Tíminn - 23.09.1972, Síða 11

Tíminn - 23.09.1972, Síða 11
10 TÍMINN Laugardagur 23. september 1972 I.augardagur 23. september 1972 TÍMINN U i \ oskulia u^arnir i (jufuncsi cru mcftal ætisstöAva Svartbaksins. Eyðing svartbaks Þcssi hefíli |)örf fyrir gervilimasmift. Svartbakurinn þykir hinn versti vargur i varplöndum. Þess vegna er hann mörgum þyrnir i auga, og er ýmsum ráðum beitt til þess að eyða honum. Töluvert hefur verið gert að þvi að eitra fyrir hann og steypa undan honum. Hann er réttdræpur árið um kring, og skotglaðir byssumenn hafa sér til dundurs að stytta honum aldur að gamni sin. Kostnaðinn við það grin fá þeir svo greiddan hjá yfir- völdunum, þvi fyrir andaðan svartbak fást nokkrar krónur i verðlaun. Eru til ákvæði um það i lögum, að greiddar skuli 25 krón- ur fyrir hvern deyddan fugl, og bregða veiðimenn sér i hálfgert hausaveiðaragervi þvi greiðslan fer fram við afhendingu hægra vængs fórnardýrsins. Viðkom- andi sýslusjóði er skylt að reiða fram féð, og eins munu vera nokkur brögð að þvi að hrepps- félög sjái um greiðslurnar. Reykjavik er mikið gósenland fyrir svartbakinn, enda er hann hræfugl öðrum þræði og kann vel við sig á öskuhaugum og við frá- rennsli fiskiðjuvera. Tjarnar- hólmínn er honum kærkominn neðan á varptima stendur og langt fram eftir sumri, svo lengi sem ungar andanna eru viðráð- anleg bráð. Honum er og ljúft aö biða við ós Elliöaánna á vorin, þegar laxaseiða ef þar von. Fiskiðjuver og öskuhaugar eru viðar um land en á höfuðborgar- svæðinu, og hefur svartbakurinn þvi hreiðrað um sig alls staðar, þar sem slik fyrirtæki eru rekin. Ef svo meinlega vill til, að æðar- varp er i grendinni við fyrrnefnd kjörsvæði svartbaksins, gefur auga leiðyað ásókn hans i þau fer langt fram úr þvi, sem náttúru- legt getur talizt. Varpið hættir að vera meðal lifsnauðsynja hans og tekur á sig mynd munaðarvöru, sem heldur en ekki er amalegt að veita sér á vorin. Eigendur varp- landanna lita þessar majorka- ferðir svartbaksins hornauga, sem vonlegt er, og láta einskis ófreistað að slikur túrismi verði aflagður. Ýmsum aðferðum er beitt i þvi skyni, og verður nú drepið á þær, sem tiðkast á höfuð- borgarvæðinu. Allmargir Reykvikingar eiga sér þá hugsjón velvplga að eyða svartbak, og komast færri að til þeirrar iðju en vilja, þvi óheimilt er að i'ara með vopnum innanbæj- ar. Hins vegar geta menn sótt um leyfi til þess arna til borgarráðs, og eru þau veitt til eins árs i senn. Aðferðirnar, sem aðallega er beitt, eru tvenns konar. Onnur, það er að segja drápið, fer fram með tvenns konar meðulum, not- uð eru skotvopn og gefin eru svefnlyf. Það skal skýrt tekið fram.að svefnlyfið, sem notað er til svæfingar svartbaknum, er ekki talið vanabindandi, svo að fugl sem sofnar og vaknar til Tffs ins aftur utan seilingar veiöi- manna, verður ekki dóbisti. Skot- vopnin eru sennilega haglabyss- ur, þvi rifflar eru vandmeðfarnir i þéttbýli vegna langdrægni, enda vilja veiðimenn siður hengja kóng fyrir prest. Hin aðferðin, sem ekki felst i þvi að deyða fuglinn, er sú, sem sjá má til stangveiöi- manna á vorin inn við Elliaár, en þeir fæla fuglinn brott með öllum tiltækum ráðum. 