Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.09.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 26. september 1972. TÍMINN 19 íþróttir Framhald af bls. 16. landsleiki. Auk þess tvo B-lands- leiki. Hefur unnið til allra verð- launa i spænskri knattspyrnu og ..heimsmeistari” i hermanna- knattspyrnu. Hefur unnið sig upp frá yngri flokknum Real Madrid. Lék gegn Chelsea i úrslitaleikjun- um i Evrópubikarkeppni bikar- hafa i fyrravor. Pcdro de Felipe: Miðvörður. 28 ára. Varð Evrópumeistari i keppni meistaraliða 1966, þegar Real Madrid sigraði júgóslavneska lið- ið Partisan i úrslitum i Bríissel, með 2:1. Hefur fjórum sinnum leikið i áhugamannalandsliði^ Spánar og tvo B-landsleiki. Hefur unnið til allra verðlaun i spænskri knattspyrnu og er „heimsmeistari hermanna”. Lék með yngri flokkum Real Madrid. Jose Luís: Bakvörður, sem jafnvigur er á báðar bakvarðastöðurnar. 29 ára, og hefur orðið deilda- og bikar- meistari á Spáni. Lék gegn Chelsea i fyrravor. Alinn upp hjá félaginu. Fernando Zunzunegui: Miðvörður, 29 ára. Hefur lengi leikið með félaginu og m.a. i úr- slitaleikjunum gegn Chelsea. Hefur orðið spænskur meistari með Real Madrid. Jose Martines „Pirri”: Vinstri framvörður og einn af þekktustu leikmönnum Evrópu. Hann er 27 ára, og hefur leikið 19 landsleiki fyrir Spán. Auk þess 4 áhugamannaleiki, einn unglinga- landsleik og fimm hermanna- landsleiki. Varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966 og lék gegn Chelsea i fyrravor i spænskri knattspyrnu. Ignacio Zoco: Framvörður, sem lengstan feril á að baki af núverandi leikmönn- um Real Madrid. Elzti maður liðsins, en er þó aðeins 33 ára. Hefur leikið 25 landsleiki fyrir Spán og einn B-landsleik. Lék úrslitaleikinn i Evrópubikar- keppninni 1964, þegar Real Madrid tapaði fyrir Inter-Milan 3:1 i Vinarborg, en varð svo Evrópumeistari með félaginu 1966. Lék til úrslita i Evrópu- bikark. bikarhaa .i fyrravor. Var i spænska landsliðinu, sem varð Evrópumeistari landsliða 1964, þegar Spánn sigraði Sovét- rikin i úrslitum 2:1 i Madrid. Amaro Amancio: Innherji og frægasti leikmaður liðsins, ásamt Zoco, og jafnaldri hans að árum, en nokkrum mán- uðum yngri. Hefur leikið 37 lands- leiki fyrir Spán, m.a. i heims- meistarakeppni. Lék úrslitaleik- ina i Evrópubikarkeppninni 1964 og 1966 og hefur þvi orðið Evrópu- meistari félagsliða, auk þess sem hann varð einnig Evrópumeistari i landsliðinu 1964. Hefur unnið til allra verðlaun i spænskri knatt- spyrnu — mjög litrikur knatt- spyrnumaður með frábæra knatt- leikni. Lék gegn Chelsea i fyrra. Scbastian Fleitas: Innherji eða kantmaður. 25 ára. Lék gegn Chelsea i úrslita- leikjunum i Evrópubikarkeppni bikarhafa. Ramon Moreno Grosso: Miðherji, einn kunnasti leik- maður liðsins, sem leikið hefur 14 sinnum i spænska landsliðinu — auk þess niu áhugamannalands- leiki og einn D-landsleik. 