Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. september 1972 TÍMINN giftast þeim manni, sem henni sýnist, og spyrja enga um leyfi. En nú er svo komiö að hún er i tygjum við mann, sem talinn er samboðinn henni, að áliti fjöl- skyldunnar. Heitir sá Peter Irvin og er 28 ára gamall lávarður. Aður en Anna kynntist sinum útvalda, var orðrómur á kreiki um, að hún væri fullmikið með hinum 33 ára, Richard Meade, sem er mikill hestamaöur og kvað vera myndarnáungi, en sá galli er á honum, að hann er ekki aðalborinn. Sagt er, að' drottningin hafi stiað þeim sundur. En það gildir ööru máli með Peter Irvin. Hann er banka- maöur að atvinnu og á sveita- setur i Yorkshire, að betri manna sið. Foreldrar hans eru greifinn og greifynjan af Hali- fax og afi hans var á sinum tima varaköngur i Indlandi, forseti lávaröadeildarinnar og utan- rikisráðherra i stjórn Chamber- lains. Drottningin hefur i sumar verið gestur á tveimur af sveitasetrum fjölskyldunnar og er það túlkað þannig, að verið sé að undirbúa ráðahaginn. Belica rabbar við Spasskí Strax að loknu eigviginu átti júgóslavneski blaðamaðurinn D. Belica eftirfarandi viðtal við Boris Spasski. B: Hvernig liður yður eftir aö hafa tapað heimsmeistaratitlin- um? S: í hreinskilni sagt liður mér betur en fyrir þremur árum, þegar ég var búinn að sigra Petrosjan. Ég hef nú losnað undan fargi kórónunnar, sem hvilt hefur þungt á mér allan timann. B: Hverjar eru framtiðar- áætlanir yðar? S: Ég geri mér nokkrar vonir um að etja kappi við Fischer i næsta heimsmeistaraeinvigi. Ég held, að ef til þess kemur, verði slik keppni erfiðari fyrir Fischer. B: Hvaða skák teljið þér bezta? S: Þá nitjándu. Þar var bæði sókn og vörn eins og bezt gerist. B: Hvað var erfiðasta augna- blik keppninnar fyrir yöur? S: Þegar ég tapaði einni mestu átakaskákinni, þeirri þrettándu, enda þótt ég ætti jafntefli. B: Hvenær misstuð þér alla von um sigur? S: Ekki fyrr en i siðustu skák- inni, þeirri tuttugustu og fyrstu, Fischer, sem lék svörtu, fékk einhvern brodd þegar i upphafi, og ég fann, að öllu var lokið. Viö apa hæfi Gorilluapar eru öðrum öpum órólegri i búrum. Þeir eru óró- legir og æða fram og til baka, berja sér á brjóst og öskra. Þeim leiðist aðgerðaleysið og þótt fólki þyki gaman að horfa á þá, verða þeir leiðir á að glápa á áhorfendur sina. Til að stytta górillunum i Bronx dýragarðinum i New York stundirnar hefur sjón- varpstækjum verið komið fyrir framan við búr þeirra. Hefur þetta gefið góða raun. Aparnir sitja stilltir og prúðir og glápa lon og don á sjónvarpið, rétt eins og sumir ekki óskyldir. Opunum virðist geðjast bezt að þeim dagskrám, sem eitthvað er að gerast i. Kúrekamyndir eru þeirra uppáhald. Meira úr lögreglutalstöö- inni — Bilar i Austurbæ, stöðin kallar. Það er ber maöur á ferð i Hliðunum. Hann sást siðast i Drápuhlið. Hann er ekki bara stripaður. Hann er lika dóna- legur. — Bill 4 svarar. Erum á Miklubraut og höldum i Drápu- hlið. Getur þú gefið okkur lýs- ingu á manninum. Tungljárn ryðgar ekki Nánari rannsóknir á þeim sýnishornum af járni, sem sótt hefur verið til tunglsins, hafa sýnt, að það er miklu þolnara fyrir tæringu en járn hér á jörð- inni. Sérfræðingar við jarðefna fræðistofnun sovézku visinda- akademiunnar hafa komizt aö þessari niðurstöðu eftir ná- kvæmar rannsóknir á sýnis- hornum, sem hin sovézka Luna 16 og bandariski Apolio 11 fluttu til jarðar. Menn vonast til að geta framkvæmt rannsóknir á jarðjárni við sömu skilyröi og eru á tunglinu til þess að fá úr þvi skorið, hvort hægt er að gefa þvi sömu mótstöðuhæfni gegn tæringu. * Anna prinsessa í gifting- arhugleiðingum Þeir, sem fylgjast með ástar- og hjónabandsmálum tigins fólks og frægs, segja að brátt muni trúlofun Onnu prinsessu verða gerð opinber. Prinsessan, sem er að verða .22 ára, hefur sagt að hún muni Jæja, þáertu búin aðþvo mér, lesa söguna, fara með bænirnar með mér og kyssa mig, og þá áttu bara eftir að fara niður og kyssa D/EMALAUSI pabba.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.