Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 8
a TÍMINN Laugardagur 23. september 1972 Einar Ágústsson, utanríkisráðherra: „Vona að samskipti íslands og Frakklands eigi enn eftir að eflast” Utanríkisráftherra Krakklands meft islenzkum ráðherrum. Lengst til vinstri situr Magnús Torfi ólafsson, þá ólafur Jóhannesson, Maurice Schumann og Kinar Ágústsson. Hór ler á eftir ræða, sem Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, hélt i kvöldboði, sem haldið vari s.l. miðvikudagskvöld hr. Maurice Schumann, utanrikis- ráðherra Frakklands, til heiðurs. Ég leyfi mér að bjóða yður öll velkomin hér i kvöld og það er mér sérstök ánægja að bjóða vel- kominn utanrikisráðherra Frakklands, hr. Maurice Schu- mann, og fylgdarlið hans. Þetta er i fyrsta sinn.sem utanrikisráð- herra Frakklands kemur i opin- bera heimsókn til lands vors. Hr. utanrikisráðherra, Með íslendingum og Frökkum hefir frá fornu fari verið góð vin- átta, og hefir þar aldrei borið skugga á. Samskipti landa okkar hófust fyrir nær eitt þúsund árum. t hinum l'ornu islenzku bókmenntum segir frá fjölmörg- um íslendingum sem heimsóttu Frakkland. Meðal þeirra var hinn þekkti islenzki Ira'ðimaður Sæm- undur Siglusson hinn fróði, er stundaði nám i Frakklandi fyrir um !)()() árum, að þvi er talið er við skólann, sem tengdur var Notre Dame kirkjunni i Faris. llm þennan lærdómsmann sköpuðust þjóðsögur eltir hans dag, um gál'ur hans og lærdóm. Skólameistarinn i Svarta skóla var sjálfur myrkrahöfðinginn og hefði þess vegna siðar getað átt sér bústáð hér á islandi i iðrum Heklu, samkvæmt kenningum lærdómsmanna á miðöldum. Meðal þess, sem Sæmundur lærði hjá Frökkum, var að láta kölska vinna lyrir sig hin óliklegustu verk. Alkunn er sagan af þvi, hvernig Sæmundur kom til ts- lands að námi loknu, en þá gerði hann samning við kölska um að flytja sig þangað og mætti hann eiga sig að launum, ef honum ta'kist að koma sér á land án þess að hann vöknaði. Kölski brá sér i selsliki og synti hraðsundi til is- lands með Sæmund á bakinu. Á leiðinni var Sa'mundur stöðugt að lesa i Saltaranum og er skammt var til lands laust hann kölska i höfuðið með bókinni. Slika kveðju þoldi hann ekki, heldur sökk, en Sæmundur synti i land. Þessi saga og aðrar áþekkar urðu mjög til að auka álit manna hér á landi á vizku og gáfum Frakka, þvi augljóst er, að þeir. sem gátu kennt íslendingi þvilikar listir vissu lengra nefi sinu. lmnnig hafa samskipti Frakka og tslend- inga skapað eina dæmið, sem ég þekki um sögnina af I)r. Fást, þar sem vizkan og þekkingin sigra hið illa. t>að er þvi ekki að ástæðu- lausu að stytta af Sæmundi á selnum er staðsett fyrir framan Háskóla íslands sem tákn þekkingarinnar. Allt frá timum Sæmundar hafa margir tslendingar á öllum öld- um sótt Frakkland heim, sumir til náms aðrir til starfa. tslenzkar bókmenntir segja okkur einnig frá mörgum Frökk- um sem fyrr á öldum hafa komið til íslands, en einkum siðustu 100—-200 árin, i kynnisferðir og til visindarannsókna. Vel kunnur var visindaleiðangur Gaimards og félaga hans, er hingað komu 1835 og 1836 og gáfu siðan út stórt ritverk i 9 bindum,sem frægt varð viða um lönd. t þeirri för var Marmier, er samdi bókmennta- sögu tslands og gaf út i Frakk- landi. En löngu fyrir þann tima höfðu franskir visindamenn tekið að sinna islenzkum fræðum. m.a. Mazarin ráðherra á 17. öld, er safnaði islenzkum bókum. og reyndi að fá hið islenzka skáld Stefán Ólafsson til að gerast forn- fræðingur i Paris. A siðustu 150 árum hafa fræbi- menn i Frakklandi þýtt á frönsku mikið af hinum fornu islenzku bókmenntum, íslendingasögur. Konungasögur, mikið úr ritum Snorra Sturlusonar, úr