Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 21. september 1972 Fimmtudagur 21. september 1972 TÍMINN 9 C Félagslegt vandamál. Þetta samtal veröur ólikt flest- um öðrum blaðaviötölum að þvi leyti, að nafns viðmælanda verður ekki getið, og þaðan af siður birt af honum mynd. Hér verður ekki heldur sögð ævisaga eða persónuleg reynsla rakin. Það er þjóðfélagslegt vandamál, sem hér verður rætt, — meira að segja eitt hið allra stærsta, sem tslendingar eiga nú við að striða, áfengisvandamáliö. En ef einhver lætur sér detta i hug, að sóttur hafi verið auðnu- leysingi út á götu og við hann rætt, þá er það mikill misskiln- ingur. Viðmælandi minn er há- menntaður og mikill lærdóms- maður, einhver sterkasti starfs- kraftur AA-samtakanna á Is- landi, og hefur ekki bragðað áfengi árum saman. Skal sá formáli svo ekki hafður lengri, heldur byrjað á spurningalistanum. — Ert þú ekki þeirrar skoð- unar, að áfengisbölið sé eitthvert stærsta vandamál þjóöarinnar? — Jú, það held ég nú að tæp- lega fari á milli mála. Það er ekki ástæða til þess að fara að rekja hér áfengisnotkun á Islandi, eins og hún hefur verið. Við vitum, að hún hefur verið með ýmsu móti á ýmsum timum, auk þess hve geysilega mismunandi hún er eftir einstaklingum. Okkur nægir að lita i kringum okkur og sjá, hvernig ástandið er nú og hér. En þegar að þvi kemur að finna ráð við vandanum, er eðlilegt, að menn verði ekki á eitt sáttir. Ég held þó, að við séum búin að læra svo mikið af reynslunni, að viö ættum að geta verið sammála um það, að kominn sé timi til þess að gera rækilega athugun, félags- lega skilgreiningu á vandamál- inu, og hversu viðtækt það er i raun og veru. Að gerö verði á þvi undanbragðalaus athugun, hversu viðtækt þetta vandamál er orðið, og hve djúpt það hefur grafið sig inn i máttarstólpa þjóð- félagsins, heimilin sjálf. Vandamálið er tviþætt. Við getum til hægðarauka byrj- að á að segja, að vandamálið sé tviþætt. Annars vegar er það fólk, sem nú þegar er orðið alkóhó- listar, eða er um það bil aö kom- ast á það stig. Við vitum öll, að þetta fólk þarínast hjálpar. Hin hliðin er svo sú, hvernig fara á að þvi að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Og þá hljótum við fyrst og fremst að lfta til ungu kynslóðarinnar. Ég held nú aö flestum komi saman um, að þar sé ástandið allt annað en glæsi legt. Hugsum sem svo: Hve margir af þeim unglingum, sem nú drekka, skyldu komast i gegn- um þetta skaðlitið, og hversu margir skyldu þeir vera, sem eiga eftir að verða áfenginu að bráð? Það eru þvi miður miklar likur til þess, aö sá hópur fólks, sem verður orðinn alkóhólistar eftir svo sem ein tiu ár, verði geigvænlega miklu stærri en sá hópur er núna. — Vita menn, hve margir alkóhólistar eru á íslandi? — Ekki með neinni vissu. Eða, ef við orðum það öðru visi: Um það eru ekki til neinar samþykkt- ar tölur. En menn hafa leitt get- um að þessu, og það hefur komið fram, meðal annars hjá læknum, að þessi tala gæti verið einhvers staðar á bilinu frá tvö þúsund og upp i sex þúsund. Við getum reynt að fara þarna mitt á milli, en persónulega er ég þeirrar skoð- unar, að fjögurþúsund sé of lág tala. En með þessu er ekki hálf sagan sögð, hvað þá meira. Hver einasti alkóhólisti er tengdur svo og svo mörgu fólki. Þar ber fyrst að nefna eiginkonuna eða eigin- manninn — þvi ekki eru það nú alltaf karlmennirnir, sem i hlut eiga — þar næst eru