Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSllKl&IVR uaJ RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJANSlMI: 19294 215. tölublað — Föstudagur 22. sept. —56. árgangur D kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Meira en helmingur þorskafía Brefa við ísland er smáfiskur Þó—Reykjavik Meira en 60% aí porslí- afla Breta, sem fenginn var á íslandsmiðum árið 1971, var smáfiskur, en það er þorskur undir 60 sm að lengd. Þetta kom m.a. fram i viðtali, sem Timinn átti i gær við Sigfús Scopka fiskifræð- ing. Sigfús sagði, að Bretarnir sækt- ust mjög eftir smáfiskunum, og halda brezku togararnir sig þvi mikið á uppeldisslóðum fisksins. Þetta kemur heim og saman við siðustu talningu Landhelgisgæsl- unnar, en samkvæmt talningunni eru flestir brezku togaranna, sem nú eru á Islandsmiðum, á veiði- svæði, sem nær frá Langanestá að Hraunhafnartanga, en þetta svæði er eitthvert mesta uppeld- issvæðið við ísland. Samkvæmt núgildandi reglu- gerð er þetta svæði friðað fyrir öllum veiðum frá marzbyrjun til aprilloka á ári hverju'. Sig- fús sagði, að um þessar mundir væri verið að endurskoða allar friðunarreglugerðir um veiðar Is- lendinga innan 50 milna landhelg- innar. Ekki sagðist Sigfús geta sagt, hve mikill hluti aflans, sem tslendingar veiddu á hverju ári, væri undir 60 sm á lengd, þar sem Islendingar hentu ávallt miklu af smáfiskinum. En af þorskafla, sem skilað er á ári hverju, reynd- ist um 20% aflans vera undir 60 sm á Iengd, en sá fiskur telst vera smáfiskur. Sigfús sagði um Þjóðverjanna, að þeir sæktust yfirleitt eftir stór- þorski og væru þeir litið á svæð- unum,þar sem smáfiskurinn héldi sig. Þvi má bæta við, að það eru brezkar skýrslur, sem skýra frá þvi, að meira en helmingur þorskaflans.sem Bretarveiða við Island, er smáþorskur. Frá ráðherrafundinum i gærmorgun. F.v. ólafur Jóhannesson, Einar Agústsson, Henrik Sv. Björnsson, Schumann og Þórarinn Þórarinsson. (Tímamynd G.E.) Utför Asgeirs Ásgeirssonar gerð frá dóm- kirkjunni í dag Klp—Reykjavik Ctför herra Ásgeirs Asgeirssonar, fyrrverandi for- seta tslands, verður gerð frá dómkirkjunni i dag. Fer út- förin fram á vegum rikisins og verða viöstaddir hana erlendir gestir og sendifulltrúar er- lendra rikja, auk vina og vandamanna víðsvegar að af landinu. Athöfnin frá dómkirkjunni hefst kl. 14,00. Aður en gengið verður til kirkju leikur Lúðra- sveit Reykjavikur sorgarlög undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. 1 kirkju leikur Ragnar Björnsson á orgelið. og dómkórinn syngur. Sál marnir, sem sungnir verða, eru: Á hendur fel þú honum, Lýs milda ljós, Hvað bindur vorn hug og 1., 10., 12., og 13. vers úr Allt eins og blómstrið eina eftir Hallgrim Pétursson. Ragnar Björnsson mun leika sorgarlög eftir Beethoven og Há'ndel auk „Jesus bleibt meinefreude"eftir J.S, Bach. Biskupinn yfir Islandi,séra Sigurbjörn Einarsson, mun flytja likræðuna. I kirkju munu félagar úr Frimúrara- reglunni standa heiðursvörð meðan á athöfninni stendur. Úr kirkju munu bera kistuna ráðherrarnir Ólafur Jóhannesson, Einar Agústs- Frh. á bls. 6 ,,Sé iandhelgismálið í skýrara Ijósi" — sagði AAaurice Schumann utanríkisráðherra í gær KJ—Reykjavík — Ég sé landhelgismálið I miklu skýrara ljósi eftir þessa 24 stunda dvöl mfna