29 ára og varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966. Lék gegn Chelsea i fyrravor og hefur unnið til allra verðlaun i spænskri knattspyrnu og auk þess „heims- meistari hermanna”. Lék i yngri flokkum Real Madrid. Manuel Velazquez: Afar leikinn innherji, 29 ára. Hefur leikið niu landsleiki fyrir Spán og 12 áhugamannalands- leiki. Varð Evrópumeistari með Real Madrid 1966 og lék gegn Chelsea i fyrravor. Spænskur meistari i deild og bikar. Lék með yngri flokkum Real Madrid. Francisco Ballester: 26ára, bakvörður, sem jafnvig- ur er báðum megin. Hefur leikið einn landleik og þrjá B-landsleiki. Bikarmeistari með Real Madrid. Af öðrum leikmönnum félags- ins má nefna Juan Carlos Touino, bakvörð, með einn landsleik, Juan Verdugo.bakvörð, sem leik- ið hefur 5 áhugamannalandsleiki og 4 B-landsleiki, Jose Antonio Grande, innherja, sem leikið hefur 13 áhugamannalandsleiki, 25 ára, Francisco Aguillar, 23. ára innherja, sem tvivegis hefur leikið i landslið- Spánar, og Fernando Ortuno, 28 ára útherja, sem leikið hefur 10 áhugamanna- landsleiki og einn B-landsleik. Evrópumeistari áhugamanna- landsliða. Heimsókn Framhald af bls. 8. en hefur verið breytt i skrautbúið skip, blátt og rautt og hvitt i þjóð- legum anda. — Er hægt að sigla svona skipi? spyrjum við. Og enn sem fyrr erum við ekki virtir svars, en stráksi tekur á rás, og við hlaup- um á eftir fram á baðherbergi, þar sem hann skrúfar frá heita krananum eins og til áréttingar þvi, að limingin á skipinu haldi. Og fleytan siglir fjarska vel. Ein stelpan spyr okkur, hvort við viljum ekki koma og vinna á heimilinu, milli þess sem hún trú- ir okkur fyrir þvi, að hún þekki strák, sem heitir Eyjólfur. Hann er sko sætur, og hún er bálskotin i honum. Enginn jafnast á við Eyjólf, sem nú er þvi miður flutt- ur af heimilinu. Við spyrjum þessa hýreygu stelpu að nafni, og hún segist heita Valla með tveim- ur „ellum”. Hún sé ekki bara kölluð það, heldur heiti hún það, já og fullu nafni Valla Björns- dóttir og svo er þarna stalla henn- ar, sem heitir bara Vala, ekki Valgerður eða neitt þess háttar, heldur sagt og skrifað Vala. Svo segir Valla okkur að i rauninni hafi það staðið til endur fyrir löngu aö skira sig Valentinu Finn- rós, en gamla konan, sem átti að skira hana eftir, var alltaf kölluð Valla, svo að ekki þótti taka þvi að hafa nafnið lengra. Svo er þarna litli bróöir Völu, ljóshærður með lokka, sem hver stelpa gæti öfundað hann af. Hann hefur rekið kollinn i, þvi það er plástur i felum ofan i öllu hárinu. Við spyrjum forstöðukonuna hvort ekki sé mikill samgangur milli allra heimilanna, sem eru þarna saman i torfu á bak við Laugalækjarskólann, en kveður hún mjög litil brögð vera að þvi. Miklu tiðara sé, að skólasystkin komi með krökkunum heim úr skólanum og leiki sér við þau. Stelpurnar gera töluvert að þvi að hafa vinkonur sinar hjá sér yfir nótt, hins vegar minntist Kristin þess ekki, að strákur hefði farið fram á að hafa vin sinn hjá sér i næturgistingu i þau sex ár, sem heimilið hefur starfað. b.B. Kjötiðnaðarnemar afrabTsh2od Hálfnað erverk þáhafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Við höfum snúið okkur til þriá- tiu aðila, sagði hann, og alls s . ar komið að luktum dyrun maðurinn, sem léð hefði . á þvi að kenna i skólanum, E ,„„r I Sigurðsson hjá heilbrigðiseftirlii- inu i Kópavogi, fór sji.'cur utan