það börn alkóhólistans, þá foreldrar hans, systkini, vinir, vinnufélagar og jafnvel starfsfólk þeirra. Þvi það er engan veginn óþekkt, að alkóhólistar hafi yfir fólki að segja i vinnu. Þegar við þvi tölum um fórnarlömb áfengisins, getum við með góðri samvizku bætt að minnsta kosti fimm til sex manneskjum við hvern drykkju- sjúkling. Og ef við höldum okkur við það, að þeir séu um það bil Ijögur þúsund á landinu öllu, þá verða það um tuttugu og fjögur þúsund manns, sem þjást undir þessu böli. Og, þvi miður: Mig grunar, að þessi tala sé fremur of lág en of há. Verkefni fyrir féiagsfræöinga. — Er ekki bráðnauðsynlegt að kanna þetta niður i kjölinn, svo við vitum alveg hvar við stönd- um? — Jú, vissulega, Ég-held, að það væri mjög verðugt verkefni lyrir unga og upprennandi félags- Iræðinga og sálfræðinga. Þáð er engum blöðum um það að fletta, uð hér er þörf gifurlega mikils átaks. Þegar um svona geysilega stórt og viðtækt vandamál er að ræða, verður ekki hjá þvi komizt að byrja á að kryfja ástandið til mergjar i heild sinni, og að þvi loknu að hefjast handa um þær ráðstafanir, sem liklegastar eru til árangurs. — Er ekki allri hjálp við drykkjusjúklinga mjög ábótavant hér á landi? — Jú, þvi miður er það svo, og það viðurkenna allir, bæði læknar og aðrir, sem um þessi mál hafa hugsað. Það má til dæmis benda á nauðsyn þess að geta veitt manni, sem er að reyna að hætta drykkju, nauðsynlegustu læknis- hjálp, án þess að þurfa að geyma hann inni á heimili eða jafnveí i fangaklefa á meöan hann biður eftir vist á sjúkrahúsi, hæli, eða hverjum þeim staö, þar sem aðal- lækningin færi fram. — En hvaö er hægt að gera? — Það er langt siðan upp kom hugmyndin um hinar svokölluðu afvötnunarstöðvar, sem væru þannig hugsaöar, að þar væri i fyrsta lagi hæft starfslið, læknir og hjúkrunarfólk, að stöðvarnar væru i stöðugu og nánu sambandi við sjúkrahúsin og siðast en ekki sizt i beinu sambandi viö endur- hæfingarheimili, sem ennþá vantar hér á tslandi. — Nú er það almennt viður-* kennt, að ákaflega erfitt sé að fá drykkjufólk — konur jafnt sem karla — til þess að viðurkenna ástand sitt og leita sér lækninga. — Já, það er alveg rétt. Þetta er vandamál, sem margur maðurinn og konan hafa glimt við, en reynslan virðist leiða i ljós, að við þessu sé ekki neitt ein- hlitt ráð til. Ég held, að við eigum að byrja á þvi að segja fólki, og það ekki aðeins þeim, sem drekka, heldur þjóðinni allri, að alkóhólismi sé sjúkdómur. Sjúk- legt ástand. Þetta á alveg skil- yrðislaust að vera fastur liður i allri barnafræðslu, þannig að enginn einasti þegn þjóðfélagsins komizt til fullorðinsára, án þess að hafa öðlazt þann skilning. Og þegar sá skilningur er orðinn rót- gróinn hjá fólki, hlýtur þvi óhjá- kvæmilega að vera léttara að skilja og skilgreina ástand þess einstaklings, sem drekkur, hvort sem það er maöurinn sjálfur eða einhver i kringum hann. Hér er það sem sagt fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla, sem gildir. Og þá ekki hvað sizt að eyða margvis- legum fordómum. Drykkju- maðurinn á ekki og má ekki lita á sig sem eitthvert veraldarinnar afhrak, sem ekki á sér viðreisnar von. Hann á að skilja, að drykkju- skapur er ekki fyrst og fremst löstur heldur fyrst og fremst sjúkdómur. Sjúkdómur, sem þarf ofur einfaldlega að lækna, engu siður en inflúenzu eða magaveiki. — Hvað vilt þú segja um hinar margvislegu aðferðir, sem