1 þvi skyni má til að mynda baða út öllum öngum og hrópa hæðilega að hinum óboðna gesti, en dugi það ekki til, er árangursrikt að skjóta að hon- um viðvörunarskoti, eins og gert er við aðra landhelgisbrjóta og veiðiþjófa. I neyð má svo beita föstum skotum, en þau flokkast undir drápsaðferðina. Skylt er að geta þess, að ekki má setja svefnlyfið, sem fyrr er getið, i annað en egg, sem eru eins og menn vita uppáháídsmát ur svartbaksins. F'áir fuglar aðrir leggja sér þá fæðu til munns, nema ef vera skyldu hrafnar og menn. 1 þvi sambandi er notalegt að vita til þess að lyfið er ekki vanabindandi. Flogið upp frá dögurði á öskuhaugum og stefnan tekin á æð- arvarpiö. Skinnakaupmaður í 25. inn- kaupaferðinni til Islands Fyrr i þessum mánuði var Thord Stille, skinnakaupmaður frá Tranás í Sviþjóð, hér á landi i 25. innkaupaferð sinni. Allt frá þvi árið 1948 hefur hann keypt a 11- argráargærur, sem fást á islandi hvert haust, og hann og kona hans, Doris, feldskurðarmeistari, hafa lagt drjúgan skerf að mörk- um til að geta islenzku lambs- skinni gott orð sem hráefni til loð- feldaframleiðsiu. Að þessu sinni kaupir Thord Stille af okkur 50-60 þúsundgráargærur og eins mikið af hvitum og fáanlegar eru, en það verður varla meira en 50-60 þúsund gærur. Fyrir nokkrum ár- um keypti hann 200-300 þúsund hvitar gærur árlega, en nú hefur framleiðsla okkar sjálfra aukizt, og því er framboðið minna. „Ég býst við að það sé einstakt i heim- inum, að i öll þessi ár hafa engir skriflegir samningar verið gerðir miili min og Sambands íslenzkra samvinnufélaga um þessi við- skipti — þau hafa verið staðfest með handsali, og það hefur dugað vel. Við Helgi Pétursson, sein ég átti fyrst skipti við, fundum, að við-gátum treyst hvor öðrum, og siðan hefur þessi siður haldizt milli okkar Agnars Tryggvason- ar,” sagði Thord Stille i viðtali við Timann. Thord og Doris Stille eru bæði gamalgrónir ibúar i Tranás i Smálöndum Sviþjóðar, en sá bær er kunnur fyrir loðkápu- og skinnavöruframleiðslu sina. „Þaðan koma t.d. 70% af öllum kvenloðkápum, sem framleiddar eru i landinu. Við búum til loð- kápur úr hvers kyns skinnum, allt frá safala- og minkaskinnum nið- ur i islenzkt lambsskinn eða kattaskinn frá Siberiu,” segir Thord Stille. Loðfeldaframleið- endur i Tranás hafa með sér sam- tök, sem áttu 25 ára afmæli nú i sumar. Og loðkápuframleiðslan er nú 50-80.000 flikur á ári, þar af eru um 4.000 „íslandspelsar”. 1 Sviþjóð er Thord Stille kallað- ur skapari islenzka lambsskinns- ins. Honum var ungum komið i sútunarlæri i Tranás Skinnbe- rederi þar sem mikið var unnið af sauðfjárskinnum. Thord fékk mikinn áhuga á gæruskinni, sem ekki krafðist minni þekkingar vinnslufólksins en hin eðlari loð- skinn, — og gaf auk þess mikla möguleika og var tiltölulega ódýrt. Hann vann að rannsóknum á þvi, hvaða sauðfjárkyn væri hentugast til loðfeldaframleiðslu. Komizt var að þeirri niðurstööu, að