Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. september 1972 TÍMINN Enn um reykingar Samkvæmt niðurstöðum lækna við Barnasjúkrahús Lundúnaborgar og Heilsu- verndarstöö barna í Englandi látast 28 af hverjum 100 börnum rétt fyrir eða eftir fæðingu, ef mæður þeirra reykja siðustu mánuði meðgöngutímans. Börn mæðra, sem reykja, vega að meðaltali 170 grömmum minna en önnur við fæðingu. Heimskaut undir þaki Álhjálmur, 50 m i þvermál og 18 m hár, er nú i smiðum við Suðurheimskautið. Þetta þak á að hlifa mannvirkjum banda- risks heimskautaleiðangurs við frosti, fjúki og snjó. Þakinu var valinn staður þannig, að brátt verður Suðurheimskautið beint undir, en það er sem kunn- ugt er, á stöðugri hreyfingu. . . Of mikið af meðölum Á siðustu árum hefur meðala- notkun i heiminum aukizt gifur- lega. Hagtölur skýra svo frá, að i mörgum löndum V-Evrópu séu meðalakaup 10—15% af útgjöld- um til læknishjálpar. 1 Sviþjóð einni hefur verðmæti lyfja, sem keypt eru i smásölu, vaxið á undanförnum 15 árum um 149 milljónir s.kr., og lyfja, sem notuð eru á sjúkrahúsum og læknamiðstöðvum um 130 milljónir. Fjöldi útgefinna lyf- seðla hefur aukizt á sama tima um 17 milljónir. . . Notkun vitamintaflna, svefn- lyfja og taugalyfja er almennt útbreidd i V-Evrópu. Sérfræð- ingar og rikisstjórnir eru áhyggjufull vegna þessarar þróunar og óttast, að lyfjanotk- un almennings sé að verða miklu meiri en hollt getur talizt. Reikningshald meng- unarinnar Vegna hinnar öru þróunar efnaiðnaðarins vex stöðugt það magn úrgangsefna, sem fer út i andrúmsloftið, vatn og jarðveg. Samkvæmt útreikningum tima- ritsins New Scientist (1972, b.53, nr. 781) nemur þetta magn um 20 milljónum tonna á ári. Þar af er um helmingur uppleyst, i vökvaformi, og um ein milljón tonna af kemiskum eiturefnum. Hér eru smurningsoliur ekki meðtaldar, en af þeim eru not- aðar um 20 milljónir tonna i heiminum árlega, og þar af lenda um 10% eða um 2 milljón- ir tonna i vatn og jörð. Hátiðardagur i Nigeriu Þeir eru ekkert smátækir i Nigeriu þegar um er að ræða framkvæmd löggjafari'aldsins. Fjöldaaftökur eru algengar þar i landi, og fara þær fram á torg- um og eru auglýstar með góðum fyrirvara, svo að þeir, sem vilja, geti fylgzt með þegar rétt- lætinu er fullnægt. 1 sumum rikjum Afriku eru menn dæmdir til dauða fyrir sakir, sem á Vesturlöndum teljast heldur smávægilegar og eru viðurlög samkvæmt þvi. En Afrikumenn hafa aðrar skoðanir á réttvisi og segja, að ef menn fái að fremja smáglæpi án þess að svara til saka, muni þeir ekki vila fyrir sér að halda áfram á glæpa- brautinhi, fremja enn alvarlegri glæpi og bezt sé að losna við þá áhættu. Myndirnar voru teknar i borginni Port Harcourt i Nige- riu i sumar, er 14 menn voru teknir af lifi. 50 þúsund áhorf- endur fylgdust með. Hinir dauðadæmdu eru bundnir við staura og bak við þá eru oliu- tunnur, fylltar sendi, sem taka eiga við kúlunum, þegar þær hafa lokið hlutverki sinu, svo að áhorfendum stafi ekki hætta af. Á siðustu tveim árum hafa 170 manns verið teknir af lifi i Nigeriu frammi fyrir áhorfendaskara. Mótmæli vegna þessara af- taka hafa borizt viða að úr heiminum, en Nigeriumenn segja, að þeim komi ekki við hvað hinn svokallaði menntaði heimur segi um innanlandsmál þeirra. — Við þekkjum þessa „menningu” segja þeir, og er- um alls ekki hrifnir af henni og öðrum þjóðum kemur ekkert við hvernig við framfylgjum rétt- visi okkar. ' DENNI DÆAAALAUSI Um leið og þær fara að rifast i okkur út af þvi, hvað við erum óhreinir, skuium við aldeilis láta þær-fá það óþvegið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.