Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN 13 „Guðfaðirinn" kominn til landsins — sýningar hef jast í næstu viku % En þegar dauöinn heltekur hann, er sem eitthvað af hinum gamla ógnarstyrk og krafti Mafiuleiðtogans snúi til baka — og hann tekur gríðarátak gegn hinum ósigrandi fjandmanni. Stp-Reykjavik Hin langþráða mynd, Guðfaðir- inn, er komin til landsins, og verður farið að sýna hana upp úr næstu mánaðamótum. Eftir er að setja við hana texta, sem tekur svona tiu daga, og þá hefjast sýn- ingar á henni. Myndin hefur gengið svo stór- kostlega, að það hefur engin mynd gengið eins frá upphafi. Hún hefur slegið allt út i Banda- rikjunum, og i Bretlandi hefur hún slegið öll met, enda þótt hún hafi aðeins verið sýnd þar i hálfan mánuð. Myndin er byggð á sam- nefndri metsölubók eftir Mario Puzo, og kom hún fyrst út árið 1970. Hún greinir frá baráttu fimm Mafiufjölskyldna í New York og gerist að mestu upp úr siðasta striði. Hinn greinda, hæg- láta og mjög svo volduga Guðföð- ur, höfðingja einnar fjölskyldunn- ar, leikur Marlon Brando, og hef- ur hann hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sina. Guðfaðirinn er maður, sem all- ir óttast, sumir hata og aðrir elska. Hann hefur um sig geysi- legt lið sauðtryggra manna, sem hann hefur náð á sitt vald með ýmsum greiða. Þessum mönnum sýnir hann ævarandi tryggð og vináttu, svo fremi þeir svikja hann ekki. Æðsti heiðurinn, sem nokkrum i þjónustu hans getur hlotnazt, er að eiga hann að guð- föður. Hann lætur aldrei i ljós, hvernig honum er innanbrjósts, sýnir aldrei .svipbrigði bræði sinnar. Hann vinnur hægt og i kyrrþey. Inn i sqguna léttast ótal atvik, hinar ýmsu ástriður manna, skapbrestir og veilur, sorg og gleði. 1 heild er sagan snilldar- verk að minum dómi, og virðist lýsa af náinni reynslu starfsemi hinnar amerisku Mafiu, Cosa Nostra. Hún er ameriskt fyrir- brigði, samofin amerisku þjóðlifi i hinum ýmsu myndum þess, fyrirbrigði, sem trauðla verður upprætt. Hún hefur fleiri þing- menn á bandi sinu og mútar lög- reglumönnum i hrönnum. Hún sýnir raðir af skemmtistöðum, spilavitum og veðmálaskrifstof-. um, og ófáar stjörnurnar eru að miklu leyti taldar eiga henni frama sinn að þakka. Guðfaðirinn hafði miklar mæt- ur á guðsyni sinum, Johnny Fon- tane, og kom honum á toppinn að lokum. Eftir öllu að dæma hefur leik- stjórum og leikurum tekizt að ná magnþrunginni spennu og „sjarma" sögunnar og er það vel af sér vikið, þegar um svo við- kvæmt og vandmeðfarið efni er að ræða. Hún verður að sýna Guðföður- inn Corloeone, „the great Don" og syni hans Sonny, hinn krafta- mikla en fremur vitgranna, og Michael, heilann, sem er eftir- mynd föður réttu ljósi með tilliti til aðstöðu þeirra i þjóð- félaginu og ægivalds þeirra. Einnig verða að koma fram þær aðstæður, sem upphaflega lágu að baki þess, að „itölsku bandittarnir", sem flestir komu frá Sikiley, lögðu úti stórfellda glæpastarfsemi, er þeir komu til U.S.A. sem innflytjendur og hvernig þeim tekst að halda þvi uppi. Af fleiri skemmtilegum persón- urri má nefna aðalráðgjafa Guðföðurins, tryggðatröllið Tom Hagen, lifverðina Clemenza og Paul Gallico, Michael og unnustu hans Kay West, sem berst inn i hringiðuna frá smáborgaraheim- ili. Guðfaririnn, Vito Corleone, flyzt um tólf ára gamall frá Sikiley til U.S.A., en Mafian á Sikiley hafði drepið föður hans. ... Gamla kempan fellur þungt til jarðar innan um tómatplónturnar. Þessi Vandamál innan fjölskyldunnar: Dóttir guðföðurins, Connie, barin af áhrifamikla scna Marlon Brando hefur komið heiminum á annan end- manni slnum og reynir að verja sig. ann. 1 1 1 KJBHi F'órnardýri^b'. Sonur guðföðurins, Sonny, skotin I sigti með vélbyssukúlum. Hann sezt að i borgarhverfi italskra innflytjenda i New York, og brátt og eins. og fyrir tilviljun dregst hann inn á svið glæpaverk- anna, þar sem hann skipar æðsta sess innan skamms. Aðspurður um það;~hvort myndin hefði ekki verið dýr i inn- kaupi og miklu dýrari en að.rar myndir, sagði Friðfinnur Ólafs- son, forstjóri Háskólabiós, að svo væri að sjálfsögðu, en vildi ann- ars ekki gefa upp, hve dýr hún var. p Pannig er „typan" sköpuð. Hinn ungi. fjörmikli Brando útbúinn fyrir senurnar sem hinn gamli, veiki og þreytti Don Corleone. Myndirnar skýra sig sjálfar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.