Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN t\ NÖZUM „Fréttlausu fréttirnar! 1 ri Um daginn rakst ég á ef tirfar- andi frétt i Alþýðublaðinu: „Frúnni ofboðið. Eina konan i rikisstjórn Lúxemborgar hefur beðizt lausnar vegna nektarskandala, sem hún er viðriðin, en aðal- hlutverkin i þessu hneykslis- máli leika tveir prestar. Ráðherann, frú Madelaine Frieden-Kinnen, var heilbrigð- is-fjölskyldu- og æskulýðsmála- ráðherra Luxemborgar. —" Svo mörg voru þau orð og þá vitum við það. Eða hvað? „Frúnni ofboðið" segir i fyrir- sögn. Hvaða frú? Þeirri, sém lenti i „nektarskandalanum" eða einhverri annarri frú, en hafi það verið frú Madelaine Friden-Kinnen, sem ofboðið var — hver var þá þá, sem ofbauð henni.. Og hvernig var þessi leikur hinna tveggja klerka i þessari stórkostlegu sögu — voru þeir kaþólskir, mót- mælendur eða hvað? Mér hafði skilizt, að Lúxem- burg væri fjarskalega siðprútt og afturhaldssamt land, þar sem aldrei skeði neitt frétt- næmt, en samkvæmt þessari frétt Alþýðublaðsins, dular full eins og hún að visu er, þá verður maður að taka þessa afstöðu til gagngerðar endurskoðunar. Þess vegna legg ég til,að Al- þýðublaðið kanni þetta nektar- mál miklu betur, og gefi lesend- um sinum kost á þvi að kynnast þessari þjóð nánar. Látum þar með útrætt um nektarlifið i Stórhertogadæminu i Luxemburg, og snúum okkur að öðru atriði, sem einnig vaktí athygli mina i þessu sambandi. Það var nefnilega auðséð, að þessi litla frétt var soðin saman i hinum mesta flýti, likt og blaðamaðurinn, sem þýddi hana eða umbrotsmaðurinn hafi þurft að fylla þennan hluta siðunnar, og það skipti raunar sáralitlu máli, hvaða efni var notað — og ennþá minna máli, hvernig það var framsett. Sú tegund fréttamennsku, sem ég ætla að gera litillega að umræðuefni, er sú, sem kalla mætti — „Fréttalausu frétt- irnar", og slikar fréttir birtast ekki eingöngu i islenzkum blöð- um, heldur einnig erlendum. Hér hjá okkur virðist mér það vera einna helzt Visir, sem hef- ur sérhæft sig i framangreindri fréttamennsku — en hún lýsir sér eitthvað á þessa leið: Um daginn kom hingað ný flugvél, svokölluð TRI-STAR, knúin hinum rómuðu Rolls- Royce-hreyflum. Vélin var i sölu ferð — þ.e.a.s. þeir hjá Lockhead vilja endilega reyna að selja einhverjum aðilum hér heima vélina. Um svipað leyti birtir Visir allstóra frétt á for- siðu — mynd af fallegri Loft- leiðastúlku og hún látin brosa til likans af Tri-Star vélinni. Siðan er rætt um,að Loftleiðir séu að ihuga kaup á slikri vél — og þó — leitað er til ráðamanna Loft- leiða — en þeirra svör voru ein- ungis þau, að slikkaupværu alls ekki á döfinni — með öðrum orð- um engar fréttir af flugvéla- kaupum Loftleiða. Frétt um að ekkert væri að frétta! Keimlikar „fréttum" af þessu tagi, eru viðtöl við fréttaritara blaðanna út á landi, þegar eitt- hvað verður að setja i blaðið, úr þvi að búið er að spandéra i langlinusamtal við manninn. jafnvél þótt ekkert sé fréttnæmt úr héraðinu. Þá birtast æðistór- ar fyrir sagnir eins og „Allt með kyrrum kjörum á ----------" og við nánari lestur kemst maður að þeirri niðurstöðu að óvenju- litið hafi verið um fylliri á þess- um tiltekna stað umrædda helgi. M.ö.o. ekkert að frétta — ekki einu sinni slagsmál og fylli- ri. Nema þá að slikar fréttir beri að skilja þannig, að til tiðinda teljist að „allt sé með kyrrum kjörum á—--------" Slikur fréttaflutningur gerir þó yfirleitt ekkert til — kaup- endur blaðanna verða að visu af innihaldsmiklum fréttum — en þeir eru orðnir svo vanir þvi, að það gerir ekkert til.