Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 218. tölublað—Þriðjudagur 26. sept. —56. árgangur. kæli skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 . -f ¦ ?**^BBMttBttáM»w»^il* ¦ ¦¦ -¦¦¦ ^^& i *¦ L ! í£9SL Hr U F K» mmmT^^ * íí ' ' 1 Landhelgisþyrlan Gná og bandarisk leitarþyrla á tiininu í Fornahvammi. Ljósmynd: Agiist Björnsson. Gangnamaður varð úti í Haukadalsdrögum NEI í NOREGI Aðild hafnað með 53% atkvæða SB-Reykjavik. Hreinn Heiðar Arnason, 23 ára gamali bóndi ao Stafholtsveggj- um i Borgarfirði, fannst látinn siðdegis á sunnudaginn i Hauka dalsdrögum, norövestur af Tröllakirkju. Hann hafði týnzt I göngum á laugardaginn og höföu 250 manns leitað hans dauðaleit Mishermi ensks blaðs Vegna hljóðvarps- og sjón- varpsfréttar i gær, þar sem haft var eftir ólafi Jóhannessyni, for- sætisráöherra, að við tslendingar værum reiðubúnir til þess að út- búa svæðakerfi, sem gæfi Bretum möguleika á að veiða árlega 156.000 tonn á islandsmiðum, 75% af afla ársins 1971, skal tekið fram, að hér er um villu að ræða, sem byggist á misskilningi hjá blaðamanni. Forsætisráðherra nefndi engar slikar tölur i við- talinu við John C. Griffiths, sem er höfundur greinarinnar i Observer. i samtalinu lagði forsætisráð- herrann sérstaka áherzlu á, að kvótakerfi, byggt á aflamagns- takmörkunum, kæmi ekki til greina. með aðstoð þyrla og sporhunda i tæpan sóiarhring. Siðast sáu gangnamenn til Hreins um kl. 3 á laugardaginn, er þeir voru að smala i Snófjöll- um, norður af Fornahvammi. Er hann kom ekki fram um tveim klukkustundum siðar, þegar gangnamenn hittust i Forn- ahvammi, var þegar óttazt um hann, ekki sizt, þar sem veður var vont og fór versnandi. Suðvestan stormur var, úrhellisrigning og þoka. Félagar Hreins tóku að svipast um eftir honum og beðið var um aðstoð úr byggð. Hjálparsveitir og kunnugir menn úr héraðinu komu strax á vettvang og gengu um fjöllin um nóttina án árangurs. 1 býti á sunnudagsmorguninn voru björgunar- og hjálparsveitir af svæðinu allt norðan frá Hvammstanga og suður til Reykjavikur, ásamt nemendum Samvinnuskólans i Bifröst, komnar á vettvang. I birtingu batnaöi veður og létti nokkuð til, þannig að ákveðiö var að fá þyrlu varnarliösins til að taka þátt i leitinni. Með henni kom spor- hundur frá hjálparsveit skáta i Hafnarfirði. Var leitinni stjórnað úr Fornahvammi og höfðu björgunarsveit slysavarnafélags- ins i Reykjavik og fjallkóngar Mýramanna sjórnina á hendi. Upp úr hádeginu var varnarlið- ið á Keflavikurflugvelli beðið um viðbótarþyrlu.en i þann mund, að hún kom, létti það mikið til um Snjófjöll og Tröllakirkju að hægt var að leita þar úr þyrlu. Það var um klukkan fimm, að þyrla varnarliðsins tilkynnti, að hún hefðu fundið Hrein I Hauka- dalsdrögum, og væri hann látinn. Þyrlan flutti siöan lik hans að Fornahvammi. Hreinn Heiðar Arnason var fæddur 31. marz 1949. Hann lætur eftir sig kornunga eiginkonu. Langt er sfðan norska þjóðin hefur lifað jafnæsilegar stundir og I gærkvöldi og nótt, er talning atkvæða i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að EBE stóð yfir. Enginn gat gert sér rökstudda grein fyrir þvi fyrirfram, hver úr- slitin yrðu, en öllum var Ijóst, að mjög nijótl yrði á mununum. Kosningabardaginn hafði verið ákaflega harður. Forsætisráð- herrann, Tryggve Bratteli, lagði sjálfan sig bókstaflega á vogar- skálarnar, er hann lýsti yfir þvi, að hann myndi biðjast lausnar, ef aðildin yrði ekki samþykkt með 55% atkvæða. Fiestir flokkarnir Hlekkjum reyrður Þetta er likast kafla úr Fornaldarsögum Norðurlanda, þeg- ar menn óðu jörðina að knjám og hjuggu sundur björgin. Hér hefur kraftajötuninn verið lagður f hlekki, sem flestum má virðast ótrúiegt, að hann sprengi af sér. Þó var það ekki nema hálfur sigur, þvi að eftir var að brjótast lit úr fangaklefa úr járnbentri steinsteypu. Lögregluþjónarnir Albert Albertsson og Guðjón Sigurðsson eru að veita honum sakramentið, áður en þeir hverfa út og læsa klefanum, og Vilhjálmur Knudsen myndar i ákafa. 1 opnu blaðsins má bæði sjá og lesa, hvernig fór. voru sjálfum sér sundurþykkir og þó enginn svo klofinn sem flokkur forsætisráðherrans, verka- mannaflokkurinn. Fyrirfram var vitað, að þorri bænda og fiskimanna var andvig- ur aðild, en mikill meirihluti Oslóarbúa voru taldir henni fylgj- andi. Lýstu andstæðingar aðildar yfir þvi, að það yrðu höfuðborgar- biiar, sem þröngvuðu þeim, sem annars staðar byggju. inn i bandalagið. Svo hörð sem kosningabaráttan var, varð kjörsókn fremur dræm — ekki nema 75,1%. Margir töldu, að þessu ylli tregða þeirra kjós- enda verkamannaflokksins, er voru andvigir aðild, þar sem þeim hafiþóttsem þeirværu milli steins og sleggju: Annars vegar sá stuggur, sem þeim stóð af aðildinni, en á hinn bóginn óviss- an um örlög flokks þeirra eftir þessa hrið, ef EBE yrði hafnað. Þær tölur, sem bárust fyrst eft- ir að talning hófst, voru and- stæðingum aðildar mjög i vil. En ekki var mikið mark á þeim tak- andi, þar sem þær voru úr l'á mennum sveitarfélögum, þar sem fólk þóttist sjá sina sæng út- breidda, ef aðild yrði ofan á. Siiiáin samaii breyttust lika hlut- föllin, og þegar rúmlega fimmtungur atkvæða hafði verið talinn, voru fylgjendur aðildar orðnir ofan á. Þessi iiiiiiiur var að visu aldrei mikill, en jókst þó hægt og bit- antli, en stóð siðan i stað um skeið, þar til talinn hafði verið nifira en helmingur atkvæða. Þá tóku metaskálarnar nýja sveiflu: Andstæðingum aðildar tók að vegna betur, og voru orðnir i nokkrum meirihluta, er taldir höfðu verið fast að tveir þriðju at- kvæða. Þegar fjórir fimmtu hlutar voru komnir til skila, höfðu þeir tvö prósent yfir. En siðan jókst munurinn hratt. Var þá langt liAið á talningu, aA þess var ekki fram- ar nokkur von, hvaAa breytingum sem atkvæAatölurnar áttu eftir að taka, að fylgjendur aðildar næðu þeim 55%, sem Tryggve Bratteli hafði heimtað, ef hann ætti að sitja við völd áfram. Síðustu tölur klukkan 1. Já: 46,8% Nei: 53,2%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.