Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Laugardagur 23. september 1972 litla græna vagninn okkar. Móðan hafði aftur setzt á rúðuna. Ég strauk hana af til þes að vita vissu mina. Aðrar bifreiðir gátu verið likar vagn- inum okkar. En enginn gat borið sama tölumerki, og ekki gat Harrý Collins setið við stýrið i öðrum bfl. Hann snaraðist út úr vagninum í þessari andrá og stikaði löngum skrefum til Hönnu. Hatturinn slútti fram á ennið, en ég sá niðurandlitið greinilega og kannaðist mætavel við hreyfingarnar, þegar hann henti frá sér hálfreyktri sigarettu. Hann var kominn til hennar, og lestin tekin að hreyfast. Ég þrýsti andlitinu upp að kaldri rúðunni og sá hann lúta niður og taka farangur hennar. Og svo hurfu þau mér sýnum. TUTTUGASTI OG KIMMTI KAPÍTULl Loks var ég komin heim og inn i herbergi mitt. Ég kom ekki við hjá lækninum eins ogéghafði ætlaðaðgera. Mér fannst ég ekki geta dregið andann eftir að lestin rann Ut af brautarstöðinni i Elfarskógi. Þegar til Blairsborgar kom, safnaði ég dóti minu saman i leiðslu og veifaði til leigubifreiðarstjóra. Ég þjáðistekki — kenndi einskis sársauka. En rif- in þrengdu að brjósti minu eins og brynja væri strengd utan um mig. ,,Ég vil ekki trúa þvi", endurtók ég hvað eftir annað. „Það var ekki Hanna sem sat i vagninum. Það var ekki Harrý sem beið i grænu bif- reiðinni i Elfarskógi". En ég vissi samt, hvað ég hafði séð. Ég gat ekki blekkt sjálfa mig. Ég áræddi að lokum niður aftur. Farangurinn var enn i anddyrinu, þar sem ég hafði skilið við hann. Manga vildi sjá mér fyrir mat, en ég sagði henni að ég hefði matazt i lestinni. ,,Hvar er Hanna?" spurði ég og leitaðist við að vera eins hirðuleysis- leg og mér var unnt. ,,Er hún ekki komin heim ennþá? " ,,Ekki svo ég viti. Frænka þin segirað hún komi kannski i kvöld eða þá á morgun. Hún veit ekki hvort heldur verður, og við bjuggumst ekki við þér svona fljótt". Hún mun hafa sagt eitthvað meira, en ég vissi ekki, hvað það var, þvi að ég sneri mér við. Táta var komin á vettvang og nuddaði sér upp við mig og rak kalt trýnið i höndina á mér. Ég klóraði henni bak við annað eyrað, en vissi þó varla, hvað ég var aðgera. Svo tók ég regnkápu mina og regnhlif og gekk út. Hún fylgdi mér eftir. Það var krapaveður og ég lagði leið mina niður akbrautina að gamla hesthúsinu. Það var heimskulegt ai' mér að fara þangað, en ég vildi sannfærast um það, að . vagninn væri þar ekki. Jói gamli Kellý var þar að amstra kringum garðverkfæri sin og blómker. Hann reyndi að rétta dálitið úr bognu baki sinu þegar hann varð min var. Ég gekk inn til hans og staðnæmdist hjá honum um stund og horfði á hann velja þurra lauka sem hann ætlaði til útsæðis, úr geymslukassa. Hendur hans voru hnýttar og kræklóttar. Hann var með pipuna uppi i sér, og megn reykjarþefur var af honum. Þeim þef gleymi ég aldrei meðan ég minnist þessa dags og þeirrar baráttu sem ég háði þá. Gamli maðurinn tautaði eitthvað fyrir munni sér, en ég gerði mér ekki þaö ómak að reyna að lesa orðin af vörum hans. ,,Jói", sagði ég loks og hallaði mér upp að vinnubekknum og reyndi að harka af mér. „Hvar er litli vagninn?" „Harrý sótti hann snemma i morgun. Ég fékk honum lyklana sjálf- ur". „Harrý?" endurtók eg til þess