báðum Eddunum, mörgum Fornaldar- sögum og samið fræðilegar rit- gerðir um islenzkar lornbók- menntir. Einnig hefir nokkuð af nýjum islenzkum bókmenntum verið þýtt á frönsku. Margir franskir lerðamenn hafa ritað um tsland ferðabækur með lýsingum á landi og þjóð. Og nokkrir Frakkar haia samið skáldsögur og leikrit um islenzk efni eða um lif franskra sjómanna við strendur íslands, eins og Victor Hugo og Pierre Loti. að ógleymdum .lules Verne, sem færði islendinga mun na'r um- heiminum á 19. öld með þvi að láta söguhetju sina fara niður um Snæfellsjökul á ferð sinni um iður jarðar og koma aftur upp 'um Stromboli á italiu. l>egar frönsku sjómennirnir voru sem flestir við tsland byggðu Frakkar spitala á nokkr- um stöðum hér á landi, og eign- uðust hér aðrar byggingar. Siðan þá heitir ein gata i Reykjavik Frakkastigur. Og önnur gata i Reykjavik heitir itarónstigur, — el'tir Iranska baróninum (Gouldrée) RoilleaU/Sem settist að á tslandi 1898. En sagan geymir einnig daprar hiiðar. Hér eru leiði margra franskra sjómanna, sem farizt hafa við hina grýttu strönd lands- ins. Og enginn sem kominn var til vits og ára á íslandi árið 1936 gleymir nokkurn tima hinum hryggilega atburði, er hinn heimskunni visindamaður, dr. Charcot, fórst við tsland með skipi sinu ..Pourquoi pas’’ ásamt nokkrum tugum annarra hraustra drengja, en aðeins einn komst af. Franska herskipið ..L'Audacieux" sótti likin, og er kisturnar voru bornar á skipsfjöl fylgdu þeim þúsundir tslendinga. öll islenzka þjóðin tók þátt i hinni djúpu sorg Frakklands. Og nóbelskáldið Halldór I,axness hefur brugðið upp snilldarlegri svipmynd af kveðju- athöfninni. mynd sem eigi gleym- ist.þeim er skoðað hafa. tslendingar hafa alltaf litið upp til Frakka sem öndvegis þjóðar i visindum og listum, og hér á landi eins og i öðrum löndum hafa franskarbókmenntirog listir haft sin áhrif. Hér. eins og annars staðar. hefir gætt hinna mörgu andlegu hreyfinga i listum og stjórnmálum. sem borizt hafa frá Frakklandi lil annarra landa og valdið aldahvörfum i lifi og þróun svo margra þjóða. Á siðari árum. eins og fyrr á öldum, hafa margir nafnkunnir tslendingar leitað til Frakklands til lengri og skemmri dvalar, til menntunar og andlegs þroska. Við höfum reynt að tileinka okkur fegurð og hugsjónir franskra snillinga eins og þær birtast i rit. um þeirra, myndlist, högg- myndalist og hljómlist. Til eru þýðingar . . á islenzku á ritum yfir 100 franskra rithöf- unda. Og margir tslendingar i dag sa'kja menntun sina til Frakklands. Herra utanrikisráðherra, Eins og ég sagði i upphafi hefir Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 1972 var haldinn á Höfn i Hornafirði dagana 25.—27. ágúst s.l. Til fundar komu 67 fulltrúar auk 57 gestá. Formaður félagsins, Hákon Guðmundsson, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Jónas Jðnsson stjórnaði fundi. 1 fundarbyrjun ávarpaði Óskar Helgason, oddviti Hafnarhrepps, íundarmenn og bauð þá vel- komna til Hafnar. Formaður félagsins flutti þvi næstávarp, skýrði frá störfum fé- lagsins og horfum i skógrækt. t lok ávarps sins gat hann þess m.a., að hann hefði sett i stjórn félagsins i 15 ár, og gengt for- mannsstöðu i 11 ár, og beiddist undan endurkjöri. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, gaf yfirlit um skógræktar- málin og helztu viðfangsefni, sem framundan væri. t þvi sambandi gat hann þess, að fengizt hefði sérstakur styrkur frá hinu opin- bera til skóggræðslukönnunar, sem þegar væri hafin. Áætlað væri að ljúka könnuninni á næstu tveim árum. Snorri Sigurðsson flutti skýrslu um störf héraðsfélaganna á s.l. ári, en þar kom m.a. fram, að fé- lögin hefðu gróðursett rösklega 360 þúsundir trjáplantna. 