Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 22, september 1972. Föstudagur 22. september 1972. TÍMINN 11 SVIPMYNDIR FRÁ FORSETATID HERRA ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR Asgeir Asgeirsson undirritar eiðstaf er hann tók viö forsetaembætti f fyrsta sinn. Lyndon Johnson, Bandaríkjaforseti, býOur Asgeir Asgeirsson velkominn til Hvfta hússins. Kckkónen Finnlandsforseti og frú meO Asgeiri og Dóru. Kveðjuorð i dag er kvaddur hinztu kveOju fyrrverandi þjóOhöfOingi lands- ins, Asgeir Asgeirsson. Mér er bæOi Ijúft og skylt aO kveOja hann meö fáeinum orOum. Asgeir Asgeirsson kom mjög viö sögu íslenzkra þjóömála um nær hálfrar aldar skciö. Ungur aö árum vakti hann á sér athygli meö ágætri ræöumennsku, frjáls- lyndi, framfaraáhuga og óvenju- lcgri glæsimennsku. Hann kom á Alþing aöeins tuttugu og níu ára aö aldri, áriö 1922, og átti þar óslitið sæti til 1952, er hann var kjörinn Forscti íslands. Hann var forseti sameinaös Alþingis 1920— 1921, og var framkoma hans á AlþingishátlOinni rómuö og vakti veröskuldaöa athygli < bæði hér heima og erlendis. Fjár- málaráöherra var hann 1921— 1924, og forsætisráðherra 1922— 1924. Hann var fræðslu- málastjóri I nokkur ár og banka- stjóri útvegsbanka tsiands var hann frá 1928 til 1952. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trún- aöarstörfum, sem hér veröa ekki talin. Forseti islands var hann svo kjörinn 1952 og gegndi þvi æösta embætti þjóðarinnar i sam- fleytt 16 ár. Þessi örstutta starfsferils- skýrsla scgir sina sögu um óvenjulega hæfileika hans og traust það, er hann naut hjá sam- herjum og þjóöinni allri. Asgeir Asgeirsson var um langt skeiö áhrifamikill stjórnmála- maöur. Hann átti drjúgan þátt I þeirri umbótabaráttu, sem hófst mcð valdatöku Framsóknar- flokksins áriö 1927. Eftir aö hann gerðist Alþýöuflokksmaður, mun hann og jafnan hafa verið mikill ráöamaöur i þeim flokki, þó aö hann stæöi þar ekki I allra fremstu viglinu. Þingsagan mun sýna, aö þar léöi Asgeir Asgeirs- son mörgum góöum málum lið. Fg hygg, að I stjórnmálastörfum sinum hafi hann veriö maður, scm kaus aö bera klæði á vopnin — maöur sátta og samninga fremur en valdboös og hörku. Um stjórnmálastörf Asgeirs Asgeirssonar verður sjálfsagt dcilt og dómar felldir, svo sem um starfsemi annarra þeirra, er á þvi sviöi standa. Um hitt hygg ég, aö öll þjóöin sé sammála, aö hann hafi rækt sitt langa forseta- starf svo scm bezt varð á kosiö. Þar naut hann sin vel, vann sér hvarvetna traust og viröingu, jafnt heima og erlendis, jafnt I konungssölum sem á alþýöu- heimilum. Má og segja, að hann hafi veriö vel undir þaö búinn aö takast forsetastarf á hendur. Auk meöfæddra hæfileika haföi hann mikla og margháttaöa starfs- reynslu og staögóöa þekkingu á fólki og þjóöarhögum. Meö virðu- legri framkomu og eölislægri háttvlsi rækti hann hiö vanda- sama þjóðhöfðingjastarf smá- þjóöar og kom ætiö fram á þann hátt, aö íslandi var sómi aö. Min persónulegu kynni af As- geiri Asgeirssyni hófust I fyrir- ferðarlitlum félagsskap — Félagi sameinuöu þjóðanna á íslandi. Hann. var elskulegur maður I samstarfi og allri viökynningu, eins og allir þckkja, sem honum kynntust. Honum var eiginlegt aö laöa menn að sér. Ég minnist allra samskipta okkar meö ánægju. Asgeir Asgeirsson var einstak- ur lánsmaður I einkalifi slnu. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Dóru Þórhallsdóttur, sem var manni slnum áreiöanlega ómctanleg stoö I vandasömum störfum. Var þaö honum mikill missir, er hún andaöist áriö 1964. Þau hjónin áttu barnaláni að fagna, eignuöust þrjú mannvæn- leg börn, og hópur barnabarna og barnabarnabarna er oröinn stór. Atvikin höguöu þvi svo, aö viö Asgeir Asgeirsson vorum ná- grannar síöustu árin. Hann var góður granni, naut hvildar og friösældar eftir erilsamt ævistarf, sat oft aö bóklestri I bókaherbergi sinu, en hann var mikill bóka- maður og sögufróður. Ég mun sakna þess aö sjá honum ekki lengur bregöa fyrir viö gluggann á bókaherberginu. Að loknum löngum starfsdegi cr hann kvaddur af þjóöinni allri með viröingu og þökk fyrir mikil og vel unnin störf. Ólafur Jóhannesson. Asgeir og Haraldur rikisarfi Noregs, sem kom hingaö I heimsókn 1967. Asgeir Asgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir. Asgeir tekur á móti Filippusi af Bretlandi aö Bessastööum. Asgeir og frú Dóra meö norsku konungsfjölskyldunni I forsetaheimsókninni til Noregs. Hákon þáverandi konungur er fyrir miöju. Friörik býöur Asgeir velkominn til Kaupmannahafnar 1967. í'i ,^8 ■ Asgeir og Ólafur Noregskonungur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.