beitt hefur verið til þess að fá menn til að hætta drykkju? — Aðferðirnar, já þær eru margar og ólikar. Menn hafa verið látnir skrifa undir yfirlýs- ingar, þar sem þeir skuldbinda sig til hælisvistar, þeir hafa verið sviptir sjálfræði, og svo mætti lengi telja. En ég held, að óhætt sé að fullyrða, að allt slíkt, allt, sem eitthvað á skylt við þvingun, eða er bein þvingun, hafi gefizt ákaf- lega illa. Sumt hefur alls engan árangur borið, en annað haft þveröfug áhrif. legra að þeir, sem i kringum hann eru, séu færir um að beina honum á rétta leið. AA-samtökin. — Snúum okkur þá sem snöggvast að öðru efni: Hvenær voru AA-samtökin stofnuð? — Þessi samtök eru upp runnin i Bandarikjunum, og það mun hafa verið árið 1935, sem þau tóku þar til starfa. Eftir nokkur erfið uppvaxtarár tóku þau að breiðast út um heiminn, og nú munu þau vera til staðar i flestum löndum heims. Hingað bárust þau einnig, og nú i ár munu þau hafa starfaö hér samfleytt i átján ár. — Veiztu, hvað kom mönnum fyrst á sporið með þessa starf- semi? — Þessi samtök eru sprottin upp úr reynslu þeirra manna, sem gengið hafa i gegnum vitis- kvalir ofdrykkjunnar. Sá litli visir, sem þeir gróðursettu á sin- um tima, hefur orðið að stórum rreiði, og árangur starfsins hefur orðið gifurlegur. — Spjallað við ónefndan mann i AA-samtökunum Fræðslan á heimilunum. — Er ekki eitthvað hægt að gera fyrir þau heimili, sem harð- ast verða úti af þessum sökum? — Jú,að sjálfsögðu er ýmislegt hægt að ■gera þeim til hjálpar. Eitt af þvi er fræðslan. Þegar heimili hefur orðið lengi að búa við það, að húsbóndinn, húsmóðirin eða einhver annar á heimilinu drekkur mikið að stað- aldri, þá er höfuðnauðsyn að kenna þeim rétt viðbrögð gagn- vart hinum margvislegu uppá- tækjum alkohólistans. Þessi fræðsla verður að beinast aö þvi að gera heimilisfólkið óháðara ástandi sjúklingsins. Það verður að kenna þvi aö lifa sinu eigin lifi, þrátt fyrir óregluna, að svo miklu leyti, sem þvi verður með nokkru móti við komiö. Vissulega er slikt erfitt og kostar mikinn styrk til sálar og likama, en það er nú samt sú leið, sem skynsamlegust er, þegar ekki er hægt að koma neinu tauti við sjúklinginn sjálf- an. Og það hefur sýnt sig i öðrum löndum, þar sem þessi aðferð er viðhöfð, að þá hefur hún oft orðið til þess, að sjúklingurinn hefur farið aö endurskoöa afstöðu sina, en þaö er auðvitað fyrsta sporiö til þess, að menn geri eitthvað i sinum málum. — Gera i sinum málum, segir þú En hvað getur fólk gert, eftir að það er orðið svo á sig komið, aö það blátt áfram gengur fyrir áfengi, getur ekki án þess verið? — Sjáðu nú til. Það vita allir, að hver einasti alkóhólisti lifir einhvern tima þá stund, að ein- hver, sem nærri honum stendur, maki hans, foreldri, systkini eða presturinn hans, fer að tala um fyrir honum. Sjálfur finnur hann, að eitthvað er að, en hann viður- kennir það ekki, vill ekki kannast við það, — ekki fyrir sjálfum sér, og þvi siður fyrir öðrum. Þannig getur það gengið langan, langan tima. En einhvern tima, fyrr eða siðar, kemur að þvi, að hann vaknar upp við þann vonda draum, að þetta er langt frá þvi að vera eins og æskilegast er. Það er með öðrum orðum orðið honum ljóst, að eitthvað er að, og það meira en litið. A slikum stundum er honum það öllu öðru nauðsyn- — Eru samtökin enn eingöngu byggð upp af fólki, sem átt hefur við ofdrykkju að striða? — Já. Þeir, sem telja sig