Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Laugardagur 23. september 1972 „Fáanlegir litlir gervimenn it Eins og að likum lætur birtist um þessar mundir margt og mis- jafnt i brezkum blöðum og tima- ritum um fiskveiðideiluna, og eru þar yfirleitt einhliða stjónarmið rikjandi. Fyrir kemur þó,að rödd Islands fær inni i þessum blöðum, og hér á eftir fer sýnishorn af skrifum hins þekkta brezka viku- blaðs ,,The Spectator", sem talið er fremur ihaldssamt. Brezka réttlætiskenndin lætur þó ekki að sér hæða, þvi að þetta ihaldssama blað birti 16. sept. i heilu lagi i lesendadálkum sinum bréf, sem Páll Heiðar Jónsson skrifaði rit- stjóra blaðsins, i tilefni af grein aðstoðarritstjóra blaðsins Patrick Cosgrave, sem birtist 2. september. Fer bæði greinin og bréfið hér á eftir i lauslegri þýð- ingu. Þorskur konunglega fiotans Eg veröaðjata, aö mér stendur ekki alveg á sama um þá vernd, sem konunglegi flotinn mun veita brezkum fiskimönnum eftir 1. september, þegar Islendingar hyggjast færa út landhelgi sina i fimmtiu milur, og að forbjóða þannig erlendum togurum veiðar innan þeirra takmarka. Þetta Gilbertiska fyrirbæri (höfundur á við skripa persónur úr skopleik þeirra Gilberts og Sullivans), is- lenzki utanríkisráöherrann, lét svo um mælter honum bárust til eyrna fréttir um að brezkir togarasjómenn hyggðust mála yfir nöfn og skrásetningarnúmer skipa sinna, og koma þannig i veg fyrir að tslendingar bæru kennsl á þau, að hann harmaði mjög slikan verknað, þar sem slikt myndi leiða til þess, að Bretar, horskir verndarar alþjóða laga og reglna, mundu vera litlu betri en sjóræningjar. ícg ætla að láta af- skiptalausa hina heimskulegu hræsni þessa hræsnisfulla fulltrúa þjóðleysu (non-nation), sem hyggst brjóta — ekki ein- ungis alþjóðalög, heldur einnig samkomulag sem hún undirritaði fyrirnokkrum árum. Það er þess vegna ekki að undra þótt brezkir íiskimenn gripi til eigin ráða. Er brezki flotinn orðinn svo lélegur, að hann geti ekki varið þá fyrir fimm islenzkum varðskipum — aðeins eitt þeirra er nýtt. Það setur að mér þá hræðilega hugsun, er ég heyri, að aðeins ein brezk freigáta verði á varðbergi á norðlægum fiskislóðum. Það er illa fyrir okkur komið, ef okkur tekst ekki að knésetja tslendinga, og ef við gerum enga tilraun til þess, þá munu þessir fáránlegu litlu gervimenn telja sig vera komna vel á leið við að ná öðrum undirmálssamningi, er færir þeim það, sem þeir óska eftir. Það dugar alls ekkert minna en að til komi fullkomin herskipa- vernd fyrir fiskimenn okkar á norðlægum alþjóða fiskislóðum. Herra. Ég býst við,að ég sé einn ör- fárra áskrifenda timarits yðar á tslandi, og tel mig þess vegna hafa nokkurn rétt að fara fram á að þér birtið eftirfarandi i blaði yðar, i dálkinum bréf til ritstjór- ans. Ég visa til „Spectators Note- book", er birtist 2. september s.lv undirrituðu P.C.,þar sem fjallað var um fiskveiðideiluna milli landa okkar, en greinin hét „Þorskur konunglega flotans". Ég verð að byrja á að leiðrétta höfundinn hvað varðar tvö atriði. Island er ekki að færa úr land- helgi sina i 50 milur, heldur ein- ungis fiskveiðilögsöguna. Land- helgi okkar verður óbreytt, 3 milur! Bretland færði út fisk- veiðilögsögu sina i 12 milur skömmu eftir siðasta „þorska- strið" (og dró þannig réttar ályktanir af aðgerðum okkar — og njótið þess) en eftir þvi, sem ég veit bezt, þá er brezka land- helgin ennþá þrjár milur. Enn- fremur ætti P.C. að vita, að það eru engin alþjóðalög, er kveða á um, eða banna þjóðum að færa út fiskveiðilögsögu sina — slik lög fjalla einungis um útfærslu land- helgi og réttindi strandrikja til náttúruauðæfa á hafsbotni. öllum almenningi — að minnsta kosti i Englandi — er ókunnugt um þessar staðreyndir — og ég verð þess vegna að láta i ljósi undrun mina á að ekki minni maður en „Spectators Note- book", skuli þannig leiða les- endur sina á villigötur, auk þess sem hann veit alls ekki hvað hann er að skrifa um. Gott uppeldi og mannasiðir hafa löngum verið taldir til horn- steina siðmenntaðra þjóðfélaga, og þessir eiginleikar hafa einkum verið eignaðir Englendingum, flestir útlendingar lita svo á, að þessir kostir auk annarra felist i hinum enska „séntilmanni". Það voru þess vegna mikil vonbrigði fyrir mig,sem hef búið i Englandi árum saman, og virði þá sann- girni, mannasiði, umburðarlyndi og virðingu fyrir tilfinningum annarra, sem eru séreinkenni Knglendinga, — að lesa siðan — og það i blaðinu „The Spectator" — munnsöfnuð sem er hvort tveggja heimskulegur og móðg- andi — munnsöfnuð, sem aðeins ætti við i la'gstu tegund sorp- ' blaða, þar sem lotið er hinum lægsta smekk. Dæmi: Þetta Gilbertiska fyrirbæri — þessi heimskulega hræsni þessa hræsnisfulla fulltrúa þjóðieysu (non-nation). . ." . Ekki veit ég hvað P.C. á við með „non-nation". Siðasti aðiller ég veit til að notaði þessi orð opin- berlega, að P.C. frátöldum, var Adolf sálugi Hitler, sem þá var að fjalla um hina hamingjusnauðu Tékka og taldi sig fyrir þessar sakir hafa fullan rétt á að brjóta þá á bak aftur. Ég tek þetta daími, þar sem P.C. lætur i ljós þá von. að floti „Hennar Hátign- ar" muni taka til sinna ráða, eða eins og hann kemst sjálfur að orði: „Það er illa fyrir okkur komið, ef okkur tekst ekki að kné- setja tslendinga, og ef við gerum enga tilraun til þess, þá munu þessir fáránlegu litlu gervimenn telja sig vera komna vel á leið við að ná öðrum undirmálssamningi, er færir þeim það, sem þeir óska eftir". Við íslendingar erum eina þjóð- in (eða „þjóðleysan") i Evrópu, sem eigum lif okkar undir fisk- veiðum, og svo ömurlegt sem það er, þá hafa hin gjöfulu fiskimið umhverfis tsland, verið ofveidd árum saman, af mörgum þjóðum, að þvi marki, að þorskurinn, sem deilan snýst um, er nú að mestu leyti horfinn úr aflanum. En úr þvi að við erum „Þjóðleysa" þá Verðurhelmingur Eyja- báta í slipp i haust? Stp—Reykjavík ,,Það liggur i loftinu hérna, að helmingur bátaflotans eða meira hætti veiðum og fari bara I standsetningu i allt haust. Bátar hafa verið á trolli, bolfiskveiðum, undanfarið og afli hefur verið mjög tregur, enda cr þetta slakastiárstíminn. Það er svo of- boöslega dýrt að gera út, þegar svo litið veiðist. Er þvi eins gott að nota tímann og búa sig undir vcturinn". Þetta sagði fréttaritari Timans i Eyjum, er Timinn innti hann eftir ástandinu i aflamálum þar. Tveir slippir eru i Eyjum, sem geta tekið allt að 150 tonna báta. Þeir, sem stærri eru, fara eitt- hvað annað i viðgerð, en uppi- staðan i bátaflotanum er á milli 75 og 105 tonn. Þá er einnig fyrir- tæki i Eyjum, sem vinnur við ný- smiði trébáta, aðallega 14-20 tonna á siðari árum. Unnið hefur