hér, sagði Maurice Schumann, utanrikis- ráðherra Frakka, á blaðamanna- fundi skömmu fyrir brottför sina Hann skyrði einnig frá þvi, að hann hefði boðið Einari Agústs- syni, utanríkisráöherra f heim- sókn til Frakklands, en ekki er á- kveðið hvenær sú heimsókn fer fram. Ráðherrann hélt- blaöamanna- fu'ndinn i bústað franska sendi- herrans við Skálholtsstig, og áður en fundurinn hófst, var hann að hlusta á beina útvarpssendingu frá mjög mikilvægum blaða- mannafundi, sem Pompidou Frakklandsforseti hélt i Paris i gær. Eftir að ráðherrann hafði skýrt frá þvi, að hann hefði heimsótt forseta Islands I fyrradag og átt fund með fjórum fslenzkum ráð- herrum i gærmorgum, sagði hann, að eftir viðræður við Magnús Torfa ólafsson mennta- málaráðherra gæti hann ekki annað sagt en að hann væri ánægður með, hver áherzla væri lögð á frönskukennslu i háskólan- um, en hins vegar þyrfti að auka frönskukennslu i öðrum skólum. Þá var franski utanrikisráð- herrann spurður um afstöðu frönsku stjórnarinnar til land- helgismálsins, og svaraði hann þvi i löngu máli, á frönsku, og voru svör hans síðan þýdd á is- lenzku. Ráðherrann sagði, að það væri einkum af tveim ástæðum, sem franska stjórnin hefði áhuga á út- Frh. á bls. 6 EBE-andstæoingar vissir um sigur Samtök stofnuð í Noregi til stuðnings landhelgismálinu Þó — Reykjavík. Eftir helgina veröa að öllum likindum stofnuð í Noregi samtök til stuðn- ings landhelgisbaráttu Is- lendinga. Forsvarsmenn þessara samtaka verða þeir, sem hafa staðið í fylkingarbrjósti Þjóðar- fylkingarinnar á móti EBE í Noregi. Einnig er ákveðið, að islenzir stú- dentar i Noregi eigi sina fulltrúa i þessum samtök- um. Hildröm, skrifstofustjóri Þjóðarfylkingarinnar á móti EBE, sagði i viðtali við Timann, að allar likur bentu til þess, að þessi samtök yrðu stofnuð á þriðjudag eða miðvikudag i næstu viku. Hann bætti þvi við, að ef Þjóðarfylkingin á móti EBE bæri sigur úr þjóðarat- kvæðagreiðslunni um aðild Nor- egs að Efnahagsbandalagi. Evrópu, þá mætti búast við þvi, að norska rikisstjórnin tæki á- kveðnari afstöðu með málstað Islands, en fram til þessa hefur norska rikisstjórnin litið viljað segja um landhelgismáliö. Rikisstjórnin, sem reynir að koma Noregi i EBE, hefur ekk- ert þorað að segja um landhelg- ismálið, sagði Hildröm. 1 gær var birt ný skoðana- könnun i Noregi um aðildina að EBE. Sýnir hún, að 59% kjós- enda eru á móti EBE-aðild, en 41% eru fylgjandi aðild. 1 fyrra- dag var ónnur skoöanakönnun birt, og sýndi hún að 52% voru á móti aðild en 48% með aðild. Hildróm sagði, að allt benti til þess, að EBE- andstæðingar myndu sigra i þjóðaratkvæða- greiðslunni. — En.sagði Hild- röm, það verður ekki mikill munur. Við eigum við ramman reip að draga, þar sem eru dag- blöðin. 011 Verkamannaflokks- blöðin túlka sjónarmið stjórnar- innar, og að sjálfsögðu hægri blöðin. Eina stóra dagblaðið, sem er fylgjandi okkur er Dag- bladet. Kosningabaráttunni i Noregi lýkur að mestu i dag, og EBE- andstæðingar munu fara i mikla skrúðgöngu i Osló. Gengið verð- ur eftir götum borgarinnar, en lokastaðurinn verður Ráðhús- torgið, þar sem ræður verða fluttar. Björn Teitsson, sagn- fræðingur, skrifar um aðildar- umsókn Noregs að EBE á bls. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.