Tíminn - 24.09.1972, Side 14

Tíminn - 24.09.1972, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 24. septcmber 1972 skrifborðinu. „Siðan skeytið kom hef ég alltaf verið að vonast eftir þér”. Ég bar fram aulalegar afsakanir: Ég varð að fara heim fyrst, og sið- an ég kom, hafði ég alltaf verið að hugsa um, hvernig ég ætti að segja honum atburði dagsins. En þessar afsakanir voru óeðlilegar og á- herzlulausar. Það var eins og ég væri að segja frá einhverju,sem ég hefði séð i leikhúsinu fyrir mörgum mánuðum. 1 þetta sinn varð ég þvi fegin að ég heyrði ekki rödd mina, sem hlaut að vera bæði tómleg og lif- vana. Ég mundi ekki það, sem ég hafði hugsað mér að segja, og þótt ég reyndi að rekja allt, sem fyrir mig hafði borið, var frásögn min sorgar- saga en ekki gleðitiðindi. Hann greip öðru hverju fram i fyrir mér og spuröi nánar um einstök atriði og skrifaði i sjúkraskrá sina allt það honum þótti máli skipta. Hann var fyrst og fremst læknir. Þó varð ég þess vör, að dálitils metnaðar og sigurgleði gætti i fari hans. Sú var tið, að ég hefði einnig fagnað. „Jæja”, sagði hann og leit upp úr skýrslunni og brosti framan i mig, „þetta hefur okkur tekizt. Auðvitað eigum við langt i land enn, þetta er ekki nema upphafið. En nú vitum við þó, að heyrin er byrjuð að glæð- ast, og i stað dauðaþagnar muntu senn heyra óm af þvi, sem fram fer i kring um þig. „Já”, svaraði ég, „ég er vist að fá heyrnina aftur. Þú hefur gert það, sem enginn annar gat gert....Jafnvel þótt ég gæti ekki lagt þér það lið- sinni að trúa á tilraunir þinar, hefur þú getað læknað mig”. ,,Þú trúðir á tilraunir minar. Þú hefir ekki komið til min á hverjum degi i svona margar vikur, ef þú hefðir ekki trúað á tilraunir minar. Andmæli þin villtu mér aldrei sýn. Þú varst að reyna að telja kjark i sjálfa þig, reyna að telja sjálfri þér og öðrum trú um, að þú gætir möglunarlaust borið þá byrði, sem á þig hafði verið lögð. Ég dáist að þér fyrir það hugrekki”. Ég leit niður á gólfið áður en ég svaraði honum og hugsaði mig ofur- litið um. Augu hans voru svoskær og frán. „Hvað langt”, sagði ég og vildi sveigja talið á raunhæfari braut, „hvað langt heldur þú að verði þangað til ég fer að heyra? ” „Ég vil engu spá”, svaraði hann. „Það er afarmisjafnt, hve liffærin eru lengi að jafna sig. Þaðgeta liðið margir mánuðir þangað til taugar- nar eru larnar að starfa eðlilega. En þú ert yngst af öllum, sem þessi lækning hefur verið reynd við, og eins og ég sagði þér i byrjun höfum við aldrei áður haft undir höndum sjúkling, sem misst hefur heyrina af völdum heilahimnubólgu. Ég vil ekkert láta uppi um- þetta fyrr en ég hef talað við félaga mina i Baltimore. Ég ætla einmitt þangað suður el'tir eins fljótt og ég get komið þvi við - ef til vill i næstu viku. Ég held áfram dælingunum þangað til ég fer, og meðan ég er fjarverandi mun ég biðja Weeks lækni að annast þær eftir minni fyrirsögn. Ég get engar flæsivonir gefið þér. Þú verður sjúlkingur enn um hrið. Við verðum meira að segja að vera mjög varfærin og ástundunarsöm, svo að það glatist ekki, sem þegar hefur áunnizt”. „Gott og vel”, svaraði ég. „Hef ég látið nokkra óþolinmæði i ljós?” „Nei”, svaraði hann, „ekki með orðum. En mér finnst eins og þú eigir eitthvað ósagt...