Tíminn - 23.09.1972, Page 9

Tíminn - 23.09.1972, Page 9
Laugardagur 2:j. september 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn iíéiíi- Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson ;:;i;i;:;i;i Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).'!;;;i;:;! !;;;!;!;!;!; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislason. Ritstjórnarskrif-;:;:;::;: stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306.;:;:;:;:;: Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-;;;;!;;;!; ;;;;;;:!;!;; ingasimi 19523. Aörar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald!;!;!;!;!; !;!;!;!;!;!;! 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-í::;:;:;:; takið. Blaðaprent h.f. Öðruvísi mér áður brá Nú eru blöð Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins farin að bera launþega fyrir brjósti. Þetta eru umskipti frá þeim tima, er Jóhann Hafsteinog Gylfi Þ. Gislason sátu i rikisstjórn. Siðasta kjörtimabilið, sem þeir voru við völd, var gengi krónunnar fellt tvivegis og þar mjög verulega i bæði skiptin. Það var ekki farið dult með, að þetta væri gert sökum þess, að laun- þegar fengu of stóran hlut af þjóðarkökunni og þvi yrði að skerða hann og færa meira yfir til atvinnurekenda. Þeir Jóhann og Gylfi létu ekki við þetta sitja. Á þessu kjörtimabili voru háð mestu verkföll i íslandssögunni og Island varð á þeim tima, samkvæmt skýrslum alþjóðlegu vinnumála- skrifstofunnar, mesta verkfallsland i heimi. Þessi verkföll ráku rætur til þess,að Jóhann og GýTfi studdu atvinnurekendur i þvi að neita launþegum um bætur vegna þeirra kjara- skerðinga, sem hlutust af gengisfellingunum. Einhverjir kunna að spyrja, hvort þeir Jó- hann og Gylfi hafi þá ekki bætt kjaraskerðing- una hjá launþegum með hagstæðari skatta- álögum. ó nei, þvi var ekki að heilsa. Þvert á móti létu þeir Jóhann og Gylfi skattstigana og frádrættina hætta að fylgja skattvisitölunni og hækkuðu skattana þannig mjög riflega. Slik var afstaða Jóhanns og Gylfa til laun- þega meðan þeir fóru með stjórn i landinu. Óhætt er að segja, að Mbl. og Alþýðublaðið fylgdu þeim fast að málum. En þetta breyttist skyndilega, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hrökkluðust úr rikisstjórn. Þegar verið var að semja um kaupgjaldsmálin á siðastliðnu hausti, birtu Morgunblaðið og Alþýðublaðið greinar um það dag eftir dag, að nú væri góð- æri i landinu og þvi bæri að hækka kaupið stór- lega. Þegar kaupsamningunum var lokið, létu bæði Morgunblaðið og Alþýðublaðið á sér skilja, að launþegar hefðu ekki fengið það sem þeim bar. Allir stjórnarandstöðuþingmennirn- ir greiddu atkvæði með vinnutimastyttingunni, þótt það mál hefði áður fengið litlar undirtektir hjá Jóhanni og Gylfa. Nú er hins vegar komið dálitið annað hljóð i strokkinn. Morgunblaðið og Alþýðublaðið hamra nú daglega á þvi, að atvinnuvegirnir séu að farast sökum þess, að rikisstjórnin hafi látið kaupið hækka of mikið i fyrra. En jafn- framt þykjast þessi blöð hafa óskaplega um- hyggju fyrir launþegum. Um það geta þeir launþegar, sem minnast gengisfellinganna og verkfallanna á siðasta kjörtimabili, vel sagt: öðruvisi mér áður brá. Og þeir munu dæma Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn meira af verkum þeirra i rikisstjórn, en áróðri þeirra i stjórnarandstöðunni. — Þessvegna munu skrif Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins nú hafa mesta þýðingu sökum þess, að þau rifja upp hver var afstaða Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins til launþega, þegar þeir fóru með völd. Af þvi hafa þeir verið og verða dæmdir. Leroy