Tíminn - 23.09.1972, Síða 7

Tíminn - 23.09.1972, Síða 7
Laugardagur 2:í. september 197? TÍMINN 7 en leiöinda-fikt af minni háifu. eins og allir snillingar var hann eins ogallir snillingar var hann ekkert nema sjálfsánægjan og tók ekkert tillit til konu sinnar. Aga Khan vildi gera mig að prinsessu, eins og Grace Kelly er, en það átti ekki við mig. Dick Haymes var hundleiðinlegur og fimmti eiginmaður minn, leik- stjórinn James Hill, enn leiðin- legri. Nú ætla ég að gleyma öllu minu fyrra lifi og búa með manninum, sem ég elska. En hver hann er vita fæstir. ¥ Tappi með tölulás Þeir hafa fundið upp margt vitlausara i Ameriku en flösku- tappann, sem sýndur er á myndinni. Er hann þannig útbú- inn, að á honum er lás, sem ekki er hægt að opna nema fyrir þá, sem vita hvernig stilla á tölun- um, sem á honum eru saman. Er tappinn þannig útbúinn að hægt er að setja hann á alla venjulega flöskustúta. Kemur þetta að góðu gagni á t.d. meðalaflöskur, eða flöskur, sem i eru hættuleg efni og börn geta náð til. En mörg slys hafa hlotizt af, er óvitar hafa drukkið eiturefni, eða of stóra skammta úr meðalaflöskum. Þá er náttúrlega hægt að harðlæsa áfengisflöskum með þessum ágæta tappa, svo að óviðkom- andi komist ekki að innihaldinu. Rita Hayworth giftist i 6. sinn Bandariska kvikmyndaleik- konan Rita Hayworth,sem nú er 52 ára gömul, gifti sig nýverið i sjötta sinn, að þessu sinni ein- hverjum óþekktum almúga- manni. En hann er óvenjulegur að þvi leyti, að hann hefur aldrei séð konu sina á hvita tjaldinu eða á sviði. Hvar maðurinn hefur alið manninn er ekki gott að segja. Hann kallar konu sina Marguerite Casino, sem er hennar raunverulega nafn. Ritu Hayworth hefur hann aldrei þekkt og þekkir ekki. Um fyrri eiginmenn sina segir Rita: — Edward Judson, fyrsti maðurinn minn, var ekki annað „Aldreiskál ég armi digrum spenna” Lundúnastúlkan Fran Fullen- wider, 24 ára gömul, er ein eftir- sóttasta fyrirsæta þar i borg, þrátt fyrir óskaplegan likams- vöxt, eða vegna hans. Til þessa hefur þótt sjálfsagt að fyrir- sætur væru mjóar og penar, en Fran er búin að slá þær allar út og fyllir út i auglýsingar i blöð- um og er einnig mikið notuð i sjónvarpsauglýsingar. í kjölfar auglýsinganna ber- ast henni tilboð frá kvikmynda- félögum og leikhúsum. Nú er Fran að leika i nýjum söngleik og fer þar með hlutyerk for- stöðukonu gleðihúss og eru myndirnar einmitt úr söng- leiknum. ¥ Leiklist Flosi Ólafsson var spurður hvert væri óskahlutverk hans. — Búinn að fá það. — Ha????? ¥ — Böðulinn i íslands- klukkunni. Hann var alltaf drepinn fjórar minútur yfir átta. ¥ Erfitt að neita Rússar hafa farið fram á við Bandarikjamenn, að fá keypta búninga fyrir geimfara. Viður- kenna þeir, að amerisku geim- fötin, sem framleidd eru fyrir tunglfara og geimgöngumenn, séu miklu betri en þau, sem þeir búa til sjálfir. Bandarikjastjórn og NASA eiga erfitt með að neita að selja keppinautum sinum þennan varning, eftir þá samninga sem þjóðirnar hafa gert með sér um samvinnu i geimrannsóknum. ¥ I)ýrt nei Bandariskt útgáfufyrirtæki hefur boðið Henry Kissinger, sérstökum ráðgjafa og sendi- manni Nixons, 230 milljónir króna fyrir endurminningar hans. Kissinger sagði nei, takk. Hann kvaðst ekki skrifa eða láta gefa út neitt um sig, svo lengi sem hann er i Hvita húsinu. DENNI n/PAAAI Al ICI Ég sé alls ckki neinn hlægilegan l/KIVInLnUvl hund, sérð þú það Jói?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.