Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 14.05.2004, Blaðsíða 65
FÖSTUDAGUR 14. maí 2004 45 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Föstudagur MAÍ Nýtt frá Sony Ný hönnun, nýjir möguleikar DCR-PC109E stafræn tökuvél frá Sony. Tökuvélin er með Carl Zeiss “ Vario-Tessar”linsu sem tryggir þér ótrúleg myndgæði. Vélin er með hágæða 2,5" litaskjá sem er jafnframt snertiskjár, þannig að þú stjórnar skipunum einfaldlega með því að styðja á skjáinn. Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 1.070.000 pixla Super HAD myndflaga Tengistöðin gerir hleðslu og tengingar auðveldari 9.999 krónur í 12 mánuði* eða 119.988 krónur DCR-HC20 Carl Zeiss Vario Tessar Linsa 800.000 pixla Super HAD myndflaga USB streaming 7.999 krónur í 12 mánuði* eða 95.988 krónur *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. DCR-HC14E 640x zoom (10x optical) 800.000 pixlar Super HAD myndflaga USB streaming 5.499 krónur í 12 mánuði* eða 65.988 krónur Opið alla helgina ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Fyrri nemendatónleikar Tónskóla þjóðkirkjunnar verða haldnir í Hallgrímskirkju í hádeginu. Þar leika nemendur Björns Steinars Sólbergsonar á orgel.  16.00 Kór félags eldri borgara á Akureyri syngur í kirkjunni í Þorláks- höfn. Stjórnandi og undirleikari er Guð- jón Pálsson.  17.30 Framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar í Reykjavík 2004 er sýningin Í nærmynd Close-up, bandarísk sam- tímalist. Sýningarstjórar eru Gunnar B. Kvaran og Ólafur Kvaran.  19.00 Bandaríska pönksveitin Trag- edy spilar í Menningarhúsi Hafnarfjarðar ásamt hljómsveitunum Gorilla Angreb, Andlát, I Adapt, Dys og Hrafnaþing. Allir aldurshópar.  20.00 Útskriftartónleikar frá Lista- háskóla Íslands verða í Hallgrímskirkju. Flutt verða verk eftir tvo tónsmíðanema, þau Inga Garðar Erlendsson og Þóru Gerði Guðrúnardóttur.  22.00 Kristján Kristjánsson (KK) og Bill Bourne verða með tónleika á Café Rosenberg, Lækjargötu 2.  23.00 Bandarísku grasrótar- rokksveitirnar Face and Lungs og Snacktruck standa fyrir sannkallaðri rokkveislu á Grand Rokk ásamt Jan Mayen og Kimono. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Sýning á máluðum portrett- myndum eftir Sigrúnu Eldjárn verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Sýningin haldin í tilefni af fimmtugs- afmæli hennar sem var 3. maí síðastlið- inn. ■ ■ SKEMMTANIR  Dj Kárí á Vegamótum.  Spilafíklarnir á Rauða ljóninu. ■ ■ SAMKOMUR  19.00 Bein útsending verður á breiðtjaldi frá brúðkaupsveislu Friðriks og Mary í Norræna húsinu. Kaffistofan verður opin og fólk getur tekið veitingar með sér inn í salinn. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Kirkjunni breytt í leikhús ÓPERUSÝNING „Tækniliðið okkar er búið að breyta kirkjunni á Eskifirði í leikhús,“ segir Sesselja Kristjáns- dóttir söngkona, sem fer með hlut- verk Carmenar í uppfærslu Ís- lensku óperunnar og Óperustúdíós Austurlands þar í kirkjunni á Eski- firði. „Mér skilst að kirkjan sé hugsuð sem fjölnotahús, en þá helst fyrir tónleika. Mér heyrist á heimamönn- um að þeir séu hissa á því hvernig tekist hefur að breyta henni í leik- hús. Það er búið að myrkva allt, líma fyrir glugga og setja upp ljósa- brautir.“ Óperan Carmen verður sýnd á Eskifirði í kvöld og er þetta eina sýningin sem fyrirhuguð er. Sess- elja vill þó ekki útiloka að fleiri sýn- ingar gætu orðið, en segist samt ekkert vita um það. „Það er ekki á dagskrá, að minnsta kosti ekki sem stendur.“ Þessi sýning er liður í viðleitni Íslensku óperunnar að sinna lands- byggðinni, þar sem hún á ekki ein- göngu að sinna Reykvíkingum. Þrír söngvarar á vegum óper- unnar, þau Sesselja, Jóhann Frið- geir Valdimarsson og Hulda Björk Garðarsdóttir, héldu því til Eski- fjarðar nú í byrjun vikunnar. Jó- hann Friðgeir syngur Don José en Hulda Björk Micaelu. Með í förinni var Kurt Kopecki hljómsveitarstjóri og Kári Halldór leikstjóri, að ógleymdum sminkum, tæknifólki og öðrum þeim sem þarf til að setja upp eina óperusýningu. Fyrir austan tók síðan á móti þeim fríður flokkur tónlistarmanna, þar á meðal Keith Reed sem syngur nautabanann Escamillo og svo kór- inn sem er skipaður heimamönnum. „Við flytjum Carmen ekki í fullri lengd, en öll þessi stóru þekktu númer halda sér og sömuleiðis skil- ar söguþráðurinn sér nokkurn veg- in,“ segir Sesselja, sem viðurkennir að Carmen sé tvímælalaust drauma- óperan fyrir mezzósópran. „Þetta er auðvitað eitt bitastæð- asta hlutverkið í mínu fagi.“ ■ SÖNGVARAR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Þau ætla að flytja óperuna Carmen í kvöld á Eskifirði í samvinnu við Austfirðinga. 64-65 (44-45) Slanga 13.5.2004 20:46 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.