Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 24. scptember 1972 30 þjóðir drekka meira en við Stp—Reykjavik Afengisvarnaráð hefur birt skýrslu um áfengisneyzlu i ýmsum löndum árið 1970, þar sem Island er að sjálfsögðu tekið sérstaklega fyrir og rakin saga áfengisneyzlu hér frá þvi árið 18«0. t skýrslunni er gefin upp neyzl- an i prósentum og litrum á hvern ibúa að meðaltali. Aðgreind eru veik vin, sterkt öl og sterkir drykkir. Lang mest er drukkið af veikum vinum i löndum Suöur- Kvrópu. t Frakklandi drekkur hveribúiaðmeðaltali 112 lítra, en Portúgalir og ttalir 115 litra hver ibúi. Spánn kemur svo næst, 62 litrar á mann. Næst koma Miö- Kvrópurikin Austurriki, Sviss, Luxemborg og Ungverjaland, með um 40 litra á mann. Belgar drekka mest af sterku öli eða 140 1 á mann. Næstir koma svo Þjóðverjar, 139 1 á mann, Tékkar, Astralir, Nýsjálendingar og Luxemborgarar. Ekki er fjas- að um bjórþamb Dana að ástæðu- lausu, þvi þar er neyzlan 109 1 á ibúa. Næstir af Norðurlandabúum koma Sviar, en það er stórt stökk, 581 á ibúa. Loks skal getið Breta, sem drekka um 100 1 mann. Islendingar eru auðvitað ekki á skrá yfir ölneyzlu. Sviar drekka mest af sterkum drykkjum af Nörðurlandabúum eða 2,7 i 100% litrum. íslendingar drekka 2,2, Finnar 1,8 og Norð- menn 1,6. Annars drekka Pólverj- ar, Þjóðverjar og Bandarikja- menn mest af sterkum drykkjum eða :i 1 og rúmlega það á mann. Til gamans má geta þess, að Tyrkir eru skv. skýrslunni manna tregastir við neyzlu sterkra drykkja, drekka aðeins 0,3 100% litra á mann. Annars kemur manni helzt i hug við lestur þess- arar skýrslu, að tsendingar geti verið ögn upplitsdjarfari yfir suddalegri drykkju sinni, eftir þessaopinberum, þarsem sýnt er svart á hvitu eftir itarlegar rann- sóknir, að þeir eru alls ekki ötul- astir allra þjóða við neyzlu sterkra drykkja. þótt löngum sé þvi haldið fram i ra>ðu og riti. Neyzlan samtals á veiku vini. sterku öli og sterkum drykkjum er mest i Frakklandi eða 17,3 100% litrará ibúa og aðrar Suður-' Evrópuþjóðir fylgja svo fast á eft ir. Er það veika vinið sem skipar þessum þjóðum efst á blað.' tslendingar eru i 31. sæti með 2,5 1 á ibúa, en Danir efstir Norður- landaþjóða i 15. sæti með 6,8 1 á ibúa (sterka ölið). Sé litið á áfengissögu tslands á siðustu hundrað árum, sést, að neyzlan hefur farið stigvaxandi allan timann. 1881-1885 var neyzl- an á mann miðað við 100% áfengi 2,271 af sterkum drykkjum og 0,11 1 af léttu vini, eða samtals 2,38 1. Arið 1971 er heildarneyzlan 2,70 1 á mann, þar af 0,29 1 létt vin. Skýrslan sýnir snöggminnkandi áfengisneyzlu 1911-1915, en þá kemst hún niður fyrir 1 litra á mann og helzt undir þvi marki til limabilsins 1941-1945. Þetta er af- leiðingar innflutningsbannsins á áfengi, sem komið var á á þessum árum. 1908 var borið fram á alþingi frumvarp um innflutningsbann á áfengi, og hlaut það þrjá fimmtu hluta greiddra atkvæða. Á alþingi 1. mai 1909 var frumvarpið svo afgreitt með 42 atkvæðum gegn 17. Varð það undirritað sama ár i júli af Friðrik 8. Danakonungi og Birni Jónssyni ráöherra. Átti að- flutningsbannið að taka gildi 1. jan 1912, þannig að gefinn var um þriggjaára umþóttunartimi. Eftir 31. des 1915 átti öll sala og neyzla að vera lögbönnuð. Arið 1916 hafði bannið staðið i ár. Er haft eftir Jóni Magnússyni, sem þá var bæjarfógeti i Reykjavik, að haustið 1916 hafi ekkert þurfa- mannaheimili verið á sveitar- framfæri, en áður var allmikið um það. Erfitt hafði oft verið að lögskrá á fiskiskipin sökum drykkjuskapar, en nú kom það ekki fyrir. Bannið stendur svo með smá- vegis undanþágum til 1922, það er að segja að gerðar voru undan- þágur á „konsúlabrennivini" og „la'knabrennivini". Læknum var veitt