Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 64
14. maí 2004 FÖSTUDAGUR Á tónleikum í Hallgrímskirkju íkvöld verða flutt verk eftir Inga Garðar Erlendsson og Þóru Gerði Guðrúnardóttur, sem bæði eru að útskrifast úr tónsmíðanámi frá tónlistardeild Listaháskóla Ís- lands í vor. Eftir Inga Garðar verða flutt sex lög fyrir tvo einsöngvara og kammersveit, en lögin eru öll samin við ljóð úr bókinni Nei eftir Ara Jósefsson. Bókin kom fyrst út árið 1961 og er eina ljóðabók Ara, sem lést langt fyrir aldur fram. Eftir Þóru Gerði verða síðan flutt tvö verk, annars vegar konsert fyrir orgel, slagverk og strengi, hins vegar minna verk fyrir kór og slagverk. „Konsertinn heitir Drottning, sem vísar í orgelið sem drottn- ingu hljóðfæranna,“ segir Þóra Gerður. „Ég samdi það sérstak- lega fyrir Klais-orgelið í Hall- grímskirkju, sem er í miklu uppá- haldi hjá mér.“ Konsertinn er í þremur þáttum og fjallar um ævi einstaklingsins alveg frá móðurkviði fram að dauðastund. „Hann er frekar svona í óm- blíðari kantinum miðað við nú- tímatónlist,“ segir Þóra Gerður. „Hann er tileinkaður afa mínum, Þorgeiri Jónssyni lækni, sem lést fyrir ári. Við héldum bæði sérstaklega mikið upp á orgelið og fórum saman á tónleika í Hallgrímskirkju.“ Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, var henni til að- stoðar við að finna út hvernig hægt væri að láta orgelið hljóma sem best og sýna hvað það hefur upp á að bjóða. „Hörður var alger engill. Það fóru tveir dagar í að vinna sig í gegnum þetta.“ Kórverkið er svo samið fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju, en er í þetta sinn flutt af söngsveit- inni Hljómeyki. „Ég var líka í samvinnu við Hörð með það og í raun og veru eru bæði verkin samin fyrir Hörð eða hljóðfærin hans, orgelið og kórinn.“ ■ ■ TÓNLEIKAR Semur fyrir hljóð- færin hans Harðar LEIKURINN STENDUR SEM HÆST Vinningslíkur 1:15 Yfir 4200 vinningarSendu inn SMS skilaboðin sem finna má aftan á miðanum á SS pylsupakkanum og þú veist strax hvort þú hefur unnið. Vinningaskrá á www.pylsupar.is www. i t ferd i r. i s Fjöldi stórra og smárra vinninga eftir. Miðasala sími: 662-5000 • www.100hitt.com A›eins 1  s‡ning  eftir í  Rvk. Í tónlistarhúsinu †mi, Skógarhlí› 20  me› Helgu Brögu Næstu s‡ningar: BANNAÐINNAN 16 Sýningin hefst kl. 20:00 fös. 21. maí. Rvk. Ýmir SÍÐASTA SÝNING Landsbyggðin Reykjavík mið. 19. maí. Selfoss lau. 29. maí. Blönduós lau. 12. jún. Flúðir SÍÐASTA SÝNING Örfá sæti eftir 21.maí  (Engar aukas‡ningar) Málar lífsreyndar brúður LISTSÝNING „Mér finnst þetta hafa verið afskiptur hópur í portrettmál- un og kominn tími til að sinna þessu fólki,“ segir Sigrún Eldjárn, sem í dag opnar sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur á olíumálverkum af dúkkum, böngsum og fleiri einstaklingum sem allir hafa notið mikillar ástúðar eigenda sinna. „Þetta eru svolítið óvenjuleg við- fangsefni í portrettmyndum en mig langaði til að sýna þeim þessa virð- ingu. Það er líka svo mikill karakter sem skín út úr þeim.“ Brúðurnar og bangsarnir eru sum hver komin býsna mikið til ára sinna, jafnvel eldri en fimmtíu ára, og hafa verið handleikin af ansi mörgum börnum. „Ég byrjaði á því að mála portrett- myndir af þeim sem ég átti þegar ég var lítil og sem börnin mín hafa átt.“ Sigrún er sennilega þekktust fyrir barnabækur sínar, sem hún mynd- skreytir jafnan sjálf, en hún hefur einnig haldið myndlistarsýningar reglulega í meira en tvo áratugi. „Á þessari sýningu er kannski að mætast svolítið það sem ég hef verið að gera í bókunum og í myndlistinni,“ segir Sigrún, sem hefur nánast ekk- ert fengist við portrettmálverk fyrr en nú. „Reyndar var ég einu sinni með syrpu af portrettmálverkum, en þar var fólkið andlitslaust þannig að það voru ekki myndir af neinum sérstök- um.“ ■ SIGRÚN ELDJÁRN Sýnir portrettmyndir af brúðum og böngsum í Ráðhúsi Reykjavíkur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÞÓRA GERÐUR GUÐRÚNARDÓTTIR Í Hallgrímskirkju verða í kvöld flutt verk eftir hana og Inga Garðar Erlendsson, sem bæði eru að útskrifast úr tónsmíða- námi við Listaháskóla Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I 64-65 (44-45) Slanga 13.5.2004 20:36 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.