Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 7
Miftvikudagur 20. septeniber 1972 SUF — ÞINGIÐ 7 Már Pétursson flytur skýrslu sfna Skipulagning ferðamálanna „14. þing SUF ályktar um nauðsyn þess, að framtiðar- möguleikar þjóðarinnar á sviði ferðamála verði nýttir á skipulegan hátt. Sú kynning, sem þjóðin hefur hlotið undan- farið, getur, ef rétt er á haldið, orðið grundvöllur að nýrri sókn i tekjuöflun af ferðamál- um. Gæta verður þess, að straumur ferðamanna verði viðráðanlegur fyrir okkar litlu þjóð, sem kappkosta verður að hafa rekstur ferðamannaþjón- ustunnar i eigin höndum”. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri, flytur ræðu sina. Stefán Valgeirsson, alþingismaður, flytur ávarp í kvöldveröarboöi SUF. r SUF-þlngið Þvi næst skilaði nefndanefnd áliti, og var framsögumaður Elias Sn. Jónsson. Var skipað i þrjár nefndir: Stjórnmála- nefnd, flokksmálanefnd og starfsverkefna- og fjárhags- nefnd. Þá voru teknar fyrir laga- breytingar. Atli Freyr Guð- mundsson mælti fyrir tillögu, sem hann flutti ásamt nokkr- um öðrum þingfulltrúum, þess efnis, að aldurshámark i sam- tökunum væri hækkað i 35 ár. Eftir nokkrar umræður var tillaga Atla samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða gegn 5. Siðan hófust nefndastörf. Sátu nefndir að störfum allan daginn. Flokksmálanefnd og starfsverkefna- og fjárhags- nefnd luku störfum fyrir kvöldmat, en stjórnmálanefnd skipaði tvær undirnefndir til að fjalla um annars vegar stjórnmálayfirlýsingu og hins vegar ályktanir um efnahags- mál og atvinnumál, og voru þær að störfum á laugardags- kvöldið. Stjórnmálanefndin kom siðan saman til fundar á sunnudagsmorguninn, og af- greitt var álit undirnefndanna til þingsins til umræðu og af- greiðslu. Á laugardagskvöldið var þingfulltrúum boðið til sam- eiginlegs kvöldverðar á veg- um SUF. Undir borðum fluttu stuttar ræöur þeir Már Pétursson, Stefán Valgeirs- son, alþingismaður, Ingi Tryggvason, formaður Kjör- dæmissambands framsóknar- manna i Norðurlandskjör- dæmi eystra, Askell Einars- son, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga og fyrrum gjaldkeri SUF, Atli Freyr Guð- mundsson, erindreki, ölafur Ragnar Grimsson, lektor, og Friðgeir Björnsson, fram- kvæmdastjóri. Þingfundur hófst að nýju að morgni sunnudagsins 3. september, og voru þar tekin til umræðu og afgreiðslu álit nefnda. Guðbjartur Einars- son, Rvik, hafði framsögu um álit starfsverkefna- og fjár- hagsnefndar, Pétur Einarsson V um álit flokksmálanefndar og Elias Sn. Jónsson og Ólafur Ragnar Grimsson höfðu fram- sögu annars vegar um stjórn- málayfirlýsingu og hins vegar um efnahagsmálaálit stjórn- málanefndar. Verulegar umræður urðu um öll nefndaálitin, ýmsar breytingatillögur komu fram og einnig ýmsar sjálfstæðar tillögur, og voru sumar sam- þykktar en aðrar ekki. Alitin voru loks samþykkt sam- hljóða með ágerðum breyting- um. Að loknum hádegisverði flutti Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans að Bifröst, fróðlegt og snjallt erindi um unga fólkið og stjórnmálin. Var mjög góður rómur gerður að máli hans. Afgreiðslu nefndaálita var lokið um kl. 3 á sunnudag, og var þá gengið til stjórnar- kjörs. Baldur óskarsson lýsti tillögum uppstillinganefndar, og voru tillögur nefndarinnar um formann, varaformann, gjaldkera og ritara samþykkt- ar samhljóða. Viðbótartillaga kom um meðstjórnendur, og var því kosið um þá og tillaga nefndarinnar samþykkt meö yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Varamenn voru kjörnir einróma, og eins allir miðstjórnarmenn nema I Reykjaneskjördæmi: um þá komu fram tillögur um fleiri en kjósa átti og þvi gengið til atkvæða. Listi yfir alla þá, sem kjörnir voru i framkvæmda- stjórn og miðstjórn er á öðrum stað i þessum blaðauka. Að kosningum loknum var dagskrá þingsins tæmd. Nokkrir stjórnarmenn þökk- uðu fráfarandi formanni, Má Péturssyni, fyrir sérstaklega gott samstarf og mikið starf hans fyrir samtökin, og þökk- uðu þingfulltrúar honum með löngu og dynjandi lófataki. Þvi næst flutti Ingvar Bald- ursson, formaður FUF á Akureyri, ávarp. Þá flutti nýkjörinn for- maður, Elias Snæland Jóns- son, lokaávarp þingsins. Ræddi hann helztu verkefni samtakanna á næstu árum og taldi störf þingsins mikil og merkileg, og yrði viða eftur þeim tekið. Þvi næst sleit hann 14. þingi SUF. Allmargar konur voru á SUF-þinginu. Ingvar Baldursson, I. þingforseti, I ræöustól. Við boröiö f.v. Pétur Einarsson, 3. þingforseti, Björn Teitsson, 2. þingforseti, Bergsveinn Auöunsson, þingritari, Páll Björnsson, þingritari, og Gunnlaugur Sigmundsson, ritari SUF. (.... ...................................... Stjórnmálayfirlýsing Framhaid af 5. síöu. þeirri raunhæfu vinstri stefnu, sem felst i málefnasamningi stjórnarflokkanna. Ungir framsóknarmenn leggja áherzlu á: að málefnasamningur rikisstjórnarinnar og þjóðmálastefna ungra framsóknar- manna er i öllum grundvallaratriðum andstæð stefnumiðum ihaldsaflanna i landinu. að islenzkir vinstri menn styrki og efli rikisstjórnina og treysti grundvöll hennar. að samstarf verkslýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar sé aukið mjög, og náið samráð haft við þessar hreyfingar um stjórnun landsins. að viðræðum vinstri flokkanna um mótun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafn- aðar, samvinnu og lýðræóis, leiði til skynsamlegrar niðurstöðu. að framsóknarmenn verði forystuafl við- tækrar lýðræðissinnaðrar vinstri fylk- ingar, sem megni i nánu samstarfi við fjöldahreyfingar fólksins, að gera átt- unda áratuginn að timabili nýrrar vinstri stefnu á íslandi. Þjóðhátíðar- hald á Þing- röllum 1974 ,,Þing SUF fagnar þvi, að stefnt skuli að þjóðhátiðarhaldi á ÞingvöIIum þegar minnzt verður ellefu hundruð ára byggðar i landinu. Slik þjóðhá- tið yrði hin fyrsta sið- an islendingar urðu algerlega sjálfstæð þjóð. Þjóðhátið á Þingvöllum gæti, ef vel tækist, orðið veru- legur aflvaki fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á kom- andi árum. Hún myndi vekja athygli alls heimsins á sögu- legri hefð þjóðarinnar og þeim erfðum, sem við ætlum að varð- veita”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.