Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.09.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. september 1972 TÍMINN 19 Haraldur Kröyer vara- forseti allsherjarþ. SÞ Miðvikudaginn 20. september fór fram kjör varaforseta 27. alls- herjarþings Sameinuöu þjóð- anna. Var fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, Haraldur Kröyer sendiherra, kjörinn einn af vafáforsetum þingsins. Útförin Framhald af bls. 1. Gróðurvernd Framhald af bls. 8. og heilbrigðis- og hreinlætis- hætti. Staðir þessir eru margir undir verndarvæng skógrækt- arinnar og skógræktarfélaga. Það verður að vera skýlaus krafa,að þessir aðilar þurfi ekki að bera af þessu kostnað og að ferðamannaþjónustan eða rikið kosti þvi til sem þarf til að skapa nauðsynlega þjónustu og halda slikum stöðum við á menningarlegan hátt. 4. Fundurinn fagnar auknum á- huga á gróðurverndar- og land- græðslumálum og skiin- ingi á þvi,að þetta sé einn mik- ilvægasti þáttur umhverfis- mála i landi okkar. Áþreifan- legur vottur þess skilnings er setning landnytja- og land- græðslunefndar þeirrar, er skipuð var á s.l. ári. Fundurinn bendir á, að skógræktaráætlun sú, sem unnið er að á vegum Skógræktarfélags Islands og Skógræktar rikisins er mikils- . verður hlekkur I gerð heildará- ætlunar og treystir þvi, að sam- vinna takist milli þeirra aðila, sem að þessu vinna og skóg- rækt fái eðlilegan sess i heildar landgræðsluáætlun. 5. Fundurinn telur brýnt að efla og stórauka leiðbeininga og ráðunautaþjónustu i skóg- og trjárækt meðal almennings jafnt og bæjum sem sveitum og beinir þvi til stjórnar félagsins að taka þessi mál til gagn- gerðrar ihugunar. Fundurinn telur orðið nauðsynlegt, að fé- lagið ráði eigin ráðunaut til umsjónar i þessum málum. Þá beinir fundurinn þvi til Búnaðarfélags Islands að auka leiðbeiningastörf i garð- og trjarækt i sveitum landsins, og telur samstarf heppilegt milli félaganna um þessi iriál. 6. Fundurinn beinir þeim tilmæl- um til allra umráðamanna kjarr- og skóglendis að friða þau eftir föngum, þvi að viða finnast birkirætur og fræplönt- ur i jörðu, sem ekki komast upp vegna of mikillar beitar og traðks. Corona Framhald af bls. 9. rætur að rekja til óvandaðrar skráningar. Héraðsákærandi varð að ráða glæpamálasér- fræðing til þess að kanna þau rúmlega 150 gögn, sem safnað hafði verið. Undirbúningur réttarhaldanna hefir þegar kostað 200 þúsund dali að þvi að talið er. Af þeim sökum hefir Sutter-hérað, þar sem varnarþing málsins átti upp- haflega að vera, neyðzt til að hækka fasteignagjöid að mun. ÁKÆRANDINN á við veru- lega erfiðleika að etja, en Richard Hawk verjandi er bjartsýnn. Hann bendir þó á, að nokkur efi hrekkur ekki til i máli, sem búið er að ræða svona mikið opinberlega áður en til réttarhalda kemur. Juan Corona verður að hreinsa sig af ákærunni og ég verð að sanna, að hann sé heilbrigður andlega". Verjandi heldur fram sak- leysi Juans Corona, en sú spurning, sem gerir honum erfiðast fyrir, er vitanlega, hver hafi framið morðin ef Corona hafi ekki gert það. Hawk hefir gefið i skyn að hann kunni að benda á Nativi- dad hálfbróður Juans. Hann fluttist á burt eftir að dómur gerði honum að greiða 250 þúsund