Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 22. september 1972. TÍMINN 17 „Ger/ mér von/r um, að Laugardals• völlurínn verði nothæfur á sunnudag" — seg/r Baldur Jónsson, vallar- stjóri Alf—Reykjavík. — „Ég get ekki neitað þvi að völlurinn er slæmur eftir þessar stöð- ugu rigningar, en samt geri ég mér vonir um, að hægt veröi að leika á honum á sunnudaginn", sagði Bald- ur Jónsson, vallarstjóri, þegar við inntum hann eftir ásigkomulagi Laugardals- vallarins, en eins og fram hefurkomið i fréttum, leik- urvafi á því, hvort Evrópu- bikarleikur Vestmanna- eyinga og norsku Víking- anna geti farið fram á vell- inum á sunnudag. Baldur sagði, að eins og sakir stæðu, mætti segja, að völlur- inn væri gegnsósa a‘f vatni, ,,en verstur er hann upp við mörkin, þykir mér ekki óliklegt, að eftir- litsmaður UEFA geri helzt at- hugasemd við völlinn þar”, sagði Baldur ennfremur. Það er fleira en rigning, sem veldur þvi, að völlurinn er i verra ástandi á þessum árstima en oft áður. Meðalhitastigið i júli var 10 stig, en ekki nema 9 stig i ágúst. Sagði Baldur, að til samanburðar mætti geta þess, að á öðrum Norðurlöndum hefði hitastigið i þessum mánuðum verið milli 20- 30 stig. Vonandi verður ekkert þvi til fyrirstöðu, að leikur Vestmanna- eyinga og norsku Vikinganna geti farið fram á sunnudaginn. Vest- mannaeyingar hafa talsverða möguleika, þar sem Norð- mennirnir unnu þá aðeins 1:0 i fyrri leiknum. Lið Vestmanna- eyinga er.igóðri æfingu um þessar mundir, eins og svo oft áður, þegar liða tekur á keppnistima- bilið. Það er þvi ekki að efa, að margir munu fara á Laugardals- völlinn á sunnudaginn tii að hvetja þá til dáða. Og ef að likum lætur, munu Eyjamenn fjöl- menna á leikinn og láta i sér heyra. Unglingameistara- mótið f sundi háð um helgina Unglingameistaramót islands i sundi 1972, verður haldið i Sund- höll Reykjavikur dagana 23. og 24. september n.k. Dagskrá móts- ins verður sem hér segir: Laugardagurinn 23. september, kl. 17.00 1. gr. 100 m fjórs. sveina 2. gr. 100 m bringus. stúlkna. 3. gr. 100 m skriðs. drengja. 4. gr. 50 m skriðs. telpna. 5. gr. 50 m baksund sveina. 6. gr. 100 m baksund stúlkna. 7. gr. 50 m flugsund drengja. 8. gr. 50 m flugsund telpna. 9. gr. 50 m bringus. sveina. 10. gr. 200 m fjórsund stúlkna. 11. gr. 4x50 m fjórsund drengja 12. gr. 4x50 m bringusund telpna. Sunnudagurinn 24. september kl. 15.00 13. gr. 100 m fjórs. telpna. 14. gr. 100 m brungus. drengja. 15. gr. 100 m skríðsund stúlkna. 16. gr. 50 m skriðs. sveina. 17. gr. 50 m baks. telpna. 18. gr. 100 m baks. drengja. 19. gr. 50 m flugs. stúlkna. 20. gr. 50 m flugsund sveina. 21. gr. 50 m bringusund telpna. 22. gr. 200 m fjórs. drengja. 23. gr. 4x50 m fjórs. stúlkna. 24. gr. 4x50 m skriðsund sveina. Þessi mynd hér að ofan birtist snemma f mai í vor, begar Baldur vall arsf jóri var aö sýna okkur völlinn. Það hefur orðið mikil breyting á siöan. Sóknarleikurinn hefur löngum verið sterkasta vörn ÍBV Kynning á IBV og leikmönnum þess, sem leika í Evrópubikarkeppninni iþróttabandalag Vest- mannaeyja var stofnað árið 1946 af íþróttafélaginu Þór, Knattspyrnufélaginu Tý og Golfklúbbi Vestmannaeyja. Siðar gengu i bandalagið Tennis- og badmintonfélag Vestmannaeyja og íþrótta- féiag Vestmannaeyja. IBV varð fyrst tslands- meistari i 4. flokki árið 1964. 1969 varð IBV Islandsmeistari i 5 flokki, og sama ár varð IBV bæði tslandsmeistari og bikarmeistari i 2. flokki. 1970 varð félagið aftur tslands- meistari og bikarmeistari i 2. flokki og tslandsmeistari i 3. flokki. 