1 þvi sambandi gat hann um þátt vinnuskólaunglinga i skóg- græðslustörfum, en hann hefir aukizt mikið að undanförnu. Þá ætið verið vinátta milli þjóða okkar. Það er ánægjuefni að sam- skipti og samvinna landa okkar hafa farið vaxandi á siðari árum, einkum eftir að við tókum upp stjórnmálasamband i lok siðari heimsstyrjaldarinnar. tsland hefir haft sendiráð i Paris frá 1946, og franskt sendiráð hefir frá striðslokum verið á tslandi. Frakkland hefir átt hér á landi marga ágæta íulltrúa, og nú sið- ast hin aðlaðandi frönsku sendi- herrahjón, Benoist. Áður áttu Frakkar á tslandi hina frábær- ustu merkisbera, þar sem voru hinir frönsku sendikennarar við vék hann nokkrum orðum að fjár- öflun félaganna og útgjöldum, auk tillagna um breytingar og samræmingar á lögum Skógrækt- arfélags Islands og sambandsfé- laga þess. Gjaldkeri félagsins, Kristinn Skæringsson, las upp reikninga Skógræktarfélags Islands, en nið- urstöðutölur rekstursreiknings voru kr. 2.801.692.59, en efnahags- reiknings kr. 2.734.628.17. Að kvöldi fyrri fundardags var fulltrúum og gestum boðið til kvöldverðar að Hótel Höfn i boði Hafnarhrepps og Kaupfélags A. Skaftfellinga. Eftir kvöldverð var haldin kvöldvaka með f jölbreyttri dagskrá i Sindrabæ, og sáu heimamenn um efni hennar. Við það tækifæri var þeim Helga Kjartanssyni, Hvammi i Hruna- mannahreppi og Tryggva Sig- tryggssyni, Laugabóli i Reykja- dal, afhent gullmerki félagsins, en fundurinn hafði kjörið þá heið- ursfélaga Skógræktarfélags Is- lands. Laugardaginn 26. ágúst var fundi fram haldið með afgreiðslu tillagna. Að þvi loknu gaf Haukur Ragnarsson fundarmönnum yfir- lit um starf Rannsóknarstöðvar Skógræktar rikisins á Mógilsá og árangur þess. Þá hélt Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, mjög fróðlegt er- indi með myndum um jarðfræði og gróðurfar á Islandi fyrr og nú. Úr stjórn félagsins áttu að Háskóla íslands, allt frá þvi að hinn fyrsti þeirra, André Cour- mont. kom hingað árið 1911. Ég leyfi mér að vona og treysta þvi, að samskipti íslands og Frakklands eigi enn eftir að auk- ast og eflast á ölium sviðum, og munu tslendingar i þvi efni leggja það af mörkum, sem þeir megna. Ég óska allra heilla utanrikis- ráðherra Frakklands, hr. Maurice Schumann, og fylgdar- liði hans, — og bið yður öll að drekka með mér skál fyrir heill og hamingju Frakklands og hinnar frönsku þjóðar. ganga þeir Jónas Jónsson og Há- kon Guðmundsson. I stjórn voru kosnir Jónas Jónsson og dr. Bjarni Helgason og i varastjórn frú Hulda Vatýsdóttir og Andrés Kristjánsson. Fundarslit fóru fram við kvöld- verðarboð á Hótel Höfn, og við það tækifæri var fráfarandi for- manni þökkuð frábær störf i þágu félagsins. Á sunnudaginn fóru svo fulltrú- ar og gestir i ferðalag vestur i ör- æfi. M.a. voru eftirfarandi tillögur samþykktar á fundinum: 1. I framhaldi af formannafundi skógræktarfél. 25.-26. febrúar i ár, vill aðalfundurinn skora á héraðsfélögin að gera nú þegar áætlanir um störf sin nokkur ár fram i timann, en þó einkum að vinna að gróðursetningu hér- aðsskóga eftir timaáætlun. 2. Fundurinn skorar á þá aðila, sem sýsla með opinberar eignir eða félagseignir að vinna að þvi, að frágangur lóða og um- hverfi eignanna lendi ekki i undandrætti að lokinni mann- virkjagerð. 3. Fundurinn vekur athygli á þvi, að með sivaxandi ferðamanna- straumi og umferð uni landið skapist margháttuð vandamál á fegurstu og fjölsóttustu stöð- um landsins. Vandamál þessi snerta bæði almenna umgengni f'ramhald á bls. 19 Gróðurvernd er einn mikilvægasti þáttur umhverfismála hér á landi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.