Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFIÐJANSÍMI: 19294 214. tölublað — Fimmtudagur 21. sept. — 56. árgangur Leigufíugsamningar við Spán í strandi ? TK—Reykjavik Leiguflugsréttindi tslendinga til Spánar virðist nú komin i nokkra hættu eftir þeim fregnum aö dæma, sem Timinn aflaði sér i dag hjá Senor Antonio Fernandez, forstjóra spánska flugfélagsins Air Spain, en hann sat þá samningafundi, sem staðið hafa yfir að undanförnu í Madrid milli Agnars Kofoed-Hansen flugi- málastjóra og flugmálastjóra spánska ríkisins. Hafa spönsk flugmálayfirvöld nú sett islendingum úrslitakosti, að þvi er forstjóri Air Spain tjáði blað- inu. Krefjast Spánverar þess að fá óhindrað lendingarleyfi fyrir þá leiguflutninga, sem spönskum flugfélögum tekst að semja um, gegn gagnkvæmum réttindum is- lenzkra flugfélaga. Agnar Kofoed-Hansen lagði til á samn- ingafundinum i Madrid, að samið yrði um kvótaskiptingu á milli tslendinga og Spánverja i leigu- flugi til Spánar, en nú hafa honum verið send ströng fyrirmæli um að fella niður allt tal um kvóta- skiptingu. Hún komi ekki til greina. Sú hugmynd á ekki upp- runa i samgönguráðuneytinu, sagði Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri, i viðtali við blaðið i gærkvöldi. Eins og kunnugt er,hefur staðið i hinu mesta brasi með leiguflug milli íslands og Spánar i sumar. Urðu á annað hundrað farþegar að biða á Keflavikurflugvelli i al- gerri óvissu i vor vegna þessa striðs. Siðan hafa lendingarleyfi verið veitt með hinni mestu tregðu af beggja hálfu, en upphaf málsins eru samningar Ferða- skrifstofunnar Sunnu við Air Spain um leiguflutninga til Costa del Sol og Palma. Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóri hitti spánska flug- málastjórann að máli i Stokk- hólmi fyrir nokkrum vikum. Að loknum þeim fundi taldi Kofoed- Hansen sig geta verið bjartsýnan um samkomulag. 1 fyrri viku hófu flugmálastjór- ar landanna svo viðræðurað nýju i Madrid. Fyrsti fundur þeirra var á fimmtudag. Viðstaddur þessar viðræður var Senor Antonio Fernandez, forstjóri Air Spain. Timinn átti I gær viðtal við Antonio Fernandez og spurði hann um gang viðræðnanna. Hon- um fórust orð á þessa leið: Á fundinum á fimmtudaginn var lagði islenzki flugmálastjór- inn áherzlu á það, að leigu- flutningarnir ættu uppruna sinn á íslandi, og þvi væri eðlilegt, að þeir væru i höndum tslendinga. Þetta væri viðkvæmt mál á Is- landi af pólitlskum og efnahags- legum ástæðum, og þess vegna ætti það að njóta sérstöðu i þess- Frh. á bls. 15 Formaður Heimdallar boðar foringja- skipti í Sjálf- stæðisflokknum - Sjá Víðavang bls. 3 Einar Agústsson utanrfkisráðherra býður franska utanrfkisráðherrann, Maurice Schumann, velkominn til tslands á Reykjavikurflugvelli f gær. (Tfmamynd Gunnar) „ Vináttuheimsókn til vinaþjóðar" — sagði Maurice Schumannvið komuna fil Reykjavikur í gær KJ—Reykjavík — Nei, þessi heimsókn stendur ekki I neinu sambandi við land- helgisviðræður, en aftur á móti má gera ráð fyrir, að landhelgis- málið beri á góma i viðræðum við islenzka ráðamenn, sagði franski utanrikisráðherrann, Maurice Schumann, eftir að hann hoppaði léttilega út úr einkaþotu sinni á Reykjavíkurflugvelli i gær um klukkan 18.10. — betta er vináttuheimsókn til vinaþjóðar, sagði ráðherrann ennfremur, og heimsóknin var ráðgerð fyrir löngu. Og með