Tíminn - 24.09.1972, Side 2

Tíminn - 24.09.1972, Side 2
2 TÍMINN Sunnudagur 24. septcmber 1!I72 i Laust starf á teiknistofu Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða starfsmann á teiknistofu. Starfið er við kortavinnu og almenn teiknistörf o.fl. Um framtiðarstarf getur verið að ræða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsi 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 30. september 1972. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR íbúð óskast í mánaðartíma Erlendur visindamaður óskar að taka á leigu litla ibúð ásamt húsgögnum frá 1. til 30. nóbember. Tilboð sendist Raunvisindastofnun Háskólans, Efnafræðistofu Dunhaga 3, Reykjavik. n i i i i i Bt $Olf KAK Blf'SEIHS þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliöa rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsaö rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta I I Tækiiuer SONNAK RÆSIR Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 BlLINN” TX ARMULA 7 - SÍMI 84450 SOKKAK RAFQEYMBB HELLESENS HLAÐIÐ ORKU..... UR OG SKARTGRIPIR KCRNELlUS JONSSON skölavOrðusí in 8 BANKASTRÆTI6 rf-»18'588-18600 1 Árelíus Níelsson: Krístur og kommúnistaríkin .55 BILINN"^ J vetur kom hingað maður, að nafni Richard Wurmbrand, og hélt fyrirlestur eitt skammdegis- kvöld i Frikirkjunni hér i Reykja- vik. Hann hafði verið prestur i mót- mælendasöfnuði i Rúmeniu og jafnframt einnig liðið pyndingar i 14 ára fangelsisvist i sama landi. Margt af þvi, sem maður þessi sagði, var svo ótrúlegt islenzkum eyrum, sem vön eru að heyra lof- söng og lofsyrði sumra af sinum þekktustu mönnum, bæði lista- mönnum og stjórnmálamönnum um sæluna austan járntjalds, að manni gat fundizt, að maðurinn hlyti að fara með svörtustu ósannindi. Annað eins gat naum- ast átt sér stað nú á dögum gagn- vart saklausu fóiki, aðeins vegna trúarskoðana þess, og það i landi, sem hrósar sér af trúfrelsi þegn- anna og telst kristið land i öllum landafræðibókum hins vestræna heims. Og það, sem meira var, þessi maður fullyrti, að slikt ætti sér stað i öllum löndum, þar sem Sovétklika Rússa hefði yfirhönd i stjórnmálum. Og til sanninda- merkis máli sinu sýndi hann örin eftir misþyrmingarnar á likama sinum. Þessi maður hefur skrifað bók, sem komin er út á islenzku i þýð- ingu sr. Magnúsar Runólfssonar. Og sannarlega er hún eftirtekt- arverð og ógleymanleg og sýnir, að full þörf er öllum að litast um innan hins svo nefnda kristna heims og reyna að sjá i gegnum þá blekkingamóðu, sem stjórn- málamenn nútimans þyrla i augu og andlegar sjónir hugsandi fólks, til að fela hina raunverulegu ásýnd heimsins og þeirra, sem enn bera kvalanna kross fyrir trú sina og sannfæringu. Bók þessi, sem ég vil hér með vekja athygli á i þessum kirkju- þætti nefnist Neðanjarðarkirkjan og er gefin út af Ichtys Bókafé- lagi, Akureyri, en prentuð hjá Leiftri i Reykjavik 1971. Hún er ekki einungis spennandi lestur, sem flestum finnst beztu meðmæli bóka, frá upphafi til enda, heldur er hún einnig óp um skilning og hjálp frá kúguðu og sárþjáðu fólki. Mætti helzt likja orðum hennar við lýsingu Matth. Jochumsonar, er hann segir: „Likt og út úr ofni æpi stiknað hjarta”. Og þessi