Tíminn - 24.09.1972, Síða 8

Tíminn - 24.09.1972, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 24. septembcr 1972 Menn og málofni Landhelgisdeilan getur orðið löng Varílskipiít Ægir stuggar vift brezkum landhelgisbrjót. Vonbrigði Sá, sem þetta ritar, var um nokkurt skeið bjartsýnn á, að bráðabirgðasamkomulag næðist við Breta og Vestur-Þjóðverja um landhelgismálið áður en útfærsla fiskveiðilögsögunnar kæmi til framkvæmda 1. september 1972. Þetta byggðist á ýmsum ástæð- um. Mörgum forustumönnum þessara þjóða virtist ljóst, aö réttarþróunin væri hliðholl tslendingum og myndi innan skamms tima tryggja þeim óum- deilanlega einkarétt, eða mjög viðtækan forgangsrétt, til veiða á lancjgrunninu. Mörgum forustu- mönnum þeirra virtist einnig ljóst, að fiskstofnarnir væru i vaxandi hættu sökum mikillar veiði og yrði þvi að gera ráðstaf- anir til að koma i veg fyrir, að þeir yrðu ofveiddir. Þá tala for- ustumenn Breta og Vestur-Þjóð- verja yfirleitt fjálglega um nauö- syn góðrar samvinnu milli vest- rænna þjóða og þó alveg sérstak- lega milli þeirra þjóða, sem eru aðilar að Atlantshafsbanda- laginu. Af hálfu tslendinga voru samn- ingaviðræður hafnar með góðum fyrirvara, eöa rúmlega eins árs fyrirvara og gafst þannig rúmur timi til ihuga málin vandlega og leita að leiðum til samkomulags. Þrátt fyrir þetta allt, hefur svo farið, að það reyndist órökstudd bjartsýni, að landhelgisdeilan við Breta og Vestur-Þjóðverja leyst- ist áður en til útfærslu fiskveiði- lögsögunnar kæmi. Þvert á móii bendir nú flest til, að deilan geti orðið löng. Þetta veldur ekki aðeins þeim, sem þetta ritar, heldur áreiðanlega öllum íslend- ingum miklum vonbrigðum. Þau vonbrigði munu hins vegar ekki valda þvi, að tslendingar verði ótraustari á verðinum eða haldi lausar á rétti sinum. íslendingar hal'a það eðli, eins og írar frænd- ur þeirra, að þeir frekar harðna en linast við hverja raun. íslendingar geta ekki samið um rányrkju Vafalaust er það sitthvað, sem veldur þvi, að þær vonir hafa brugðizt, að hægt væri aö leysa landhelgisdeiluna áður cn til út- lærslunnar kæmi. Kjórar ástæður virðast þó einna veigamestar. Fyrst má nefna skilningsleysi brezkra og vestur-þýzkra út- gerðarmanna á þvi, aþ þörf sé á liskverndaraðgerðum á.tslands- miðum. Þessir aðilar krefjast þess al' rikisstjórnum sinum, að skip þeirra megi a.m.k. veiöa áfram sama aflamagn á tslands- miðum og þau hafa gert til jafn- aðar undanfarin fimm ár, eða brezk skip 170 þús. smál. og vest- ur-þýzk skip um 120 þús. smál. Þar sem allar ályktanir og spár fiskifræðinga benda til, að ofveiði hafi þegar átt sér stað og afli muni fara minnkandi. myndi þetta annað tveggja leiöa tií al- gerrar ofveiði og mikillar rán- yrkju eða að heimaþjóðin, þ.e. ts- íendingar, yrði að draga stórkost- lega úr veiðum sinum. Vel gæti það lika gert hvort tveggja. Allir sanngjarnir menn geta séð, að útilokað er fyrir tslend- inga að ganga að slikum kjörum. Það væri næstum þvi að undirrita sinn eigin feigðardóm. þvi að sæmilegum lifskjörum verður ekki haldið uppi i þessu landi, ef fiskstofnarnir ganga að mestu til þurrðar. Bretar og Vestur-Þjóð- verjar verða að skilja, að tslendingar geta enga samninga gert við þá, eins og ástandi fisk- stofnanna er háttað, nema þeir feli i sér verulegar takmarkanir á aflamagni þeirra, miðað viö meðaltal siðustu fimm ára. Annars væru tslendingar að semja um rányrkju á íslandsmið- um og aflatakmarkanir hjá sér einum. Of skammt gengið á réttum grundvelli Hétt er að geta þess, að Bretar hafa lýst sig geta íallizt á það form i stað 170 þús. smál. kvót- ans, að svæðinu umhveríis tsland milli 12 - 50 milna verði skipt i sex hólf og að þeir fiski ekki nema i limm þeirra i einu. Þetta er miklu aðgengilegra fyrirkomulag en kvótafyrirkomulagið. Hins vegar ganga Bretar hér alltof skammt, þvi að þetta myndi litið eða ekkert draga úr veiðum þeirra. Það tap, sem hlytist af lokun sjötta hólísins, geta þeir unnið upp með auknum veiðum i hólf- unum