Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. september 1972. TtMINN 5 Margt manna heimsótti Einar Agústsson utanrikisráðherra á laugardaginn, á fimmtugsafmæli ráöherrans. Bárust honum margar gjafir og kveðjur víðsvegar að, og meðal annars kom eitt skeyti á rússnesku. í þakkarræðu, sem Einar Agústsson hélt á heimili slnu, sagði hann frá þessu skeyti, og þá jafnframt, að hann hefði f fyrstu ekki skilið neitt I þvi nema töluna 50. Sagðist ráðherrann hafa haldiö, að þarna væri á ferðinni ein af mörgum orðsendingum I sambandi við 50 mllna fisk veiðilögsöguna. En þegar búið var að kalla rússnesku-mann utanrikis- ráðuneytisins til, kom I ljós, að I skeytinu var Gromyko utanrikis ráðherra Sovétrikjanna að óska starfsbróður sinum til hamingju með 50 ára afmælið, en ekki að senda neina orðsendingu um 50 milurnar. Myndin var tekin, þegar Einar Agústsson var aö segja frá sovézka skeytinu, og þakka viðstöddum fyrir gjafir og heillaóskir I tilefni dagsins. Aður hafði forsætisráðherra, ólafur Jóhannesson, formaöur Framsóknarflokksins, afhent Einari forkunnarfagurt Kjarvalsmálverk frá Þingvöllum, málað 1933, sem var gjöf frá vinum og samherjum. (Timamynd G.E.) 77/ heimilis þarfa - ekki áfengis blöndunar A aöalfundi Kvenfélagasam- bands Gullbringu- og Kjósarsýslu var samþykkt ályktun, þar sem „skorað er á landsmenn að hag- nýta berjafeng sinn til heimilis- þarfa, en láta hann ekki Afengis- verzlun rikisins i té til blöndunar i áfenga drykki” Aðalfundurinn var haldinn i Gagnfræðaskóla Garðahrepps 6. sept. sl., en á fundinum voru 45 kjörnir fulltrúar frá 12 kvenfélög- um I Gullbringu- og Kjósarsýslu, og var ályktunin um krækiberin samþykkt samhljóða. Ályktun þessi á rót sina aö rekja til þess, að I fyrrahaust keypti Afengisverzlun rikisins krækiber til nota til blöndunar á krækiberjalikjör. Var ekki mjög mikið magn þá, og seldist fram- leiðslan upp á skömmum tima. í haust auglýsti svo Afengis- verzlunin, að hún myndi kaupa krækiber til notkunar við gerð krækiberjalikjörs, og barst Afengisverzluninni mikið magn af krækiberjum. Kilóið var keypt á 60krónur, og munu margir hafa komið með þó nokkurt magn, og þénað i hlutfalli við sölumagn. Starfsfólk Áfengisverzlunar- innar hefur að undanförnu unnið að þvi að hreinsa og pressa berin, og liður vart á löngu áður en krækiberjalikjör verður aftur til sölu i útsölum Afengisverzlunar- innar. Að lokum má geta þess, að þetta er ekki I fyrsta sinn, sem konurnar i Kvenfélagasambandi Gullbringu- og Kjósarsýslu hafa látiðbindindismál til sin taka, þvi þær hafa gert ályktun um hætt- una(sem þvi er samfara aö leyfa bruggun og sölu á áfengum bjór hérlendis. hirðuleysi. Vegfarandi getur auð- vitað ekki um það dæmt, hvort þeir menn, sem ekki búa sóma- samlega um hey sin, eiga sér ein- hverja afsökun. En tjón kalla þeir yfir sig, ef heyið drýpur og meira eð minna af þvi fer i súginn. En eins og ég hef þegar tekið fram, þá er það afsökun, sem ég visa á bug, að menn hafi meira en nóg hey. — JH „Meira en nóg hey - því vísa ég á bug” - segir Halldór búnaðarmálastjóri — Sjálfsagt hafa aldrei verið jafnmikil hey á landinu og núna I haust, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, er Timinn átti tal við hann, nýkominn norð- an úr landi. Sunnan lands og vest- an eru þau að vísu miklu meiri að magni en gæðum, en norðan lands og austan fékkst afbragðsfóöur. En þó að mikil hey sé til i landinu^ þá eru þau ekki