Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 8
Stjórn SUF haldi áfram á sömu braut í sameiningarmálinu Þing SUF á Akureyri lýsti yfír ánægju sinni með og sam- þykki við yfírlýsingu framkvæmdastjórna SUF og SFV Meöal sainþykkta SUF-þingsins á Akureyri var sérstök samþykkt um sameiningarmálið. Hún er svohljóðandi: ,,14. þing SUF færir fráfarandi stjórn samtakanna sérstakar þakkir l'yrir störf liennar að sameiningarmálum jafnaðar- og samvinnu- manna. Um leið og þingið felur næstu stjórn SUF aö halda áfram að ° vinna að þessum málum á saina hátt, lýsir þaö yfir ánægju sinni með og samþykki við ályktun siðasta flokksþings Framsóknarflokksins og yfirlýsingu framkvæmdastjórna SUF og SFV. Uingið livetur viðræðunefndir flokkanna til að lialda ötullega áfram á þeirri braut, sem þær hai'a markað sér, og telurmauösynlegt að SUF hér eftir sem hingað til ljái þeim viöræðum stuðning meðal annaVs með fundarhöldum og blaðaútgáfu”. Fins og fram kemur hér aö ofan, lýsti þingið yfir ánægju sinni með og samþykki við yfirlýsing þá, sem framkvæmdastjórnir SU FogSFV gáfu út veturinn 1971. Af þvi tilefni eru birt hér á siðunni meginatriöin úr þessari yfirlýsingu. i. Framkvæmdastjórnir SUF og SFV álita, að nú þegar verði að hefjast handa um að stofna öflugan stjórnmálaflokk með sameiginlegu átaki Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokks- ins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og annarra þeirra, sem aðhyllast lýðræðis- sinnaða jafnaðarstefnu og sam- vinnustefnu. Markmið þessa flokks verði að skapa: 1. Þjóðfélag, þar sem jöfnuður og mannleg samhjálp sitja i öndvegi. 2. Þjóðfélag, sem tryggir sókn þjóðarinnar til æ fullkomnara og virkara lýðræðis, aukinnar menningar og andlegs sem likamlegs heilbrigðis allra þegna þjóðfélagsins. 3. Þjóðfélag, þar sem hver einstaklingur getur valið sér eigið lifsform og þroskað hæfileika sina við skilyrði stjórnmálalegs, efnahagslegs og andlegs frelsis. 4. Þjóðfélag, sem tryggir öllum frelsi frá ótta skorti og hvers konar efnalegum þvingunum, mismunun og þjóðfélagslegu óréttlæti og hefur réttar- öryggi og afkomuöryggi að leiðarljósi. 5. Þjóðfélag, þar sem allir hafa rétt til menntunar og jafna möguleika á að njóta allra menningarlegra gæða, sem þjóðfélagið skapar. 6. Þjóðfélag, sem styður að heil- brigðu lifsgæðamati og setur manngildið i öndvegi, en hafnar þvi gildismati fjár- magns og peningavalds, sem þjóðfélag þeirra afla skapar. 7. Þjóðfélag, sem stöðugt sækir fram til aukinnar velmegunar með skynsamlegri stjórnun og áætlunum um hversu is- lenzkar auðlindir verði nýttar af mestri fyrirhyggju og at- vinnulif, sem á þeim byggir, verði þróað, án þess að vera að neinu marki byggt upp á fjárfestingu útlendinga. 8. Þjóðfélag, sem missir aldrei sjónar á verndun fegurðar og sérkenna islenzkrar náttúru og rétti allra landsmanna til að njóta þeirra, en hafnar skyndigróða, sem siðar gæti spillt verðmætum, sem ekki verða til fjár metin. 9. Þjóðfélag jafnaðar, sem . stefnir að útrýmingu hvers konar misréttis milli stétta og milli þegnanna eftir búsetu, félagslegt mikilvægi allra starfsgreina og jafnar þvi efnalegt met á milli þeirra. 10. Þjóðfélag frelsis og lýðræðis, þar sem ákvörðunarrétturinn byggir á virku lýðræði, ekki aðeins i kosningum til lög- gjafarþings og sveitarstjórna, heldur og i fyrirtækjum, i hagsmunasamtökum og i skólum. 