Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 24. september 1972_ TÍMINN 11 — Jú, það gerðu þau. Og nú kom nokkuð merkilegt í ljós. Börnin sóttu mjög á að snerta þessa menn, klappa þeim og láta þá klappa sér, og svo framvegis. Áreiðanlega stafaði þetta af þvi, að venjulega snerta þau ekkert annað en kvenkyns verur, en öll börn þarfnast bæði föður og móð- ur, hvort sem þau gera sér grein fyrir þvi eða ekki. Ég man, að ég fór eina slika ferð á barnaheimili, og ég held, að ég hafi verið kom- inn með ein sjö börn i fangið, áður en ég vissi af. Auðvitað er ekki öllu gömlu fólki gefið að tala við börn, sizt i stórum hópum, en ég er alveg sannfærður um, að ef tækist að finna einhver ráð til þess að koma á gagnkvæmum kynnum og trausti á milli barna og roskins fólks, þá væri það báðum aðilum til mjög mikils góðs. Reynslan frá Sviss. — Eru aðrar þjóðir en við ekki komnir lengra með slikar til- raunir? — Svisslendingar gerðu alveg sérlega athyglisverðan hlut ekki alls fyrir löngu. Þeir reistu hjóna- garð — það var stúdentagarður — með þeimjhætti, að öðrum megin við ganginn voru ibúðir fyrir ung hjón með börn sin, en hinum meg- in ibúðir fyrir gömul hjón. Siðan var verkum' þannig skipt, að gömlu hjónin gættú barnanna, þegar þess þurfti með, en ungu hjónin tóku að sér ýmsa aðdrætti og útréttingar fyrir eldra fólkið. bar með var einangrun eldra fólksins rofin og ungu hjónin þurftu ekki að hafa áhyggjur af börnum sinum, þegar þau voru fjarverandi sjálf. Það höfðu sem sagt báðir aðilar leyst vandamál sin á einkar hagkvæman hátt. — Og þetta hefur gefizt vel i framkvæmd? — Já, já. Þetta mæltist mjög vel fyrir og varð vinsælt. En ef til vill eru Svisslendingar agaðri þjóð en tsíendingar og kannski eitthvað öðru visi skapi farnir. En hvað sem þvi liður, þá held ég, að við svikjum börnin um anzi mikið, ef þau fá ekki að njóta ein- hverrar sér eldri manneskju, sem getur gefið þeim tima sinn og kærleika. Spurning um tilhögun. — Gæti ekki eitthvað likt og i Sviss gerzt hér? — Fyrir það er ekki að synja. En svo við höldum áfram að tala um barnaheimilin okkar og þessa spurningu, hvort við getum ekki gert enn meira fyrir börnin, þá er vissulega mjög margt, sem huga þarf að. Sannleikurinn er sá, að mjög margt fólk, sem orðið er aldrað, nýtur sin illa i margmenni, ég tala nú ekki innan um heilan skara af börnum, sem kannski hafa ekki meira en svo hljótt um sig. Mér er þvi nær að halda, að það væri ekki fráleitt að reyna að brúa kynslóðabilið inni á sjálfum heimilunum. Ég á við, að börn fengju að koma á heimili, þar sem gamalt og gott fólk býr, sitja þar og láta segja sér sögur. Börnin ættu bara ekki vera mjög mörg i einu. En ég er ekki viss úm, að sjálf' •barnaheimilin séu æskilegasti vettvangurinn, nema þá rétt til þess að stofna til fyrstu kynna. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt ákveöið um þetta, þvi við höfum svo takmarkaða reynslu af slikri starfsemi. En hvaö sem liöur öllum vangavelt- um um vinnubrögö og tilhögun, þá er það alveg augljóst, aö við verðum að gera allt sem i okkar valdi stendur til þess að börn okkar missi ekki allt samband við fortiðina. Lifið er fólk á öllum aldri, og það verða aldursflokkar að geta sýnt hver öðrum gang- kvæmt traust. Mér er i fersku minni reynsla frá siðustu helgi. Við vorum i Skálholti með námskeið fyrir æskulýðsleiðtoga og ungt fólk. Þarna var fólk frá þrettán ára aldri og allt upp á sjötugs aldur. Fyrsta kvöldið komu i ljós mjög mismunandi skoðanir á ýmsum hlutum, meðal annars á helgi- haldi. En þegar þetta fólk var búið að vinna þarna saman i ýms- um samstarfshópum i þrjá daga, kom i ljóst, aö fólkið var farið að virða hvert annað og að treysta hvert ööru, þrátt fyrir mismun- andi skoöanir. — En svo við snúum okkur enn að barnaheimilunum: Telur þú ekki, að þeim sé yfirleitt vel stjórnað? — Ég held, aö foreldrar séu yfirleitt mjög ánægðir meö aö hafa börn sin þar. Það eru lika langir biðlistar, enda er þörfin vist geysimikil. En það, sem háir barnaheimilunum, er fyrst og fremst skortur á fóstrum. Það er lika ákaflega erfitt að fá forstöðu- konur. Þetta er að sönnu mjög krefjandi starf, og það er illa að þessum konum búið, hvaö launa- kjör snertir. — Er þaö svo? — Já, þetta er staðreynd. Mér finnst þaö, satt að segja, aiveg hróplegt, að fóstra, sem hugsar um fimm ára barn, hefur miklu minni og verri aðbúnað frá þjóö- félagsins hendi, en kennari, sem kennir sex ára barni. Kennarinn fær sitt þriggja mánaða sumarfri, hann er i þó nokkuð hærri launa- flokki, og hann hefur styttri vinnudag. — Ég bið menn að taka þetta ekki svo að ég sé að telja eftir kjör kennara eða gera litið úr starfi þeirra, en mér finnst þetta ekki vera neitt réttlæti gagnvart fóstrunum. — Það er nú sjálfsagt engu minni ábyrgð að umgangast fimm ára barn en sex ára. — Einmitt. Fimm ára barnið er á ennþá viðkvæmara skeiði og umgengni við það er þvi enn meira vandaverk. Það er geysi- mikil þörf á þvi að efla fóstrustarfið og skapa þvi þann sess í hugum landsmanna, sem þvi ber. Það þarf að efla fóstru- skólann til mikilla muna og þaö á að gera miklu betur við þær manneskjur, sem þessi störf vinna, en nú er gert. Við þurfum lika að fá karlmenn til þessara starfa, þvi börn þurfa aö eiga fóstra engu siöur en fóstru. Það er nú einu sinni svo, að barnið okkar er það dýrmætasta, sem við eig- um, og þaö er engin fyrirhöfn of stór til þess að tryggja framtið þeirra sem allra bezt. Ég er ekki sérfræðingur á þvi sviöi, en það ber flestum sama*h um, að fyrstu æviár barnsins séu afdrifarikust fyrir persónumótun þess, svo menn geta af þvi séð, að ábyrgð fóstranna er ekki litil. t þessu sambandi er freistandi að geta þess, að við, hinir almennu borgarar, þurfum próf til allra skapaðra hluta —- nema til þess að eiga börn og ala þau upp. Það veitti þvi sannarlega ekki af hlut, sem heitir foreldra- fræðsla. Þessa hefur oröið mjög vart á foreldrafundum. — Hefurekki veriðgerö tilraun meö foreldrafræöslu? — Jú. Það var i fyrra gerð til- raun meö þetta hérna i Breið- holtshverfinu. Þar var mikill fjöldi ungra foreldra, og þar var komið á fót erindaflutningi á hverju mánudagskvöldi. Þarna komu sérfræðingar og meðal annars man ég eftir þvi, aÓ þar kom fóstra og talaði um leikföng Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.