Þetta simskeyti, sem þú sendir mér — ég hef setið hér með það fyrir framan mig siðan það kom. Þú hefur verið ofurglöð, þegar þú sendir það. Hvað hefur gerzt siðan?” Ég yppti öxlum og stóð upp. Ég treysti mér ekki til þess að svara hon- um. Ég ætlaði að flýja brott áður en hannneyddi mig til þess að segja sannleikann. Hann tók i öxlina á mér um leið og ég snart hurðarhúninn, sneri mér við og þröngvaði mér til þess að horfa framan i sig. „Syngjandi, sigrandi”, sagði hann. „Heldurðu ef til vill, að þú sért þessleg?” Ég leilaðist við að slita mig af honum. En hann righélt mér, og af tvennu illu var þó skárra að horfa framan i hann en finna augu hans hvila á sér. „Ég ætlaði aðeins að blekkja simastúlkuna”, tautaði ég. „Ég var bara að reyna að finna eitthvað, sem liktist jólakveðju, en þú skildir samt. Þú skalt ekki stofna til neinna réttarhalda útaf þvi”. „Þú varst sæl ogglöð, þegar þú sendir þetta skeyti”, svaraði hann, „en nú ert þú sannarlega hvorugt. Ég þykist eiga heimtingu á að vita ástæðuna”. „Ég hef sagtþér allt, sem þú átt heimtingu á að vita”. „Allter ákaflega viðtækt orð. Læknar leyfa sér ekki slik orðatiltæki eins gálauslega og annað fólk”. Hann laut niður að mér, en linaði ekki takið. Andlit hans var alveg við andlit mitt,_og ég fann andardrátt hans leika um kinn mina. „Ég get auðvitað ekki kugað þig til þess að segja það, sem þú vilt ekki segja, en eigi að siður getur verið, að ég hafi minar tilgátur um það, sem fyrir þig hefur komið”. „Hver hefur sagt, að eitthvað hafi komið fyrir mig?” sagði ég. Hann greip fram i fyrir mér áður en ég fengi sagt meira. „Verið getur, að þú teljir þig knúða til þess, þótt seinna verði. — Það hefur þá gerzt”. Ég bliknaði fyrir hvössu augnaráði hans. Ég reyndi að lita undan, en hann neyddi mig aftur til þess að horfa framan i sig. „Ég er að fara”, sagði ég. „Neyddu mig ekki til þess að vera hér lengur. Ég er þreytt, og...” En hann lét sem hann heyrði ekki bæn mina. Hann hélt áfram máli sinu og talaði hægt og skýrt, svo að ég skyldi ekki missa af einu orði. „Ég hef lengi búizt við þessu. Mig furðar á þvi einu, að þú skyldir ekki sjá þetta fyrr. Það gat ekki lengur hjá þvi farið. — Mig tekur þetta mjög sárt”. „Ég skil ekki þessar dylgjur”. I örvæntingu minni laug ég, en það gat ekki hjá þvi farið, að hann yrði þess var, hve ég titraði. „Vist skilur þú mig, Emilia Blair”. Hann sleppti taki sinu. „Nú vitum við þetta bæði. Ég hef vitað það frá þvi að eg kom fyrst til ykkar á afmælisdegi frænku þinnar”. Ég reiddist snögglega. Herbergið hvarf i móðu fyrir augum minum, og ég sá aðeins andlit hans skýrt og greinilega, svo sem hálfa armlengd frá mér. Ég lét hnefann riða á það af öllu afli. Ég vissi ekki fyrr en hann hafnaði á öðru kinnbeininu. Við hörfuðum bæði aftur á bak og störðum agndofa hvort á annað. Blóðið streymdi fram i hvern fingurgóm og ég sá að kinn hans varð á svipstundu sótrauð. Ég gat með herkjubrögðum forðað mér út. Ég hljóp yfir torgið og regndroparnir og tárin blönduðust saman á kinnum minum. Táta rölti ýlfrandi á eftir mér, og hendur minar skulfu eins og lauf i vindi. Snögg- lega vaknaði ég til fullrar vitundar um hvað ég hafði gert. Ég hafði aldrei lagt hönd á neinn frá þvi ég mundi fyrst eftir mér. Og nú hafði ég orðið til þess að beita likamlegu ofbeldi við Merek Vance, sem ég hefði þó átt að vera þakklátari heldur en öllum öðrum i heinum. Ég beit á vörina og sneri til baka yfir torgið. Dyrnar á lækningastofunni voru opnar, og hann var setztur við skrif- borðið. Ég sá, að sjúklingaskráin lá opin fyrir framan hann og efst á siðunni var nafn mitt. Hann var að skrifa viðbótarathugasemdir á 1215. Lárétt 1) Ódauðlegur,- 6) Kona,- 7) Röð.