Það er önnur tegund fréttaflutnings, sem er sýnu verri og ágætt dæmi sást um i Þjóðviljanum um daginn. Þá birtist á forsiðu blaðsins heilmikil frétt um að „Uni- lever" hringurinn hefði forboðið Lofti Bjarnasyni að leigja rikinu hvalveiðibátana sina lil land- helgisgæzlu. Það er ekki að spyrja að þessum andstyggilegu kapitalistum hjá Unilever, hugsaði ég með mér — en við nánari lestur var maður jafn- nær — það var hvergi vitnað til heimilda — þaðan af slður leitað til Lofts Bjarnasonar um sann- leiksgildi fréttarinnar — og vitanlega var ekki haft fyrir þvi að tala við kapitalistana hjá Unilever. 011 „fréttin" var auð- sjáanlega búin til á ritstjórnar- skrifstofum Þjóðviljans — með gömlu og góðu „Sherlock Holm es" aðferðinni ,,-----—sjáöu nú til, Watson minn góður!" Páll Heiðar Jónsson. Hálfnað erverk þá haf ið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Þrátt fyrir alla nútima tækni og gjörbyltingu á sviði búskapar og atvinnulifs yfirleitt, er einn þáttur þjóðlifsins litið breyttur frá þvi, sem áður var. Það eru göngur og réttir. Enn smala menn afrétti gang- andieðaáhestum ogsmalahundarnir sanna tilveruréttsinn, enda dettur ekki nokkrum manni til sveita i hug að útrýma hundum, þótt þeir þyki til óþrifa i þéttbýli. Réttir standa nú sem hæst og var þessi mynd tekin i Hafravatnsrétt fyrir nokkrum dögum. Ef ekki væri klæðnaður fólksins og bilar við réttarvegginn, gæti þessi litla svipmynd úr þjóðlífinu allt eins verið ævagömul; fjárglöggir menn, ibyggnir á svip draga fé úr almenningi i dilka. (Tímamynd Róbert.) l'n.U aQGWUKMKCH Mallorkaferðir Sunnu - Bei'rrt með DC 8 stórþotu, eða ferðir með Luodúnadvöl. Vegna mikilla viðskipta og góðra samtoanda gegnum árin á Mallorca getur aðeiirrs Suona boðið þangað „íslenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og íbúðimar, sem allir er til þekkja, vilja fá. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótelin í Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal, Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa. Sunna hefir nú einkarétt á Islandi fyrir hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados-Antiilllas, Coral Playa, De Mar, Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. - Trianon ibúðirnar í Magaluf og góðar íbúðir í Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólin og góða veðrið. Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og frjálst val um eftirsóttustu hótelin og íbúðimar og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra verði en annars staðar því við notum stærri flugvélar og höfum fleiri farþega. Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins - „Paradís á jörð" sagði tónskáldið Chopin fyrir 150 árum. - Land hins eilifa sumars, draumastaður . þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. - Vinsælasta sólskinsparadis Evrópu. - Mikil náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir, ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands og Italíu, ogtil Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi ogómetanlega þjónustu, skipuleggur ótal skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna íslenzka þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana- lífið, sjórinn og sólskinið'eins og fólk vill hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár eru okkar beztu meðmæli. <§> FERflASKBIFSTOFflH SUHHfl BANKASTRIHI7 SIMAR1640012070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.