Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. september 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurilin ' Framkvæmdastjóri: Kristján Benetliktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.).-Jón Helgason, Tómas Karlsson,:;:::::::: Andrés Kristjánsson (ritstjóriL SunnudagsblaOs TImáns).:::::::::: Auglýsingastjóri: Steingrimur_ Gistesþi.' Ritstjórnarákrif :::::::::: míí stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-l«306^:;:;:;:i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs-(;;:^; ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjaldj:;:;:;:;: 225 krónur á mánuöi innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-l:;:;:;;;; takiö. Blaöaprent h-f- íslendingar reiðubúnir til viðræðna Svar islenzku rikisstjórnarinnar við tillögu vestur-þýzku stjórnarinnar um sameiginlegar viðræður íslendinga, Breta og Vestur-Þjóð- verja um landhelgismálið, gat ekki orðið nema á einn veg. Islendingar geta ekki tekið þátt i sameiginlegum viðræðum margra þjóða um sérleyfi til veiða innan fiskveiðilögsögunnar, heldur verður að ræða við hverja einstaka um þau. Hagsmunir hinna erlendu aðila eru mjög mismunandi i þessum efnum og þvi útilokað að gera heildarsamninga við marga i einu. T.d. er mjög ólikt ástatt um Breta og Vestur-Þjóð- verja i þessum efnum. Bretar hafa yfirleitt stundað hér veiðar á minni skipum og nær landi en Þjóðverjar og þeir hafa aðallega veitt þorsk, en Þjóðverjar karfa og ufsa á allt öðrum veiðistöðvum. Þessvegna er ekki hægt að gera samskonar samninga við þá báða, heldur verð- ur að gera sérsamninga við þá með tilliti til ólikrar forsögu og aðstæðna. Af þessum ástæð- um kom það dálitið á óvart, að Vestur-Þjóð- verjar skyldu gera það að uppástungu sinni, að draga Breta inn i viðræður þeirra við ís- lendinga. Islendingar verða að ræða við þessar þjóðir sérstaklega um hin sérstöku vandamál þeirra, alveg eins og þeir hafa rætt sérstaklega við Belgiumenn og Færeyinga. En þótt íslendingar hafi hafnað sameiginleg- um viðræðum við Breta og Vestur-Þjóðverja, hafa þeir jafnákveðið áréttað, að þeir vilja halda áfram viðræðum við þessar þjóðir. íslendingar eru tilbúnir til nýrra viðræðna við þær hvenær, sem er. íslendingar hafa meira að segja fyrir nær einum og hálfum mánuði gert Bretum nýtt tilboð, þar sem þeir drógu veru- lega úr fyrri skilyrðum sinum, og lýstu sig taf- arlaust fúsa til viðræðna. Þessu hafa Bretar raunverulega ekki svarað neinu enn, og ekki látið i annað skina, en að aðstaða þeirra sé óbreytt frá þvi i júlimánuði, þegar viðræður féllu niður vegna óaðgengilegra skílyrða þeirra. Það stendur þvi ekki á íslendingum að semja um þessi mál. Það stendur á Bretum, sem hafa enn ekki svarað islenzka tilboðinu frá 11. ágúst, og það stendur á Vestur-Þjóðverjum, sem settu fram þau óaðgengilegu tilmæli, að Bretar yrðu dregnir inn i viðræður þeirra og íslendinga. Meðan þannig háttar verða íslendingar ekki áfelldir fyrir það, þótt viðræður dragist á lang- inn. Heræfingar Varsjárbandalagið og Atlantshafsbanda- lagið hafa undanfarið haldið uppi miklum her- æfingum, hið fyrra við Norður-Noreg en hið siðara i Tékkóslóvakiu. Vissulega eru þessar heræfingar áminning um, að enn hefur ekki verið skapað nægilega tryggt og friðvænlegt ástand i Evrópu. Þessvegna ber að vænta, að ekki dragist lengi úr þessu að hefja undirbún- ing öryggisráðstefnu Evrópurikja og viðræður um gagnkvæman samdrátt herafla i Evrópu. Friðsamlegt samstarf þarf að geta leyst her- æfingarnar af hólmi. Þ.Þ. John Gittings, The Guardian: Ný átök eru væntanleg um völdin í Kína Kommúnisminn útrýmir ekki stéttabaráttunni INNAN skamms, eða senni- lega á árunum 1976-1977, má að likindum vænta viðlika harðra átaka meðal kin- verskra forustumanna og þeirra, sem leiddu til stjórnar- byltingartilraunar Lin Piaos fyrir réttu ári. Þessi spá er ekki byggð á þeim óáreiðan- legu heimildum i Hong Kong, sem oft hafa spáð dauða Maos og öðrum ósköpum á undan- gengnum árum. Hún er reist á grein i ágúst-hefti Rauða fán- ans, timarits kinverska kommúnistaflokksins. 