- 9) Skip.- 10) Hátiða- fæðu - 11) Fisk,- 12) 51.- 13) Kvikindi - 15) Peningar.-' Lóðrétt 1) Ljár,- 2) Féll.- 3) Eyju,- 4) Tónn.- 5) Gorgeirinn.- 8) Hæð,- 9) Poka,- 13) Hljóm.- 14) Lindi,- Ráðning á gátu No. 1214.- Lárétt 1) öldungs.- 6) Inn.- 7) US.- 9) Me,- 10) Skallar,- 11) Ká.- 12)' Óp - 13) Ana.- 15) Lengdur,- Lóðrétt 1) öðuskel,- 2) DI,- 3). Ungling,- 4) NN,- 5) Skerpir,- 8) Ská,- 9) Maó.- 13) An,- 14) AD,- HVELL G E I R I Þessi nýlenda er lik öðrum geimnýlendum . Ilvellur! f Eini munurinn er | fortið mannanna! Allir hér eru harðsvfraðir glæpa- __menn! ) Nú eru þeir þjálfaðir geimfarar tilbúnir Ihvaðsem er! Allir eru sjálfboöaliðar, allir leita nýrrar framtíðar! Og ég þarf 2 þeirra! SUNNUDAGUR 24. september 11.00 Messa i Mælifellskirkju. 13.30 Landslag og leiðir. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. Trió Hans Busch leikur og Wence Myhre syngur. 16.00 Fréttir. Sunnudagslögin. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar. a. Hugleiðingar um strið og frið. Olga Guðrún flytur. b. Vietnamskt ævintýri. Arnar Jónsson leikari les. c. Framhaldssaga barnanna: „Hanna Maria” eftir Magncu frá Kleifum. Heið- dis Norðfjörð les (9). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með fiðlu- leikaranum Michael Rabin. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Langt til ósló — lengra til Brussel. 20.00 Pianóleikur i útvarps- sal: Philip Jenkins leikur Sónötu i F-dúr (K332) eftir Mozart. 20.15 Gælt við drauma. Þýð- ingar Geirs Kristjánssonar og Helga Hálfdánarsonar á ljóðum Púskins. Vilborg Dagbjartsdóttir les. 20.45 Frá 11. söngmóti Heklu, sambands norðlenzkra karlakóra i júni s.l. Flytj- endur: Karlakórar Akur- eyrar og Dalvikur og karla- kórarnir Geysir, Heimir og Visir. — Pianóleikarar: Kári Gestsson, Askell Jóns- son og Philip Jenkins. Ein- söngvarar: Helga Alfreðs- dóttir, Jóhann Danielsson og Jóhann Konráðsson. Söngstjórar: Jón Hlöðver Áskelsson, Gestur Hjör- leifsson, Philip Jenkins, Arni Ingimundarson og Geirharður Valtýsson. 21.30 Arið 1947, fyrri hluti. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sunnudagur 24. september 1972 17.00 Endurtekið efni. Davið Copperfield. Bandarisk biómynd frá árinu 1935, byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Charles Dickens. Leikstjóri George Cukor. Aðalhlutverk William C. Fields, Lionel Barrymore og Maureen O' Sullivan. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Aður á dagskrá 20. mai siðastliðinn. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Tut - ankh - amon . Mynd um ævi eins af Faróum Egyptalands. Tut- ankh-amon var uppi um miðja 14. öld f.Kr. en rikti aðeins skamma hrið. Þó hafði hann mikil áhrif á trúarbrögð þegna sinna, og var eftii\ andlátið tekinn i guða tölu, eins og sumir fyrirrennarar hans. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 20.45 Sumartónleikar i Albert Hall i London .(Last Night of the Proms) Kór og hljómsveit brezka útvarps- ins flytja verk eftir Edward Elgar, William Walton, Gordon Crosse, Thomas Arne og Hubert Parry. Ein- söngvari Elizabeth Bain- bridge. Stjórnandi Colin Davis. Kynnir Richard Baker. (Evróvision - BBC) Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.55 Maður er nefndur Guðlaugur Jónsson, fyrr- verandi lögregluþjónn. Sverrir Þórðarson ræðir við hann. 22.40 Að kvöldi dags . Séra Jakob Jónsson f' 'ur hug- vekju. 22.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.