Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 61
41FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 Markús Máni Michaelson: Hefði viljað kveðja með titli HANDBOLTI Markús Máni Michaels- son Maute var að leika kveðjuleik sinn fyrir Val, í bili að minnsta kost, en hann er á förum í atvinnu- mennsku til Þýskalands. Hann stóð sig frábærlega í leikn- um og skoraði 11 mörk en hefði auð- vitað viljað enda á betri nótum: „Það hefði verið gaman að kveðja með titli en það bíður betri tíma – ég kem einhvern tímann aftur. Mín spilamennska var ekki nógu góð í tveimur fyrstu leikjun- um og er í raun ekki kominn í neitt sérstaklega gott form eftir þessi meiðsli. Það var stígandi í mínum leik en því miður var ég ekki tilbúinn í tveimur fyrstu leikjunum á móti Haukum. Við vorum á toppnum í allan vetur og því er það gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður, bæði í deild- inni og svo nú. Við erum búnir að vera virki- lega óheppnir með meiðsli í vetur sem settu stórt strik í reikninginn og við eigum töluvert mikið inni og ég veit að Valsmenn koma sterkir til leiks á næsta keppnis- tímabili,“ sagði Markús Máni sem nú hverfur á braut. ■ Einfaldlega langbestir Haukar Íslandsmeistarar í handbolta annað árið í röð. Sópuðu Val í einvíginu um titilinn, 3-0. HANDBOLTI Það þarf enginn að efast um það lengur – Haukar eru með langbesta handboltaliðið á Íslandi í dag. Þeir urðu í gær fyrsta liðið í sögunni til að vinna úrslitaeinvíg- ið um Íslandsmeistaratitilinn, 3-0. Lokatölur í þriðja leik liðanna voru 33-31 en sigurinn var örugg- ari en lokatölurnar gefa til kynna. Haukar eru svo sannarlega verð- ugir meistarar því þeir bera öll karaktereinkenni sanns meistara- liðs. Leikurinn á Ásvöllum í gær var hin besta skemmtun. Valsmenn ætluðu greinilega að selja sig dýrt því þeir mættu vel stemmdir og náðu 2-0 forystu. Haukarnir voru fljótir að svara og liðin skiptust síðan á að halda forystunni fram að hlé. Þegar gengið var til bún- ingsherbergja höfðu heimamenn eins marks forystu, 16-15. Sama barátta var í byrjun síð- ari hálfleiks en þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálf- leik stigu Haukarnir á bensínið – skoruðu fjögur mörk í röð og náðu fjögurra marka forystu, 25-21. Þarna kláraðist leikurinn í raun því Valsmenn náðu aldrei að ógna Haukum eftir þessa rispu. Annað skiptið í röð hafði slæmur kafli í byrjun síðari hálfleiks fellt Vals- menn. Minnti reyndar um margt á íslenska landsliðið sem hefur tap- að ófáum leikjum vegna slæms kafla. Lið Hauka var frábært í þess- um leik, og reyndar allt einvígið. Vörnin var til mikils sóma þar sem turnarnir þrír – Shamkuts, Pauzuolis og Vignir – réðu ríkjum. Vignir átti einnig stórleik í sókn- inni – opnaði vel fyrir félaga sína og var duglegur að koma sér í færi. Ásgeir Örn var frábær enn eina ferðina. Sá strákur verður betri með hverjum leiknum og er leitun að betri leikmanni en hon- um á landinu. Ekki skemmir fyrir hversu mikið honum hefur farið fram sem varnarmanni. Allir aðr- ir stóðu vel fyrir sínu og það er þessi frábæra liðsheild sem hefur fleytt Haukum alla leið á toppinn. