Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR í HAf IOHG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 219. tölublað —Miðvikudagur 27. sept. —56. árgangur. 3 3Qin*i**€€fvi*é£aA, hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Fagnandi andstæöingar aðildar Noregs aö efnahagsbandalaginu dansa meö norska fána á lofti framan viö stjórnarrá6sbygginguna f Osló aö unnum sigri. — Ljósmynd: NTB. Sama tíðarfarið og þegar Sörli reið í garð Það eru forréttindi Norölend- inga, að þar getur farið saman sólskin og sunnanvindur. Þannig var lika veðrið forðum, er Sörli rcið í garð, svo sem frægt er i sög- um. Nú að undanförnu hefur verið þess konar tiðarfar á Norður- landi, einmitt þegar votviðrin hafa verið hvað þrálátust hér sýðra, og oft mjög hlýtt, jafnvel upp undir tuttugu stig. Þetta hefur verið sannkallaður sumarauki, og var þo sumarið einnig ágætt i öllum megindrátt- um. En lengi má gott þiggja, og þess vegna hefur góða tiðin verið með þakklæti meðtekin af Norð- lendingum. 1 Eyjafirði hefur til dæmis eng- in frostnótt komið fram undir þetta, og stendur kartöflugrasið grænt i görðum, þar sem ekki hefur enn verið tekið upp. Þó að hret gerði i bili fyrri hluta mán- aðarins, frysti aldrei i byggð. -JH Óðinn nær sigldur niður þrisvar sinnum KJ-Reykjavik. ,,Á undanförnum tiu árum hef- ur þrisvar legið við, að Óðinn væri sigldur niður", sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar á blaðamannafundi i gær. Sagði forstjórinn þetta, þegar rætt var nauðsyn þess, að land- helgisgæzluskip væru ganggóð og lipur i snúningum. Hvalur 9 er eins og aðrir hvalbátar mjög lipur i snúningum, og sagði fyrrver- andi skipstjóri skipsins að snúa mætti þvi á lengd sinni. Stýri skipsins væri mjög stórt, og á þvi væri enginn kjalarhæll. Verður afréttin grædd upp eða Tungufljót gert að bergvatnsá? Eitt hinna miklu uppblásturs- svæða landsins er upp af Biskups- tungum, og þar er uppspretta mikils moldroks og sandfoks. Fyrir nokkrum árum ógnaði upp- blásturinn hlíðum Haukadals. Þá kom Skógrækt rikisins til sögunn- ar. Nú hefur Landgræðsla rfkisins gert frumdrög áætlunar um framkvæmdir á Biskupstungna- afrétti, og er þar bæði stefnt að þvi að hefta sandfok og græða auðnir. Raunar er þetta hug- mynd, sem lengi hefur verið á döfinni. Hugmynd landgræðslustjóra er sú, að hækka yfirborö Sandvatns, sem er á aö gizka miðja vega milli Langjökuls og Hvitar. Or Sandvatni rennur Sandá austur til Hvitár og tvær kvislar, sem raun- ar eru upptök Tungufljóts. Er gert ráð fyrir að gera jarðvegs- stiflu i nyrðra útfall Tungufljóts og Sandá, en grafa siðan áveitu- skurð við syðra útfall Tungu- fljóts,- sem reyndar kallast Ar- brandsá, og veita vatninu um Skersli að upptökum Stóru-Grjót- ár. Þetta er ekki talin kostnaðar- söm framkvæmd, en vatnið mun aftur á móti binda mjög fokefni á viðáttumiklum leirum, sem ýmist munu fara undir vatn eða verða svo rakar, að gróður getur fest þar rætur. Nú er verið að bera þessa ráðagerð undir þá, sem hlut eiga að máli. Samhliða þessu eru iippi aðrar ráðagerðir um breytingar á far- vegi vatna á þessum slóðum. Hagavatn er undir jaöri Langjök- uls, og úr þvi rennur jökulvatn, svokallað Far, til Sandvatns. Sumt af þessu jökulvatni fer sina leið i Tungufljót. Eigendur Tungufljóts hafa leigt Stanga- veiðifélagi Reykjavikur veiði i þvi næstu tiu ár, gegn þvi að það léti gera laxastiga i fossinn Faxa og sleppti seiðum i ána og þverár hennar. Einn þátturinn i ráða- gerðum manna um aukna lax- veiði i Tungufljóti var að veita jökulvatni þvi, sem i hana fer, austur á bóginn um farveg Sand- ár