Tíminn - 24.09.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 24.09.1972, Qupperneq 15
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN 15 Guðni Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sunnu: Spánarfluginu klúðrað af ísl. flugmálastjórninni hættu hagsmunum almennings og Timinn birti á fimmtudaginn frétt um leiguflugið milli Spánar og íslands og viðræður þær, sem að undanförnu hafa átt sér stað i Madrid milli islenzkra og spánskra flugmálayfirvalda um ,,deilu” út af flutningum túrista milli landanna. Þar sem hér er um aö ræða mál, sem snertir islenzkan almenning og hags- muni hins almenna neytenda i landinu og Ferðaskrifs. Sunna hefir blandazt i, sem fulltrúi neyt- andans, tel ég óhjákvæmilegt að biðja Timann að koma á framfæri nokkrum atriðum, málinu til skyringar, sem ekki komu fram i þessari frétt blaðsins, og gæti almenningur þess vegna myndað sér rangar hugmyndir um málið. Hér er um mjög alvarlegt og yfirgripsmikið mál að ræða, sem er aðeins einn litill kapituli úr langri sögu. Þessi ,,deila”, sem svo er köll- uð, er heimatilbúið mál, vegna þess að islenzkum flugyfirvöldum hefir á hinn furðulegasta hátt tek- izt að klúðra svo friðsamlegri flugmálasambúð þessara rikja, að við borð lá, að sumarleyfi þús- unda manna, er fóru i skemmti- ferðir til Spánar, yrðu eyðilögð, og úti yrði um allar flugsamgöng- ur milli landanna um ófyrirsjáan- lega framtið. Það mun einsdæmi i allri Evrópu, að nokkur þjóð komi sér sjálfviljug út i slikt klúður og vandræði i flugmálasambúð sinni við aðrar þjóðir. Islenzkur almenningur á vissu- lega rétt á þvi að fá að vita, hvað er að gerast i þessum málum og ástæðuna fyrir þvi, að svona nokkuð getur átt sér stað i byggð- um norðan viö Sahara. Hvað veldur? Jú, yfirstjórn islenzkra flugmála, fíugmála- stjórn, virðist leggja i svona áhættusamar aðgerðir til þess eins að bæta viðskiptalega að- stöðu einkafyrirtækis i landinu og hluthafa þess, sem eiga flugfélag, sem aftur á ferðaskrifst. Meðal stærstu hluthafanna, sem alþjóð- arhag er þannig hætt fyrir, eru nokkur tjarsterk auðfélög og einkafyrirtæki, sem lengi hafa talið sig eiga sjálfskipaða einka- réttaraðstöðu i þjóðfélaginu, sem meðal annars felst i sjálfs- afgreiðsluhlunnindum hjá nokkr- um helztu rikisstofnunum, sem að sjálfsögðu eru jafnréttiseign allra landsins barna. Verð ég að rekja hér stuttlega einn litinn kapitula úr sögu „Spánarflugsins”. Frá þvi árið 1958 hefir undirrit- aður leigt flugvélar með skemmtiferðafólk báðar leiðir milli íslands og Spánar. Það var ekki fyrr en heilum áratug siðar, að aðrir aðilar fóru að fordæmi Sunnu og gerðu eins. Oftast leigði Sunna flugvélarnar frá Flug- félagi Islands h.f., og 1968 náðu þessir flutningar hámarki, og leigði Sunna þá þotu hlutafélags- ins i hverri viku milli Islands, Mallorka og London yfir aðal sumarleyfistimann. Þá um haustið stofnaði Eim- skipafélag íslands h.f. eigin ferðaskrifstofu, aðallega til þess að ná þessum flutningum beint til Flugfélagsins af stærsta við- skiptavini þess, SUNNU, sem þeim þótti þá vera orðin of stór og óþarfur milliliður. En Eimskipa- félag Islands h.f. og Veitinga- húsið Naust eru meðal helztu hluta- bréfaeigenda Flugfélags íslands h.f.. og eiga samtals um helming alls hlufafjárins. Nokkru siðar tilkynnti