1 greininni er að finna fyrstu fræðilegu skýringuna á þvi, hvers vegna mál Lin Piaos bar að með þeim hætti, sem raun varð á, og hún er nú rökrædd á fundum um gjörvallt Kina. Mál Kao Kang var fyrst i röðinni árið 1953. Svo deildi Peng Teh—huai varnamála- ráðherra á forustu Maos i ,,hinu stóra stökki áfram” ár- ið 1959. Þessu næst kom til- raun Liu Shao-chi til að koma ,,Kapitalisma” á að nýju, en menningarbyltingin árið 1966 afhjúpaði hana. Að lokum er svo „samsæri og svik” þeirra, sem kallaðir eru i kinverskum blöðum „svindlarar á borð við Liu Shao-chi”, — en það er nú samheiti Lin Piaos og fylgis- manna hans frá i fyrra. SAMKVÆMT áminnstri grein i Rauða fánanum lýtur lögmál stéttabaráttunnar meðal annars ákveðinni „timasveiflu”. „Þegar litið er um öxl kemur i ljós, að alvar- leg átök eru óhjákvæmileg á fárra ára fresti”, stendur i greininni. Kinverskir lesendur hljóta að draga þá ályktun af upp- talningu Rauða fánans á at- burðum liðinna ára, að „fénd- ur stéttarinnar” á æðri stöð- um hljóti að láta til skarar skriða á ný eftir fimm eða sex ár. Greinin fjallar ekki aðeins um það liðna, heldur segir þar, að „alvarleg átök verði á fárra ára fresti” og kinverska þjóðin hafi ekki efni á að sofa á verðinum unz þar að kemur. SÚ kenning getur ekki talizt nein nýjung, aö minnsta kosti ekki i Kina, að stéttabaráttan milli borgara og öreiga hljóti að halda áfram i sósialista- riki. Þetta hefir árum saman verið eitt helzta hugsjónalega ágreiningsefni Kinverja og Rússa, en valdhafarnir i Pek- ing sakfella hina siðarnefndu einmitt fyrir að þykjast hafa myndað „riki allrar þjóðar- innar” i Sovétrikjunum. Baráttan milli sósialisma og kapitalisma heldur ekki að- eins áfram innan sérhvers rik- is, heldur einnig innra með hverjum einstaklingi. Þetta er einmitt einn þátturinn i kenn- ingu Maos um „andstæðurn- ar”, en hann hefir meira að segja gengið svo langt að segja, að enn sé ekki úr þvi skorið, hvor „ofaná verði” i Kina. Boðskapur greinarinnar i Rauða fánanum er nýr að þvi leyti, að þar virðist haldið fram, að stéttabaráttan i Kina komi fram með alveg ákveðnu móti, eða á þann hátt, að hóp- ur háttsettra forustumanna geri á tilteknum fresti sam- særi og reyni að vinna skemmdarverk á sósia- lismanum „með glæpsamleg- um hætti”. KENNINGIN kann að fela i sér snotra skýringu á þvi, hvers vegna Lin Piao — hinn kjörni eftirmaöur Maos og forustumaður menningar- byltingarinnar — reyndist jafn afleitlega og raun bar vitni. En hún er boðuð af slikum ákafa, að það bendir eindregiö til, að þörf þyki á að sannfæra fjölda manna um aö sann- leikurinn sé svona einfaldur. Sannfærist menn hins vegar um tilveru hinnar ákveðnu timasveiflu er ekki nema eðli- legt, að þeir taki að velta fyrir sér, hvaða leiðtogar séu lik- legir til að fara á stúfana með hlutverk „stéttarféndanna” árin 1976 eða 1977. BENT hefir veriö á tvö önn- ur lögmál, og getur stjórn- málalegt mikilvægi þeirra ekki siður orðið örlagarikt. Hið fyrra er, að hin tima- bundnu „samsæri gegn flokknum”, sem gerð hafa verið i Kina á sex til sjö ára fresti, hljóti „óhjákvæmilega” aðeiga upptök sin „erlendis”. Þetta þýðir með öörum orð- um, að Sovétmenn hafi haft þarna hönd i bagga. Þessi röksemd er sennileg að vissu marki. Kao Kang og Peng Teh- huai hlutu báðir nokkurn stuðning i Moskvu. Hún getur einnig átt viö um Lin Piao að þvi jeyti, að hann snérist gegn einhliða viðleitni til að bæta sambúðina við Bandarikjamenn. Hins vegar voru aldrei leidd að þvi nein rök, — ekki einu sinni i menningarbyltingunni —, að Liu Shao-chi hefði átt stuðn ingsmenn i Rússlandi eða nokkurs staðar annars staöar utan Kina. SIÐARA „lögmálið” kem ur fram i athugasemdum frá ýmsum byggðarlögum við greinina i Rauða fánanum. Þar er i raun og veru haldið fram, að „stéttarféndurnir” geri ætið árás frá vinstri. Til dæmis var á það bent i útvarp- inu i Szechwan fyrir skömmu, að „stéttarféndurna megi ávalít þekkja á þvi, aö þeir veifa ætið rauðum fánum i at- lögunni að hinum eina rétta, rauða fána”. Nú er svo ástatt i Kina, aö „öfgamenn til vinstri”, sem gengu of langt i menningar- byltingunni, sæta gagnrýni framar öðrum. Er þá ekki hætta á, að röksemdir Rauða fánans telji einhverja fals- lausa vinstri menn af þvi að hefja hinn rétta, rauða fána á loft? EF til vill ber aðeins að skoða greinina i Rauða fánan- um sem skýringu og rétt- lætingu á atburðunum i sam- bandi við hvarf Lin Piaos, skýringu, sem sé flutt af meiri harðfylgi en efni standa til. Sé svo geta höfundar hennar átt von á þvi, að þeir verði innan tiðar gagnrýndir fyrir „svart- sýni” i spánni um framtið kin- verskra stjórnmála. Þarna er um mjög veruleg- an mun að ræða. Annars vegar er myndin af alþýöulýðveldinu Kina,sem á blómgun að fagna bæði heima fyrir og erlendis, er sjálfu sér nóg og einart i sókn að sósialisma. Hins veg- ar er svo sú mynd, sem dregin var upp i útvarpi fyrir skömmu, þar sem bent var á „lögmál stórátaka á fárra ára fresti” og varað við þvi, að „stéttarféndurnir” séu aðeins að „sækja i sig veðrið” áður en þeir hefji næstu „megin- gagnsókn” sina. Hvor myndin er svo réttari?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.