með þvi að sprengja klappar- haft, sem i henni er, svo að það fengiframrás til Hvitár og Tungu fljót yrði bergvatnsá að öllu leyti. En þetta rekst að sjálfsögðu á ráðagerðirnar um uppgræðsluna, þvi að hún byggist á þvi, að minna vatn fari um farveg Sandár en nú er. Auk þess þyrfti það að koma hér til, aö vegagerö rikisins léti brúa Sandá, þvi að hún yrði mikil hindrun á íeið bifreiða, er fara Kjöl, ef vatnsmagn hennar ykist. Hér er sýnilega um tvær fram- kvæmdir að ræða, sem ekki geta farið saman. Verður það sjálfsagt metið og vegið, hvort mikilsverð- ara þykir að breyta Tungufijóti i bergvatnsá eöa stöðva áfokið á Biskupstungnaafrétti og Hauka- dalsheiði og græða þar landflæmi, sem nú eru ekki aðeins gróður- vana, heldur ógna einnig grónu landi nær byggð. Að svo stöddu skal þó ekki full yrt, aö þetta tvennt rekist svo á sem virðast kann i fljótu bragði, þvi að ef til vill hlýnar vatnið og fellir úr sér jökulleirinn á langri leið um sanda og leirur til Stóru- Grjótár. —JH. Vegfarendur horfa agndofa á atferli Gí • !• Dumhu — Jú, þetta er alveg rétt hjá ykkur, ég á lamb, sem gengur undir einni kúnni miniii, sagði Kolbeinn Erlendsson i Ból- staðarhlið, þegar við hringd- um til hans i gær til þess að forvitnast um þetta fyrirbæri. Þetta eru auðvitað ekki nein búhyggindi — mjólkin ódrýg- ist eitthvað. En ég hef ekki fengið mig til þess að meina lambgreyinu þetta — hef lika haft hálfgaman af uppátæki þess. Svo sagði Kolbeinn okkur sög- una af Gibbu. Þetta er hvit gimbur, heimalningur auðvitað. Hún var ekki nema hálfsmán- aðargömul, þegar hún uppgötv- aði, hvilikt forðabúr kjör- drykkjar kýrnar roguðust með á milli afturfótanna, og eftir það var ekki að sökum að spyrja: Hún notaði sér það óspart. KOMST UPP A LAGIÐ TVEGGJA VIKNA — Þannig er mál með vexti, sagði Kolbeinn, að ég keypti þrjár kýr i vor, og það voru þessar aðkomukýr, sem gimbr- in hallaði sér að. Fyrst saug hUn þær til skiptis, svona nokkuð jafnt, eftir þvi sem þær vildu leyfa henni. En smám saman tók hún að halda sig að einni, sem við köllum Dumbu. Hefur hún fylgt kúnum, i allt sumar, bæði nótt og dag, og þó auðvitaö fóstru sinni fyrst og fremst. Hún eltir hana á röndum, liggur hjá henni, þegar hjöröin fær sér lúr, og á hjá henni allt sitt traust og hald. Ég hef sem sagt ekkert gert til þess að stia þeim i sund- ur. Hitt er annað mál, að Gibba er ekki jafngætin og hún er hug- vitssöm. Það er af miklu að taka i júgri kýrinnar, og hiín kann sér sýnilega ekki magamál. Þess vegna hefur hún ekki tekið þeim framförum, sem manni sýnast efni standa til. FORVIDA VEGFAR- ENDUR STALDRA VIÐ Mörgum vegfarandanum þykir nýrra bera við, þegar hann sér lamb hlaupa að einni kúnni i Bólstaðarhlið og taka að sjúga hana og hnylla. Sumir stöðva bifreið sina og horfa undrandi á þetta fyrirbæri, likt og þeir geti varla trúað sinum eigin augum. Satt að segja mun þetta lika næsta fágætt. Samt mun þetta ekki vera einsdæmi. Jón Tryggvason i Artúnum sagði okkur, þegar við vorum að leita uppi eiganda lambsins og kyr- innar, fóstru þess, að svipað myndi einhvern tima hafa átt sér stað á Steiná i Svartárdal. VETUR OG MJÓLKUR- LEYSI FRAM UNDAN Nú eru komnir haustdagar, og þess er varla langt að biða, að kýrnar i Bólstaðarhlið verði teknar inn. Þá syrtir i álinn hjá Gibbu. Haustkuldanum og skammdeginu fylgir, að hún missir af samvistunum við Dumbu, nema Kolbeinn veiti henni það tillæti að hleypa henni i fjósið og mjólkin hættir að streyma niður kverkarnar á henni. Hún verður að temja sér að fara að drekka blávatn. -JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.