vera félaga eða þátttakendur i sam- tökunum, eru einmitt fólk, sem þekkir drykkjuvandamálið af eigin raun. Það, sem þessu fólki er sameiginlegt, er fyrst og fremst, að það hefur viðurkennt, að það sé óhæft til þess að neyta áfengis. Meö öðrum orðum: Fólk- inu er það ljóst, að um leið og það hefur drukkið úr fyrsta glasinu, er það komið i hið annarlega ástand, sem einkennir alkóhólist- ann. — Er ekki verulegur árangur af starfsemi AA-samtakanna, einn- ig hér á tslandi? landi? — Jú. Við, sem höfum starfaö i þessum samtökum um nokkurt skeiö, teljum árangurinn á marg- an hátt mjög ánægjulegan. En vegna þess, hvernig félags- skapurinn er upp byggður, höfum viö ekki neinar skýrslur þar að lútandi og getum ekki nefnt neinar tölur. En það er reynsla okkar, aö þeir sem á annað borð koma til okkar með einlægum vilja til þess að hætta drykkju- skap og bæta sitt lif, þeir ná árangri, svo framarlega sem þeir halda til streitu sinni fundarsókn. Margt i starfsemi okkar mætti kalla sjálfsskoðun. Við reynum að gera okkur ljóst i hverju okkar skapgeröargallar liggja. Við reynum að finna skýringar á alls konar annarlegri hegðan, sem við verðum vör við hjá sjálfum okkur, og reynum að draga réttar álykthnir af þessu öllu. Jafnframt þessu reynum við svo að notfæra okkur þann styrk, sem félagarnir i kring veita okkur. — Er þetta þá nokkurs konar hóplækning? — Það má vel orða það svo. Ef til vill mætti lika nota orðið sefj- un. Félagsskapurinn með þeim, sem eins er ástatt um, hefur geysilegá mikið að segja. Það væri ekki rétt að sleppa þvi, að AA-samtökin byggja starf sitt á trúrænum grundvelli, i allra viðtækasta skilningi þess orös. Það má segja, að trú i einhverri mynd sé undirstaöa þeirra. A hinn bóginn er þetta ekki trúar- félagsskapur, langt frá þvi. Það er mjög algengt, að þangað komi fólk, sem telur sig ekki trúa nokkrum sköpuðum hlut. Þó er ekki þvi að leyna, að ein aðal- forsendan fyrir þvi að ná ein- hverjum árangri er sú, að menn fari að trúa þvi, að eitthvað sé til, sem æðra er og sterkara en maður sjálfur. En þetta er allt saman svo frjálslegt i sniðunum, að það á ekki að geta sært nokk- urn lifandi mann, eða farið á neinn hátt i blóra við personu- legar lifsskoðanir hans. — Haldið þið ekki uppi ein - hvers konar félagslifi, sem hjálp- ar fólki að ná hugarfarsbreyt- ingu? — Það var gott, að þú skyldir spyrja mig um þetta, þvi það gefur mér tækifæri til þess aö út- skýra nánar, hvernig samtök okkar eru byggð upp. Markmið félagsskaparins er aðeins það að veita þessu fólki aðstöðu til þess að samfiæfa reynslu sina, læra hvert af öðru og hljóta styrk hvert hjá öðru. En samtökin sem slik skipta sér ekki af neinni annarri skipulagningu. Hitt er svo annað mál, að félagarnir, þeir leita hver til annars, þeir hóa sig saman og hittast heima hjá hver öðrum, þar sem þeir ræða bæði um sin vandamál og önnur. Þeir mynda sina spila- og taflklúbba, les- hringi og svo framvegis. En ekk- ert af þessu er á vegum samtak- anna sem slikra. Þetta kann sum- um að koma einkennilega fyrir sjónir, en reynslan hefur sýnt, að samtökunum þarf að halda utan við allt — nema vandamálið sjálft. Starfið felst eingöngu i fundahöldum og samræðum, og það er gaman að skjóta þvi hér inn i, að fundir eru haldnir i Reykjavik sex sinnum i viku. Fé- lagsheimili samtakanna er i Tjarnargötu 3c, það er litla, rauða húsið á bakvið Hótel Skjaldbreið. Og það