Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.09.1972, Blaðsíða 16
• • Oryggis- ráðstefnan talin örugg NTB-Briissel Brandt greiðir fyrir kosningum Þetta var tilkynnt i aðalstöðv- um NATO i Brússel i gær, og búizt er við/ að Nato-löndin 15 muni bráðlega gefa formlegt samþykki til, að undirbúningsviðræður geti ? hafizt. Samkvæmt heimildum munu 12 landanna reiðbúin að taka boði Finnlands um að hef ja umræður i Helsinki 22. nóvember. Búizt er við<að hin 3 löndin muni einnig þiggja boðið. Komi ekkert sér- stakt upp á i undirbúningsvið- ræðunum, verður ráðstefnan haldin á næsta ári. Þessi Asiuættaða móðir frá Uganda kom til London á mánudaginn með tvö börn sin. Myndin er tekin við komuna þangað en, kuldi og rigning var i London. i gær tilkynntu yfirvöld I V-Þýzkalandi, að þau myndu veita 1000 Asiuættuðum Ugandabúum innflytjendaleyfi”. Súdanir stöðva herflutninga Líbýumanna til Uganda NTB-Khartoum og Kampala Kimm líbýskar flugvélar, sem voru á leið til Uganda með her- sveitir og vopn, voru i gær neydd- ar til að lenda í Súdan, að þvi er segir i yfirlýsingu frá utanrikis- ráðuncytinu þar. Um borð i flug- vclunum voru um 400 manns, her menn og yfirmcnn þeirra, allt Libýumenn. Einn yfirmannanna upplýsti, að i dag ætti að senda meira herlið og vopn til Uganda. Idi Amin, forseti Uganda, hót- aði i gær, að gerðar yrðu nýjar loftárásir á stöðvar skæruliða i norðurhluta Tanzaniu til að koma i veg fyrir nýja innrás i Uganda. Hann heldur þvi fram, að Tanzaniumenn séu að undirbúa innrá- 10 þús. manna liðs, sem samanstandi af Bretum, Tanzaniumönnum og tsraels- mönnum, auk skæruliða. Eftir atburðinn með flugvél- arnar i Súdan i gær, hefur Súdan dregizt inn i deiluna milli Uganda og Tansaniu, en getur á hverri stundu brotizt úr raunveruleg styrjöld. Fyrsti vottur þess, að Libýa ætlaði að koma á loftbrú til Uganda, var að ókunn flugvél bað flugstjórnarmiðstööina i Khar- toum um leyfi til að fljúga yfir Súdan til Uganda. Flugmaðurinn kvaöst vera á leið frá Kairó til Entebbe i Uganda. Hann fékk þó fyrirskipun um að snúa við eða lenda i Shartoum. Skömmu siðar komu sams konar beiðnir frá fleiri flugvélum, en allar fengu skipun um að lenda i Shartoum. Súdanska utanrikisráöuneytiö segist hafa skýrt einingarsam- tökum Afrikurikja (OAU) frá at burði þessum. Julius Nyerere, forseti Tanzaniu, sagði i gær, aðTanzanir myndu ekki liða, að Ugandamenn gerðu fleiri loftárásir á landið. Slikt myndi hafa i för með sér al- varlegar afleiðingar. Einnig lét Nyerer þau orð falla, aö Amin væri „geöbilaður fábjáni”. Hann lýsti þessu yfir á fundi með blaða mönnum frá Noröurlðndum, sem komu til hans i kurteisisheim- sókn. Blaðiö Daily News i Dar es Gamla fólkið gaf nær 34 þúsund kr. Saalam sagði i gær, að Idi Amin legt væri fyrir allt meginland væri áreiðanlega jafn vondur Afriku, að slikur maður réði maður oe Hitler og að stórhættu- Afrikuriki. Stjórnin og stjórnarandstaðan hafa hvor um sig stuðning 248 þingmanna, en þar sem ráð- herrarnir 14 hafa ákveðið að greiða ekki atkvæði, eru úrslitin augljós. Bóndi fyrir bíl í Eyjafirði Klp-Reykjavik I fyrrakvöld slasaðist Hjalti Jósefsson, bóndi að Hrafnagili i Eyjafirði, þegar hann varð fyrir stórum vöruflutningabil á þjóð- veginum við Hrafnágil. Hjalti var i bil sinum ásamt öðru fólki á veginum rétt við Hrafnagil og stöðvaði bilinn til að huga að skepnum, sem voru aust- an vegarins. Þá bar þar að vöru- flutningabifreið, og sá ökumaður hennar ekki manninn á óupplýst- um veginum fyrr en um seinan Var Hjalti fluttur i sjúkrahúsið á Akureyri,en siðan með sjúkra- flugvél frá Tryggva Helgasyni til Reykjavikur, þar sem hann var lagður inn á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins. Var liðan hans eftir atvikum góð i gær. Tvær tylftir sprengjupakka NTB-Jerúsalem. Tala sprengjupakka, sem send- ir liafa veriö israelskum skrif- stofum, sendiráðum, eða einka- aðilum i Evrópu, Amerfku og israel. var i gærkvöldi komin upp i 24. Ailir pakkarnir eiga það sameiginlegt að vera póst- stimplaðir i Amsterdam. Lögreglan i New York var i gærkvöldi önnum kafin við rann- sókn á þremur grunsamlegum bréfum, sem afhent voru sendi- nefnd Iseaels hjá Sameinuðu þjóðunum. Þá kom i ljós, að v- þýzka flugfélaginu Lufthansa hafði verið hótað bréflega, að sprengd yrði i loft upp flugvél i innanlandsflugi i V-Þýzkalandi, ef félagið greiddi ekki um 60 milljónir króna. Lögregla margra landa undir- býr nú alþjóðlegar aðgerðir til að binda endi á þessar sprengju- sendingar. 