Tíminn - 24.09.1972, Page 19

Tíminn - 24.09.1972, Page 19
Sunnudagur 24. september 1972 TÍMINN 19 Vegfarandi fyrir bílum sem lentu f árekstri Klp-Reykjavik. laugard. t morgun. milli kl. 10.00 og 10.30 urðu tveir harðir árekstrar i aust urbænum i Reykjavik og voru menn fluttir á slysadeildina frá þeim báðum. Annar áreksturinn varð á horni LönguhliðarogHáteigsvegar^ar ók bifreið inn i hliðina á annari með þeim afleiðingum að hún snérist i a.m.k. einn hring á göt- unni og skall á vegfaranda, sem stóð á gangstéttinni. Kastaðist maðurinn, sem var nokkuð við aldur. út á götuna og mun hafa meiðzt illa, m.a. á höfði. Hinn áreksturinn varð á mótum Safamýrar og Háaleitisbrautar. Var hann mjög harður að sögn lögreglumanna sem komu á stað inn. Var ökumaður annarar bifreiðarinnar fluttur á Slysa- deildina,en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Þá varð telpa fyrir bil i gær- kveldi viö Réttarholtsskóla og mun hún hafa fótbrotnað. Bernharður arbTshl‘1'iJ og leiki barna. Hvaða leikföng hentuðu hverju aldursskeiði og hvernig heppilegast væri að leika við börnin. Þar kom lika söng- kennari og þar var talað um kvöldvökur á heimilum. Og sið- asta kvöldið var rætt um trúar- uppeldi barnsins. i staö gömlu kvöldvökunn- ar. — Hvað sögðu menn um kvöld- vökurnar? — Það var stungið upp á þvi, að fólk notaði fimmtudagskvöldið, þegar sjónvarpið er ekki, til þess að vera saman i einu herbergi. öll fjölskyldan. Menn ættu ekki að lofa sér út á fund það kvöldið, heldur vera heima og tala saman, lesa eitthvað hver fyrir annan og svo framvegis. — Já, væri það ekki ráð, að við notuðum dálitið betur en við ger- um, þetta eina kvöld. sem okkur er hlift við þvi að horfa á mis- góðar biómyndir? — Ég er nú mikill áhugamaður um sjónvarp. og vil ekki láta tala illa um það! Hitt er annað mál, að menn verða að velja úr þvi efni, sem þar er á boðstólum, en ekki glápa á alla skapaða hluti. En sjónvarpið gæti lika komið okkur þar til hjálpar. Mér er kunnugt um, að i Fóllandi er sá háttur á haföur. að fyrri hluta kvölds er flutt sjónvarpsefni, sem er við hæfi allrar f jölskyldunnar. En svo kemur þulurinn og segir: Jæja, nú er kominn háttatimi fyrir litlu börnin, og nú verður ekkert sjón- varpað næstu tiu minúturnar. Þá er hægt að fara með börnin i hátt- inn. Þá þarf ekki að draga þau frá einhverjum æsandi atriðum, sem þau eru alveg að missa af, og allt gengur miklu friðsamlegar fyrir sig en ella. Ég er þess alveg full- viss, að þvi yrði vel tekið, ef sjón- varpið hérna tæki upp eitthvað þessu likt. En þegar barnið fer frá sjón- varpinu og inn i barnaherbergið, þarf það að eiga i vændum skemmtilega stund þar. Þeir for- eldrar, sem ekki sitja hjá börnum sinum i róog næði, um leið og þau fara i rúmið, svikja bæði börnin og sjálfa sig um mjög dýrmæta reynslu. Þau eiga að tala við börnin um atburði dagsins, lesa fyrir þau og siðan fara með eitt- hvað fallegt með þeim á meðan þau eru að hverfa inn i svefninn. Ef manni tekst ekki að mynda trúnaðarsamband við barn sitt á þessum árum, þá fær maður það ekki seinna. Það er meira en litið átakanlegt, sem einn ungur piltur sagði einu sinni við mig: ,,Pabbi hafði aldrei neinn tima fyrir mig, fyrr en ég var orðinn afbrota- piltur, þá hafði hann ailt i einu nógan tíma”. En þá var það bara orðið of seint. — Nú höfum við glatað kvöld- vökunum okkar. en ekki fengið neitt i staðinn. — Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Við höfum, jú, glatað bað- stofunni með sinni kvöldvöku, en við höfum reyndar fengiö nokkuð i staðinn — nokkuð, sem fáum dettur i huga að óathuguðu máli. — Hvað er það? — Það er sunnudagsbiltúrinn. Hann er oft eina stundin. sem fjölskylda borgarbúans er öll saman komin