Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.09.1972, Blaðsíða 20
..v.:.:vv.:.-i;f :•:¥: m® m míí m ">V ^.xVVKÍ/ ^ Ótrúlegt! Andrúnís loft við okkar hæfi — urlif! Og væntanlega einnig dýralif! l/'Við Benniætlum r peir settust hér að leita ummerkja frá fyrsta leiðangrin- Líbýskar herflutningaflugvélar komu hlaðnar til Uganda - harðir bardagar sagðir við landamæri Tanzaníu sveitirnar myndu aldrei geta sigraö her Uganda. Otvarpið i Dar es Salaam, höfuðborg Tanzaniu tilkynnti hins vegar i gærmorgun, að allt væri með kyrrum kjörum við landa- mæri Uganda. ¦¦ Sunnudagur 24. september 1972 Hernaðarástand á Filippseyjum: Byltingartilraun og tilræði við ráðherra NTB—Manila Lýst var yfir hernaðarástandi á Filippseyjum á föstudagskvöld, eftir að komist hafði á kreik sterkur orðrómur um byltingar- tilraun i landinu. Reynt var að ráða af dögum varnarmálaráð- herrann, Juan Ponce. Að minnsta kosti 20 manns voru handteknir. Fregnir af atburðum voru i gær fremur óljósar, en tilkynnt vap að forseti Filippseyja, Ferdinad Marcos, myndi gefa yfirlýsingu bráðlega. Meðal þeirra, sem handteknir voru, eru þingmenn úr stjórnarandstöðunni og blaða- menn. Um leið og hernaðarástandinu var lýst yfir, um kl. 18 á föstu- dagskvöld að isl. tima, hætti útvarpið i Manila útsendingum, en þá höfðu sveitir hersins tekið útvarpshúsið og ritstjórnarskrif- stofur allra blaða landsins. Sögur komust á kreik um,að háskólinn heföi einnig verið hertekinn, en það hefur ekki verið staðfest. Yfirmaður úr hernum sagði i simtali við Reuters-fréttastofuna, að útvarpið og blöð;n hefðu verið hertekin til að koma i veg fyrir undirróðursstarfsemi. I gærmorgun var hervörður á öðru hverju götuhorni i Manila og við allar mikilvægar byggingar. Fjöldi hermanna stóð og vörð við forsetahöllina. Yfir 500 manns hafa séð sýningu Magnúsar og Sigurðar Málverkasýningu Magnúsar Kjartanssonar og Sigurðar Orlygssonar i kjallara norræna hússins lýkur i dag sunnudags- kvöldið 24. september kl. 22.00. Þegar hafa yfir 500 manns skoðað sýninguna og 7 myndir selzt. Gylfi Þ. gaf einnig 10 þús. kr. Klp-Reykjavik. Eins og áður hefur komið fram i fréttum, hafa allir ráðherrarnir gefið 10 þúsund krónur hver i landhelgissjóð. Gylfi Þ. Gislason fyrrverandi menntamálaráð- herra vildi ekki vera eftirbátur þeirra og afhenti i gær sömu upp- hæð til skrifstofunnar að Lauga- vegi 13. Þá bárust i fyrradag 100 þúsund krónur frá Selfosshreppi og einnig 50 þúsund krónur frá Sam- bandi isl. barnakennara. Að sögn Jóns Ásgeirssonar framkvæmda- stjóra söfnunarinnar, hafa pen- ingar komið frá fjórum nágrannalöndum okkar, Noregi, Danmörku, Færeyjum og Græn- landi. Væru þetta misstjórar upp- hæðii>en þær sýndu samt engu að siður áhuga einstakra vina okk- ar i þessum löndum fyrir þessu máli. NTB—Kampala og Dar es Salaam Flutningaflugvélar frá Libýu lentu á föstudagskvöld f Uganda með 400 hermenn og talsverðar birgðir vopna innanborðs. Vopnin voru einkum klnversk og sovézk. t fréttum frá Kampala i gær - morgun sagði, að harðir bar- dagar geisuðu milli Ugandahers og sveitum úr her Tanzaniu, sem studdar væru af skæruliðum. Aðalbardagarnir voru sagðir á yfirráðasvæði Tanzaniu. rétt við landamæri Uganda. Upplýst var i Kampala i gær- morgun, að einn þeirra manna, sem teknir voru til fanga i átök- unuin fyrr i vikunni i grennd við bæinn Mutukula, hefði verið John Wakoli, fylgismaður Miltons Obote, fyrrum Ugandaforseta, Wakoli var sagður hafa særzt svo illa i átökunum, að hann muni tæpast þola ferðalag til Kampala. Ugandastjórn fór þess i gær á leit við Nyerere, Tanzaniu- forseta. að hann kallaði heim her sveitir sina og hætti stuðningi við fylgismenn Obotes. 1 umleitan- inni var sagt, að skæruliðaher- Blaðburðarfólk óskast Hjarðarhaga, Tómasarhaga, Mela, Laufásveg, Bergs- staðastræti, Grettisgata, Barónsstigur, Kjartansgata, Háteigsvegur, Suðurlandsbraut, Efstasund og Skipasund. Timinn, simi 12323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.