Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 14
TÍMINN skrána. Hann leit upp og brosti, þegar ég kom inn úr dyrunum. önnur kinnin var enn mun rauðari en hin. Ég gekk rakleitt að skrifborðinu. Honum vannst ekki ráðrúm til þess að risa upp af stólnum. . „Ég bið fyrirgefningar”, sagði ég. „Ég kom aftur til þess. Ég hef aldrei slegið neinn fyrr. Ég hefði ekki trúað þvi, að ég gæti gert annað eins og þetta”. Hann lagði frá sér pennann og lokað sjúklingaskránni. „Þú þarft ekk- ert að afsaka”, sagði hann. „En ég bjóst ekki við þvi, að þú gætir gleymt góðum siðum svona hastarlega. Það var ósvikið manndóms- merki. Svo skulum við gleyma þessu”. „Ég get ekki gleymt þvi. Ég er hrædd við sjálfa mig.... En þegar þú sagðir það, sem þú sagðir, varð ég svo ofsareið. Þú veizt allt of mikið um mig. Þú hefur alltaf vitað of mikið um mig, og þess vegna hata ég þig”- Hann yppti öxlum á þennan sérkennilega hátt, sem mér var orðinn svo minnisstæður. „Ég veitekki of margt. Þú viltendilega vita of fátt”. Hjarta mitt herptist saman við þessi orð. Ég sá hina heitu, ástriðufullu ást mina til Harrýs i nýju og óvæntu ljósi. Ég sá, hve vonlaus hún hafði verið, og hve aumkunarverð ég var. Ég hafði reynt að gera hina áfengu, gagnkvæmu þrá, sem eitt sinn hafði altekið okkur, að smyrsli til þess að mýkja kaun min. Tilfinningar minar höfðu blekkt mig. óstjórnleg gremja fyllti hug minn, er rnér voru leidd þessi sannindi í'yrir sjónir. Mér brást tungutakið, og áður en ég fengi mælt, stóð Merek upp og kom til min. „Þú skalt ekki reyna að hugsa um þetta strax,” sagði hann. „Tveir stórviðburðir i lifi þinu hafa gerzt i dag. Þú verður að fá ráðrúm til þess að jafna þig. Enginn getur gefið þér nein heilræði. Ég myndi siðastur manna verða til þess að gera það, og annar — annar þessara atburða er mér óviðkomandi. En ég ætla að verða þér að þvi liði, sem ég get.” „Þakka þér fyrir”, svaraði ég. „En höfum við ekki gleymt erindi minuhingað? Ætlaðirðu ekki að dæla i mig i dag? Hann brosti og tók undir eins til starfa. „Ég verð að fá dálitinn umhugsunarfrest áður en ég læt nokkuð uppi um batavonirnar”, sagði hann um leið og hann stakk nálinni i mig. „Ég ætla að ráðgast við samstarfsmenn mina og halda svo tilraununum áfram eftir þvi sem okkur virðist vænlegast. Auðvitað veit ég, hve mik- ils ég krefst, er ég bið þig að vera þolinmóða og sjá hverju fram vindur.” „Ég get beðið”, svaraði ég. „Ég skal að minnsta kosti ekki hlaupa burtu án þess að þú vitir. Við settum ekki neitt timatakmark, þegar við gerðum sáttmála okkar. Ég hef treyst meira á sjálfa mig þá en ég geri nú. Ég myndi ekki geta tekið á mig slika skuldbindingu nú”. Skyndileg þreyta altók mig, og ég sneri til dyra, án þess að kveðja. En áður en varði luktust armar hans utan um mig. Ég fann greinilega, hve stæltir vöðvar hans voru innan undir jakkaermunum, og ég var of magnþrota og ringluð til þess að veita viðnám. Ég hristist öll af krampakenndum ekka, og andlit hans hvarf i táramóðu, svo að ég veit ekki, hvað hann kann að hafa sagt. Ég fann aðeins þægilega karlmann- leg faðmlög hans og óvæntan, ofsafenginn koss, sem hann þrýsti