Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 21. september 1972 TÍMINN 13 mrnmim mmmm Hjólbarðaviðgerðir, með djópum slitmik Tökum fulla óbyrgð i munstrum sólningunn Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur, Vörubílamunstur ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 Afhugasemd frá Iðnó Togbátar halda á veiðar Stp—Reykjavík Togbátar eru um þessar mundir aö búa sig á veiöar frá tsafiröi eöa eru farnir þegar. Guöbjörg tS kom inn á mánu- daginn meö 75 tonn eftir viku úti- vist. Má þaö teljast mjög gott. Hún fékk þennan afla út af Sléttu, en íslenzk skip mega veiöa upp aö 8 milna mörkunum þar á þessum árstima. Afli Guöbjargar var aö 1/4 hluta smáfiskur. „„Þarna er allur enski flotinn aö veiöum, og maöur veit alveg að hverju hann gengur. Hann drepur þarna óhemju magn af smáfiski”, sagði Guðmundur Sveinsson, netagerðarmaður á Isafirði, i viðtali við fréttamann. — t vetur verða starfandi þrir bekkir við menntaskólann á Isa- firði. Verður tekin i notkun heimavist fyrir 50 nemendur, en verið er að ljúka við að ganga frá henni um þessar mundir. Þá er verið að grafa fyrir grunni undir mötuneyti skólans, sem á að verða tilbúið næsta haust. 1 vetur verður mötuneyti menntaskólans til húsa i kjallara húsmæðraskólans Ósk, þar sem gagnfræðaskólinn hafði áður matreiðslunámskeið. Fyrstu stúdentar munu út- skrifast frá menntaskólanum vorið 1974, og verður þvi væntan- lega starfræktur fjórði og siðasti bekkur næsta vetur. Stjórn Iðnó hefur beðið blaðið að birta eftirfarandi athugasemd. „Vegna furðulegra æsiskrifa nokkurra blaða að undanförnu um viðskipti Leikfélags Reykja- vikur við húsráðendur i Iðnó, vill stjórn hússins leyfa sér að gefa nokkrar upplýsingar um málið. Um áratuga skeið hefur Leik- félag Reykjavikur haft afnot af Iðnó fyrir leiksýningar sinar, æfingar allar, geymslur og skrif- stofuhald. Samkomulag hefur ætið verið um að félagið greiddi kostnaðarverð fyrir þessi afnot sin. Hefur Hagstofa Islands verið fengin til þess á hverju ári að reikna út kosnaðarbreytingar milli ára og hafa verið gerðir nýir samningar hvert haust i sam- ræmi við það. Vert er að hafa i huga,að hér er. ekki um hreinan húsaleigusamn- ing að ræða, heldur er innifalin i „leigu”—upphæðinni þátttaka félagsins i öllum rekstri hússins svo sem m.a. i starfsmannahaldi, hita, rafmagni, ræstingu, bruna- vörzlu á hverri leiksýningu o.fl. o.fl. Starfsemi L.R. siðustu árin hef- ur verið svo umfangsmikil, að næstum ógerlegt hefur verið að leigja húsið til annarra nota. Þvi kemur þaö i hlut L.R. sem hins eina eða svotileina nýtanda húss- ins að standa undir meginhluta af reksturskostnaðinum. Siðasti samningur rann út 30. júni s.l. Samkvæmt honum voru greiðslur L.R. miðaðar við sýn- ingarfjölda þannig,að greidd var föst upphæð fyrir hverja sýningu, lækkandi eftir sýningarfjölda. Hins vegar var ekkert greitt fyrir önnur afnot af húsinu til æfinga, sem máttu standa frá kl. 10 til kl. 16 flesta daga. Æfingardaga er starfsfólk hússins bundið, t.d. i eldhúsi, þar eð starfsfólk L.R. fær hádegismat o.fl. á staðnum fyrir lágmarksverð. Með þessu fyrirkomulagi hafði L.R. það algerlega i hendi sér, hvað það greiddi fyrir afnotin af Iðnó. Lágmarksgreiðsla var fyrir 