fimm. Itaunverulegur samdráttur á veiðum Breta getur þvi aðeins orðið, að þeir fækki skipum sinum á íslandsmiðum með þvi að láta stóru skipin hætta þar veiðum og að svæðin sex verði þrengd, þannig að þau nái ekki allsstaðar inmað 12 milum, og jafnframt verði fleiri en einu svæði lokað i einu. A þeim grund- velli hafa islendingar verið og eru fúsir til samninga, eins og glöggt kom fram i orðsendingu islenzku rikisstjórnarinnar frá 11. ágúst siðastliðnum. Ótvíræður forgangsréttur Annað, sem hefur staðið i vegi samkomulags, er það, að hvorki brezk eða vestur-þýzk stjórnvöld hafa viljað fallast á forgangsrétt tslands sem strandrikis, þ.e. að þegar nauðsynlegt er að skerða veiðar vegna ofveiði, komi skerð- ingin niður á veiðum aðkomu- manna áður en hún fer að bitna á veiðum heimamanna. tslendingar hafa af tilhliðrun- arsemi við viðsemjendur sina fallið frá kröfum um, að þeir viðurkenni útfærsluna að sinni. Deilan um hana yrði lögð til hlið- ar við gerð bráðabirgðasam- komulagsins. Hins vegar yrði viðurkennt. að tsland hefði, sök- um legu sinnar. forgangsrétt til veiða á tslandsmiðum. Hér er ekki farið fram á annað en að Bretar og Vestur-Þjóðverj- ar viðurkenni lágmarksrétt. sem enginn ágreiningur virðist vera um i hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna. 1 öllum tillögum, sem þar hafa verið lagðar fram. er ýmist gert ráð fyrir, að strandrik- ið hafi einkarétt eða mjög viðtæk- an forgangsrétt á landgrunns- miðum. Tillögur Rússa og Banda- rilyamanna ganga einna skemmst. en samkvæmt tillögum þeirra beggja og þó einkum hinna siðarnefndu, hefði ísland ótviræð- an forgangsrétt til veiða á tslandsmiðunum, þ. e. að segja, að þegar þarf að skerða veiðar- nar þar, gangi skerðing út yfir aðkomumenn, en lslendingar megi ekki aðeins halda sinu hlut- falli, heldur auka það, ef það hefur getu til þess. Óbilgirni t stað þess að vilja viðurkenna slikan forgangsrétt, sem er orð- inn almennt viðurkenndur, þrjóskast stjórnir Bretlands og Vestur-Þýzkalands við að viður- kenna hann i viðræðunum við ts- lendinga, heldur heimta að halda áfram óbreyttu veiðimagni, enda þótt fyrirsjáanlegt sé, að það muni leiða til ofveiði og minnka hlut strandrikisins. Svona fjarri eru þessar rikis- stjórnir þvi að vilja taka tillit til réttarþróunarinnar i heiminum. Svona fjarri eru þær þvi að vilja taka tillit til augljóss réttar lslendinga og hins alvarlega ástands fiskstofnanna á tslands- miðum. Það hljóta allir sanngjarnir menn aö viðurkenna, að tslendingar geta ekki samið, meöan þeim er sýnd slik óbil- girni. Þá er betra að láta haldast það vandræðaástand, sem nú er á íslandsmiðum, þótt illt sé, þvi að það hefur þó þann kost að draga verulega úr veiðum þeirra aðkomumanna, sem ekki vilja semja. Löggæzlan Hið þriðja. sem hefur torveldað samkomulag við Breta og Vestur- Þjóðverja. er sú afstaða þeirra, að vilja ekki fallast á löggæzlu og eftirlit tslendinga með þvi sam- komulagi, sem gert yrði. tsjendingar gera hér ekki kröfu um það, að i þessu felist viður- kenning á lögmæti útfærslunnar. Þeir eru tilbúnir til að frystá deil- una um það að sinni. eins og áður hefur verið rakið. Þeir eru aðeins að fara fram á tryggingu fyrir þvi, að samkomulagið verði haldið. Það er ekki hægt án lög gæzlú og eftirlits. Eðlilegt er, að þetta eftirlit sé i höndum strand- rikisins. í öllum tillögum. sem hafa verið lagðar fram varðandi þessi mál i hafsbotnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna. er gert ráö fyrir. að slik löggæzla og eftirlit sé i höndum strandrikisins, jafnt i tillögum þeirra þjóða. sem ætla strandrikinu aðeins forgangsrétt og hinna. sem ætla þvi einkarétt. I samningi Bandarikjanna og Brasiliu um veiöar bandariskra rækjubáta innan hinnar umdeildu fiskveiðilögsögu Brasiliu, fallast Bandarikin ekki aðeins á, að eft- irlitið sé i höndum Brasiliu- manna, heldur borga þeim einnig tilgreinda fjárhæð fyrir það. Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa hins vegar enn ekki léð máls á þvi, aö þessi löggæzla veröi i höndum tslendinga, ef til sam- komulags kemur. íhaldssemi Alþjóðadómstólsins Þá er komið að fjórðu ástæð- unni, sem hefur staðið i vegi þess, að samkomulag næðist við Breta og Vestur-Þjóðverja. Hún er sú ákvörðun rikisstjórna þeirra, að reyna að nota Haagdómstólinn til að þvinga tslendinga til undan- láts við hinar óbilgjörnu kröfur um óbreytt aflamagn á tslands- miðum, þrátt fyrir hið iskyggi- lega ástand fiskstofnanna þar. Bretar og Vestur-Þjóðverjar skáka i þvi skjóli, að dómstólar eru allajafnan ihaldssamir, þegar ekki eru nein skýr lagafyrirmæli til að fara eftir, heldur verður að byggja á hefð og venjum, sem hnefarétturinn hefur oftast skap- að. Vafalitið er það þessi ástæðan, sem veldur hvað mestu um það, að vonir hafa brugðizt, um að hægt væri að ná samkomulagi við Breta og V-Þjóðverja áður en útfærslan tæki gildi. Þeir Bret- ar, sem hafa verið andstæðastir samkomulagi og hafa viljað halda i óbreytt aflamagn i lengstu lög. hafa krafizt þess, að reynt yrði til hins ýtrasta að nota ákvæði landhelgissamningsins frá 1961 um málskot til Alþjóða- dómstólsins. Þeir hafa krafizt þess af brezkum stjórnarvöldum, að þau féllust ekki á neinar telj- andi aflatakmarkanir, forgangs- rétt tslendinga eða eftirlit tslend- inga, þar sem allt slikt gæti veikt málflutninginn fyrir Haagdóm- stólnum. Illu heilli hafa þessir menn hingað til stjórnað gerðum brezkra stjórnvalda i landhelgis- málinu og illu heilli hafa Vestur- Þjóðverjar fylgt Bretum eftir i málinu. en ekki markað nokkra sjálfstæða afstöðu til þess. Afturhaldsmenn ráða Meðan þessi afturhaldsöfl i Bretlandi ráða gangi mála bæði hjá Bretum og Vestur-Þjóðverj- um. eru ekki miklar horfur á samkomulagi. Meðan þessir aðil- ar leggja minnsta trúnað á, aö hægt sé að fá einhvern stuðning (Timamynd Gunnar). frá Alþjóðadómstólnum eða að tslendingar muni fyrr en siðar beygja sig undir úrskurð hans, eru horfur ekki góðar um lausn deildunnar við Breta, og senni- lega gildir það einnig um deiluna við Vestur-Þjóðverja, meðan þeir rjúfa ekki hið furðulega bræðra- lag við Breta i þessu máli. Af þessum ástæðum skiptir það höfuðmáli, að Bretum verði sem fyrst ljóst, að þeir muni ekkert græða á málareksti sinum fyrir Alþjóðadómstólnum. tslendingar telji sér ekki skylt að fara eftir honum, þar sem þeir hafi sagt upp landhelgissamningnum frá 1961. Oryggisráðið muni heldur ekki fást til að framfylgja úr- skurði dómstólsins, ef hann gengur gegn íslendingum, sökum þess að þar rikja viðsýnni sjónar- miðen hjá dómstólnum. Hið eina, sem Bretar hafi upp úr krafsinu, séaðgera strandrikjum heimsins ljóst, að þau geti ekki átt fisk- veiðimál sin undir gerðardómn- um. Þegar Bretum verður þetta ljóst, mun landhelgisdeilá þeírra og tslendinga leysast. Þolinmæðin þrautir vinnur allar Bretar hafa löngum haft það orð á sér, að þeir væru allra manna þráastir. Þess vegna verða Islendingar að vera undir það búnir, að landhelgisdeildan geti tekið talsvert langan tima fyrst ekki tókst að ná samkomu- lagi fyrir útfærsluna. íslendingar geta ekki kennt sér um, að svo hefur farið, þvi að þeir hafa gengið langt til samkomulags og vikið mikið frá fyrstu tillögum sinum til að auðvelda samkomu- lag. Þessi mikla sáttaviðleitni Islendinga hefur mistekizt vegna ástæðna, sem hafa verið raktar hér að framan. Nú þýðir ekki annað en að horfast i augu við veruleikann. Landhelgisdeilan getur orðið löng og andstæðingar- nir geta átt eftir að gripa til ýmissa furðulegra ráða. Fyrir ts- lendinga er ekki annað að gera en að þreyja þorrann og góuna að gömlum sið. láta hvergi undan siga, en sýna fulla gætni. Jafn- framt eiga þeir alltaf að vera reiðubúnir til sanngjarnra samn- inga. Ef tslendingar sýna nóga þolinmæði. verður sigurinn örugglega þeirra, þvi að góður málstaður og réttarþróunin i heiminum er þeirra megin. Það er ekki unnt að eiga betri og sig- urvænlegri málstað en íslending- ar eiga i þessari deilu. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.