féð i Norður-Sviþjóð, einkum Gotlandi, hentaði bezt,staðreynd, sem nú þykir sjálfsögð, en var það ekki þá um 1942. Doris stofnaði loðfeldasauma- stofu 1945 og þau hjónin höfðu áhuga á að kaupa gotlenzkar gær- ur. Þau fóru til Gotlands og leit- uðu fyrir sér, en Gotar höfðu hug á að koma upp loðkápufram- leiðslu i sinum heimahögum. Thord og Doris vildu ekki flytjast frá Tranás, en buðust til að að- stoöa Gotlendinga við að koma fyrirtækinu af stað gegn þvi að fá sjálf gærur frá þeim. Þessi sam- vinna gekk verr en til stóð. Það varð til þess að Thord minntist þess, að hann hafði unnið islenzk- ar gærur fyrir nokkrum árum. Voru ekki gráu islenzku gærurnar einmittt það sem hann vantaði? Og 1948 fór Thord Stille i sina fyrstu ferð, klæddur herraloð- kápu svona rétt til að kynna Is- lendingum framleiðsluvöru Tranásbæjar. Einmitt þetta sama ár hafði kona hans fyrst sænskra feldskera vogað að búa til herra- loðkápu með loðnu hlið skinnsins út. Þannig var upphafið að loð- vöruframleiðslu úr islenzku lambsskinni i Sviþjóð. Siðan hef- ur Thord Stille verzlað við okkur og einnig gefið góðar leiðbeining- ar um sútun og vinnslu islenzkra gæra hér heima. Hann hefur komið hér einum 40 sinnum og frú hans, Doris, 7-8 sinnum. „Sútunarverksmiðja Iðunnar á Akureyri er mjög nýtizkuleg og mokkakápurnar, sem þar eru framleiddar, fyrsta flokks vara. tslenzka gæruskinnið er bezta hráefni, sem til er i mokkaflikur. Ég eyddi miklu fé og fyrirhöfn i að sanna gæði islenzku gærunnar til mokkaframleiðslu allt frá 1950- ’51. En ég var á undan timanum eins og fyrri daginn, þvi það var ekki fyrr en 1966 að mokkaskinns- flikur komust i tizku. Fyrirtæki þeirra hjóna fram- leiðir ekki mokkaflikur heldur einungis loðkápur. Siöustu tvö ár hefur dregið úr sölu á loðkápum, en Thord vonast eftir betri tim- um. „Tizkan og mildir vetur hafa dregið úr áhuga fólks á loðkáp- um”, segir hann, ,,og svo hefur litasjónvarp tekið við af loðkáp- unni sem stöðutákn. Sú fjölskylda er ekki til i Sviþjóð, sem ekki á minnst eitt sjónvarpsviðtæki, flestir eiga tvö.” Doris og Thord Stille eru þó enn sem fyrr aðdá- endur loðfelda. Loðkápa er reyndar nú orðin stöðutákn, sem allur almenningur getur veitt sér. Fyrirtæki Dorisar framleiðir loð- kápur við hæfi fólks á öllum aldri og fjárhags hvers og eins. Thord biður mig ljúka greininni með ummælum hans um ts- lendinga: „Þeir eru gestrisnir, heiðarlegir, glaðlyndir og góðir félagar. Allir kostir Norðurlanda- búa sameinast i tslendingum, og þeir hafa varðveitt þá. Ef ein- hverjir gætu sameinað Norður- landabúa i eina þjóð, væru það Is- lendingar. Ég ann islenzku þjóðinni, og hefði ég ekki átt fjölskyldu þegar ég kom hingað fyrst, hefði ég set- zt að á tslandi. En hvað um það, hér á ég góða vini og ég kem hing- að árlega, það verður að nægja.” SJ Oddur Kristjánsson og Thord Stille rannsaka gæði islenzkrar gæru. Svipuð þessari var ioðkápan, sem Thord Stille klæddist, þegar hann kom" hingað lyrst 1948.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.