verið að endur- byggingu Básaskersbryggju i Eyjum undanfarið, og er það stórframkvæmd. Brandt fallinn NTB—Bonn Stjórn Willy Brandts, kanslara Vestur-Þýzkalands tapaði i gær kvöldi atkvæðagreiðslunni um traustsyfirlýsingu. Þar me"ð er ekkert i veginum fyrir nýjum þingkosningum i landinu i nóvember nk., ári fyrr en kjör- timabilið rennur út. Traustsyfirlýsingin var felld með 248 atkvæðum gegn 233, og féll stjórnin þar með eftir fimm klukkustunda langar umræður, sem sagðar eru einar þær hörð- ustu, sem fram hafa farið i sam- bandsþinginu. eigum við sennilega ekki skilið að varðveita lifsbjörg okkar, að áliti P.C. (spurningin er um hvað á að berjast, þegar þorskurinn er með öllu horfinn). Ég álit, að við „fáránlegir litlir gervimenn", sem við erum, munum halda áfram að vera nógu „fáránlegir" til að búa á Is- landi i margar aldir enn, eins og við höfum gert s.l. 1100 ár, munum halda áfram að fæða brezku þjóðina (eins og við gerð- um i tveim siðustu heimsstyrjöld- um og misstum hlutfallslega fleiri skip og menn, en margar þær þjóðir sem tóku þátt i bardögunum), munum halda áfram að bjarga enskum fiski- mönnum, er verða skipreika á ströndum okkar, munum halda áfram að veita enskum sjómönn- um, er verða fyrir slysum, að- hlynningu og læknishjálp i sjúkrahúsum okkar — eins og við gerðum fyrir fáeinum dögum, munum halda áfram aðbjóða alla Englendinga velkomna, sem eru vel upp aldir og kunna mannasiði — jafnvel P.C. sjálfan, svo framarlega sem hann þroskast og hagar sér eins og „séntilmaður", og skrifar greinar, sem byggðar eru á staðreyndum en ekki heimskulegum, stórbokkalegum ruddaskap. Páll Heiðar Jónsson, Reykjavik. Harry og Charlie. A frummálinu „The Staircase" Leikstjóri: Stanley Donon Handrit: Carles Dyer, byggð á samnefndu leikriti hans. Kvikmyndari: Christopher Call- is. Tónlist: Dudley Moore Bandarisk, frá 1969. Myndin er i litum og með islenzkum texta. Sýningarstaöur: Nýja bió Fyrir tæpum tvö þúsund árum kenndi Kristur okkur að vera um- burðarlynd hvert við annað og elska hvert annað. E.t.v. hefur ekkert af boðorðum hans verið haldið jafnilla, það sýnir sagan okkur. Hann talaði ekkert um karl og konu, en öldum saman var aðeins ást á Guði og hjónaástir viðurkenndar, allt annað var for- dæmanlegt. í Njálu og Ljós- vetningasögu er sagt frá þvi, er mönnum var brugðið um ergi (kynvillu). Þeirrar svivirðingar var ekki rekið nema með miklum hefndum. Það lýsir viðhorfum manna almennt til þeirra, sem ekki geta notið ástar nema hjá samkynja aðila. Orðið kynvilla kveður sjálft upp dóm, villa er það sem ekki er rétt. Annað orð og betra myndi vera spor i þá átt, að almenningur liti með meiri skilningi á þetta fólk en verið hefur. Mynd Donen er grát- brosleg, þar sem sambúð mann- anna er nánast skopstæling á venjulegu hjónabandi. Tveir miðaldra menn, Harry (Richard Burton) og Charlie (Rex Harrison) hafa búið lengi saman. Þeir vinna báðir á rakarastofu Harrys. Charlie hefur verið kvæntur og eignast dóttur, sem vill koma og heimsækja hann, en hann á yfir höfði sér málsókn vegna ósæmilegrar framkomu i veitingahúsi. Aðall myndarinnar er leikurinn og samtölin. Handrit ið leiftrar af fyndni og nærfærn- um skilningi á erfiðri aðstöðu þeirra. Harry er pislarvotturinn, hann hefur farlama móður sina á heimilinu, þrifur og er bundinn i báða