Flug- félag íslands viðskiptavini sinum, Sunnu, að þota hlutafélagsins fengist ekki lengur til þessara flutninga, en hins vegar gæti SUNNA fengið að nota, á óhag- kvæmara verði þó, gamla DC6- vél félagsins. Þessum afarkost- um varð Sunna að sæta, þvi að Loftleiðir áttu engar vélar lausar til leiguflugs. Veturinn 1969 til 1970 gerði hlutafélagið Eimskip Flugfélag tslands h.f. aö beinum eignar- aðila ferðaskrifstofu sinnar, sem þá um leið var gerð að sérstöku hlutafélagi, er sonur stjórnarfor- manns Eimskips. sem jafnframt er aðallögfræðingur Flugfélags tslands, gerðist stjórnarformaður fyrir. Strax þá um sumarið 1970 hóf þetta nýja dótturfyrirtæki Mallorkaferðir i samkeppni við Sunnu. Jafnframt geröi þáverandi samgönguráðherra, Ingólfur á Hellu, ráðstafanir til þess að SUNNA ætti ekki heldur þeirra kosta völ að nota til þessara flutn- inga enska skrúfuþotu, sem Sunna hafði tekið á leigu og hafið rekstur á að áður fengnum öllum þeim leyfum, er lög gerðu ráð fyrir. Átti þannig á fljótvirkan hátt, fyrir tilstuðlan æðri stjórn- arvalda, að flytja mikil ferðavið- skipti milli tveggja viðskipta- fyrirtækja i landinu. En kappið var meira en forsjáin við þessa nauðungarflutninga viðskipta, og þvi fór sem fór. Flutningunum er ólokið enn og rikissjóður stendur i varnarstriði fyrir dómstólum landsins, vegna tugmilljóna tjóns, er ólögmæt afskipti af frjálsum viðskiptum ollu. En mannfólkinu eru af forsjón- inni gefnar misjafnlega miklar gjafir i vöggugjöf, hvort sem um er að ræða gáfur eða tornæmi. Forréttindafólkið verður að gæta þess að nota sjálfsafgreiðslu- kerfið æa æðri stöðum i hófi þvi að annars kemur maður vinum sin- um i vanda. A siðastliðnu vori voru stærstu ferðaskrifstofu landsins bann- aðar allar bjargir aðrar til að flytja farþega sina til sólarlanda en að leigja spánskar flugvélar, sem raunar eru stór, góð og hag- kvæm tæki. Á fundi, sem flug- málastjóri hélt i skrifstofu sinni með forstjórum Loftleiða og Flugfélags Islands h.f. og undir- rituðum i maimánuði, bauðst SUNNA til að leigja vélar F.l. til Mallorkaflutninganna gegn þvi skilyrði, að eigendur þeirra véla, sem SUNNA þannig leigði fyrir hærra verð en erlend félög buðu, hættu niðurboðum og samkeppni með eigin ferðaskrifstofustarf- semi. Þessu boði hafnaði forstjóri Flugfélags tslands. Þegar þessi fundur var haldinn, hafði legið' ósvarað hjá flugmálastjóra i nokkrar vikur beiðni um lend- ingarleyfi frá Air Spain til flug- ferða fyrir SUNNU milli Islands og Spánar. Beiðnum þessum um lendingarleyfi var enn ósvarað, þegar flugferðirnar áttu að hefj- ast um miðjan jún^en leyfi veitt til sex ferða kvöldið áður en i fyrstu ferðina átti að fara. Var spönskum stjórnarvöldum og flugmálayfirvöldum þannig sýnd fáheyrð móðgun og litils- virðing með þvi að svara ekki einu sinni málaleitan spánsks flugfélags um lendingarleyfi, enda þótt flugvélar islenzkra aðila hefðu árum saman fengið tafarlausa og ótakmarkaða jákvæða afgreiðslu um lend- ingarleyfi á Spáni. En þar með var þvi lika að sjálfsögðu lokið. Flugvél frá Flugfélagi lslands, sem næst átti að fljúga til Spánar, var látinn biða i sólarhring eftir lendingarleyfi á Spáni. Farþegar- nir og ferðaskrifstofan SUNNA, sem þannig urðu fyrir tjóni, eiga þvi til skuldar og skaða að telja hjá islenzkum