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu liði og hver einasti leikmaður skilar sínu til liðsins. Svo má ekki gleyma markverðin- um Birki Ívari sem hefur farið hamförum og engin breyting varð á því í gær. Það verður verulega erfitt fyrir Guðmund landsliðs- þjálfara að ganga fram hjá honum fyrir Ólympíuleikana. Allir voru sammála um að ef Valur ætti að eiga möguleika í þessum leik þá yrðu Heimir Örn og Markús Máni að rífa sig upp. Það gerðu þeir en því miður fyrir Valsmenn þá voru flestir félagar þeirra meðvitundarlausir á með- an. Heimir og Markús héldu sín- um mönnum á floti lengi vel, biðu eftir félögum sínum en þeir komu aldrei. Tvö mörk á aðra leikmenn utan af velli er einfaldlega of lítið þegar lið eru að keppa gegn Hauk- um um Íslandsmeistaratitilinn. henry@frettabladid.is Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, vann sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á fimm árum í gærkvöld: Væri óneitanlega gaman að hætta á toppnum FÓTBOLTI Halldór Ingólfsson var að taka á móti Íslandsmeistaratitlin- um í fjórða skiptið á síðustu fimm árum og segist ekki kominn með leið á því: „Við vorum gríðarlega vel stemmdir í þessu einvígi og algjör- lega tilbúnir frá A til Ö í öllum leikjunum. Þetta var kvöldið sem mátti ekki klikka því þetta var í fyrsta skiptið sem lokaúrslit vinn- ast 3-0 og í fyrsta skipti sem við tökum á móti titlinum hér á Ásvöll- um og af þessu vildi ég alls ekki missa – það kom því ekki til greina neitt annað en sigur í þessum leik. Það er ekki leiðinlegt að taka á móti þessum titli en ég ætla að skoða mín mál í rólegheitunum. Þó að óneitanlega væri gaman að hætta á toppnum finnst mér ég ekki vera búinn sem leikmaður. Liðið verður án efa með þeim bestu á næstu árum og nóg af ung- um strákum sem eru tilbúnir í slaginn en ég ætla að sjá til,“ sagði Halldór, sem fór gríðarlega vax- andi í úrslitakeppninni eftir erfið nárameiðsl í vetur. Erum langbestir Andri Stefan er einn allra efni- legasti leikstjórnandinn sem við eigum og hann var brattur eftir leik enda varð honum að ósk sinni – Haukar komust í frí fyrir helgi: „Það er frábært að vera búinn að klára þetta og tilfinningin er ynd- isleg. Nú verður bara gott Júró- visjonpartí á laugardaginn en það hefði óneitanlega skemmt aðeins þá stemmningu að þurfa að spila við Valsmenn daginn eftir það,“ sagði Andri og hló dátt og bætti við: „Núna er þetta bara fullkomið, það gekk eftir það sem við ætluð- um en það var að verða fyrstir til að klára lokaúrslit 3-0 og við erum búnir að sanna hér í eitt skipti fyr- ir öll að við erum langbestir hér á Íslandi – ég ætla ekkert að segja meira,“ voru lokaorðin hjá Andra Stefan í sigurvímu. ■ MEISTARARNIR FAGNA Það var mikil gleði á Ásvöllum í gær þegar Halldór Ingólfsson lyfti bikarnum annað árið í röð. Halldór sést hér með markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni og hornamanninum Jóni Karli Björnssyni. Stefán Logi Magnússon: Samdi við Þrótt FÓTBOLTI Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon skrifaði í gær- kvöld undir samning við 1. deildar lið Þróttara. Stefán Logi lék með Víkingum í fyrra en spilaði ekki einn einasta leik. Hann var á mála hjá enska 1. deildarliðinu Bradford veturinn á undan. Stefán Logi, sem er 24 ára gamall, á einnig að baki dvöl hjá þýska stórliðinu Bayern Münch- en. Hann lék þrettán leiki með U-19 ára landsliðinu og átta leiki með U-17 ára landsliði Íslands. ■ ANDRI STEFAN LYKILMAÐUR HAUKA Sáttur með sigurinn enda kemst hann í gott Júróvisjónpartí á laugardaginn. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Halldór Ingólfsson 7/3 Þorkell Magnússon 5 Vignir Svavarsson 4 Þórir Ólafsson 3 Andri Stefan 3 Aliaksandr Shamkuts 1 Robertas Pauzuolis 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19/2 Mörk Vals: Markús Máni Michaelsson 11/1 Heimir Örn Árnason 7 Baldvin Þorsteinsson 5/3 Bjarki Sigurðsson 2 Hjalti Gylfason 2 Hjalti Pálmason 1 Freyr Brynjarsson 1 Sigurður Eggertsson 1 Brendan Þorvaldsson 1 Varin skot: Pálmar Pétursson 10 Örvar Rúdolfsson 5 Roland Eradze 1/1 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 60-61 (40-41) Sport 13.5.2004 22:22 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.