2 sýningar á viku. Hefði L.R. þá meira að segja getað hagað sýn- ingum svo að leika 2svar i Iðnó en aðra daga t.d. i Austurbæjarbió, en haft eftir semáður full afnot af Iðnó og gert húsið ónýtanlegt til annara hluta. A þann hátt hefði Kvennakór Suðurnesja. Kvennakór Suðurnesja heldur söngskemmtanir á Austurlandi ÞÓ-Reykjavík. Kvennakór Suöurnesja leggur upp í söngför til Austurlands n.k. föstudag. Aætlað er að halda fyrstu tónleikana i Neskaupsstaö á föstudagskvöldið. A Fáskrúðs- firöi syngur kórinn kl. 3 eftir hádegi á laugardag, Eskifirði kl. 20.30 sama dag og á Egilsstöðum kl. 3 e.h. á sunnudag. Aðaluppistaða söngskrárinnar eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, en á siðasta ári hélt kórinn ásamt Karlakór Keflavikur, minningar- tónleika um Sigvalda Kaldalóns, en hann hefði þá orðið 90 ára ef hann hefði lifað. — Ennfremur eru á efnisskránni lög eftir Inga T. Lárusson, Þorvald Blöndal og fleiri. Einsöngvarár i þessari söng- ferð eru Snæbjörg Snæbjarnar og Jón M. Kristinsson. Undirleikari er Guðrún Kristinsdóttir og stjórnandi Herbert H. Agústsson. Kynnir verður Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. feb. 1968 og er skip- aður 30 konum. Kórinn hefur haldið samsöngva árlega og kom- ið fram i útvarpi og sjónvarpi. L.R. ekki staðið undir nema litl- um hluta rekstrarkostnaðar Iðnó. Þegar að þvi kom á þessu hausti að gera nýja samninga við L.R._ vildi stjórn hússins þvi breyta lágmarksþátttöku L.R. i rekstri hússins i fast vikugjald, sem að upphæð til samsvaraði greiðslu fyrir tæplega 6 1/2 sýn- ingu á viku skv. fyrra árs gjaldi fyrir hverja sýningu. Var þá m.a. haft i huga, að i mestallan fyrra- vetur voru 7 sýningar á viku i húsinu og nú myndi L.R. eiga þess kost að fjölga sýningum enn meir án hækkunar á vikugjald- inu. Nú átti sem sagt að gera nýj- an samning byggðan á langtum umfangsmeiri afnotagrundvelli. Samningstiminn er 300 dagar og hugsanlegt að sýningarfjöldi, með eftirmiðdagssýningum eins og s.l. leikár, gæti þvi orðið um 400. Verði starfsemi félagsins á næsta leikári i samræmi við yfir- lýsingar forráðamanna þess, er þvi liklegast að húsnæðiskostnað ur hverrar sýningar geti lækkaö frá þvi sem var á s.l. ári, en þá þurfti aðcins að selja 20-26 að- göngumiða fyrir húsa,,leigunni”. Þrátt fyrir aukna lágmarks- þátttöku L.R. i rekstri Iðnó, er ekki annað sýnna en,að einhver halli verði áfram á rekstri húss- ins eins og verið hefur flest undanfarin ár. Með þvi að sætta sig við slikan rekstur og falla frá arðsvonum svo árum skiptir, hafa eigendur Iðnó lagt sitt af mörkum til þess að L.R. mætti lifa og landsmenn njóta viö hóf- legu verði þeirrar listar, sem félagið hefur fram að færa. Fyrir það máttu þeir búast viö öðru en brigslum um lögbrot og æsiskrif- um.” AUGLYSING Menntamálaráðuneytið mælist til þess að kennsla falli niður i öllum skólum landsins eftir hádegi föstudaginn 22. þ.m. vegna jarðarfarar Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrr- verandi forseta Islands. Menntamálaráðuneytið, 20. sept. 1972. Húsmæðraskólinn á Hallormsstað tilkynnir Stúlkur, tveggja og hálfs mánaða mat- reiðslu og vefnaðarnámskeið hefjast 1. okt. Skólastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.