er ánægju- legt að geta bætt þvi við, að að- sóknin hefur aukizt svo mikið, að þetta litla hús er nú að verða alltof litið. Eitt af okkar allra brýnustu verkefnum er einmitt núna að finna annaö og rýmra húsnæði. Svo er lika starfandi deild inni i Vogahverfi og hefur aðstöðu i safnaðarheimili Lang- holtskirkju. Þar eru haldnir fundir á föstudagskvöldum klukkan niu og á laugardögum klukkan tvö. En i Tjarnargötunni eru haldnir fundir fimm daga vik- unnar, klukkan niu á kvöldin, frá mánudegi til föstudags. Það er þannig sunnudagurinn einn, sem sleppur úr, en einn daginn eru fundir haldnir i tveim stöðum. — En hvaða ráð eru fyrir það fólk, sem gjarna vill hafa sam- band við ykkur? Hvert getur það snúið sér? — Simi samtakanna er 16373. Það er simsvari, sem er i gangi allan sólarhringinn, en auk þess er sérstök simavakt á timanum frá klukkan 6—7 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga. Þar að auki má svo nefna, að tekið er á rrióti fólki á þessum sama tima, kl. 6—7 i Tjarnargötu 3c. Deildirnar úti á lands- byggðinni. — Er starfsemi AA-samtak- anna ekki eingöngu bundin við Reykjavik og næsta nágrenni hennar? — Nei, engan veginn. 1 Vest- mannaeyjum er starfandi mjög blómleg deild. 1 Keflavik er starf- andi deild, sem að visu er enn ung, en hefur farið mjög vel af stað. Og á Selfossi hefur verið stofnuð deild, sem er nýbyrjuð starfsemi sina. En þótt þessir aðilar hafi nú þegar stofnað AA-deildir, er þvi alls ekki þar með slegið föstu, að þeir séu neitt verr á vegi staddir i áfengismálum en almennt gerist, siður en svo. ,,IIans eigin samvizka”. — Þú lézt að þvi liggja áðan, að þið rækjuð ekki neins konar áróður. — Já, það er rétt. Hlutverk þessara samtaka er ekki að reka neins konar áróður, heldur að fræða. Það er hverjum einasta manni frjálst að koma til okkar eða að fara frá okkur eftir eigin vild. Við höfum reynslu fyrir þvi, að skilyrði þess, að maður nái árangri, er að hann ákveði það sjálfur og komi af eigin hvötum, eða að minnsta kosti af fúsum vilja. Það er aðeins hans eigin samvizka, sem hann hefur við að glima, og það er eingöngu hans mál, hvernig hann vinnur úr þeim möguleika, sem honum býðst hjá okkur. — Eruð þið ekki með skráða félagsmenn? — Nei. En hverjum þeim, sem telur sig hafa við áfengisvanda- mál að striða, er velkomið að leita til okkar. — Hvers má vænta af AA-sam- tökunum? — Já, það er von, að svo sé spurt. Hvaða vonir getur einstaklingurinn og samfélagið gert sér i sambandi við félags- skap okkar? Starfið byggist á ein- staklingunum sjálfum. AA-fé- lagar reyna að hjálpa öllum, sem eiga við áfengisvandamál að striða og láta i ljós áhuga á að lifa lifinu án áfengis. Og AA-félagar eru reiðubúnir að ræða vanda- málin á gagnkvæmum grund- velli, hvort heldur sem er i einka- viðræðum eða á fundum. — En hverjar eru þá þær kröf- ur, sem við megum ekki gera til AA-samtakanna? — Þetta finnst mér góð spurn- ing, vegna þess misskilnings, sem mjög gætir meðal fólks um ein- mitt þetta atriði. Við verðum að gera skýran mun á einstakling- unum, sem eru i samtökunum, og samtökunum sjálfum, sem slik- um. AA-samtökin hvetja engan alkóhólista til þess að leita sér bata eftir AA-leiðinni. Þau safna ekki fólki á félagsskrá, og þau leggja ekki að nokkrum manni að ganga i samtökin. Þannig halda þau ekki neina félagaskrá eins og tiðkast um annan félagsskap, og þau skrá ekki einstaklingsferil nokkurs