1 gærkvöldi höfðu sprengjupakkar borizt til London, Vin, Jerúsalem, Parisar, Genfar, Montreal og Briissel. Fram tii þessa hafa engin ara- bísk skæruliðasamtök tekið á sig- ábyrgð þessara aðgerða, en i ein um pakkanna, sem sendir voru til israelska sendiráðsins i London, fannst yfirlýsing, undirrituð „Svarti september”. Höfn i Hornafirði: 150 milljóna frystihús og fjöldi íbúða i byggingu — menn bjartsýnir þrátt fyrir aflaleysið Fyrr i mánuðinum samþykktu leiðtogar Sovétríkjanna, að öryggisráðstefna Evrópu og um- ræður um gagnkvæma fækkun i hcrliði skyldu fara fram samtim- is. Þar með er úr sögunni ein helzta hindrun þess, að öryggis- ráðstefnan verði haidin. NTB-Bonn Willy Brandt, kanslari V- Þýzkalands. baö i gær um traustsyfirlýsingu á stjórn sína. Þá er ekkert i veginuin fyrir þing- kosningum i landinu i haust, þvi vonlaust er talið, að stjórn Brandts vinni atkvæða- greiðsluna. --------- Fimmtudagur 21. september ■- Klp-Reykjavik. Auk margra góðra gjafa, sem landhelgissöfnuninni bár- ust i gær, var ein, sem fulltrúi gamalia sjómanna á Hrafn- istu færði. Voru það nær 34 Króatarnir NTB-Madrid Spánska stjórnin var enn í gær- kvöldi að yfirvega kröfu Svia um framsal Króatanna niu, sem gengu á vald lögreglunni i Madrid á laugardaginn, eftir að hafa rænt SAS-flugvél. Formleg framsals- bciðni var afhent utanrfkisráðu- neytinu i Madrid á þriðjudags þúsund krónur, sem safnað hafði verið meðal gamla fólks- ins á Hrafnistu. Þetta er fólk, sem lítið fé hefur handa á milli, en gefur samt af rausn. bíða enn Ráöuneytið er sagt biða sann- ana frá Stokkhólmi um, að þrir Króatanna séu efirlýstir fyrir flugránið og að hinir sex hafi enn ekki tekið út fangelsisdóma sina. Góðar heimildir segja, að spánska stjórnin sé fús til að endursenda allan hópinn. Stp-Reykjavik Miklar framkvæmdir hafa ver- ið á Höfn i Hornafirði í sumar. Af stærri framkvæmdum ber helzt að nefna byggingu fristihúss og mjólkurstöövar, en fyrir hvoru tveggja stendur kaupfélagið á Höfn. Mjólkurstöðvarbyggingin er nú langt komin, en ætlunin var að koma kæligeymslum frysti- hússins i gagnið i haust. Kostnaðaráætlun frystihússins hljóðar upp á 150 milljónir. Veiði hefur verið litil undanfar- iðhjá Hornafjarðabátum, og . er sáralitil um þessar mundir. Alls voru 15 bátar gerðir út i sumar, og voru þeir allir nema einn á humar fram til 1. september, er leyfi til humarveiða rann út, en hafa undanfarið verið á fiski- trolli. Er mjög óráðið, á hvaða veiðar verður gert út i haust, en varla er um annaö að ræða en linuveiðar. Þá eru eigendur tveggja báta áhugasamir um rek- net, en það hefur ekki þekkzt her lendist i fjölda ára, liklega ein fjórtán. Þótti það löngum erfið vinna að fara með reknet, og svo kom nótin til sögunnar. Nokkrir munu nota þennan tima, meðan afialeysið stendur, til að setja báta sina i slipp. Tveir nýir bátar voru keyptir á þessu ári, og selja á einn bát og fá ann- an stærri. Frekari átök munu ekki vera á döfinni i endurnýjun skipastóls Hornfirðinga. í viðtali við Aðalstein Aðal- steinsson á Höfn spurði ég, hvort menn þar væru bjartsýnir á veiðarnar i framtiðinni „Já, við erum bjartsýnir hér, það verðum við að vera. Enda talar nýja frystihúsið sinu máli.” Enn ber að geta fleiri stórfram- kvæmda á Höfn. Verið er að byggja gagnfræðaskóla, og var byrjað á þvi verki i vor. Yerður i fyrsta lagi tekinn i notkun einhver áfangi á næsta ári. Byggingunni er einnig ætlað að hýsa barna- skóla að einhverju leyti. Næg atvinna hefur verið á Höfn i sumar. Geysilega mikið hefur verið um byggingarvinnu, þannig að fólk hefur ekki staðið atvinnu- laust, þótt dregið hafi úr veiði Milli þrjátiu og fjörutiu ibúðarhús eru i smiðum á Höfn. Mikill og sivaxandi fjöldi fólks flyzt til Hafnar ár hvert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.