Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 4
SUF — ÞINGIÐ Miðvikudagur 20. septemljer 1972 Miftvikudagur 20. september 1972 SUF — ÞINGIÐ Stjórnmálayfirlýsing 14. þings Sambands ungra framsóknarmanna á Akureyri: GERUM ÁTTUNDA ÁRATUGINN AÐ TÍMABILI NÝRRAR VINSTRI STEFNU Á ÍSLANDI! Stefnumið ungra framsóknarmanna Samband ungra framsóknarmanna hefur grundvallað starf sitt og þjóðmála- baráttu á fastmótaðri og ákveðinni is- lenzkri vinstri stefnu. Sú stefna hefur mið- að að umsköpun islenzks þjóðfélags með heill og velferð þjóðarinnar allrar að leið- arljósi. Ungir framsóknarmenn munu áfram heyja öfluga baráttu fyrir umsköpun is- ienzks þjóðfélags i anda jafnaðar, sam- vinnu og lýðræðis, og leggja megináherzlu á: — jafnrétti þegnanna: menningarlegt, efnalegt og stjórnarfarslegt. — Jöfnuð milli stétta og kynja og milli þegnanna eftir búsetu — virkt lýðræði, sem færir vald til fólksins og tryggir einstaklingnum aukið beint ákvörðunarvald um lifshag, búsetu, menntun, atvinnu og umhverfi sitt, — félagslega lausn þjóðfélagsvandamála, — skipulega stjórn efnahagslifsins á grundvelli áætiana og i samvinnu við samtök launþega, atvinnulifsins og lands- hlutanna, — afkomuöryggi fyrir alla þegna þjóð- féiagsins, — lifvænlega byggð um allt landið, — landverndarstefnu, sem varðveitir feg- urð, sérkenni og hreinleika landsins og veitir öllum landsmönnum jafnan rétt til að njóta islenzkrar náttúru, — lifsgæðamat, sem setur manngildi, and- lega og likamlega heilbrigði, öflugt is- lenzkt menningarstarf og verndun is- lenzkrar náttúru ofar gildismati gróða- hyggju og peningavalds, — aukinn heiðarleika i opinberu lifi, eflingu þingræðis og örari endurnýjun i trúnaðarstöðum, — frjálst, herstöðvarlaust land, — óskert sjálfstæði islenzku þjóðarinnar og alger yfirráð tslendinga sjálfra yfir landi sinu landgrunni, menningu og at- vinnutækjum. II. Leiðir að þjóðfélagsmarkmiðum ungra framsóknarmanna Samband ungra framsóknarmanna hvetur félagshyggju- og umbótafólkið i landinu til að vinna af samhug og einbeitni að ofangreindum þjóðfélagsmarkmiðum, og bendir á eftirfarandi leiðir að þeim. 1. Jafnrétti — jöfnuður íslendingar búa við betri skilyrði en flestar aðrar þjóðir til sköpunar réttláts lýðræðisþjóðfélags samt sem áður rikir enn margvislegt misrétti i islenzku þjóð- félagi milli stétta og kynja og milli þegn- anna eftir búsetu. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að öllum vinnufærum þjóðfélagsþegnum verði tryggð full atvinna og öðrum verði tryggður lifeyrir, sem nægi þeim til mannsæmandi lifskjara, að aukinn jöfnuður rauntekna verði meg- ininntak islenzkrar launastefnu og að- gerða i skatta- og tryggingarmálum, að starfshæfni en ekki kynferði, ráði stöðuveitingum og launagreiðslum, að misrétti vegna búsetu verði útrýmt með markvissri framkvæmd byggða- stefnu, sem miðar að jafnri aðstöðu þegnanna til menntunar, afkomu, fé- lagslegrar þjónustu og menningarlifs, hvar sem þeir búa á landinu, að langskólanám verði gert öllum mögu- legt með námslaunum eða námslánum. Jafnframt starfi námslaunatakar i þágu þjóðarinnar um vissan tima að námi loknu. að jöfnuð verði aðstaða fólks um land allt til að eignast eigið húsnæði með þvi að veita ibúðarlán, sem nema 80% af byggingarkostnaði, með lágum vöxt- um til langs tima. Athuga verður alla möguleika til þess að leysa húsnæðis- mál landsmanna á annan hátt en þann, að menn þurfi að koma sér upp eigin húsnæði og i þvi skyni verði rækilega kannaðar þær leiðir, sem farnar hafa verið á hinum Norðurlöndunum i þess- um efnum. 2. Skipuleg stjórn efnahagsmála Ungir framsóknarmenn telja nauðsyn- legt, að unnið verði að uppbyggingu trausts og fjölbreytts atvinnulífs með skipulagshyggju og áætlanagerð undir forystu rikisvaldsins i samvinnu við verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyf- ingu, hagsmunafélög atvinnulifsins og samtök byggðarlaganna. Með þessu móti einu er mögulegt að hafa stjórn á þróun efnahagsmálanna, halda verðbólgu i skefjum og tryggja nauðsynlegan vöxt þjóðarauðsins og réttláta skiptingu hans milli landshluta. Ungir framsóknarmenn Ieggja áherzlu á: að Framkvæmdastofnun rikisins verði markvisst tæki til atvinnuuppbygg- ingar og skipulegrar efnahags- stjórnar, að náið samstarf verði haft við aðila at- vinnulifsins og samtök byggðarlaga- nna við gerð og framkvæmd áætlana i atvinnu- og efnahagsmálum, að verðbólgu verði haldið i skefjum til að tryggja kaupmátt launa og rekstrar- grundvöll atvinnuveganna. 