Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 23, september 1972 TÍMINN 15 Þankabrot frá OL í Munchen II. UNDRAMAÐURINN JOHN AKII-BUA Þriðji keppnisdagur frjáls- iþróttanna i Miinchen var hinn eftirminnilegasti, en hafi einhver einn iþróttamaður átt þarstærstan hlut að máli, var það Ugandamaðurinn John Akii-Bua. Sannkallaður undramaður á hlaupabraut- inni. Það var vigalegur hópur hlaupara, sem hljop til úrslita i 400 m. grindahlaupinu laugardaginn 2. september. Fyrst skal telja upp sjálfan heimsmethafann David Hemery frá Bretlandi, Bandarikjamanninn Ralph Mann, sem náð hafði lang- bezta tima ársins, landi hans James Seymour, og siðast en ekki sizt Ugandamaðurinn John Akii-Bua, sem ýmsir álitu að gæti komið á óvart. Hlaupið hófstaf miklum krafti og stemmningin á leikvang- inum var geysi mikil. Hemery fór geyst af stað og náði fljót- lega forystu. Tækni hans yfir grindunum er sérstök, hann virðist litið eða ekkert hafa fyrir þessu. Siðari beygjan hófst og enn er Bretinn i farar- broddi, en greinilegt er, að þreyta er farin að segja til sin. Ralph Mann nálgast hann óð- fluga — en hvað gerist nú? Akii-Bua geysist fram eins og hann sé að hefja hlaupið og hvorki Hemery né Mann eiga svar við þessum mikla enda- 15;,'. .... %■ ' ■ ' ■ : ■ «3 jí VVolfgang Nordwig spretti. Fagnaðarlætin eru óskapleg, hér urðu óvænt úr slit að margra áliti, en mest á óvart kom þó timinn 47,82 sek. hið ótrúlega heimsmet Hemerys frá OL i Mexikó var fallið. Þetta var meira en taugar þessa rennilega hlaup- ara þoldu, hann hoppar i hringi og híeypur heiðurshring um völlinn, áhorfendur tóku þátt i gleði hlauparans og fögnuðu honum mjög. Það eru ekki mörg ár siðan þessi timi 47,8 sek þótt ágætur i 400 m. hlaupi án grinda og i dag hleypur aðeins einn íslend- ingur á betri tima i 400 m. hlaupi og enginn Dani. Ralph Mann tókst að komast fram úr Hemery á marklinunni og tryggja sér silfrið, en heims- methafinn fyrrverandi hlaut bronsið. Timar þeirra voru 48,51 og 48,52 sek. Nýi heims- methafinn er fæddur 5. des- ember 1948 i Kampala, hann er 188 sm á hæð og vegur 75 kiló. Bezti timi Akii-Bua fyrir úrslitahlaupið i Miinchen var 49,0 sek. réttar. Þegar frá er talið þetta stór- kostlega hlaup Akii-Bua má fullyrða, að 2-september hafi verið dagur Austur-Þjóðverja. Keppt var um fern gullverð- laun þennan dag og þeir hlutu tvenn þeirra, i stangar- stökki og 1000 m hlaupi kvenna. Mikið forspil var leikið i stangarstökkinu áður en keppnin hófst i Miinchen. Það var þjarkað heilmikið um ein- hverja forláta stöng, sem Bob Seagren og Sviinn Kjell Isaks- son höfðu notað um sumarið og bætt heimsmetið með. Urslit þeirrar baráttu urðu, að bannað var að nota áður nefnda stöng og það setti vissulega sinn svip á keppn- ina. Kjell Isaksson, sem að visu var meiddur komstekkii úrslitakeppnina og Bob Seagren virtist fremur óöruggur. Stangarstökkið er vanda- söm og erfið grein sérstak- lega varð hún það með til- komu trefjastangarinnar. Þegar liða tók á keppnina i Miinchen var augljóst, að baráttan myndi standa milli austur-þýzka keppnismanns- ins Wolfgang Nordwig og h e i m s m e t h a f a n s Bob Seagren. Nordwig er mikill keppnismaður eins og áður sagði og það sýndi hann enn einu sinni i keppninni i Múnchen. Báðir kapparnir fóru yfir 5,40 en það er samá hæð og olympiumetið frá Mexikó, sem þeir áttu, hlut i. Hækkað var i 5,50 m. og það lá einhvernveginn i loftinu aö Nordwig væri sá sterkari. Seagren var eitthvað miður sin, hann felldi allgróflega og það fór i skapið á honum Nordwig tók sér góðan tima og lagði sig allan fram, enda flaug hann fallega yfir rána Ilavid Wottle og gullið var hans. Nordwig var ánægður og ekki að ástæðulausu, hann