á varir minar. Og svo hallaði ég mér upp að dyrastafnum, og andlit hans skýrðist aftur fyrir sjónum minum. Hann hlýtur að hafa stungið vasaklút sinum i lól'a minn, þvi að með honum var ég að þurrka mér um augun, er ég áttaði mig. Hann hélt mér ekki lengur fastri — nema með augunum. Varir hans bærðust, og loks gat ég ráðið i, hvað hann var að segja. „Ég bið ekki fyrirgefningar”, sagði hann, „ekki eins og þú, þegar þú slóst mig. Nú eru okkar sakir jat'nar”. Tuttugasti og sjötti kapituli Ekkert er jafn lifseigt og vonin. Þótt hún sé stýfð niður við rót, þótt hún sé fótumtroðin, þótt frost og funi herji á hana — alltaf skýtur hún upp nýjum öngum, hvar sem afdrep er aðfá. Það er aðeins tönn timans og miskunnarleysi óyggjandi staðreynda, sem getur unnið bug á henni. Þannig fór mér. Ég var ekki fyrr komin út á vott og lffvana torgið en vonin var tekin að svæfa illan grun minn. Ég barðist við efann og leitaði ótal skýringa, sem gætu gert samfundi unnusta mins við Hönnu i Elfar- skógi eðlilega, hafnaði þeim öllum jafnharðan og vakti upp nýjar og nýjar afsakanir. Ég var eins og Villtur ferðalangur, sem gerir hverja tilraunina af annarri til þess að finna eitthvert kennileiti, en kemur ávallt á slóð sina aftur. Ég þorði ekki að mæta þvi, sem ég óttaðist. Ég varð að skálda einhverjar skýringar, telja mér trú um, að uggur minn væri ástæðulaus. Vance hafði enga heimild haft til að segja það, sem hann sagði. Hann hafði enga heimild haft til þess að kyssa mig að óvöru. Ég fann enn heitan og þrýstinn munn hans við varir minar, er ég hraðaði mér heim i rigningunni. Ég reyndi að bægja þessum hugsunum frá mér, og þó var mér ofurlitil raunabót og hugfró að þessu atviki. Ég hafði ekki reiðzt, eins og ég hefði átt að gera. En hann hafði ekki heldur reiðzt, þegar ég rak honum löðrunginn. Ef til vill voru þá okkar sakir jafnar, eins og hann hafði sagt. Þeirri stúlku, sem efast um tryggð og hollustu manns- ins, sem hún ann, er nautnasmár koss annars manns. En hann getur glætt kvenlegan metnað hennar. Þótt henni sé bönnuð ást þess manns, sem hún þráir, er henni andlegur styrkur að þvi að vita sig eftirsótta af karlmanni, og i það hálmstrá righeldur hún sér. Við konurnar rig- höldum okkur ávallt i hvert hálmstrá. Leigubifreið kom út að hliðinu, er ég nálgaðist húsið okkar, og i for- stofunni sá ég kápu Hönnu og græna hattinn, sem hún hafði fleygt hirðuleysislega frá sér. Herbergisdyr hennar stóðu opnar, er ég kom upp. Hún stóð fyrir framan stóra veggspegilinn og burstaði hárið, sem hrundi fagurlega um vanga hennar og háls. Ég gat ekki annað en dáðst að þvi, þrátt fyrir hugarangur mitt. Hún vatt sér við, þegar hún sá mig i speglinum, og veifaði hárburstanum i kveðjuskyni. „Hvenær komstu heim?” spurði ég og staldraði við idyrunum. „Ég var að koma”, svaraði hún og sneri sér aftur að speglinum. „Með lestinni?” sagði ég. „Ég hélt, að það kæmi engin lest um þetta leyti dagsins”. Hún lagði burstann á spegilhilluna með sýnilegri óþolinmæði. Þótt ég legði mig alla fram, gat ég ekki greint, hvað hún sagði. „Fyrirgefðu”, sagði ég. „Ég skildi ekki almennilega...” Hún vatt sér hvatskeytlega