dali i útlitsspjöll, sem hann vann á ö'ðrum manni i ill- deilum i sambandi við kyn- villu. fram til siðustu stundar. Þetta er versið: Verk min, Drottinn, þóknist þér, þau láttu allvel takast mér, ávaxtasöm sé iðjan min yfir mér hvili blessun þin. Aðeins þeir nánustu Að lokinn ræðu biskups söng dómkórinn sálminn „Hvað bindur vorn hug" og siðan lék Ragnar Björnsson á orgelið „Jesus bleibet meine freude" eftir J.S. Bach, og þar á eftir söng dómkórinn 1. og 10. vers úr sálminum ,,Allt eins og blómstriðeina" eftir Hallgrim Pétursson. Þá kastaði biskup rekunum, og siðan söng dóm- dórinn aftur tvö vers úr „Allt eins og blómstrið eina". Að lokum iék Ragnar Björnsson sorgargöngulagið eftir Hándel. Meðan sorgargöngulagið var leikið, var kistan borin úr kirkju og út á götu, þar sem Lúðrasveit Reykjavikur lék þjóðsönginn. Þeir sem báru kistuna úr kirkju voru ráð- herrarnir Ólafur Jóhannes- son, Hannibal Valdimarsson, Einar Ágústsson og Magnús Kjartansson, og auk þeirra Logi Einarsson, Eysteinn Jónsson, Jóhann Hafstein og Gylfi Þ. Gislason Siðan ók likfylgdin af stað, og fóru fyrir henni fjórir lög- regluþjónar á bifhjólum. Ekið var um Skólabrú og Lækar- götu, og siðar sem leið lá að Fossvogskapellu. Þar báru félagar úr Frimúrareglunni kistuna inn I kór og þeir Sigurður Isólfsson og Þor valdur Steingrimsson léku tvö sorgarlög. Viðstaddir þessa stuttu látlausu athöfn voru aðeins nánust vinir og ættingjar herra Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi for- seta Islands. 28 Blómakransar Meðan á allri athöfninni stóð var kistan sveipuð islenzka fánanum og við hlið hennar i krikjunni var komið fyrir blómum og krönsum, sem borizt höfðu frá þjóðarleið- togum og félagasamtókum. 1 allt voru kransarnir 28 talsins, og var hinzta kveðja til hins fyrrverandi forseta rituð á borða þeirra, en kransarnir komu frá eftirtöldum aðilum: Forseta Islands, Rikisstjórn íslands, Alþingi Islands, Hæstarétti Islands Norrænu- félögum á Islandi, Dan mörku og Sviþjóð, Olafi Noregskonungi, Margréti Danadrottningu Kekkonen Finnlandsforseta, Heine- mann, forseta sambandslýð- veldisins Vestur-Þýzkalands, Rikisstjórn Sviþjóðar, Rikis- stjórn Danmerkur, banda- riska sendiráðinu i Reykjavik, Frimúrarareglu íslands, Fri- múrareglu Noregs, Fri- múrarareglu Danmerkur, Frimúrarareglunni á Akur- eyri, Reykjavikurborg, Sjálf- stæðisflokknum, Iþróttasam- bandi Islands, Slysavarna- félagi lslands, Eimskipafélagi Islands, Sambandi isienzkra bafnakennara, Braathens fjölskyldunni i Noregi, Sigvald M. Krag konsúl i Alaborg og Juuranto aðalræðismanni íslands i Finnlandi. 0RUGGUR AKSTUR á Austfjörðum Um siðustu helgi voru haldnir aðalfundir Klúbbanna ORUGGUR AKSTUR á 3 stöðum á Austurlandi. Á þessum fundum voru m.a^ afhent um 80 viður- kenningar- og verðlaunamerki Samvinnutrygginga 1971 fyrir 5, 10 og 20 ára öruggan akstur. Að venju voru umferðarmálin heima fyrir eitt helzta umræðu efni fundarmanna., og kom ber- lega fram, að stjórnir klíibbanna höfðu haft margháttuð afskipti af þeim, enda þar um einn megintil- gang samtakanna að ræða. Gestur fundanna "og aðalmál flytjandi var Pétur Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, en Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi sat einnig þessa fundi, tók til máls og sýndi ameriska um- ferðarslysamynd, sem vakt at- hygli. Að vanda voru allir boðnir vel- komnir á fundina, en fundarsókn var minni en ella vegna ein- stærðar veðurbliðu fundar- dagana. Alls staðar voru bornar fram kaffiveitingar i boði klúbbanna. Stjórnir allra klúbbanna 3ja voru endurkjörnar. Eru formenn þeirra þessir menn. Á FASKRÚÐSFIRÐI Jóhann Antoniusson útgerðarmaður. I NESKAUPSTAÐ Gunnar Daviðsson bifreiðarstjóri. A EGILSSTÖÐUM Marinó Sigurbjörnsson verzlunarstjóri á Reyðarfirði. Skar á víra Framhald af bls. 1. búniraðhifa virahnifinn um borð, þegar gripið var til hans aftur. Þá höfðu varðskipsmenn verið á siglinu i kring um togarann Wyre Captain, sem var að veiðum á sömu slóðum. Hlýðnaðist skip- stjórinn á togaranum ekki fyrir- skipunum Óðinsmanna, svo aðför var gerð að togaranum, og heppnaðist hún að nokkru eða tillu leyti eins og Hafsteinn Hafsteins- son fulltrúi hjá Landhelgis- gæzlunni orðaði það i gærkvöldi. Þctta þýðir með öðrum orðum, að annað hvort hefur verið skorið á annan eða báða togvira Wyre Captain FD 228. Meðan á þessum aðgerðum stóð fylgdust bæði Miranda og þýzka hjáíparskipið Fridtjof með að- gcrðum Óðinsmanna, og einnig cinn brezkur togari. Atta til tiu togarar hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga við veiðar, og hafa skipstjórar i cngu sinnt tilmælum Landhelgis-' gæzlunnar um að fara út fyrir 50 milurnar. i gærkvöldi mátti heyra hvar skipsmenn á Miröndu voru að ræðast við um atburðinn og um klukkan tiu var Miranda að sigla upp að Kennedy FD 139 og er ekki óliklegt að skipstjórar hafi ætlað að ræðast við um atburðinn aug- litis til auglitis, en ekki um tal- stöðvar skipanna i alþjóðar áheyrn. — PÓSTSENDUM — þeir kalla sig Rifsberja... Rifsberja á fullri ferð Stp—Reykjavik Hljómsveitin Rifsberja er að fara af stað aftur eftir nokkurt hlé. Hún varð að hætta störfum siðastliðinn vetur, vegna þess að trommuleikara vantaði. Var þá haldið I leit út fyrir landsteinana og fundinn einn, ekki af lakara taginu, I poppveldinu mikla, Bretlandi. Er hér um mjög snjall- an og þekktan náunga að ræða, sem heitir Dave Dufort. Hann hefur m.a. spilað með Crazy World of Arthur Brown, East og Eden, og einnig með mjög fræg- um náunga i Bretlandi, Alex Harvey. Þá hefur hann starfað með þekktum session-köppum eins og Gary Ryde og Strope- mönnum. Hann hefur þvi mikil samböndi Bretlandi, sem geta komið sér vel fyrir hljómsveitina. Hljómsveitin hefur æft af kappi siðan Dave kom, eða tvær til þrjár vikur. I næstu viku er ráð- gert að halda konserta viðsvegar um land, og í vetur hyggjast þeir gefa út L.p.-plötu. Hefur hljóm- plötufyrirtækið Island Record m.a. sýnd þeim áhuga. Hljómsveitina skipa sömu menn og I sl. vetur auk Duforts, eða þeir Tómas Tómasson, bassa, Þórður Arnason, gitar, Jakob Magnússon, orgei og pfanó og Gylfi Kristinsson, söngvari, og svo stórlaxinn Dave Dufort á trommur. .og þetta er garpurinn Dave I „aksjón". Varphögglar heíífóður Bíandað hænsnakorn DANSKT ÚRVALSFÓÐUR FRÁ FAF Samband isl. samvinnufélaga INNFLUTNINGSÐEILD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.