Aarons, Washington Post: Verður Corona dæmdur morðingi aldarinnar? Réttarhöldin í Solano County vekja heimsathygli Juan Corona 1 SOLANO County i Banda- rikjunum eru að hefjast réttarhöld yfir manni þeim, sem ákærður er um mestu og hryllilegustu fjöldamorð, sem dæmi þekkjast um þar i landi. Málið hófst fyrir sextán mán- uðum með þeim hætti, að 9 lik fundust grafin i ferskjuekru við Fjaðraá. skammt frá smá- borginni Yuba City i Kali- forniu. Næstu tiu daga voru æ fleiri lik grafin úr jörðu og höfðu þau ýmist verið stungin eða höggvin. Þegar likin voru orð- in 25 að tölu tók lögreglan fast- an 28 ára gamlan mann að nafni Juan Vallejo Corona, en hann rak vinnumiðlunarskrif- stofu og útvegaði menn til starfa á ferskju- og vinekrun- um i Sacramentodal. Likin voru af hvitum mönn- um, miðaldra. Margir þeirra höfðu verið drykkjusjúklingar og flestir flækingar, sem reik- uðu milli vinveitingastof - anna i Yuba City og biðu þess að fá igripavinnu við land- búnaðarstörf meðan á upp- skeru stæði. CORONA var talinn áreiðaniegur maður, sem hvorki reykti né drakk, og geðjaðist flestum vel að hon- um. Hann hafði búið i Yuba City i mörg ár ásamt konu sinni og fjórum börnum. Erfitt var að leiða eðlileg rök að þvi, að hann væri sekur, en ýmsar kenningar voru á ferðinni og likurnar hlóðust upp. Blaða- og sjónvarpsmenn flykktust til Yuba City éins og hralnar að hrossskrokk. Þeir sendu þaðan rosalegar sögur, þar sem getsökunum var hrúgað saman. Gerð var hús- leit bæði heima hjá Corona og i skrifstofu hans. i leitirnar komu meðal annars sveðja með 18 þumlunga löngu blaði, handöxi, kjötöxi, slátrara- hniTur. tvieggja öxi og viðar- kylfa sem sýndist geta verið með blóðblettum. Blaðið San Francisco Cronicle sagði lög- reglumenn leita að „einu eða tveimur sláturhúsum”. Blóðblettir fundust i sendi- ferðabil Corona. 1 einni gröf- inni fundust tvær kvittanir, gefnar út á nafn Corona. Blöðin fluttu einnig fregn um „dauðaskrá”, sem fundizt hefði og væri sennilega með rithönd Corona, en þar væru skráð nöfn sumra fórnardýr- anna. BLAÐAMENN leituðu með iogandi 1 jósi að eölilegri ástæðu fyrir morðunum og var meðal annars talað um rán i þvi sambandi. Liðið er nálega hálft annað ár frá þvi að Juan Corona var handtekinn, en siðan hefir hann ýmist setið i íangelsi eða dvalið á fanga- sjúkrahúsi, þar sem honum hefir tvivegis verið komið fyr- ir vegna hjartasjúkdóms. Og nú eru réttarhöldin loksins að hefjast, en skipt hefir verið um varnarþing einu sinni. Málið virtist liggja ljóst fyr- ir i upphafi, en nú er ákærandi talinn eiga erfitt verk fyrir höndum. Hann verður að byggja sókn sina einungis á likum, og eru flestar ótraust- ar. P’lest það, sem þótti i fyrstu sanna sekt sakborn- ings, hefir reynzt haldlitið þegar til kom. Ákærandi verð- ur að styðjast við frumrann- sókn, sem farið hefir illa úr hendi. Má i þvi sambandi minna á rangnefnd lik og ómerkta fingurgóma, sem skornir voru af likum til þess að athuga fingraförin. ERFITT er að gera sér ljósa grein fyrir aðstöðu ákæranda, enda gera reglur um frásagnir af málsrannsóknum i Banda rikjunum eríitt lyrir i þvi efni. Ákærandinn virðist verða að leggja málið fyrir á þann hátt, sem rakið er i stórum dráttum hér á eftir, og mun hann að iikindum leiða um 250 vitni máli sinu til stuðnings. Sveðjan, sem fannst, var mæld visindalega og miðuð við höfuðsárin á einu iikanna, en mælingaraðferðin er talin jafn áreiðanleg og fingraför. Mælingin var neikvæð. i fór- um Corona fannst sjálívirk Browning-byssa með 9 milli metra hlaupvidd, ásam t nokkru af skotum. Eitt foVnar- dýrið hafði verið skotið til bana með