að vera viss um að ég hefði ekki mis- skiliðhann. „Hvað ætlarhann aðgera við vagninn?" „Hann nefndi það ekki ungfrú, og ég spurði ekki heldur að þvi. Kannske hefði ég átt að gera það, dettur mér i hug, þegar þú spyrð um þetta. En hann hefur alltaf haft irjáls afnot af öllu, sem hann hefur kært sig um hér". „Já", svaraði ég, nist af ósegjanlegum kuldahrolli, „hann hefur haft það". Ég skundaði að stiganum, en þegar ég seildist upp i bitann eftir lykl- inum, lagði Jói gamli höndina á öxlina á mér. Ég leit við. Hann horfði á mig angistarlegu augnaráði. „Emilia", sagði hann. „Þú mátt ekki láta þér mislika spurningar minar, en herbergin þarna uppi — ég er alltaf að hugsa um þau i seinni tið. Ekki kemur þú þar oft?" „Ég hef ekki komið þar nema einu sinni siðan þú fluttir þaðan", svaraði ég. „Það eru — biðum við — um það bil tvær vikur siðan. Þvi spyrðu að þvi?" Andlit hans varð enn hrukkóttara en áður. Ég hafði ekki tekið eftir svona mörgum og djúpum hrukkum þar fyrr, en ég hafði raunar ekki virt hann vendilega fyrir mér langa lengi, kannske aldrei horft á hann eins og ég horfði á hann nú. „Já", sagði hann loks, „ég hef ekki minnzt á það við aðra, en ég þyk- isthafa orðiðþess var, að það séeitthvað um að vera þarna uppi — eitt- hvaðsé þar á seiði. Seg þú mér satt Emilia: Ég er hræddur um að það se hann Jói. Ef ég vissi að hann væri hér að undirbúa einhver skemmd- arverk meðþessu illþýði,sem hann leggur lag sitt við. ..." Hann sagði eitthvað meira, en mér var ofraun að fylgjast með orðum hans. En ég hafði samt skilið nóg. Við stóðum þarna tvö i gamla hest- húsinu og kinokuðum okkur við að orða það sem þjakaði okkur. „Ég trúi þvi ekki, að Jói hafi stigið fæti sinum hér inn", svaraði ég. „Hann er allt of heiðarlegur til þess að nota það, sem honum er óheim- ilt. Grunaðu Jóa ekki um það. Hann mundi hvorki vilja gera þér né okk- ur það til skapraunar". Jóa gamla létti heldur við þetta svar, eins og það hefði bægt grunin- um dálitið frá honum. Hann sló óskuna úr pipu sinni við stoð og horfði á mig taka lykilinn. „Ég vona, að satt sé", sagði hann. „Ég ætla að reyna að hugga mig víð þá von. En einhver hlýtur að ganga þarna um, og hver hefði fundið lykilinn nema Jói?" „Ég ætla að geyma þennan". Ég lét lykilinn i vasa minn. „Það er annar þarna á naglanum. Þú skalt geyma hann og ekki hafa orð á þessu við neinn fyrst um sinn. Okkur verður báðum hugrórra, ef við geym- um lyklana sjálf, og sennilega er grunur okkar rangur. Okkur getur hafa skjátlazt". Ég kvaddi hann og fór út i rigninguna. 1 vasa minum lá kaldur og þungur lykillinn. En i sál minni var þó ennþá meiri kuldi og ennþá meiriþungi. Ég arkaði yfir torgiðog reyndi að hrista af mér drungann, og krapið slettist upp á skóna mina. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um, að einhver sérstök ástæða lægi til þess að Harry hefði sótt Hönnu i Elfarskóg — einhver ofureinföld skýring, sem ég hlakkaði til að heyra. Merek Vance var i lækningastofu sinni. Hann flýtti sér á móti mér undir eins og ég opnaði hliðið, og áður en ég hafði áttað mig, hafði hann ýtt mér niður i gamla leðurstólinn. Þar stóð hann yfir mér. Hann var rjóðari i andliti en ég minntist að hafa séð hann áður og hann horfði i- hugandi á mig,er hann hóf máls. „Ég hef beðið eftir þér", sagði hann og benti á símskeytið sem lá á 1214 Lárétt 1) Gamalmennis. — 6) Fljót. 