Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 24. september 1972 Sterkari tilfinningatengsl sk< ef faðirinn sér barn sitt fæð — rætt við séra Bernharð Guðmundsson, æskulýðsfulltrúa, um börn, gamalt fólk og sitthvað Til okkar er kominn séra Bernharöur Guðmundsson, æsku- lýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar. Hann mun óþarft að kynna, en hins vegar mun ekki óþarft á hann að hlrsta. En það erekki óliklegt, að fyrsta spurningin, sem fyrir prestinn verður lögð, komi lesendum okkar nokkuð á óvart: — Er það ekki rétt, séra Bernharður, að þú sért einn af fá- um islenzkum feðrum, sem verið hefur viðstaddur fæðingu barns sins? — Það er rétt, að ég var við fæðingu yngsta barns mins, með þeim fyrirvara þó, að ég þurfti að bregða mér frá smástund og ein- mitt á þvi andarlaki skauzt lilli maðurinn inn i heiminn. — Hvers- vegna langaði þig til þess að vera við fæðinguna? —- fcg held, að þá löngun mina megi rekja til þess atburðar, þegar fyrsta barnið okkar fædd- ist. Við vorum þá mjög ung, hjónin. Konan min varð veik um miðja nótt, og ég fór með hana á fæðingardeild Landsspitalans. Þar var við henni tekið ákaflega vel, og henni ekið á sjúkravagni inn eftir gangi og i gegnum stórar dyr, sem lokuðust að baki henni, en eftir stóð ég einn, og satt að segja talsvert óttasleginn á gang- inum. Daginn eftir var svo hringt til min og mér sagt, að ég mætti koma i heimsókn. Þá var ég leiddur að hurð og þar sýndur i gegnum gler litill bóggull, sem mér var sagt að væri dóttir min. Það var á þeirri stund, sem hjá mér vaknaði ákaflega sterk löngun til þess að vera viðstaddur l'æðingu mins eigin barns. — Gaztu þá ekki komið þvi við i næsta skipti'.' — Nei, þvi miður voru nú ekki tök á þvi. Þá var ég austur i sveit og gat þvi ekki verið viðstaddur. En svo þegar hið þriðja var á leiðinni, kom okkur hjónunum saman um, að æskilegast væri, að hún fæddi á Fæðingarheimili Ileykjavikur, þvi þar er það leyft, aðíeðurnir seu viðstaddir. En hér fór sem oftar, að mennirnir plan- leggja, en Guð ákveður. Ég þurfti að bregða mér frá andartak til þess að gefa börnunum okkar morgunmat. En einmitt á þeirri stundu hafði fæðing farið af stað, og þegar ég kom aftur, var drengurinn kominn i heiminn fyrir eitthvað einni minútu eða svo. Ég missti þannig af sjálfu undrinu, að sjá hann koma inn i heiminn. En ég fékk hann óbaðaðan i fangið og fékk að handleika hann alveg eins og hann hafði verið i móðurkviði. — Og þú myndir vilja vera við slika athöfn aftur, ef þú ættir kost á þvi? — Já, alveg tvimælalaust. Að visu tel ég, að ef fæðing er að ein- hverju leyti afbrigðileg, sé það ekki æskilegt, að faðirinn sé við- staddur, nema að hann sé þá þvi vanari hinu sérstaka andrúms- lofti sjúkrastofunnarr44yr-sta lagi er hann þá aðeins fyrir, og gæti auk þess haft óheppileg áhrif á móðurina, ef hann er ef til vill ekki fullkomlega rólegur. — En telur þú föðurnum að öðru jöfnu ávinning að þvi að hafa orðið vitni af slikum atburði? — Já, á þvi er ekki nokkur vafi. Það skapast miklu sterkari til- finningatengsl á milli föður og barns, ef faðirinn hefur séð barn sitt fæðast. Mér hefur stundum fundizt móðirin hafa þó nokkuö forskot fram yfir föðurinn, þar sem hún hefur þekkt barnið i niu mánuði, þegar það fæðist, en pabbinn kynnist þvi ekki, fyrr en hann fær það i hendurnar, — og það oi'tast alveg áreynslulaust. -- Þú litur ef til vill á þetta sem nokkurs konar karlréttindabar- áttu — að við séum með þessu að jafna metin gagnvart kvenþjóð- inni? — Þú getur orðað það svo, ef þér sýnist. Alla vega fer það vist ekki á milli mála, að foreldrarnir eru hvort hjá öðru, þegar