flugyfirvöldum, sem þannig höfðu algjörlega að óþörfu klúðrað þessum málum. Siðan þetta gerðist hefur verið „deiluástand” milli flugmála- yfirvalda á islandi og Spáni. Á þeirri deilu er aðeins til ein lausn. Það ei; að islenzk flugmálayfir- völd geri það. sem þau áttu vitan- lega að gera i upphafi, en það er þaðsama,sem flugmálayfirvöld i öllum löndum hafa gert undir svipuðum kringumstæðum þ.e. að veita lendingarleyfi gagnkvæmt milli flugfélaga þjóðanna eftir þvi sem þau hafa á eðlilegan hátt get- að aflað sér viðskipta og verk- efna. Hin stefnan, að ætla i blindri þjónustu við hagsmuni hlutafjár- eigenda, sem bæði reka flugfélag og ferðaskrifstofu, að loka öllum viðskiptaleiðum keppinauta, sem þeir vilja ná viðskiptunum af, nær vitanlega ekki nokkurri átt, og er þeim mun alvarlegra, þar sem til þess að ná þessu marki er stefnt i neytenda og vinsamlegum sam- skiptum við aðrar þjóðir. Mál er að linni. F.h. Kerðaskrifstofunnar SUNNU Guöni Þórðarson. Hvalur 9, lá i Ileykjavikurhöfn á laugardaginn, cn i vikunni verður skipið tekiö til landheigisgæzlu. Skipið veröur tekið i slipp og skoðað hátt og lágt, og sennilega verður skipið merkt hinu alþjóölega bláa og hvita merki eftirlitsskipa. Um mánaðamótin veröur svo lokið endurbótum og viðgerð á varðskip- inu Þór, svo i byrjun október hefur Landhelgisgæzlan yfir tveim fleiri skipum að ráða til gæzlustarfa á hafinu umhverfis Island. Skipherra á Hval 9 verður Helgi Hallvarðsson, sem verið hefur með Arvak að undanförnu. (Timamynd Róbert). Innritun i Námsflokka Reykjavikur fer fram i Laugalækjar- skólaþriðjud. 26. tilfimmtud. 28. september 1972 kl. 16:30-19:30. Kennslugreinar: Islenzka I. og II. fl. (111. fl. fyrir útlendinga), danska I. II. og III. fl., norska I. fl., sænska I. og II. fl., enska I.-VII. fl., þýzka I.-V. fl., franska I.-IV. fl., spænska I.-IV. fl., italska I. og II. fl., stærðfræði I. II. og III. fl. (mengi), vélritun I. og II. fl., bók- færsla I. og II. fl., föndur, smelti, sniðteikningar, barnafata- saumur, kjólasaumur, bókmenntakennsla, fundatækni og ræðumennska. Nýjar kennslugreinar: Nútimasaga, jarðfræði og rússneska. Kennsla til prófs: A) I norsku og sænsku fyrir nemendur á barna- gagnfræða- og framhaldsskólastigi. Námið er ætlað nemendum, sem eitthvað kunna fyrir i málunum vegna dvalar i löndunum eða af öðrum ástæðum. B) Undirbúningur undir gagnfræðapróf. Styttri námskeið: Leiklistarkynning, myndlistarkynning, tón listarkynning, fjölskyldufræði, samfélagsfræði, afgreiðslustörf og matreiðsla verða auglýst nánar siðar. Aðalkennslustaður er Laugalækjarskóli, en einnig fer fram kennsla i Árbæjarskóla og Breiðholtsskóla i ensku, þýzku, kjólasaum og barnafatasaum. Sænskukennsla til prófs fer fram i Hliðaskóla. Smelti er kennt i Laugarnesskóla. Kennsla hefst kl. 7:20 og stendur til kl. 10:40, nema á föstud. þá er kennt til kl. 8:55. Ekki er kennt á laugardögum. Kennt verður i tveimur námskeiðum 10 vikur i senn. Innritunargjöld: Bóklegar greinar 500,00 kr. hver grein. Verk- legar greinar 800,00 kr. og 1500,00 kr. fyrir tvöfaldan timafjölda. Innritað er að hausti og á miðjum vetri. Árbær, Breiðholt: Enska I-III kl., barnafatasaumur og kjólasaumur. Innritun. föstud. 29. sept. kl. 5-7 i sima 21430.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.