjást varla ber i Hallorms- staðarskógi, þar sem löngum hef- ur verið gott berjaland. Ekki er auðsvarað, hverju þetta sætir, en nokkuð sennileg skýring er þó, að berjavisarnir hafi komið of snemma i vor og siðan frosið. Berjaspretta hefur yfirleitt veriö góð á Austurlandi undanlarin ar, og má -þar nefna sérstaklega krækiberjasprettu i Borgarfirði eystra sem bregzt nú sem annars staðar i þessum landhluta. Það verður sem sagt ekki um það að ræða, að Austfirðingar leggi i krækiberjasjóð „rikisins" þetta árið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.