Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. september 1972 SUF — ÞINGIÐ 3 Samþykkt 14. þings SUF um efnahagsmál: Lausn skammtímavandamála og mótun nýrrar efnahagsstefnu 14. þing SUF lýsir ánægju sinni með myndun nýrrar vinstri stjórnar og samþykki sínu við þau meginmarkmið I cfnahags og atvinnumálum, sem stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar gaf fyrirheit I Þing SUF bendir á, að þeir efnahagserfiðleikar , sem rikisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks skildi við, hafa enn ekki verið yfirunnir. Auk þess hefur aðeins að litlu leyti verið hafizt handa um mótun islenzks efnahagslifs á grundvelli þeirrar félags- og skipulagshyggju, sem Framsóknarflokk- urinn hefur boðað á undanförnum árum. Þau efnahagsvandamál, sem við er að glima á liðandi stund og þarfnast skjótrar úrlausnar, eru i aðalatriðum þessi: 1. Þensla, sem stafar af of mikilli eftirspurn. Góðæri siðustu missera hefur ekki verið mætt með nógu einbeittum fjármála- og peningalegum aðgerðum. 2. Alvariegar horfur i greiðslustöðu iandsins gagn- vart útlöndum, sem afleiðing af innflutnings- eftirspurn siðustu missera. 3. Yfirvofandi alda verðhækkana, sem nú er haldið i skcfjum með timabundinni verðstöðvun. Verði þeirri öldu hleypt út i verðlagið mun hún koma af stað vixilhækkunum kaupgjalds og verðlags og grafa enn frekar undan greiðslugetu atvinnuveg- anna. Þingið vekur athygli á, að þessi vandamál eru ekki ný á nálinni. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að gömul hefðbundin úrræði eru ekki einhlit til lausnar á þeim. Þvi verður að leita nýrra leiða. Verði slikt ekki gert, þá er hætta á, að ferill vinstri stjórnarinnar og viðreisnarstjórnarinnar verði næsta keimlikir. Þing SUF leggur áherzlu á, að tekið verði tillit til eftirfarandi atriða, þegar ákveðnar verða aðgerðir til lausnar þeim skammtima efnahagslegu vanda- málum, sem nú blasa við: 1. Verði dregið úr fjárfestingu um ákveðinn tima, liggi til grundvallar þeirri ákvörðun skýr forgangsröðun um framkvæmdir. Fjárfestingar- takmarkanir verði ekki látnar ná til fiskiðnaðar, skóla eða ibúðarhúsnæðis. 2. Fjárlög ársins 1973 verði afgreidd með greiðslu- afgangi. 3. Beitt verði stighækkandi óbcinum sköttum á ýmsar vörur, sem eru umfram daglegar lifs- nauðsynjar. 4. Útlánastefna bankakerfisins verði samræmd. Skattaeftirlit verði stóraukið og ótviræð ákvæði sett inn i skattalög um heimild til eignakönnunar, svo að fulltryggt sé,að náist til duldra tekna milli- liða og þeirra, sem vegna eðlis starfs sins hafa ekki búið við sama aðhald i skattamálum og flestar stéttir. Þótt framangreindar ráðstafanir séu nauðsyn- legar til lausnar núverandi efnahagsvanda, fela þær ekki i sér þá grundvallar stefnubreytingu, sem óhjákvæmileg er, eigi islenzkt efnahagslif að ein- kennast af varanlegum traustleika og samfelldum framförum. Slik grundvallarbreyting er fólgin i þeirri skipulagshyggju, sem SUF hefur boðað á undanförnum árum. Meginatriði hennar er, að stjórn efnahagslifsins sé byggð á yfirlitsáætlunum um höfuðþætti þjóðarbúsins og séráætlunum um þróun einstakra atvinnuvega, opinberar fram- kvæmdir, fjárfestingu og neyzlu. Rikisvaldið hafði forystu um gerð slikra áætlana i nánu samstarfi við samtök launþega og einstakra atvinnuvega, sam- vinnuhreyfinguna og landshlutasamtökin. Við gerð áætlananna og framkvæmd þeirra verði sérstök áherzla lögð á eftirfarandi: 1. Áætlanirnar verði grundvallaðar á ýtarlegum at- hugunum á ástandi og framtíðarmöguleikum hinna mörgu þátta þjóðarbúsins og raunhæfum skoðanaskiptum milli allra þeirra aðila, sem hlut eiga af áætlanagerðinni. Þannig skapi undir- búningsstarfið skilyrði fyrir árangursrikri fram- kvæmd. 