þvi lauk samtali franska utanrikis- ráðherrans við islenzka blaða- menn á Reykjavikurflugvelli að sinni, en i dag mun hann halda blaðamannafund i franska sendi- ráðinu. Einar Agústsson utanrikisráð- herra bauð hinn franska starfs- bróðursinn velkominn til Islands, og siðan skiptust embættismenn I frönsku og Islenzku utanrlkis- þjónustunni á kveðjum. Að lokinni þessari stuttu athöfn Frh. á bls. 15 kæ\i- skápar RAFTÆKJADÉÍLÓ' Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Telað eldurinn hafi komið upp í rafmagnstöflu - sagð skipstjórinn á Jóni Eiríkssyni. Gaman hent að þorskastríðinu um borð i' Auroru ÞÓ-Reykjavik,—AA—Höfn Brezka freigátan Aurora kom með skipbrotsmennina af Jóni Eirikssyni hingað til Hafnar um kl. 18.30 I gær. Aurora lagðist fyrir akkeri fyrir utan ósinn, en skips- báturinn kom að bryggju með mennina fimm, sem voru á Jóni Eirfkssyni. Þar haföi all margt fólk safnazt saman, og fagnaði það skipverjum. Skipstjórinn á Jóni Eiriks- syni sagði I viðtali viö frétta- ritara Timans á Hornafirði, að það hefði verið um kl. 5.30 I fyrramorgun, sem eldurinn brauzt ut I vélarrúminu. Skip- stjórinn, Asvaldur Magniis- son, sagðist telja, að eldurinn hefði komið upp i rafmagns- töflu, sem var stjórnborðs- megin: I vélarrúminu. Skip- stjórinn rauk strax niður I vélarrúmið og tæmdi þar úr einu slökkvítæki, en þegar það hafði ekkert að segja, hljóp hann upp og sendi út neyðarkall. Nokkur skip, þar á meðal Aurora, svöruðu neyðarkall- inu og buðu aðstoð. Aurora var svo komin á staðinn eftir hálfa fjóröu klukkustund. — Skip- verjarnir á Jóni Eirikssyni töldu, að annað skip en Aurora hefði verið nær Jóni Eiriks- syni, en það svaraði ekki kalli. Astvaldur sagði, að þegar auðséð hefði verið, að ekki yrði við eldinn ráðið, heföu giimmtbjörgunarbátarnir verið settir á flot og mann- skapurinn látinn fara um borð I þá, en sjálfur hefði hann orð- iö eftir um borö og talað i tal- stöðina við nærstödd skip. Sið- an fór Ástvaldur um borð I annan gúmmibátinn, en gúmmíbátana höfðu þeir bundið saman, og þá svo aftur við Jón Eirlksson með langri Hnu. Veður var gott, og vel gekk að halda bátunum frá Jóni. Nokkrar sprengingar urðu I vélarrúmi Jóns Eirikssonar, og sú fyrsta kom tveim timum eftir að eldurinn gaus upp. Aurora kom svo á staðinn milli kl. átta og niu, og þyrlurnar voru fljótar að koma mönnunum um borð I Auroru, þar sem tekið var ein- staklega vel á móti þeim. Þegar Aurora kom á stað- Frh. á bls. 6 Seðlabankinn og Landsbankinn gáfu 8 milljónir króna í Landhelgi Klp—Reykjavfk. t gær barst forsætisráðherra tilkynning frá Seðlabanka tslands þess efnis, að bankaráð hefði ákveðið að gefa fimm milljönir króna i landssöfnun til landhelg- issjóðs. Þá barst einnig til- kynning frá Landsbanka lslands um, að bankaráð hans heföi ákveðið að gefa þrjár milljónir Eru þetta stærstu gjafirnar, sem borizt hafa í söfnunina til þessa, en með þeim má lauslega áætla, að söfnunarféð sé að nálg- ast fjórtán milljónir króna. Auk þessara gjafa I gær bárust einnig aðrar góðar gjafir. tJt- vegsmannafélag Hornaf jarðar og unina Djúpavogs gaf 70 þúsund krónur og Lúðvik Jósefsson fékk I bréfi frá Erlendi Paturssyni I Færeyj- um sendar 10 þúsund krónur,- sem hann bað um, að'yfðu íátnar renna i landhelgissöfnunina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.