Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. september 1972 TÍMINN :dupmaður í 25. inn- ferð'mni fil Islands í Sviþjóð er Thord Stille kallað- ur skapari islenzka lambsskinns- ins. Honum var ungum komið i sútunarlæri i Tranás Skinnbe- rederi þar sem mikið var unnið af sauðfjárskinnum. Thord fékk mikinn áhuga á gæruskinni, sem ekki krafðist minni þekkihgar vinnslufólksins en hin eðlari loð- skinn, — og gaf auk þess mikla möguleika og var tiltölulega ódýrt. Hann vann að rannsóknum á þvi, hvaða sauðfjárkyn væri hentugast til loðfeldaframleiðslu. Komizt var að þeirri niðurstöðu, að féð i Norður-Svíþjóð, einkum Gotlandi, hentaði bezt,staðreynd, sem nú þykir sjálfsögð, en var það ekki þá um 1942. Doris stofnaði loðfeldasauma- stofu 1945 og þau hjónin höfðu áhuga á að kaupa gotlenzkar gær- ur. Þau fóru til Gotlands og leit- uðu fyrir sér, en Gotar höfðu hug á að koma upp loðkápufram- leiðslu i sinum heimahögum. Thord og Doris vildu ekki flytjast frá Tranás, en buðust til að að- stoða Gotlendinga við að koma fyrirtækinu af stað gegn þvi að fá sjálf gærur frá þeim. Þessi sam- vinna gekk verr en til stóð. Það varð til þess að Thord minntist þess, að hann hafði unnið islenzk- ar gærur fyrir nokkrum árum. Voru ekki gráu islenzku gærurnar einmittt það sem hann vantaði? Og 1948 fór Thord Stille i sina fyrstu ferð, klæddur herraloð- kápu svona rétt til að kynna Is- lendingum framleiðsluvóru Tranásbæjar. Einmittþetta sama ár hafði kona hans fyrst sænskra feldskera vogað að búa til herra- loðkápu með loðnu hlið skinnsins út. Þannig var upphafið að loð- vöruframleiðslu úr islenzku lambsskinni i Sviþjóð. Siðan hef- ur Thord Stille verzlað við okkur og einnig gefið góðar leiðbeining- ar um sútun og vinnslu islenzkra gæra hér heima. Hann hefur komið hér einum 40 sinnum og frú hans, Doris, 7-8 sinnum. „Sútunarverksmiðja Iðunnar á Akureyri er mjög nýtizkuleg og mokkakápurnar, sem þar eru framleiddar, fyrsta flokks vara. íslenzka gæruskinnið er bezta hráefni, sem til er i mokkaflikur. Ég eyddi miklu fé og fyrirhöfn i að sanna gæði islenzku gærunnar tilmokkaframleiðsluallt frá 1950- '51. En ég var á undan timanum eins og fyrri daginn, þvi það var ekki fyrr en 1966 að mokkaskinns- flikur komust i tizku. Fyrirtæki þeirra hjóna fram- leiðir ekki mokkaflikur heldur einungis loökápur. Siðustu tvö ár hefur dregið úr sölu á loðkápum, en Thord vonast eftir betri tim- um. „Tizkan og mildir vetur hafa dregið úr áhuga fólks á loðkáp- um", segir hann, „og svo hefur litasjónvarp tekið við af loðkáp- unni sem stöðutákn. Sú fjölskylda er ekki til i Sviþjóð, sem ekki á minnst eitt sjónvarpsviðtæki, flestir eiga tvö." Doris og Thord Stille eru þó enn sem fyrr aðdá- endur loðfelda. Loðkápa er reyndar nú orðin stöðutákn, sem allur almenningur getur veitt sér. Fyrirtæki Dorisar framleiðir loð- kápur við hæfi fólks á öllum aldri og fjárhags hvers og eins. Thord biður mig ljúka greininni með ummælum hans um Is- lendinga: „Þeir eru gestrisnir, heiðarlegir, glaðlyndir og góðir > félagar. Allirkostir Norðurlanda- búa sameinast i Islendingum, og þeir hafa varðveitt þá. Ef ein- hverjir gætu sameinað Norður- landabúa i eina þjóð, væru það Is- lendingar. Ég ann islenzku þjóðinni, og hefði ég ekki átt f jölskyldu þegar ég kom hingað fyrst, hefði ég set- zt að á Islandi. En hvað um það, hér á ég góða vini og ég kem hing- að árlega, það verður að nægja." SJ Svipuð þessari var loðkápan, sem Thord Stitle klæddist, þegar hann kom' hingað lyrst 1948. lánsson og Thord Stille rannsaka gæði Islenzkrar gæru. Doris feldskurðarmeistari og Thord Stille skinnasérfræðingur i fyrirtæki sínu Stilles I Tranas, Smálöndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.