2. Fjárlög hvers árs verði i samræmi við markmið áætlananna. Opinbcrum framkvæmdum verði gagngert beitt i þeirra þágu. 3. Framkvæmdir bæja- og sveitafélaga verði á veg- um heildarsamtaka þeirra samræindar yfirlits- áætlunum og hinum einstöku séráætlunum. 4. Lánastarfsemin i landinu verði fyrst og fremst miðuð við að auðvelda framkvæmd áætlananna. 5. Tolla- og skattakerfið verði látið þjóna markmið- um áætlananna. Tekið verði tillit til þeirra at- vinnugreina og landshluta, sem ákveðið verður að hafi forgang. (>. Rikisstvrkir verði eingöngu veittir til þeirra þátta þjóðarbúsins, sem standa hölium fæti um stundarsakir, og til að gera þeim kleift að geta sjálfstætt náð þeim markmiðum, sem áætlanirnar hafa sett. Auk þessara almennu þátta i framkvæmd skipu- lagshyggjunnar vill þing SUF leggja rikasta áherzlu á þá tegund séráætlana, sem fjalla um einstaka landshluta. Jafnframt þvi, að landshluta- áætlanirnar verði samræmdar yfirlitsáætlunum um þróun þjóðarbúsins og áætlun um einstaka atvinnu- vegi, verður að tryggja, að i framkvæmd þeirra sé tekið tillit til eftirfarandi atriða: 1. Mynduð verði þróunarráð i hverjum landshluta, skipuð fulltrúum sveitarfélaganna, framleiðenda og félagssamtaka. Verkefni ráðanna verði að ' samræma hinar ýmsu aðgerðir i þágu markmiða áætlananna. 2. Framkvæmdir opinberra aðila, félaga og einstaklinga verði samræmdar I þvi skyni, að efnahagsþróunin i hinum ýmsu landshlutum verði sem jöfnust. 3. Sérstökum aðgerðuin verði beitt til að draga úr ofþenslu á aðal þéttbýlissvæðinu. 4. Framleiðslu- og félagmiðstöðvar verði efldar innan landshlutanna og stuðlað að þvi, að þær vcrði nægilega öflugar til að geta sjálfkrafa við- haldið og eflt þróun landshlutans. Að lokum vill þing SUF vekja athygli á þvi, aö Framkvæmdastofnun rikisins hefur enn ekki orðið sá aflgjafi nýrrar efnahagsstjórnar, sem nauðsyn- legt er til að tryggja grundvallarstefnubreytingu. Stofnunin sjálf hefur reynzt atkvæðalitil og ýmsir opinberir aðilar hafa sniðgengið hana við töku afdrifarikra ákvarðanna i fjárfestingarmálum. Eigi sú skipulagshyggja,sem boðuð hefur verið að verða annað og meira en orðin tóm, verður tafar- laust að sýna i verki,að Framkvæmdastofnun rikis- ins sé þess megnug og að henni sé ætlað að hafa for- göngu um efnahagsstjórn i anda slikrar skipulags- hýggju. Sunnlendingar á SUF-þinginu. Alyktanir um landbúnað og sjávarútveg A1 y k t u n u m landbúnaö. Þing SUF áréttar þá skoðun samtakanna, að landbúnaður hefur verið og hlýtur að verða ein af meginstoðum islenzks atvinnulifs. Landbúnaður hef- ur á siðari árum orðið undir- staða þeirra greina útflutn- ingsiðnaðarins, sem reynzt hafa haft hvað mesta vaxtar- möguleika. Þing SUF leggur áherzlu á, að góðærið nýtist landbúnað- inum til uppbyggingar á breiðum grundvelli án þess að um offramleiðslu verði að ræða. Þing SUF álitur að nauðsyn- legt sé að stórefla menntun bændastéttarinnar. Búfræðimenntuðum bænd- um verði veittur forgangur um öflun lána og aðra upp- byggingu og rekstur. Ályktun um sjávarút- veg. Um leið og 14. þing SUF fagnar þvi, hve farsællega hefur tekizt með útfærslu landhelginnar, leggur það rika áherzlu á, að nú þegar verði hafizt handa um undirbúning að skynsamlegri nýtingu hennar. Þing SUF fagnar þeim stór- huga áformum um uppbygg- ingu sjávarútvegsins, sem rikisstjórnin hefur boðað, en vill jafnframt minna á nauð- syn þess að samræmis gæti i uppbyggingu veiðiflotans og frystihúsanna. Þing SUF itrekar fyrri ályktanir um aukna full- vinnslu sjávaraflans og nauð- syn þess að menntun starfs- fólks i fiskiðnaði verði stór- aukin. Þvi aðeins að þetta tvennt fylgi i kjölfar útfærslu landhelginnar mun hún koma þjóðinni að verulegum notum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.