barnið verður upphaflega til. Siðan eiga þau að annast uppeldi þess i sam- einingu og þvi virðist ekki óeðli- legt, að allt — bókstaflega allt — sem barninu viðkemur, eigi að koma foreldrunum báðum við og eigi að vinnast i eins fullkominni samvinnu foreldranna, og framast er hægt. Að b'rúa kynslóðabilið. — Nú hefur þú mikla reynslu af umgengni við börn og unglinga. Hvað viltu segja um gjána frægu, sem kölluð hefur verið kynslóða- bilið? — Þegar ég byrjaði prests- skap, fór ég til Súðavikur, sem er, eins og menn vita, litið fiskiþorp við tsaf jarðardjúp. Þar bjuggu þá eitthvað rösklega tvö hundruð manns og mátti segja, að þeir væru allir eins og ein fjölskylda. Maður gat stundum velt þvi fyrir sér, hvar þetta eða hitt barnið ætti eiginlega heima, þvi þau áttu svo frjálsan aðgang að annarra heimilum, að öll nánari skilgrein- ing gat vafizt dálitið fyrir ókunnugum. Sama var að segja um samskipti barna og fullorð- inna. Þau voru með sh'kum ágæt- um, að i rauninni væri rangt að segja, að þarna hafi nokkurt kyn- slóðabil verið. Nú. Svo fluttist ég suður i Árnessýslu og var þar i sveit. Þar var eins ástatt og viða er á sveitabæjum, að á sama bæ voru þetta þrjár og sums staðar fjórar kynslóðir, sem allar unnu saman. Þetta þýddi auðvitað það, að ræturnar frá fortiðinni náðu Séra Bernharður Guðmundsson. alla leið til barnanna, en slitnuðu ekki. — Finnst þér þetta ekki ólikt hér i Reykjavik? — Jú, þvi hér eru allar að- stæður gerólikar. Hér eru yfirleitt ekki nema tvær kynslóðir á heim- ili, og jafnvel þótt amman og af- inn sé.u i grennd, þá vinna þau yfirleitt bæði utan heimilis og eru auk þess oft mjög ung að árum, að minnsta kosti i fullri dagsönn, mikill hluti þeirra. Afleiðingin af þessu er auðvitað sú, að ákaflega mörg börn hér vantar algerlega fortiðina inn i lif sitt. — Er ekki eitthvað hægt að gera til þess að bæta úr þessu? — Þegar ég komst i snertingu við barnaheimilismálin hérna hjá okkur, þá varð mér það fljótt ljóst, að bórnin, sem dveljast á dagheimilum eru nær eingöngu börn einstæðra foreldra. Mæður þessara barna eru yfirleitt mjög ungar, fóst'rurnar, sem sinna þeim á heimilunum, eru lika yfir- leitt mjög ungar. Afleiðingin af öllu saman er svo auðvitað sú, að börnin kynnast nær einvörðungu bráðungu fólki. Að sjálfsögðu er ekki neitt við það að athuga, að börn kynnist ungu fólki, en þau þurfa lika að þekkja hina eldri. Af þessu spratt sú hugmynd, sem Æskulýðsstarf Kirkjunnar gerði tilraun með siðast liðinn vetur. Þekkt kona, Hrefna Tynes, tók að sér að vera amma á dag- heimilunum á okkar vegum. Hún kom inn á hvert dagheimili tvisvar i mánuði og spjallaði við börnin i litlum flokkum, alveg eins og amma myndi hafa gert. Hún sagði þeim frá sinni æsku, sýndi þeim ýmsa gamla gripi, sagði þeim sögur, kenndi þeim vers, bænir og visur og söng með þeim. — Var þessu ekki vel tekið? — Jú. Þetta virtist vera ákaf- lega vel þegið bæði af börnunum og ekki siður af fóstrunum, sem flestar tóku mjóg lifandi þátt i þessu. — En reynduð þið ekki að hafa karlmenn með i förinni lika? — Jú. Það kom fyrir, að við sendum lika afa til barnanna, en ekki voru þeir nú allir búnir að ná háum aldri. Ég held, að þeir hafi verið allt niður i tvitugt. En börn- um finnasj allir vera gamlir, sem eru eitthvað dálitið eldri en þau sjálf. — Tóku börnin þeim ekki líka vel, þessum ungu „öfum"? STÁLGRINDAHÚS Pantanir ó stálgrindahúsum, sem afgreiðast eiga fyrir haustið, þurfa að berast sem fyrst Húsin fást með klœðningu í ýmsum litum eftir vali kaupanda Húsbreiddir staðlaðar, 7,5-10-12-15 metra. SÍMI 24260 HÉÐINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.