3. Markviss byggðarstefna Nauðsynlegt er að halda landinu öllu i byggð, i þvi skyni þarf að móta byggða- stefnu, sem að þvi miðar. Það er eðlileg réttlætiskrafa fólksins að vilja ráða þvi sjálft, hvar á landinu það lifir og starfar. Markviss byggðastefna er þvi bæði þjóð- arnauðsyn og þjóðarskylda. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að stjórnsýslukerfi landsins verði breytt i samræmi við kröfur nýs tima. Hin nýju samtök stærri byggðarheilda verði efld og þeim veitt afmarkað fjárveit- inga- og framkvæmdavald i sameigin- legum málum byggðarheildanna. Þessi samtök hafi fulltrúaþing, sem sveitarstjórnir kjósi til og fram- kvæmdaráð, sem þingin kjósi, að unnið verði skipulega að uppbyggingu og eflingu hinna ýmsu byggðarlaga á grundvelli heildaráætlunar um æski- lega framtiðarþróun byggðar á ís- landi. Landshlutasamtökum verði tryggður veglegur sess i gerð og fram- kvæmd þeirrar áætlunar. að unnið verði að eflingu þeirra staða hvers byggðarlags, sem vegna sögu sinnar og legu eru eðlilegar miðstöðv- ar menntunar, atvinnulifs, sam- gangna, stjórnsýslu, heilsugæzlu og menningarlifs viðkomandi byggðar- laga. að stofnanir verði fluttar út á land i nokkr- um mæli. Aðalstöðvar sumra rikis- stofnana verði hafðar úti á lands- byggðinni, en aðrar komi sér upp til- tölulega sjálfstæðum deildum um landið. að samgöngukerfi landsins verði endur- skoðað og m.a. að þvi stefnt, að sam- göngur verði auðveldar innan ein- stakra byggðarlaga og á milli þeirra. Sérstök rækt verði lögð við stórauknar flugsamgöngur. Rikisvaldið hafi for- ystu um endurskipulagningu innan- landsflugsins, er miði að greiðum flug- samgöngum milli einstakra landshluta utan höfuðborgarsvæðisins, og stuðli jafnframt að þvi með fjárveitingum, að landsmenn njóti jafnaðar á þessu sviði. að byggt verði upp fjölbreytt atvinnulif i þeim byggðarlögum, þar sem einhæf framleiðslustörf bjóða atvinnuleysis- hættunni heim. Beitt verði hvetjandi aðgerðum, m.a. i skattamálum til að laða iðnfyrirtæki til landsbyggðarinn- ar. að sveitarfélögum verði gert kleyft að byggja ibúðarhúsnæði til leigunota i þvi skyni að leysa húsnæðisvandræði þau, sem viða kom i veg fyrir eðlilegan vöxt og viðgang þeirra, að helztu atvinnutæki verði rekin á félags- legum grundvelli að menntastofnanir i hinum dreifðu byggðum landsins verði efldar. Stefnt verði að þvi að flytja hluta af starfsemi Háskóla íslands til annarra lands- hluta. 4. Hin sönnu lifsgæði Þótt islenzku þjóðinni sé nauðsynlegt að efla atvinnuvegi sina og auka þjóðar- auðinn jafnt og þétt, ber mjög að varast öfgar lifþægindakapphlaupsins og átrúnað á peningaguðinn og peningavaldið. Hafna ber gildismati gróðahyggjunnar, en fóstra með þjóðinni lifsgæðamat, sem setur manngildi, andlegt og likamlegt heil- brigði, öflugt menningarstarf og hreina og óspillta náttúru i öndvegi. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að islenzk menningarstarfsemi og listasköpun verði efld, og almenningi auðveldað að njóta hennar án tillits til búsetu og efnahags. að varðveitt verði, með ströngu eftirliti, fegurð, sérkenni og hreinleiki landsins, og öllum landsmönnum tryggður jafn réttur til að njóta islenzkrar náttúru. að komið verði i veg fyrii; að fjársterkir einstaklingar geti keypt og lokað af ýmsa fegurstu staði landsins. að komið verði i veg fyrir mengun lands- ins og hafsins umhverfis það, með viðamikilli upplýsingastarfsemi og ströngum viðurlögum, að hafin verði nú þegar öflug barátta gegn áfengis og fiknilyfjaneyzlu. 5. Ævarandi sjálfstæðisbarátta Sjálfstæðisbarátta þjóðar tekur aldrei enda. íslenzka þjóðin verður að standa vörð um sjálfstæði sitt og efla það og styrkja. Án sifelldrar varðstöðu um menningarlegt, efnalegt og stjórnarfars- legt sjálfstæði þjóðarinnar er hætta á ferð- um. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 50 sjó- milur er mikilvægur áfangi i ævarandi sjálfstæðisbaráttu islenzku þjóðarinn- ar. Ekki má linna baráttunni fyrr en full viðurkenning umheimsins á út- færslunni og rétti íslendinga er fyrir hendi. Þegar verði hafinn undirbún- ingur að frekari útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. að varnarsamningurinn við Bandarikin verði tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar i þvi skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi i áföngum. Skal að þvi stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu. 6. Samstaða með öðrum smáþjóðum í fyrsta sinn um langt árabil er við völd á íslandi rikisstjórn, sem fylgir sjálf- stæðri islenzkri utanrikisstefnu. Þessi stefna grundvallast á frelsi og sjálfs- ákvörðunarrétti allra þjóða. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að haldið verði áfram að móta sjálfstæða utanrikisstefnu, sem fylgi óháðum friðaröflum að málum. að íslendingar skipi sér i sveit með þeim, sem berjast gegn kúgun, kynþáttamis- rétti og ofriki stórþjóða gegn smárikj- um. að íslendingar styðji frelsisbaráttu kúg- aðra þjóða, svo sem i suðurhluta Afriku og Suðaustur-Asiu. að íslendingar leggi sitt af mörkum til að minnka bilið milli rikra þjóða og fátækra og auki aðstoð sina við þró- unarrikin og stefni að þvi marki, að hún nái 1% af þjóðartekjum. Þróunar- rikin verði studd á alþjóðavettvangi til þess að ná hagkvæmari viðskiptakjör- um við þróuð riki en verið hefur. að íslendingar vinni að þvi, að Öryggis- málaráðstefna Evrópu verði haldin sem fyrst. að íslendingar viðurkenni Þýzka alþýðu- liðveldið, Norður-Vietnam og Norður- Kóreu og önnur riki, sem jafn sjálf- sagt er að viðurkenna. að íslendingar styðji aðild þýzku rikjanna að Sameinuðu þjóðunum. að aðild íslands að NATO verði stöðugt endurmetin með tilliti til breyttra að- stæðna. Lýst verði andstöðu islendinga gegn stjórnarfarinu i einræðisrikjum innan bandalagsins. 7. Lýðræði — heiðarleiki Þjóðfélag býr þvi aðeins við raunveru- legt lýðræði, að þegnarnir geti haft áhrif á ákvarðanatekt i málum, sem snerta þá sjálfa, umfram þátttöku i almennum kosningum fjórða hvert ár. Það verður eitt mikilvægasta verkefni þjóðarinnar á áttunda áratugnum að fara nýjar leiðir til að gera staðnað lýðræði að virku lýðræði. Mikilvægur þáttur virks lýðræðis er, að þegnarnir hafi sem beztar og réttastar upplýsingar um starfsemi stjórnvalda stjórnmálaflokka, rikisstofnana og fyrir- tækja. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að heiðarleiki, lýðræðislegur hugsunar- háttur og ábyrgðatilfinning verði leið- arljós þátttakenda á þjóðmálastarfi. að átak verði gert til að auka áhrif þegn- anna i fyrirtækjum, rikisstofnunum, hagsmunasamtökum og skólum. að þegnum verði tryggður aðgangur að upplýsingum um starfsemi og fjár- reiður stjórnmálaflokka og opinberra stofnana, að fyrirtæki og stofnanir birti reglulega skýrslur um rekstur sinn og starfsemi. að komið verði á fót embætti umboðs- manns, sem gæti réttar almennings gagnvart opinberum aðilum. að blaðaútgáfa á islandi verði studd af hálfu rikisvaldsins t.d. með niður- greiðslu rekstrarkostnaðar, i þvi skyni, að eðlileg skoðanamyndun verði tr.yggð. 8. Nýtum krafta nýrrar kynslóðar Nauðsynlegur liður i umsköpun is- lenzks þjóðfélags er virkari þátttaka unga fólksins i stjórn landsins, atvinnulifi og stjórnsýslu. Óeðlileg tregða gegn manna- skiptum i trúnaðarstöðum leiðir óhjá- kvæmilega til átaka milli kynslóðanna og snöggra umskipta i stað stöðugrar, en hægari, endurnýjunar. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að sú óeðlilega öldungastjórn, sem viða hefur búið um sig i valdastofnunum og hagsmunasamtökum, viki fyrir sam- stjórn kynslóðanna. að örari mannaskipti verði i trúnaðar- og ábyrgðarstöðum svo að kraftar unga fólksins komi að sem beztum notum i þjóðlifinu. að stjónmálaflokkarnir veiti nýjum mönnum sem bezt skilyrði til að kynna sig meðal fólksins og afla sér fylgis til framboðs og kjörs i trúnaðarstöður. Áttundi áratugurinn — upphaf nýs tímabils vinstri stefnu Samband ungra framsóknarmanna styður heilshugar þá vinstri stjórn, sem tók við völdum á íslandi eftir 12 ára stjórnarsetu ihaldsaflanna, og fagnar Framhald af bls. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.