Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26640 RAFIBJANSÍMI: 19294 216. tölublað —Laugardagur 23. sept. — 56. árgangur Í IERA m skápar RAFTÆKJÁDEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Skorið aftan úr tveim KJ—Reykjavfk Þeir hal'u staðið i ströngu undanfarna daga, varöskipsmenn á óðni, á miðunum úti fyrir Vest- fjörðum. Upp úr sauð svo i gær- kvöldi, er togaramenn á tveim togurum þráuöust við að hlýðnast fyrirmælum Sigurðar Arnasonar skipherra á ópni, og endaði stappið með þvi, að báðir togvir- arnir voru skornir aftan úr tog- aranum Kennedy og skorið var að öllu eða einhverju leyti aftan tír togaranum WyreCaptain. Brezki togarinn Kennedy FD- 139 var að veiðum út af Látra- bjargi, um 32 sjómilur fyrir innan 50 milurnar, þegar Óðinn kom að Iioiuuii siðdegis i gær. Eftir itrekaðar fyrirskipanir og tilmæli skipherrans á Óðni, var látið til skarar skríða gegn toaranum. Vlrahnifnum var rennt I sjóinn, þegar siglt var fyrir aftan Kennedy klukkan 19.30 og klippt á báða togvira skipsins. Varla voru varðskipsmenn Framhald á bls. 19 AAyndir frá útför Ásgeirs Ásgeirssonar á bls. 16 og 17 Kista herra Asgeirs Asgeirsson- ar, fyrrverandi forseta tslands, borin úr dómkirkjunni að lokinni minningarathöfn I gær. Þeir, sem báru kistuna úr kirkju voru Eysteinn Jónsson, forseti sam- einaös þings, Einar Agústsson ráðherra, Jóhann Hafstein, for- maður Sjálfstæðisflokksins, Hannibal Valdimarsson ráð- herra, Ólafur Jóhannesson ráð- herra, Logi Einarsson , forseti hæstaréttar, Gylfi Þ. Gislason, formaður AlþýAuflokksins og Magnús Kjartansson ráðherra. (Timamynd Gunnar) „Hann hlaut að bera höfðings- mót í hópi samferðarmanna" Klp—Reykjavík Útför herra Asgeirs Asgeirssonar var gerð með mikilli viðhöfn i gær frá dóm- kirkjunni iReykjavfk. Kirkjan var fullsetin, og fjöldi manns stóð utan dyra og hiustaði á það, sem fram fór, i gjallar- horni, sem komið var fyrir á Alþingishúsinu, Beint á mriti kirkjudyrunum stóðu lög- regluþjónar heiðursvörð, og til hliðar við þá stóðu skátar með fána. í kór kirkjunnar sátu 18 prestar, viðsvegar að af land- inu auk biskups herra Sigur- bjarnar Einarssonar, dr, theol., sem flutti likræðuna og kastaði rekunum, en það er mjög sjaldgæft, að biskup geri það. Athöfnin i kirkjunni hófst með þvi, að Ragnar Björnsson dómorganisti lék sorgargöngulag eftir Beet- hoven. bvi næst söng dóm- kórinn sálmana „A hendur fel þú honum" og „Lýs milda ljós". Siðan flutti biskup rit- ningarlestur og bæn, og þar á eftir likræðuna. Úrræðubiskups t ræðu sinni um hinn látna sagði biskup m.a.: — Þegar Asgeir Asgeirsson hverfur, er til enda leikið mikið hlutverk á sviði samtimans. Og ekki mun um það deilt, að sá maður, sem bar það hlutverk uppi, hafi verið mikillar gerðar. Hann var svo á sig kominn hið innra sem ytra, að hann hlaut að bera höfðingjamót i hópi samferðamanna, >hvort sem sæti hans i þjóðlifinu bæri lengra yfir eða skemmra að almannasýn. En hann varð snemma auð- kenndur i opinberu lifi, hófst, til áhrifa og mannvirðinga ungur að árum, og loks til æðstu ábyrgðar og metorða i landinu. Og nú,þegar hann er allur, þá ætla ég, að það segi til sin ótvírætt i hugum Islendinga almennt, að hann naut á forsetaárum sinum ekki aðeins þeirrar virðingu, sem æðsti maður landsins á að skyldu, heldur átti hann þá og siðar hlýtt vinarþel i þjóöar- barmi og mjög djúprætt. A öðrum stað i ræðu sinni sagði biskup um Asgeir Asgeirsson: — Þegar hann tók við forsetadómi, hafði hann mikla reynslu að baki, fjöl- þætta menntun og þekkingu á þjóðlifi. Hann hafði sér við hlið hina glæsilegustu konu, sem átti rikan þátt i hamingju hans allri fyrr og siðar. Saman stóðu þau i starfi og i með- vitund alþjóðar, hvort með öðru slikir fulltrúar lands sins i hverjum aðstæðum, en engum duldist, að þar var sæmd lands og þjóðar óhult og i öruggum höndum Margir minnast þess að hafa verið á Bessastöðum i fylgd erlendra fyrirmanna eða þegar Asgeir gengdi þeirri erfiðu skyldu utan lands að koma fram sem þjóð- höfðingi vors litla lýöveldis. Það er fullvist, að vér máttum meö heilshugar þökk meta það, hvernig hann og þau hjón bæði meðan frú Dóru naut við, komu fram við slik tækifæri. Biskup gat þess i ræðu sinni að eitt vers úr morgunsálmi eftir Hallgrim Pétursson hafi veriö Ásgeiri Ásgeirssyni kært og tiltækt. Hann hefði gjarna haft þa^ð yfir í alþjóðar- áheyrn, og þaöliefur fundízt á miða meðal þeirra gagna, sem hann hefur handjeikið daglega Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.