til náms, svo að hans mun ekki njóta við þennan veturinn. Til skýringar má geta þess, að þeim, sem stunda kjötiðnaðar- nám, hefur fjölgað verulega. Nemar i öðrum bekk eru nú átta, en aðeins fáir menn i efri bekkj- unum. Fái þeir, sem þetta nám stunda ekki viðunandi kennslu, er aftur á móti hætt við að það dragi úr aðsókn, en það gæti orðið mat- vælaiðnaðinum i landinu til hnekkis. -JH Spsrilán Landsbankans: Býður upp á heilbrigt og skemmtilegt lánaform KJ-Reykjavik. — Sparilán Landsbankans eiga að stuðla að auðveldara og eðli- legra sambandi milli bankans og hins almenna viðskiptamanns, sagði Helgi Bergs bankastjóri, er hann kynnti þennan nýja þátt i þjónustu bankans á fundi meö blaðamönnum á mánudaginn. Hér er um að ræða sparifjársöfn- un, sem tengd er rétti til lán- töku , og er hægt að velja á milli 12,18 og 24 mánaða sparnaðar- áætlunar, og hámarkslán er 160 þúsund krónur, sem greiðist með jöfnum afborgunum á fjórum ár- um. — Þetta nýja lánaform, er fyrst og fremst ætlað þeim einstakling- um sem hafa ákveðnar mánaðar- tekjur, og þetta lánaform býður ungu fólki upp á mjög heilbrigt og skemmtilegt lánaform, sagði Helgi Bergs ennfremur, er hann kynnti þessa nýju þjónustu ásamt Björgvin Vilmundarsyni banka- stjóra, aðstoðarbankastjórunum Sigurbirni Eirikssyni og Gunn- laugi Kristjánssyni, Vilhelm Steinsen deildarstjóra, Einari Ingvarsyni aðstoðarmanni bankastjórnar og Karli B. Guð mundssyni skipulagsstjóra. Sparilán byggjast á þvi, að við- skiptavinurinn gerir samkomu- lag við bankann um að spara ákveðna upphæð á 12, 18 eða 24 mánuðum. Sérstök sparisjóðsbik er opnuð og fyrir 7. hvers mánaðar á samningstimabilinu, skal vera búið að leggja hina umsömdu Framhald af bls. 1. væga atriði af hófsemi og skarp- skyggni i umræðunum hér i gær. Við erum algerlega sammála fulltrúa Frakka og fleiri þjóða, að það er ekki einungis skylda Sam- einuðu þjóðanna að finna ráð og leiðir, til þess að stöðva hryðju- og hermdarverk, sem svo ' oft bitna á saklausu fólki. Við verð- um einnig að leita að ástæðum þeim, sem liggja til grundvallar þvi að einstaklingar og hópar manna gripa til slikra örþrifa- ráða sem raun ber vitni. islenzka sendinefndin styður það þvi heils- hugar, að mál þetta verið tekið á dagskrá 27. Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna”. upphæð inn i laókina. Eftir um- saminn tima hefur viðskiptavin- urinn til ráðstöfunar innstæðuna ásamt vöxtum, auk lánsins. Við- skiptavinurinn þarf enga ábyrgðarmenn, og ekkert veð þarf að vera fyrir hendi og lánið greiðist út sama daginn og hinn umsamdi sparnaðartimi rennur út. Einu skilyrðin, sem bankinn setur, eru reglulegur sparnaður og reglusemi i viðskiptum við bankann. Byggist kerfi þetta þvi á gagnkvæmu trausti viðskipta- vinarins og bankans. Ekki er nauðsynlegt að taka lánið strax og sparnaðartiminn er útrunninn, heldur getur fólk geymt sér réttinn til lántökunnar, og tekið lánið út þegar á pening- unum þarf að halda. Hámarkslán eftir 12 mánaða sparnað er 40 þúsund krónur, sem þýðir, að viðskiptavinurinn hefur 81. 