1971 hélt IBV áfram tslandsmeistaratitlinum i 3. flokki. Meistaraflokkur kom fyrst i I. deild 1968, en þá var liðið búið að vera mörg ár i úr- slitum i 2. deild. Sama ár varð tBV bikarmeistari, og 1969 keppti liðið við búlgörsku meistarana Levski-Sparta. Ætið hefur liðið verið i fremstu röð i deildinni, og 1971 lék það úrslitaleik um tslands- meistaratitilinn, en varð að lúta i lægra haldi fyrir tBK 4-0. Hins vegar sigraði IBV IBK i siðasta leik með 6-1, og var það.þvi kærkominn sigur. Ólafur Sigurvinsson Vestmannaeyjaliðið þykir ákaflega skemmtilegt lið, og það kemur aldrei fyrir,að liðið leggi sérstaka áherzlu á varnarleik. Sóknarleikurinn er þeirra bezta vörn. IBV á fjölmennt aðdáendalið, sér- staklega i Vestmannaeyju, en þó er liðið það lið, sem fær hvað flesta áhorfendur á meginlandinu. Meðalaldur liðsmanna er aðeins um 21 ár. IBV-liðið fékk ákaflega góða dóma i norsku blöðunum eftir fyrri leikinn gegn Viking, og þvi verður forvitnilegt að sjá hvernig til tekst nú. Páll Pálmason markvörður, 27 ára verkstjóri, mjög leik- reyndur og hefur verið meistaraflokksmarkmaður siðan 1962, en hann hefur leikið einn landsleik. Ársæll Sveinsson mark- vörður, 17 ára nemi. Mark- vörður unglingalandsliðsins. Ólafur Sigurvinsson bak- vörður nr. 2, 21 árs pipulagn- ingamaður. Fyrirliði tBV-liðs- ' ins og hefur leikið 10 landsleiki og 3 unglingalandsleiki. Mjög fljótur og leikinn varnarleik- maður. Einar Friðþjófsson bak- vörður nr. 3, 22 ára lögfræði- nemi. Hefur leikið með meistaraflokki tBV siðan 1968. Harður varnarleikmaður. Þórður Hallgrimsson mið- vörður, nr. 4, 20 ára neta- gerðarmaður. Hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Rólegur og yfirvegaður leikmaður. Friðfinnur Finnbogason miðvörður, nr. 5, 22 ára verzlunarmaður. Hefur leikið með meistaraflokki siðan 1967. Leikreyndur og harð- fylginn varnarleikmaður, sem gefur fá skallaeinvigi eftir. Kristján Sigurgeirsson framvörður, nr. 6, 22 ára laga- nemi. Fylginn leikmaður, hefur leikið með meistara- flokki siðan 1968. örn Óskarsson útherji, nr. 7, 19 ára húsamálari. Hefur leikið 1 landsleik og skoraði þá eina mark tslendinga gegn Noregi i Stafangri. 4 unglinga- landsleiki. Geysifljótur og harðfylginn leikmaður, sem ógnar stöðugt. Óskar Valtýsson fram- vörður nr. 8, 21 árs vérka- maður. Hefur leikið tvo lands- leiki og þrjá unglingalands- leiki. Hefur viðurnefnið felli- bylurinn fyrir hin föstu og hættulegu skot sin. Tómas Pálsson miðherji, nr. 9,22 ára bankamaður. Hefur leikið 5 landsleiki, 3 unglinga- landsleiki og er nú markhæsti leikmaður 1. deildar með 15 mörk. Mjög hættulegur sóknarleikmaður. Haraldur Júliusson fram- herji, nr. 10, 25 ára neta- gerðarmaður. Hefur viður- nefnið gullskallinn fyrir hina hættulega skallabolta sina. Hefur leikið með meistara- flokki siðan 1967. Asgeir Sigurvinsson útherji, nr. 11, 17 ára pipulagninga- maður. Hefur leikið 3 lands- leiki og tvo unglingalandsliðs- leiki. Af flestum talinn eitt mesta efni, sem fram hefur komið á Islandi i knattspyrnu. Gisli Magnússon, nr. 13, bakvörður, 25 ára iþrótta- kennari. Hóf leik með meistaraflokki 1965. Ákveðinn og harður varnarleikmaður. Sævar Tryggvason fram- herji, nr. 14, 25 ára húsa- málari. Hefur leikið 2 lands- leiki og 3 unglingalandsleiki, Sævar er hættulegur sóknar- maður og á gott með að opna vörn andstæðinganna. Snorri Rútsson framvörður, nr. 15, 19 ára gamall nemandi. Hefur leikið 4 unglingalands- teiki. Mjög leikinn og vaxandi leikmaður. Óskar Valtýsson, t.v. sést hér í viðureign gegn Björgvin Björgvins- syni, Fram. óskar er einn af snjöliustu sóknarleikmönnum Vest- mannaeyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.