11. Þjóðfélag, þar sem samfé- lagið i heild mótar megin- stefnuna, en einstaklingarnir njóta ákvörðunarfrelsis að þeim mörkum, að þjóðar- heildin bíði ekki tjón af. 12. Þjóöfélag, þar sem réttur skoðanalegs minni hluta er virtur og réttarstaða hans tryggð. 13. Þjóðfélag ábyrgra þegna, sem byggja störf sin á félags- legri samhjálp og samvinnu og stýra i raun þjóðfélags- þróuninni að þeim leiðum, en hafna annars vegar forsjá og stjórn peningavaldsins með eigingirnina að leiðarljósi, og hins vegar alráðu rikisvaldi. 14. Þjóðfélag, sem setur metnað sinn i að verja, skapa og vernda sjálfstæða islenzka menningu og menningararf- leifð, en rækir jafnframt hið mikilvæga hlutverk smá- þjóðarinnar á alþjóðavett- vangi og tekur heils hugar þátt i hverju þvi alþjóðlegu samstarfi, sem stefnir að lausn þeirra miklu vanda- mála allra þjóða að tryggja frið i heiminum og brúa gjána, sem nú skilur rikar þjóðir og snauðar. II. Það er skoðun framkvæmda- stjórna SUF og SFV, að þjóð- félagsþróunin hafi á seinni ár- um fjarlægzt þau markmið, sem að framan greinir. Samfélags- skipunin markast nú af auknu misrétti þegnanna, efnalegu, menningarlegu og félagslegu, litt heftu peningavaldi, skorti á virku lýðræði á nær öllum þjóð- lifssviðum, skoðanamyndun, sem fjármálavaldiðræður að miklu, vaxandi áhrifum erlends auðmagns og kliku- og smá- kóngavaldi á stjórnmála- sviðinu. Þessa uggvænlegu þjóðfé- lagsþróun má að hluta rekja til sundrungar íslenzkra vinstri afla, sem fært hefur Sjálfstæðis- flokknum viðtækustu völdin i is- lenzkum stjórnmálum. Úrelt aðgreining lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna og samvinnu- manna hefur lamað umbóta- þrótt þjóðarinnar og dregið úr krafti þeirra fjöldahreyfinga, verkalýðshreyfingar og sam- vinnuhreyfingar, sem bezt eiga að duga almenningi i hinni við- tæku lifskjarabaráttu. Nú verandi flokkakerfi hefur þann- ig i reynd verkað sem hindrun á framkvæmd þeirra þjóðfélags- umbóta, sem helgaðar eru af hugsjónum jafnaðar og sam- vinnu, frelsis og lýðræðis. Það er brýnasta stjórnmála- verkefni samtimans að tengja saman i eina heild alla flokka og samtök lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna og samvinnu- manna. Hinn nýi flokkur, sem samstundis yrði stærsta og sterkasta stjórnmálaafl þjóðar- innar, myndi i nánu samstarfi við verkalýðshreyfingu og sam- vinnuhreyfingu hrinda i fram- kvæmd þeim þjóðfélagsmark- miðum, sem fyrr eru greind. Hann mundi hefja stjórnmála- starf á hærra svið, varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og skapa henni það samfélag, sem meiri hluti hennar vill i reynd og þráir. III. Jafnhliða slikri stjórnmála- legri nýskipan verður að efla og endurskipuleggja mikilvægustu hagsmunasamtök fólksins i landinu, samvinnuhreyfingu og verkalýðshreyfingu. Samræma verður markmið og verkefni hins nýja flokks og þessara tveggja f jöldahreyfinga og þannig ryðja úr vegi hindrunum fyrir þvi, að náið samstarf þeirra gæti orðið að veruleika. Samvinnuhreyfingin verður að slita tengsl sin við samtök fjár- málavaldsins og taka upp sjálf- stæða og jákvæða stefnu i kjara- og hagsmunamálum verkafólks og annarra launþega. A sama tima auðveldi verkalýðshreyf- ingin samvinnuhreyfingunni slika stefnubreytingu með þvi að hafa aðra afstöðu og beita öðrum aðgerðum i hinni al- mennu kjarabaráttu gagnvart samvinnuhreyfingunni. Enn- fremur beiti forystumenn verkalýðshreyfingarinnar sér fyrir þvi, að félagsmenn hennar taki öflugri þátt i samvinnu- starfinu. Seð yfir fundarsalinn á Hótel KEA I þingbyrjun. Stjórnniálanefndin að störfum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.