á einum stað. Faðirinn ekur og segir börnunum sinum frá þvi. sem fyrir augu ber. Það er jafnvel ekki óalgengt, að allir i bilnum taki lagið, og þar sem söngur fer fram. þar er sam- hugur. Billinn er lokaður og þarna kemst ekkert að til þess að trufla samstillingu fjölskyld- unnar. En þrátt fyrir sunnudags- bilferðina held ég, að fólk ætti að gera sér það að reglu, að bókstaf- lega taka frá eitt kvöld i viku og helga það fjölskyldunni alger- lega. — Má ég spyrja þig mjög persónulegrar spurningar? — Gerðu svo vel. — Finnst þér ekki heillandi að vinna að æskulýðsmálum? — Jú heillandi er það, en það er mjög krefjandi. Ungt fólk er mjög opið. Það er ekki búið að fá þessa grimu, sem við, hin eldri, höfum sett upp. Unga fólkið er ekki bundið af eins mörgum hömlum og hinir eldri. Það getur rætt opinskátt og af einlægni um vandamál sin, til dæmis á sviði trúmála og hjúskapar. Nú getur hver maður sagt Jesús án þess að roðna, og svo mætti lengi telja. Vissulega er erfitt að vera unglingur núna. Ungu fólki leið- ist, það kvartar um, að ekki sé við neitt að glima og finnst þá lifið tómlegt að vonum. En einmitt af þvi að þetta unga fólk hefur aldrei kynnzt öðru en velmegun, finnst mér liklegt, að það leiti sér ann- arra verðmæta en þeirra efnis- legu. —- Getur verið. — Já, sjáðu til. Það fólk, sem nú er komið á miðjan aldur eða meira, fólkið, sem ólst upp i torf- bæjum og lifði ógnir kreppu og allsleysis, það er meira en von, að hugur þess sé að mestu bundinn þvi brýna verkefni að vera nokk- urn veginn öruggur fjárhagslega. Það var blátt áfram lifsnauðsyn að eiga þak yfir höfuðið og að búa við atvinnulegt öryggi. En mannkynið hættir aldrei leit sinni að lifshamingju, sú leit er okkur ásköpuð. Ég hef þá trú, að það fólk, sem ekki hefur þurft að heyja örvæntingarfulla baráttu fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, muni leita sér lifsfyllingar i ein- hverju, senj æðra er en fallegt steinhús og gljáfægður bill. —VS. «<rjandsins grróðnr - ydar hróðnr iÖNAÐARBANKI ÍSLANDS Auglýsingasímar Tímans eru Frystiskápar og kistur í úrvaii frá Bauknecht (Bauknecht veit hvers konan þarfnast * Fljót og örugg frysting. * Öruggar og ódýrar í rekstri. * Sérstakt hraðfrystihólf. * Einangraðar að innan með áli. * Eru með inniljósi og læsingu. * 3 öryggisljós.sem sýna ástand tækisins og margir fleiri kostir. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Leitið upplýsinga strax. Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík sími 38900 STJORNUNARFRÆÐSLAN (Kynningarnámskeið um stjórnun fyrirtækja) Á vetri komanda mun Stjórnunarfræðslan halda tvö námskeið i Reykjavik á vegum iðnaðarráðuneytisins. Fyrra námskeiðið hefst 2. október og lýkur 10. febrúar 1972. Siðara námskeiðið hefst 15. janúar og lýkur 26. mai 1972. Námskeiðið fer fram i húsakynn- um Tækniskóla íslands, Skipholti 37, á mánudögum, miðvikudög- um og föstudögum, kl. 15:30 til 19:00. Námskeiðshlutar verða eftirfarandi: Undirstöðuatriði almennrar stjórnunar Frumatriði rekstrarhagfræði Framleiðsla Sala Fjármál Skipulagning og hagræðing skrifstofustarfa Stjórnun og starfsmannamál Stjórnunarleikur Fyrra námskeið Siðara námskeiö 2. okt. — 6. okt. 15. jan. — 19. jan. 9. okt. — 20. okt. 22. jan. — 2. febr. 30. okt. — 10. nóv. 12. febr. — 23. febr. 13., nóv. — 24. nóv. 26. febr. — 9. marz 27. nóv. — 15. des. 19. marz — 6. april 17. jan. — 22. jan. 30. april — 4. mai 22. jan. — 9. febr. 4. mai — 23. mai 9. febr. — 10. febr. 25. mai — 26. maí Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Stjórn- unarfélags íslands, Skipholti 37, Reykjavik. Simi 82930. Umsóknir þurfa að berast fyrir 28. september 1972.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.