niu millimetra kúlu. Kúlan hefði þvi getað verið úr byssu Corona, en einnig úr byssum af ýmsum öðrum gerðum, sem hafa sömu hlaupvidd. Kúlan var orðin of illa farin til þess að unnt væri að bera hana saman við hlaupið. Onnur vopn, sem fundust hjá Corona, eru ekki talin koma til greina sem morð- vopn, nema tveir hnifar. Þeir voru báðir með blóðblettum og sagt er, að stærð þeirra og lög- un sé slik, að unnt hefði verið að beita þeim. BLOÐBLETTIR fundust á aftari höggvara sendibils Cor- ona. Blóð þetta var þó af fjór- um algengustu blóðflokkun- um, en blóð fórnardýranna margra var svo spillt, að blóð- flokkakönnun varð ekki komiö viö. Tvenn fingraför fundust á bilnum. Það voru þó hvorki fingraför Corona né eins fórnardýranna. Hvergi hefir fundizt nokk uð, sem svaraði til „slátur- hússins” sem blöðin sögðu lögregluna vera að leita að. Ákærandi virðist þvi ekki geta bent á, hvar morðin hafi vérið framin. Aðalvitni ákæranda var kona ein. Hún bar fyrir kvið- dómi, að hún hefði farið með Corona i sendibil hans út á ekrurnar. Hún hafði setið i framsætinu og heyrt fyrir- gang til hans afturi. Siðan sagðist hún hafa heyrt dynk, en ekki séð, hvað fram fór. Ákærandi viðurkenndi siðar að konan hefði breytt þessum framburði sinum. Nú segðist hún hafa verið i bil með bróður Juan Corona. Ákærandi viður- kenndi einnig, að konan væri undir umsjá geðlæknis. Hún verður ekki leidd sem vitni i málinu. Ekki er vitað, að nein vitni geti sýnt fram á beint sam- band Corona við neinn hinna myrtu manna. SAGT er, að ákærandi hafi ekki I hyggju að gera ráð fyrir neinni af þeim ástæðum til morðanna, sem upphafiega var talað um. Ein lregn herm- ir, að hann ætli að halda fram, að Corona sé kynvilltur og hafi drepið mennina i bræði þegar þeir vildu ekki láta að vilja hans. Mikilvægustu gögn ákær- anda eru kvittanir, sem mat- vöruverzlun gaf Corona, og lundust i einni gröfinni, svo og skráin, sem hefir að geyma nöfn fórnardýranna. Þessi gögn eru þó mjög dregin i efa. Áka-randi mun halda fram, að Corona hafi ritað nöfnin eigin hendi, og dagsetningarnar, sem skráðar eru við nöfnin, komi nokkurn veginn heim við ætluð dánardægur hinna myrtu. Rithandarsérfræðing- ur bar við undirbúningsyfir- heyrzlu, að á skránni, sem horin hefði verið saman við takmarkað sýnishorn af rit- hönd Corona, væri rithönd tveggja eða þriggja einstaklinga. KVITTANIRNAR blandast i deilu um merkingu lika. Verj- andi heldur fram, að likið, sem hvildi i gröfinni, þar sem kvittanirnar fundust, hali ver- ið látið löngu fyrirþá dagsetn- ingu, sem á kvittununum standi. Hinn opinberi ákær- andi hafi svo útvegað sér yngra lik, sem gat svarað til dagsetninganna á kvittunun- um. Ákærandi mun halda fram, að þarna hafi einfald- lega verið um mistök i merk- ingu að ræða. Þrir aðilar hafi merkt lik hver með sinum hætti, eða fulltrúar lögreglu- stjóra, starfsmenn likhússins og likskoðunarmaðurinn. Þessar sundurleitu merkingar hafi valdið mistökunum, en ekki hitt, að skipt hafi verið um lik. RÖNG auökenning er sýni- lega eitt af þvi, sem gerir sum gögn málsins nálega einskis vírði. Ekki bætir úr skák, að lögreglustjóri ákvað að láta heldur skera fingurgóma af óþekktum fórnardýrum en að flytja likin á burt úr likhúsinu áður en likskoðun fór fram. Þess eru að minnsta kosti sex dæmi, að hinir afskornu fingurgómar voru aldrei auð- kenndir almennilega. itrekuð tilraun var gerð til að komast siðar að raun um, af hvaða liki hvaða fingurgómar væru með þvi að beita útilokunaraðferð- inni. Margt af ringulreiðinni á Framhald á bls. 19 ■ ■ ■■■ ■■ ■ Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.