skó eins og undirokuð hús- móðir. Enda talar hann i uppgjaf- arsifrunartón um dagleg störf sin Á heimilinu. Charlie er upp gjafaleikari, sem hefur haldið sinu snotra útliti þrátt fyrir ald- urinn, og notar sér það óspart. Það eru stöðugar erjur og skærur á milli þeirra og orðin fljúga, hvöss, bitur og kaldhæðin og stundum blið. Allt það.sem skap- ast af langri sambúð pg skilningi hvor á öðrum er samt fyrir hendi, og þegar mest liggur við leita þeir hvors annars. Þeir horfa báðir með áfergju á hálfnakinn ungling leika sér i skemmtigarðinum, en missa gjörsamlega áhugann, þegar ung stúlka hoppar hálfnakin fyrir framan þá. Afbrýðisemi Harrys, þegar Charlie horfir með ódulinni girnd á iturvaxinn sjóliða, kemur fram i eitraðri athugasemd, og augljós viðbjóður Harrys á mell unni, sem býr niðri, kemu e.t.v. undanlega fyrir sjónir. Harry og Charlie Harry er viðkvæmari og auð- særður, enda notar Charlie sér það óspart i sambandi við skalla hans, hann skilur ekki eða vill ekki skilja, hve óbærlegt þetta er honum. Harry á sér lika fjar- stæðukenndar óskir um að ein- hvern tima verði hægt að upp- ræta óhamingjusarrtt fólk eins oghann, og fjarstæðukennd ósk hans um;að fólk eins og þeir geti eignazt barn saman, verkar ekki ankannalega, þvi túlkun Burtons er alveg fullkomin. Það vekur enga furðu, þegar litið er til fyrri starfa Donen, að hann hafi hér lagt svo mikia áherzlu á hreyfingar. Hann samdi og stjórnaði dönsum i átta kvik- myndum með Gene Kelly, þekkt- astar hér á landi er liklega „Singin'in the rain" frá 1952 og „Deep in my heart" og „Seven brides for seven brothers" báðar frá 1954. Donen var dansari áður en hann fór að vinna við kvikmyndir. Jafnvel handahreyfingar leikaranna eru samræmdar gervi þeirra, og fötin eru valin af tilfinningu, sem hittir alveg i mark. Innanhúss- skreyting á heimilinu, fagrar stytturaf iturvöxnum unglingum, sýna natni seikstjórans við að samræma sviðsbúnað efninu. Þó að sambiið þeirra sé stormasöm á köflum, geta þeir ekki hvor án annars verið, og lokaatriðið, þar sem Charlie kall ar biðjandi á Harry, án þess að lita við, þvi hann veit, að fylgzt er með honum úr glugganum, er frábær endapunktur á þetta verk, sem setur þessa ást ekki i annan eða þriðja flokk. Það er engin ástæða fyrir „sið- prútt" fólk, sem vill ekki sjá neitt „ljótt", að hræðast að sjá þessa mynd. Hér er ekkert sýnt, sem hneykslað getur, aðeins ungt par, sem makar sig nakið i skemmti- garði meðan félagarnir horfa for- vitnir á, en slikt telst ekki lengur nýlunda og sést aðeins i svip. Donen sýnir okkur aðeins óhamingjusama menn, sem vegna almenningsviðhorfa og löggjafans verða að vera i felum með tilfinningar sinar. Þeir eru auðmýktirog litillækkaðir (Harry hermir listilega eftir nokkrum kvikindislegum athugasemdum) og utangátta við venjulegt fólk. Heilbrigð ást Harrys á börnum • fær ekki að njóta sin vegna þess, að álit fólks á honum skapast af viðhorfum þess til kynvillu (aftur þetta ómögulega orð). Donen hef- ur tekzt að gera listilega grát broslega kvikmynd, sem er frá- bærlega vel leikin af Rex Harri- son og Richard Burton, þeir hafa aldrei leikið betur. P.L. Rex Harrison (Charlie) og Richard Burton (Harry) i mynd Donen „The Staircase" sem hér er kölluð Charlie og Harry

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.