einasta manns. Þau taka ekki þátt i rannsóknastörfum. Þau eiga ekki hlutdeild að nefnd- um annarra samtaka i þjóðfé- laginu, þótt AA-félagar, deildir og þjónustuskrifstofur eigi oft sam- skipti við þau. Samtökin hafa ekki heldur neitt eftirlit með sinum fé- lögum. Samtökin sem slik útvega ekki hjúkrunarþjónustu, lyf eða læknishjálp. Þau taka ekki þátt i opinberri fræðslu eða áróðri um áfengi. Og samtökin útvega ekki húsnæði, fæði, atvinnu eða peninga. Og AA-samtökin þiggja ekki peninga fyrir þjónustu. En i framhaldi af þessu er nauðsynlegt að taka fram, að ein- staklingar i samtökunum gera sitthvað af þessu, sem ég taldi upp — jafnvel allt þetta. En þeir gera, það ekki i nafni samtak- anna, heldur aðeins sem einstaklingar. A ð v e r a raunsær. — Timinn hefur nú flogið, hafi það gerzt fyrr. Framhald á bls. 10 Lagt af stað út i. Gjá og þar með hyldýpi framundan, cn svo var einhvorjmn fy rirrennara fyrir að þakka, að splitti fannst i lykkjuna Veiðimaðurinn tók sér næturhvíld og laxinn fann vinningsleið í biðstöðunni ,,t*að hlaut að fara svo, að annar bæri hærri blut”, sagði hann kátur, veiðimaðurinn, að lok- inni stuttri viðureign á mánudaginn við ,,þann stóra”, en eins og frægt er orðið fór viðureign sú, sem sumir áhorf- enda vildu kalla laxveiði aldarinnar, i bið um kl. 21 á sunnudagskvöldið. Að þvi er fróðir menn telja, er þetta eina lax- veiðiferðin, sem hefur leitt til svo tvisýnnar stöðu, að i bið þyrfti að fara. En liklega hefur laxinn fundið vinnings- leið i stöðunni — og þvi fór sem fór. Það var annars upphaf fiski- sögunnar, að Sverrir Kristinsson, brá sér i lax i Sogið á sunnudag- inn, en hann, ásamt Sævari Sigur- geirssyni er leigutaki að ánni. Ekki lét árangurinn á sér standa, og um hádegið hafði hann fengið þrjá væna laxa. Eftir hádegið var rennt að nýju. Feitur Skoti dinglaði á önglin- um, sem festur var á 25 punda linu. Liklega hefur Skotinn veriö óvenju kræsilegur og lokkandi, þvi eftir skamma stund var hann ekki lengur einn á önglinum. Og ekki var félaginn af lakara taginu — stórlax, vel ættaður i báðar ættir og skapstór. En við hinn endann á linunni var þriðja lifveran, svo sem les- endur geta imyndað sér. Homo sapiens er ekki á þvi að láta dýr merkurinnar eða lagar komast upp með neitt múður og hófst nú baráttan fyrir alvöru. Báðir toguðu — og það fast á stundum. Báðir voru langt úti i á — og það djúpt á stundum. En það var eins og með Ein- björn og Tvibjörn — ekkert gekk, á hvorugan veginn. Að loknum þrem klukkutimum breytti veiðimaðurinn svolitið út frá hinni hefðbundnu aðferð og brá sér yfir ána. Þeir,sem þekkja Sogið reka sjálfsagt upp stór augu og spyrja hvernig aðrir en fuglinn fljúgandi megi komast yfir svo stóra móðu, en svo vildi til, að viðureignin fór fram við brúna, nánar tiltekið á veiðisvæði Alviðru, og brá veiðimaðurinn sér yfir mannvirkið, en gætti þess vel, að vatnsbúinn slyppi ekki. Á hinum bakkanum hélt leikur- inn áfram. Áhorfendur llykktust að og hvöttu manninn óspart, en auðvitað voru á bakkanum menn, sem hefðu getað landað liskinum með litlaputta, eins og svo oft er. En snemma bar góðan gest að garði, sérfræðing i landhelgis- málum. Jónas Arnason var að visu ekki með klippurnar með- ferðis, en var þvi áhugasamari um, að landi hans kæmi fiskinum á land, þvi hver vissi nema annars kæmi einhver forrikur Englendingur næsta sumar og fengi þann stóra. Ofan af