við og steig fáein skref I áttina til min. „Ég sagði”, — hún hnitmiðaði hvert orð, svo að mér dyldist ekki, hvilikt ómak ég bakaði henni — „ég sagði, að lestinni, sem átti að fara af stað klukkan 3,57 hefði seinkað um klukkutima. Allar lestir voru orðnar á eftir áætlun vegna jólaannrikisins”. „Ég er lika nýkomin frá Boston”, sagði ég. „Ég fór þangað i gær til þess að kaupa til jólanna og kom aftur i morgun með lestinni, sem fór 1216 Lárétt 1) Veslingur- 6) Fljót.- 7) Eins,- 9) Nafnar - 10) Iðhileys- ingi,- 11) Timabil,- 12) Þófi.- 13) Handlegg,- 15) Óheilnæm.- Lóðrétt 1) Dauða,- 2) 1001,- 3) Heima,- 4) ónefndur,- 5) Grimmúðug.- 8) Skyggni,- 9) Slagi,- 13) Tónn.- 14) 1050,- X Ráðning á gátu No. 1215 Lárétt 1) Eilifur,- 6) Ása,- 7) GH,- 9) MS,- 10) Jólamat.- 11) Al,- 12) LI,- 13) ódó.- 15) Námslán,- Lóðrétt 1) Eggjárn,- 2) Lá.- 3) íslands,- 4) Fa.- 5) Rostinn,- 8)Hól,- 9) Mal.- 13) Óm,- 14) Ól.- Þriðjudagur 26. september 1972. Þ RIÐJUDAGUR 26. september 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 „Lífið og ég”, Eggert Stefánsson söngvari segir frá.Pétur Pétursson les (61. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar: Wilhelm Kempff leikur á pianó Krómatiska fantasiu og fúgu i d-moll eftir Brahms. Julius Katchen, Sinfóniuhljómsveit Lundúna og kór flytja Fantasiu op. 80 eftir Beet- hoven, Pieroni Gamba stj. Rena Kyriakou leikur á pianó þrjár prelúdiur og fúgur op. 35 eftir Mendels sohn. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyidan i Hreiðrinu” eftir Estrid Ott Sigriður Guðmundsdóttir les (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 isicnzkt umhverfiStefán Jónsson talar um ný viðhorf i náttúruverndarm^lum á Norðurl. 20.00 Lög unga fóiksins Sigurður Garðarsson kynn- ir. 21.00 iþróttir, Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. í þættinum er fjallað um áfengið og unga fólkið. 21.40 Frá hátiðarhijómleikum á 200 ára afmæii Tónlistar- akadcmiunnar sænsku, Birgit Nilsson syngur. Árni Kristjánsson tónlistarstjóri flytur formálsorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs Jónas Árnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (5). 22.35 Harmonikulög, Henry Johnson og félagar leika sænsk lög. 22.50 Á hljóðbergi, Kæri Theo. — Lee J. Cobb og Martin Gabel flytja dagskrá úr bréfum hollenzka málarans Vincent van Gogh. Lou Hazam tók saman efnið og stjórnar flutningi. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. september 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 22. þáttur. Verra gæti það verið. Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 21. þáttar: Á heimili Ashton-fjölskyld- unnar er verið að undirbúa jólahaldið. Roberter heima, en Margrét er enn á sjúkra- húsi. Shefton Briggs og Tony, sonur hans, koma i heimsókn. Samband Daviðs og Sheilu er orðið fremur stirt. Hann stendur stutt við heima, og kveðst verða að fara aftur til herbúðanna fyrr en búizt var við. 21.25 Ólik sjónarmið. Orður og titlar, úrelt þing? Umræðuþáttur um orðu- veitingar. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 íþróttir.Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.