Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.09.1972, Blaðsíða 20
Norðlenzk ætt vekur athygli erlendis — Afkomendur mývetnsks bónda, sem fæddist fyrir meira en 2 öldum, bera í blóði sínu arfgengt einkenni, sem önnur spendýr eru laus við — nema úlfaldinn I ölafur Jensson, læknir. Ilann er forstöftumaður Blóft- bankans og auk þess manna fróftastur um Skútustaftaætt- ina, enda mun þaft hafa verift þaft át;æta fólk, sem einkum varft til þess aft tengja hann rauftu blóðkornunum órjúfandi böndum, eins og hann liefur einhvers staftar komi/.t aft orfti. Maður er nefndur Helgi og var Asmundsson. Hann fædd- ist aö Reykjahlið við Mývatn árið 1768, en bjó langa ævi á Skútustöðum i sömu sveit og var jafnan við þann bæ kennd- ur. Hann dó á Skútustöðum 9. mai árið 1855, 87 ára að aldri, og er sagður i kirkjubókum hafa orðiö ellidauður. Helgi var þrikvæntur og eignaðist hartnær tuttugu börn með konum sinum. Svo undarlega vill til, að hjá af- komendum allra eiginkvenna hans hafa fundizt blóðkorn, sem eru afbrigðileg i lögun. Ekki hringlaga, eins og algengast er, heldur ilöng, ýmist egglaga eða þá vindil- laga. En annars er úlfaldinn eina spendýr jarðarinnar, sem er með ilöng blóðkorn. Nú er þetta fyrirbæri ekki algerlega óþekkt i mannfólki annars staðar á jörðinni, en fágætt er það. Þvi má og bæta við, að eftir þvi, sem bezt verður vitað, eru afkomendur Helga frá Skútustöðum eina islenzka ættin, sem skilar þessu einkenni frá manni til manns yfir „áranna haf.” Var það ekki fyrr en árið 1959, sem það var staðfest, að þetta einkenni væri ættgengt. Læknarnir, Ólafur Jensson, Þóroddur Jónasson og Ólafur Ólafsson skrifuðu um þetta stórmerka ritgerð, sem kom i brezku læknablaði i nóvem- bermánuði 1967, og má segja, að upp frá þeirri stundu hafi Skútustaðaættin á Islandi ver- ið alþekkt i heimi lækna- visindanna. 1 Sunnudagsblaði Timans, sem út kemur á morgun, birt- ist samtal við ólaf Jensson, lækni, þar sem hann ræðir þetta sérkennilega fyrirbæri og segir okkur ýmislegt fleira til skemmtunar og fróðleiks. Ilringlaga blóðkornin á myndinni til vinstri eru „eftlileg”, þaft er aft segja eins og almcnnt gerist. En Ilöngu blóftkornin á þeirri mynd, sem er hægra mcgin, eru afbrigftileg og óalgeng, nema I úlfaldanum, hann er cina spendýr jarðarinnar, sem ekki er með hringlaga blóökorn. Þaft er þetta einkenni, sem búiö er að fylgja afkomendum Helga Ásmundssonar i hart nær tvær aldir, og er vist siður en svo á undanhaldi I ættinni. Báftar myndirnar eru mikift stækkaöar. mannrAn og handtökur í uganda NTB—Jerúsalem Óopinbcrir israelskir skæru- liftahópar leggja nú á ráftin um mótaftgerðir gcgn arablskum séndiráðsstarfsmönnum og stofn- unum erlendis, vegna sprengju- pakkanna, sem sendir hafa verift undanfarift i pósti til tsraels- manna um allan heim. t gær- morgun fundust II grunsamleg brcf, og 10 þeirra innihéldu sprengicfni. Stöðugt fjölgar sprengjupökk- unum, og eru þeir allir póstlagðir i Amsterdam. Lögreglulið ótal landa er nú við öllu búið og eykur stöðugt varúðarráðstafanir sínar. 1 einum sprengjupakkanum fannst yfirlýsing undirrituð af „Svarta september”, og sagði þar, að allir Israelsmenn yrðu tekniraf lífi. Æsingurer nú farinn að gera vart við sig hjá stórum hluta israelsku þjóðarinnar, og finnst fólki stjórnin ekki ganga nógú rösklega til verks i að stöðva hryðjuverkin. En þrátt fyrir biturleika hins almenna borgara, eru israelsk yfirvöld ákveðin i að beita aöeins fullkomlega löglegum aðferðumi baráttunni. Lögreglustjóri lands- ins hefur lýst þvi yfir, að menn hans muni berja niður hver þau samtök einkaaðila, sem reyni að gripa til hefndarráðstafana er- lendis. Sívaxandi óróleiki vegna sprengjupakkanna Föstudagur 22. september 1972. ÍSRAELSMENN VILJA HEFNA NTB—Kampala Flugufregnir um innrás settu allt á annan endann i Kampala, höfuftborg Uganda i gær. Fólk flýfti úr borginni og verzlunum var lokaft. Jafnframt var til- kynnt, að forseti hæstaréttar landsins, Kiwanuka, heffti verið handtekinn. Ekki var þó Ijóst, livort lögreglan haföi handtakiö Kiwanuka, eða hvort æsinga- menn rændu honum. Herforingi i her Uganda mælt- ist til þess i útvarpsræðu i gær- kvöldi, að fólk sýndi stillingu, engin ástæða væri til æsinga og fólk, sem kæmi æsifrengum af stað, yrði handtekið. Herforing- inn sagði ennfremur, að komið hefði fyrir, að einhver ugluspegill segðist vera i öryggissveitunum og hótaði hinum og þessum hand- töku. Fulltrúar stjórnarinnar hafa neitað að hafa gefið út hand- tökuskipun á Kiwanuka. Talsmaður hers Uganda gagn- rýndi i gær yfirvöld Súdans harð- lega fyrir að stöðva herflutninga- flugvélarnar fimm, sem voru á leið frá Libýu. Þær fóru aftur heim i gær. Talsmaðurinn sagði, að vopnin, sem flugvélarnar fluttu, hefðu verið pöntuð til að styrkja varnir Uganda gegn óvinum sinum. Hópur 30 útlendinga, flestir Bretar, var i dag látinn laus úr lögreglustöðinni i Kampala. Með- al fólksins voru 11 blaðamenn. Brezk hjón og tvö börn þeirra voru i gærmorgun handtekin af hermönnum Uganda og flutt á brott, án nokkurra skýringa. WHO rannsakar mengun í Norðursjó NTB—Kaupmannahöfn. Fyrstu alþjóðlegu aftgerðir, sem miöa að þvi aö rannsaka og fylgjast með sjávarmengun vift strendur, munu hefjast i Norður- sjónum undir stjórn Alþjóöa heil- brigöisstofnunarinnar (WHO). Noregi, Danmörku og Sviþjóft hefur veriö boðin þátttaka i visindastörfunum. Siðar munu fara fram hliðstæð- ar rannsóknir i Eystrasalti, Mið- jarðarhafi og Svartahafi. Frá kaupfélaginu WINNER Rauðkál Marmelaði Avaxtasafar Winner vörur, góðar vörur HITTUMST í KAUPFÉLAGINU STÁLGRINDAHÚS Pantanir á stólgrindahúsum, sem afgreiðast eiga fyrir haustið, þurfa að berast sem fyrst Húsin fdst með klœðningu í ýmsum litum eftir vali kaupanda Húsbreiddir staðlaðar, 7,5-10-12-15 metra. SÍMI 24260 = HÉÐINN =

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.