leyfi til að gefa út resept, og erlendir ræðismenn fengu leyfi til að flytja inn vin i landið. Algjört bann er þvi aðeins tvö Þótt ótrúlegt kunni að virðast, er vlða meiri drykkjuskapur en á Islandi. ár, 1916 og 1917. Er raunar merkilegt, hvað neyzlan er mikil á þessu timabili skv. skýrslunni. Mætti ætla, aö ræð- ismenn hafi drukkið anzi stift og læknar verið örlátir á reseptin. Arið 1922 var svo farið að flytja inn- Spánarvinið svokallaða, i staðinn fyrir blessaðan saltfisk- inn. Eins konar kaup kaups.Stökk neyzlan á léttu vini frá þvi að vera nánast engin upp i 0,21 1 á mann. Algjört bann var á aðflutn- ingi og neyzlu sterkra drykkja til ársins 1935, en er það var gefið frjálst aftur, hraðminnkaði neyzla létts vins. Það þótti finna að neyta sterkra drykkja og hæfði betur vikingum okkar þjóðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla sú, er felldi bannið úr gildi 1935, var dá- litið merkileg. Oti á landsbyggð- inni voru jafnmargir með og á móti, en það var Reykjavikur- svæðið, sem skar úr um þetta mál. Þar var langmestur meiri- hluti fylgjandi afnáminu. Enn skiptir nokkuð sköpum 1954, er veitingarhúsum er veitt vinveitingarleyfi, og eykst þá drykkjan mjög. 1955 er hún orðin 1,451 af hundrað prósent áfengi á mann, var alls 1,76 á öllu timabil- inu 1946-1950. Á seinni árum er eftirtektar- vert, að á kreppuárunum 1968 og 1969 er neyzlan mun minni en áður var, 2,11 litrar 1968, en var 2,38 1 '67. Hún eykst svo aftur, með vaxandi hagsæld. Þetta styð- ur eindregið þá skoðun margra, að hæk"kun á áfengisverði dragi úr sölu þess, þvi það virðist vera hlutfallið milli kaupgetu almennings og verðlags sem ræður hve mikið þeir drekka. Frakkar eiga EBE-met Þegar hátið fer i hönd er ávallt mikiðað gera I útsölum ATVR. NTB—Brussel. Hollendingar eiga EBE-met i mjólkurdrykkju, en Belgar nota hins vegar flestar hitaeiningar. Þetta og margt fleira merkilegt kemur fram i skýrslu, sem Evrópunefndin lagði fram ný- lega. 1 Hollandi drekkur hver ibúi til jafnaðar 114 litra af mjólk ár- lega, i Frakklandi er ársneyzla af kjöti 87 kiló á ibúa, en Hollend- ingar eru minnstar kjötætur innan EBE með aðeins 50 kiló á í bílaeign ibúa. Þó að þeir hins vegar fram- leiði mikið smjör, er neyzlan að- eins 2,3 kfló af þvi árlega á ibúa, en i Frakklandi, Belgiu og Þýzka- landi er hún átta kíló. Italir drekka mest af léttum vinum, 115 litra árlega á ibúa. Frakkar eiga flesta bfla, 245 á hverja 1000 ibúa, V-Þjóðverjar hafa flest sjónvarpstæki, 262 á hverja 1000 íbúa og i Luxembourg eru flestsjukrarúm, 1265 á hverja 100 þús. íbúa. LAXVEIÐI Tilboð óskast i Álf tá á Mýrum, sem er laus til leigu á næsta sumri. Tilboð sendist fyrir 1. des. 1972. Upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson, Hundastapa, Simastöð Arnarstapa. Skjaldbaka setti heimsmet í sundi NTB—Genf I'viir nokkrum dögum setti skjaldbaka ein heims- met, er hún synti alls 5931 km frá S-Afríku til Afriku. Ekki nóg með það, heldur lagði hún einnig með þessu sitt að mörkum til að koma í veg fyrir að skjaldbökum verði útrýmt. Það voru samtökin „World wildlife fund", sem tilkynntu um sundafrek skjaldbökunn- ar, en hún hafði verið merkt. Hún hóf sundið frá Surinam, og skreið loks á land aftur i Ghana. Aldrei fyrr er vitað til að svona nokkuð hafi gerzt. Ströndin, sem skjald- bakan kom upp á i Ghana, er mikil varpstöð skjaldbaka, og þar stunda tillitslausir veiðimenn lika skjaldböku- veiðar sinar, með þeim fyr- irsjáanlegu afleiðingum, að skjaldbakan deyr út. Undan- farið hafa varpstöðvar skjaldbökunnar viða verið friðaðar, og nú væntanlega einnig i Ghana, eftir að sund- garpurinn visaði á þær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.