Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. september 19V2. TÍMINN 19 Grein Inga F~”íal8d Undir lok greinar sinnar vekur ritstjórinn máls á þvi, að i rit- deilum kunni aukaatriði að skyggja um of á aðalatriði. Þess vegna hyggst hann nú snúa sér að kjarna málsins, sem sé þeim, að samkvæmt tölum opinberra aðila séu vinnuaflsafköst i landbúnaði um það bil helmingur af vinnu- aflsafköstum i sjávarútvegi, og þessi niðurstaða hafi verið notuð til að benda á ,,ófremdarástandið i málefnum landbúnaðarins”. Og enn segir ritstjórinn: ,,Næst, þegar þeir (þ.e.a.s. Ingi Tryggva- son og aðrir málssvarar landbún- aðarstefnunnar) skrifa um þetta mál. ættu þeir að koma beint að efninu. Þeir segja. að opinberar tölur um afköst vinnuafls og fjár- magns i landbúnaði séu gróflega rangar. Gott og vel. Hver er þá hin rétta niðurstaða?” Og siðan með stóru letri: ..Hver eru vinnu- aflsafköstin i landbúnaði, sam- kvæmt þeirra áliti? Hver er framleiðni atvinnugreinarinnar önnur en sú, sem opinberar skýrslur herma? ” Þessar ályktanir i lok greinar rit stjórans eru „næsta furðulegar”, svo að notuð séu orð hans sjálfs. Umræður þær, sem hann sjálfur hefur tekið þátt i ásamt okkur Birni Matthiassyni hafa fyrst og fremst snúizt um það, hvort fjöldi tryggingarskyldra vinnuvikna sé réttur mælikvarði á „vinnuaflsaf- köst” i landbúnaði eða ekki. Sjálfur hefur ritstjórinn i ööru orðinu viðurkennt, að svo muni ekki vera, en samt getur hann ekki stillt sig um að festast aftur i sama farinu — hefur litið skilið og ekkert lært. En hann heimtar skýr svör. Ég er ekki hagfræð- ingur og ræð ekki yfir þvi verk- færi, sem til þess þarf að meta til sanns framleiðni i einni atvinnu- grein eða annarri. Ég hef fært að þvi rök,að fjöldi tryggðra vinnu- vikna sé ekki hæfur mælikvarði i einni ákveðinni atvinnugrein, og þessum rökum hefur hvergi verið mótmælt með gagnrökum. Ég hef bent á einfalda aðferð til að auka „framleiðni” landbúnaðarins, þ.e. að hækka búvöruverð til bænda. Framleiðni annarra at- vinnugreina er aukin með slikum aðferðum. En þótt ég treysti mér ekki til að nefna ákveðnar tölur um „framleiðni” i landbúnaði er ég þess fullviss, að engum sjáandi manni dylst, að bændur liggja ekki á liði sinu, ljúka ekki siður sinu dagsverki en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Ef „vinnuaflsaf- köst” bændastéttarinnar eru lægri en einhverra tiltekinna stétta annarra, er það ekki af- kastaleysi bændanna um að kenna, heldur ytri aðstæðum, svo sem mati þjóðfélagsins á verð- mæti vinnuafls þeirra. Ritstjóri Alþýðublaðsins talar um „ó'fremdarástand” i málefn- um landbúnaðarins. Hann gerir þó enga tilraun til að finna þeim orðum stað. t hverju er þetta „ófremdarástand” fólgið og er slikt ástand hvergi að finna nema i landbúnaði, að dómi Alþýöu- blaðsritstjórans? Það er bæði auðvelt og ábyrgðarlaust að veit- ast að ákveðinni starfsstétt með heimatilbúnum rakalausum full- yrðingum um afkastaleysi og ódugnað. Auðvitað á land- búnaðurinn hér eins og alls staðar i heiminum við ýmis erfið vanda- mál að etja. t vimu þeirrar öru iðnbyltingar, sem við stöndum nú mitt i, hefur vissum þjóðfélags- hópum gleymzt, að landbúnað- urinn er grundvallarundirstaða atvinnu og menningarlifs hverrar þjóðar. Augu ýmissa þjóða hafa nú þegar opnazt fyrir þessari staöreynd. Þurfum við að brjóta landbúnaö okkar i rúst til þess að okkur skiljist þetta lika? Er okkur ekki bæði þjóðfélagsleg og efnahagsleg nauðsyn að viðhalda i aðalatriðum byggð landsins og vera tilbúnir. er aðstæður kalla, að nýta land okkar til stórauk- innar matvælaframleiðslu fyrir sveltandi heim? Mér þætti verð- ugra verkefni fyrir ritstjóra Alþýðublaðsins, að hann reyndi að kynna sér og skilja islenzkan landbúnað og hlutverk hans i nú- tið og framtið fremur en að ergja sjálfan sig og aðra með grunn- færnislegum blekkingaskrifum um málefni landbúnaðarins. 17/9 1972 Ingi Tryggvason. Lokað vegna jarðarfarar herra Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi forseta íslands, i dag föstudaginn 22. sept. 1972, kl. 13 - 15.30. Alþýðubankinn h.f. Iðnaðarbanki íslands h.f. Samvinnubanki íslands h.f. Verzlunarbanki íslands h.f. í )oenad hetr SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M/S HEKLA fer frá Reykjavik 27. september austur um land i hringferð- Vörumóttaka i dag, á mánu- dag og þriðjudag til Aust- fjarðarhafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. ’Vcuvctej? Þéttir gamla og nýja steinsteypu. SIGMA H/F Bolholti 4, simar 38718—86411 naglann hofuðið Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé STANLEY Menntamálaráðuneytið gengst fyrir námskeiði i Gagnfræðaskóla Austurbæjar fyr- ir væntanlega iðnaðarmenn, sem ekki hafa lokið miðskólaprófi og eru orðnir 18 ára. Innritun á námskeiðið fer fram i skól- anum föstudaginn22. sept. kl. 17-18. Mikil- vægt er, að allir sem óska að sækja nám- skeiðið, mæti til innritunar, eða staðfesti fyrri umsókn með simskeyti. Menntamálaráðuneytið, Iðnnemar Nokkrir iðnnemar verða innritaðir næstu daga. Óskað er eftir að þeir mæti sjálfir til innritunar. = HÉÐINN = Simi 24260 Tilboð óskast Bedford sendiferðabifreið, árgerð 1971, skemmda af eldi. Bifrciðin vcrður til sýnis i dag og á morgun i kjallara Nýju Sendibilastöðvarinnar, Skeifunni 8, Iieykjavik. Tilboð sendist til Sam vinnutrygginga, Tjónadeild, Armúla 3, fyrir hádegi á mánudag 25. september 1972. Lokað Vegna útfarar herra Ásgeirs Ásgeirs- sonar, fyrrverandi forseta íslands, verða skrifstofur tollstjóraembættisins lokaðar frá kl. 12 föstudaginn 22. september. Tollstjórinn I Reykjavik. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar og jeppabifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 26. september kl. 12- 3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl 5. Sölunefnd varnarliðseigna. arphögglar heíífódur Blandað hænsnakom DANSKT ÚRVALSFÓDUR FRÁ FAF <**• ■i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.