hefur hlotið Evrópumeistaratitil og sigur i Evrópubikarkeppni og nú bætti hann hinum eftirsóknar- verða olympiumeistaratitli i safnið. Þriöji i keppninni var Bandarikjamaðurinn Jan Johnson, sem stökk 5,35 m. Spretthlauparakóngur OL i Munchen var Valeri Borzow, en spretthlauparadrottningin hét Renate Stecher og er frá Austur-Þýzkalandi. Hún haföi nánast yfirburði i 100 m. hlaupinu. Timi hennar 11,07 sek. er frábær og nokkrir karl- mennirnir fengu lakari tima. Astralska stúlkan Raelene Boyle varð önnur á 11,23 og Silvia Chivas Kúbu varð þriðja á 11,24. sek. Furðufuglinn Dave Wottle frá USA. Maðurinn með húfuna. Hvað sem um er sagt er eitt vist, Wottle er mikill hlaupari, þó að taktik hans sé stundum vafasöm. Hann heldur sig ávallt aftast i upp- hafi, en i úrslitahlaupi 800 m hlaupsins þótti sumum nóg um og litlu munaði, að það kostað hann gullið, hve rólegur hann var. Þegar aðeins voru um 200 m eftir af hlaupinu var Wottle enn með þeim öftustu og flestir hafa áreiðanlega veriö á þeirri skoðun, að hann hefði litla möguleika á sigri. En Wottle var á öðru máli, hann setti i fjórða gir og hljóp utan á keppinautum sinum i beygjunni, og ranna fram úr þeim. Litlar likur virtust samt á þvi, að hann næði Rússanum Arshanow og Kenyamann- inum Boit, en þeir voru fremstir er siðasti beini kaílinn hófst. Wottle dró þó á þá jafnt og þétt 20 m frá marki voru þeir alveg að þrotum komnir — skyldi hann hafa það, jú siðustu metrana var Rússinn algjörlega búinn og Wottle varð nokkrum senti- metrum á undan. Arshanow kastaði sér fram og féll, en það dugði ekki. Wottle og Arshanow hlutu báðir sama tima 1:45,9., en Boit fékk timann 1:46,0. Eftir hlaupið lét Wottle hafa það eftir sér, að það væri alveg sama hve vit- laust hann hlypi sigurinn væri alltaf hans. Nokkrum dögum siðar kom annað i ljós, en við vikjum að þvi siðar. Orn Eiðsson. í SLATU RTÍÐIN NI HÚSMÆÐUR ATHUGIÐ Höfum ávaUrfyrirliggjandi hvitar vaxbornar öskjur með áföstu loki. Öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistum á sláturafurðum og kjöti, þær eru af ýmsum stærðum: 1/2 kg. 1 kg. 2 1/2 kg. og 5 kg. Komið á afgreiðsluna, gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR Kleppsveg 33. Auglýsið í Tímanum Reykjavíkurmót í frjálsfþróttum háð um helgina Meistaramót Reykjavikur i frjálsum iþróttum fer fram um helgina og hefst kl. 4 i dag á Laugardalsvellinum. Mótið held- ur áfram á morgun á sama tima. Mót þetta er stigakeppni milli Reykjavikurfélaganna um titilinn „Bezta frjálsiþróttafélag Reykja- vikur”. t fyrra sigraði Armann i þess- ari keppni og er búizt við mjög harðri baráttu að þessu sinni. Úrslit í 4. flokki í dag Úrslitaleikur i tslandsmóti 4. aldursflokks i knattspyrnu milli Breiðabliks og Vals fer fram á Melavellinum i dag að loknum leik Fram og Vals i 1. deild. Tekst Fram að ná 23 stigum? i dag. laugardag, verður háður siðasti leikur 1. deildarkeppninn- ar i knattspyrnu i ár. ()g aldrei þess vant, skipta úrslit hans engu máli um endanlega stöðu i mótinu þvi að Fram er búið að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn fyrir löngu. Hins vegar hafa Framar- ar. sem leika gegn Val i dag, full- an hug á að vinna leikinn og hljóta þar með 23 stig i keppninni, eða iirnm stigum fleira en næsta félag íyrir neðan, sem er IBV. Hvort þeim tekst það, skal engu spáð, en alla vega ætti leikurinn að geta orðið hinn skemmtilegasti. Leikurinn verður háður á Mela- vellinum og hefst kl. 14. Strax á eftir fer fram verðlaunaafhend- ing. KSÍ - KRR íslandsmót Melavöllur 1 dag kl. 14 — kl. 2 leika Fram - Valur Lokaleikur íslandsmótsins Verðlaunaafhending. Knattspyrnudeild Fram. Id

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.