frásögn knýr bókstaf- lega til hugsunar og kallar til samtaka um að koma til hjálpar, afmá þessa viðurstyggð grimmd- ar og kúgunar af vegum mann- kyns á 20. öld. A kápusiðu bókarinnar Neðan- jarðarkirkjan eru þessi orð: ,,A sama tima og sendiherrar erlendra rikja sitja veizlur með valdhöfum Austur-Evrópu, i stór- borgum handan járntjaldsins, eru kristnir menn pyndaðir og heila- þvegnir i fangelsum i nágrenni sendiráðanna. F'agnaðarerindi Krists er talið hættulegt skipulagi kommúnism- ans, þess vegna er talið nauðsyn- legt að þagga niður i hinum kristnu. En þrátt fyrir ofsóknir, pynd- ingar og fangelsanir standa þess- ir kristnu menn stöðugir i trú sinni. Um allt þetta eru fáar frásagnir á Vesturlöndum. Samt kemur fyrir, að hægt er að frelsa, ,,kaupa”, menn úr fangelsum austan járntjalds t.d. i Rúmeniu. Einn þeirra, er þannig var „keyptur” var rúmenski prestur- inn Richard Wurmbrand. Norömenn keyptu hann lausan árið 1964. Þannig er forsaga þessa máls. Markmið Wurmbrands með bókinni og fyrirlestraferðum sin- um er: Að opna augu heimsins fyrir þeirri ömurlegu staðreynd, að kristindómsofsóknir tilheyra ekki löngu iiðnum öldum, eins og við erum vön að hugsa okkur i sól- skini frelsisins hérá Islandi. Slik- ar ofsóknir eru stundaðar á okkar dögum, gegn enn þá fleirum og af enn meiri grimmd en á dögum frumkristninnar i Róm. Grimmdin er svartasti skugginn á mannlegri tilveru, viðbjóðsleg- asta eigind i mannlegri sál. Látum þessa bók verða hvatn- ingu til að útrýma grimmd úr sál- um og samfélagi manna. Gerum það samt ekki með vopnum og að- ferðum grimmdarinnar, heldur með hógværð og sannleiksholl- ustu, drenglund og staðfestu i trú á Drottin Jesúm. Þannig voru vopnin, sem um- komulaust fólk frumkristninnar sigraði með rómverska herveldið forðum, sterkasta vopnavald heimsins á þeirri tið. Sr. Richard Wurmbrand og fylgjendur hans hafa myndað samtök, sem heita á ensku: ,,Jesus to The Communist World”. Kristur til kommúnista- landanna. Þessi samtök gefa út samnefnt fréttabréf, sem kemur út einu sinni i mánuði á ensku og annanhvorn mánuð á Norður- landamálum, norsku, sænsku og dönsku. Þetta bréf geta þeir, sem vilja pantað og fengið ókeypis hjá Ichtys Bókafélagi, Pósthólf 330, Akureyri. Með pöntun skal tiltaka það af þessum tungumálum, sem óskað er helzt. ~^JpiPfpl|pl|r^lfJfnlF3lnIlnJ[rilFI|ra 3 a s | EGYPTALAND 2] býður yður i ógleymanlega. g ferð til Nilar. Þar dveljist L* þér meðal ævafornra forn- minja og hinna E Lf heimsfrægu E ll pýramida. E; Flogið hvern ^ ■g • laugardag. " =g Verð (CAIRO) h- ■g FRA KR. 26.347,- I EevptRir | 3 Unitad ARAB AirlinM g m J<*rnbancgade 5 [3 3 DK 1608 Köbenhavn V, rp g Tlf. (01) 128746. tj- ■jl HafiB samband vlö ferða- I— g skrifstofn E í SLÁTURTÍÐINNI HÚSMÆÐUR ATHUGIÐ Ilöfum ávalt fyrirliggjandi hvitar vaxbornar öskjur méð áföstu loki. öskjurnar eru mjög hentugar til geymslu i frystikistum á sláturafurðum og kjöti, þær eru af ýmsum stærðum: 1/2 kg. 1 kg. 2 1/2 kg. og 5 kg. Komið á afgreiðsluna, gengið inn frá Dalbraut. KASSAGERÐ REYKJAVIKUR Kleppsveg 33. Varpköggtar heílfóður Blanáad hænsnakorn is. DANSKT ÚRVALSFÓÐUR FRÁ FAF

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.