ofmikil. Hugtakið ,,of mikil hey” er ekki til«:,Það getur aldrei gerzt, sagði búnaðar- málstjóri. Eins og allir vita, sagði búnaðarmálastjóri enn fremur,. hafa túnin sifellt verið að stækka að undanförnum, en vegna kals og áfalla hefur það ekki komið frarri i auknum heyfeng. Nú eru kalskákirnar grónar, og I ljós kom, að hin kaldari sumur, er á undan eru gengin, hafa safnazt fyrir i jarðveginum áburðarefni, sem komu jurtunum að notum, þegar betur áraði til grassprettu. Túnin hafa sprottið til fyllstu nytja i ár. Það er þvi engin furða, þótt heyfengurinn sé mikill. Samt hafa ekki verið slegin öll tún á Suðurlandi, og það finnst mér litt afsakanlegt. Það hefðu alltaf átt að vera einhver ráð til þess að koma grasinu i vothey, ef menn hefðu einbeitt sér að þvi. Ég get ekki heldur látið hjá liða að minnast á það, sem ég sá sums staðar i norðurferðinni, að illa er gengið frá heyjum á sumum bæj- um. Þau eru ekki nógu vel borin upp, og þaðer ekki girt i kringum, svo að skepnur komast að þeim. Það er likast þvi, að sumir þess- ara manna hafa ekki lært að búa um hey til geymslu úti. Sumir þessara manna búa kannski við fólkseklu og annriki, en aðra bagar trassaskapur og Stöðva ber tafar- og skilyrðis- laust þá öldu hermdarverka - sem gengið hefur yfir heiminn í vaxandi mæli, sagði Haraldur Kröyer í dagskrárnefnd S.Þ. KJ—Reykjavik. — Islenzka sendinefndin telur, að Allsherjarþingið myndi skjóta sér undan þeirri ábyrgð, sem á þvi hvilir, ef það verður ekki við þessari beiðni framkvæmdastjór- ans og freisti þess að finna lausn á vandanum, hversu erfitt sem það kann að reynast, sagði Haraldur Kröyer, fastafulltrúi islands hjá Sameinuðu þjóðunum, við um- ræðum um tillögu Kurt Waldheim framkvæmdastjóra samtakanna um nýjan dagskrárlið 27. Als- herjarþingsins um ráðstafanir gegn hryðju- og hermdarverkum. Tillaga Waldheims var samþykkt með atkvæðum 15 rikja, en sjö riki greiddu atkvæði gegn tillög- unni og tvö sátu hjá. 1 samræmi við málflutning fastafulltrúa Is- lands, greiddi island atkvæði með tillögunni, og flutti ræðu — að höfðu samráði við hinn Norður- löndin. Auk þess, sem sagt er i upphafi fréttarinnar, sagði Haraldur Kröyer m.a. samkvæmt fréttatil- kynningu utanrikisráðuneytisins: „Þjöðir Norðurlanda eru ein- dregið þeirrar skoðunar, að stöðva beri tafarlaust og skil- yrðislaust þá öldu hermdarverka, sem gengið hefir yfir heiminn i vaxandi mæli, hvort sem flug- vélarán er um að ræða, morð eða manndráp. Gegn slikum hryðju- verkum verða einstök riki að berjast, ekki siður en alþjóðleg samtök, svo sem Sameinuðu þjóðirnar. lslenzka þjóðin og þjóðir allra Norðurlanda myndu undrast, ef Sameinuðu þjóðirnar neituðu að vera við þeirri ósk framkvæmdastjórans, að taka mál þetta á dagskrá og a.m.k. ræða hryðjuverk þau, sem for- dæmd eru um gjörvalla veröld. Allsherjarþingið getur tvimæla- laust skilgreint hvers konar að- gerðir það eru, sem við viljum fordæma og hindra. Fulltrúi Frakklands ræddi þetta mikil- Framhald á bls. 19 Safnaðarheimili í Grensássókn i fyrradag var vígt félagsheimili Grensássafnaðar, þar sem messað mun verða næstu árin. Fór vigslan fram hátiðlegum hætti að viðstöddum allmörgum bæjarprestum og fjölda safnaðarfólks. Hér sést biskupinn, Sigurbjörn Einarsson, vigja félagsheimilið til hins tviþætta hlutverks, er það mun gegna næstu árin. Að neðan sést yfir samkomusalinn. Ljósmynd: TIMINN — GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.