brúnni var hið bezta út- sýni yfir vigvöllinn. Enda flykkt- ust áhorfendur að, svo að við um- ferðaröngþveiti lá. öllum bar saman um að þarna væri stórlax fasturá önglinum, á annan metra að lengd og feitur eftir þvi. En Sogið er straumþungt, og við brúna er djúp gjá i miðjum far- veginum. t djúpinu kunni laxinn að sjállsögðu bezt við sig. Baráttan stóð þvi um það, hvort hann næðist úr vigi sinu. Jónas náði sér i klofstigvél og sór þess heit uð lara ekki fyrr en veiðin værv komin á land. Tók hann upp hátt brezkra togara- jaxla, grýtli laxinn og manaði. En þess á milli sótti hann kaffi handa sér og veiðimanninum, sem fór að lýjast, er degi tók að halla. Áhorfendur voru lika vel búnir, sóttu ljóskastara og hrossabresti og sáu nú jafn vel baráttuna og fyrr. Hingað til ku það einungis hafa tiðkazt um knattspyrnuleiki, að þeir færu fram i fljóðljósum, og mun þessi viðureign þvi söguleg einnig fyrir tæknilegu hliðina. Um klukkan niu gerðist það, sem siðar átti eftir að vera afdrifarikt. Laxinn fann upp hina snjöllustu leikfléttu, fléttaði lin- una um stein og allt var fast. En veiðimaðurinn var ekki á þvi að gefast upp, enda þótti það ástæðulaust, þegar ljóst var, að laxinn var kyrr á sínum enda. En ekki losnaði, og þá var þaö, að staðan fór i bið. Veiðimaður batt stöngina við girðingarstaur og hélt til sins heima, lúinn og lurkum laminn, en sæll og glaður. Annir mánudagsins voru mikl- ar, en um hádegið var lagt af stað öðru sinni. Nú var ýmis útbún- aður meðferðis, sem ekki hafði verið hið fyrra sinnið, svo sem nylonkaðall mikill, sem ætlað var að tryggja það, að veiðimaðurinn yrði ekki laxinum að bráð, — nema þá mætti siðan draga báða.... Þegar leiðangursmenn komu var þar fyrir Guðmundur Danielsson, hinn kunni veiði- maður og rithöfundur, en hann ætlaði að aðstoða. ,,Ég hef bara eitt ráð handa þér”, sagði hann ,,þú skalt bregöa linunni yfir öxlina og ganga upp með ánni, þá hlýtur eitthvað að láta sig”. Ekki var veiðimaðurinn á þvi, og farið var að huga að skepn- unni. Ekki sást hún, og varla von, þvi dýpi er mikiö þarna, eins og fyrr var getið. En nú var veiðimaðurinn bund- inn rammlega, fjórföldum nylon- kaðli brugðið um hann, en þegar erfiðlega gekk að binda hinn stifa kaðal, var tekið það ráð að splitta i lykkju, svo að kaðallinn rynni ekki utan af veiðimanninum, þegar verst léti. Ekki fannst neinn spýtufleygur þar nálægt, en einhver veiðimaður hefur haft með sér brjóstbirtu, og umbúðir- nar lágu á bakkanum. Og frekar en að láta veiöimanninn vera i óþarfa hættu lét Guðmundur flöskuna i lykkjuna og hélt sjálfur i endann — þótt það fylgdi ekki sögunni hvers vegna hann vildi hafa ráð veiðimannsins i hendi sér. En allt kom fyrir ekki. Upp og niður með ánni var farið, áhorf- endur söfnuðust að sem fyrr og siminn i skálanum i Þrastarlundi þagnaði ekki, þegar forvitnir ferðalangar frá deginum áður spurðu um leikslok. Yfir brúna var farið að nýju og alltaf var jafn fast. Og loks kom að þvi, — það slitn- aði. Sex tima viðureign auk biðstöð- unnar var lokið og ekki varð jafn- tefli þar. En nú eru báðir kátir, laxinn enn i lifenda tölu og veiðimaður- inn á nú eina beztu veiðisögu, sem um getur, einu veiðisöguna, sem greinir frá biðstöðu. Traustur bakhjall er fyrir öllu, enda er Guðmundur vigalegur og stóð sig með hinni mestu prýði. Texti og myndir Leó E. Löve

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.