500 krónur i höndunum eftir 12 mánuði. Eftir 18 mánuði er hámarkslán 90 þúsund og eftir 24 mánaða sparnað er hámarkslán 160 þúsund, sem þýðir, að við- skiptavinurinn hefur tæplega 250 þúsund i höndunum eftir tveggja ára sparnað. Mætti hugsa sér ungt kærustu- par, sem bæði hefðu sparað. Þá hefðu þau hálfa milljón til ráð- stöfunar eftir tveggja ára sparn- að, og lánsupphæðin — þrjú hundruð og tuttugu þúsund — ætti að endurgreiöast á fjórum árum með mánaðarlegum greiðslum. Næturhólf og verðbréfavarzla Landsbankinn hefur gefið út sérstakan bækling um sparilánin og munu bæklingarnir liggja frammi i Landsbankanum og úti- búum hans. Þá hefur bankinn einnig gefið út bæklinga um verð- bréfavörzlu og næturhólf. t bækl- ingnum um verðbréfavörzlu er m.a. bent á þann möguleika,að Landsbankinn gerir t.d. skuld ara kleift aö greiöa Landsbank- anum upphæð á nafn kröfuhafa t.d. þegar kröfuhafi neitar að veita greiðslu viðtöku. A þetta t.d. við þegar deponerað er vegna af- borgana af skuldabréfum, eða vegna húsaleigu, ef kröfuhafi neitar að taka við greiðslum. Með næturhólfum getur fólk átt viðskipti við bankann allan sólar- hringinn, þvi að það er ekki aðeins að peningar séu settir til geymslu i næturhólfum, heldur er hægt að notfæra sér aðra þjónustu bankans meö hjálp næturhólf- anna. Bankinnhefurá prjónunum að senda viðskiptavinum nætur- hólfatöskurnar heim. Landsbankinn hefur gefið út sérstaka bæklinga um sparil:in,og sérstakar sparisjóðsbækur verða einnig notaðar. Á víðavangi Framhald af bls. 3. mæðra, eða samtals 89 vinnu- vikna. Vegna þess, að „verð- grundvallarbúið” er nokkru stærra en meðalbú i landinu, verður greiddur vinnuvikna- fjöldi sem næst 80 vinnuvikum á meðalbú. Af þvi er um 1/4 hluti unglingavinna. út frá þessum tölum er ekki hægt að segja meö neinni nákvæmni hve greitt er fyrir margar vinnuvikur i landbúnaðinum i heild, en sé bændatalan 4900, cins og B.M. reiknar með, verður tala greiddra vinnu- vikna i landbúnaði sem næst 4900 X 80, eða 392 þúsund. Ef aðeins er greitt verð fyrir 392 þúsund vinnuvikur, en „vinnuaflsafköst” miðuð við 654 þúsund tryggðar vinnuvik- ur, ætti flestum mönnum aö vera ljóst, að slikur útreikn- ingurer enginn raunverulegur mælikvarði á afköst þeirra, scm landbúnaðinn stunda. Út- reikninga, eins og'þessa kallar ritstjóri Alþýðublaðsins „Hreint kennslubókardæmi um, hvernig ekki á að fara með tölur”. Hins vegar dettur honum ekki i hug að færa rök fyrirþessari fuilyrðingu, enda vafalaust ekki maður til Hitt þykirhonum sæma að fullyrða þvert ofan i sannleikann, að vinnutimamatið i verðgrund- vellinum sé „skyndilega orðin sú cina rétta undirstaða allra útreikninga I augum Inga Tryggvasonar”. — Hefur þér aldrei verið sagt, að ljótt sé að skrökva, ritstjóri góður?” —TK Atvinna óskast Ung kona óskar eftir atvinnu, helzt verzlunarstörfum, er vön öllum verzlunarstörf um. Tilboð sendist til Timans Lindargötu 9a fyrir 30. september. Bílasýning 18.-25. okt. Vikuferð á hina alþjóðlegu bilasýningu i London.— Verð kr. 16.900. Fáið bækling og nánari upplýsingar á skrifstofunni. snnna ferðaskriístofa bankastræti 7 travell símar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.