7) Hiki, — 9 Jarm. — 10) Hárlausir blettir. — lDBók- stafur. - 12) Kall. — 13) Kindina. — 15) Aukinn. — Lóðrétt 1) Fiskur — 2) 501. — 3) Æskumann.— 4) Ónefndur. — 5) Hvessir. — 8) Halli. — 9) Formaður. — 13) Utan. — 14) Anno Oomini. — Káðning á gátu no. 1213. Lárétt 1) Attanna. — 6 Fum. — 7) Ár. -9)La.— 10) Tunglið. — 11) TT. - 12) MI.— 13) Ani. — 15) Nálgist. — Lóðrétt 1) Aráttan — 2) TF. — 3) Auðgeng. — 4) NM. — 5 Ataðist. —8) Rut. —9) Lim.— 13) Al. — 14) II. — NokkraÞeirra \^Ég læt þig færð þú með þér.... vclja þá! Laugardagur 23. september 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 «og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl 7.45. Moigunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna: Ingibjörg Þorbergs les ..Nýju fötin keisarans" eftir H. C. Andersen i þýð- ingu Steingrims Thorsteins- sonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt liig milli liða. Laugardagslögin kl. 10.25 Stanz kl. 11.00: Árni Eymundsson og Fétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynninar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.15 i hljómskálagaröi. a. Vronsky og Babin leika verk fyrir tvö pianó eftir Bizet og Lutoslawski. b. Robert Shaw syngur lögúr óperunni „Porgy og Bess' eftir Ger- shwin. c. Úrvarpshljóm- sveitin i Berlin leikur ball- etttónlist eftir Ponchielli og Tsjaikovský; Ferenc Fricsay stj. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Steingrimsson og Andrea Jónsdóttir kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Létt lög. 17.30 Kcrðabókarlestur: „Grænlandsför 1897" cftir Helga Pjeturss. Baldur Pálmason les (2). 18.00 Kréttir á cnsku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Ulla Sjöblom syngur frönsk lög og visur eftir Lars For- sell. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Hcykjavikurpistill. Páll Heiðar Jónsson flytur. 20.00 Hljómplötusafn. Þorsteins Hannessonar. 20.45 Smásaga: „Drápið" cft- ir .lohn Steinbcck. Anna Maria Þörisdóttir þýddi. 21.20 Gömlu dansarnir: Andrew Walter og félagar og Fagerstad dragspels- klub leika. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 23. september 18.00 Ksnka knattspyrnan. 18.50 lllé 20.00 Kréttir 20.20 Vcður og auglýsingar 20.25 Skýjum ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. 20.50 Kuglabyggð i Krakkl. Mynd frá varplöndum á ós- hólmum Rhone-árinnar i Frakklandi þar sem ýmsar tegundir vaðfugla og sund- fugla eiga sér friðland. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 21.20 Kinleikur á harmoniku ítalski harmónikuleikarinn Salvatore di. Gesualdo 21.40 Gcsturinn (L'invitée) Frönsk biómynd. Leikstjóri Vittorio de Séta. Aðalhlut- verk Joanna Shimkus. Michel Piccoli og Clotilde Joanno. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Maður nokkur kemur heim úr ferðalagi og með honum ung brezk stúlka. sem hyggur á írónskunám. Kona hans þykist skilja. að milli þeirra sé eitthvað meira en venju- legur kunningsskapur. og ákveður að flytja að heim- an. án þess þó að vita. hvað hún á að taka til bragðs. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.