Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. september 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: FráTnsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-!; arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlssoni: Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns)i: Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasóni. Ritstjórnarskrif-f: stofur f Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306{! Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-!; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Áskriftargjald!; 225 krónur á mánuði innan lands, i iausasölu 15 krónur ein-í; takið. Biaðaprent h.f. Mál er að linni Það vakti óneitanlega mikla athygli um helgina, að fréttastofur Rikisútvarpsins höfðu það eftir Ólafi Jóhannessyni, forsætisráðherra, að íslendingar væru reiðubúnir að semja um að Bretar veiddu á íslandsmiðum 75% þess afla, sem þeir öfluðu hér i fyrra. Þessi yfirlýsing forsætisráðherra var að visu ekki höfð eftir forsætisráðherranum sjálfum, heldur vitnað til viðtals ráðherrans við brezka blaðið Observer. Eins og lesendum Timans er margkunnugt hefur erlendum blaðamönnum, viljandi eða óviljandi, orðið á ýmsar missagnir um afstöðu islenzkra stjórnvalda, einstaklinga og flokka til landhelgismálsins og annarra málefna á undanförnum misserum. Grein Hannesar Jónssonar, blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar, er bezta heimildin um það efni og hve fjölmiðlum hafa oft orðið á mistök i þessum efnum. Forsætisráðherra hefur nú neyðzt til að leið- rétta fréttir, sem fréttastofur Rikisútvarpsins hafa flutt um afstöðu hans til samninga um veiðiheimildir brezkra togara hér við land. Forsætisráðherra hefur nú átalið þessar stofnanir fyrir að bera ekki undir sig slikar fréttir, sem viðkomandi stofnanir máttu segja sér að voru eitthvað málum blandnar. Hann heldur þvi fram, að ekki hafi verið reynt til þess að bera þessar fréttir undir sig og telur réttilega, að óviðunandi sé að fréttastofur fjölmiðlis rikisins lepji furðufregnir upp úr er- lendum f jölmiðlum án þess að bera þær undir viðkomandi islenzk stjórnvöld. Mál er að linni. Danir og EBE Úrslitin i þjóðaratkvæðagreiðslunni i Noregi um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu urðu þau, að meirihluti norsku þjóðarinnar hafnaði aðild að bandalaginu. Rikisstjórn Tryggve Brattelis formanns Verkamannaflokksins hafði lýst þvi yfir, að hún myndi segja af sér, ef aðildin yrði felld. Þessi urslit i Noregi þýða þvi ekki aðeins stjórnarkreppu i Noregi og ef til vill nýjar kosningar á næsta leiti, heldur munu þessi úr slit hafa áhrif á alla stjórnmálastarfsemi i Evrópu á næstu árum. Um næstu helgi á að fara fram þjóðar- atkvæðagreiðsla i Danmörku um aðild Dan- merkur að Efnahagsbandalagi Evrópu. Skoðanakannanir þar i landi hafa sýnt tals- verðan meirihluta fylgjandi aðild að banda- laginu. Þar hefur þó ætið verið undanskilið, að Norðmenn hefðu áður samþykkt aðild að bandalaginu fyrir sitt leyti. Nú liggur fyrir af- staða norsku þjóðarinnar. Að visu er meirihluti andstæðinga aðildar i Noregi ekki mikill, en hann er hins vegar augljós og afgerandi. Þvi má búast við að Danir, sem fylgjandi voru að- ild, hugsi sig um tvisvar og hafi i huga norræna samvinnu, áður en þeir ákveða að Danir, einir Norðurlandaþjóða, gerist aðilar að Efnahags- bandalagi Evrópu. —TK Þórarinn Þórarinsson Ferðaþættir frá Síberíu III Iðjuverin í Bratsk eru stolt Sovétríkjanna Ársframleiðsla orkuveranna við Angara verður 70 billj. kwst. Úr vélasal orkuvcrsins f Bratsk, þar sem 20 stórir rafalar snúast dag og nótt AUSTUR i Siberiu rakst ég á söguna um Brák og Brákarey i breyttri útgáfu. Þar var i fyrndinni mikill og voldugur höfðingi, Baikal að nafni, og réði hann m.a. yfir vatni hinu mikla, sem i dag ber nafn hans. Dóttir hans, sem Angara hét, lagði ást á prins, sem bjó i mikilli fjarlægð, Jenissey að nafni. Baikal var andvigur þeim ráðahag og hugðist stöðva ferðir dóttur sinnar á fund prinsins. Hann þreif upp mikið bjarg, hóf það hátt á loft og varpaði þvi i skarðið, þar sem nú fellur fljótið Angara úr Baikalvatni. Það stöðvaði þó ekki ferð Angara, heldur féll fljótið beggja megin við bjarg- ið. Angara komst þvi ferða sinna og Angarafljót samein- aðist Jenissey — fljóti eftir nær 2000 km leið. En sterkur hefur Baikal gamli verið, þvi að enn bólar á bjargið hans, þótt dýpið sé margir tugir metra beggja megin við það. ANGARAFLJÓT hefur mjög komið við sögu i Siberiu á siðari árum. Rannsóknir hafa leitt i ljós, að það er betur fallið til virkjana en nokkurt annað fljót annað i veröldinni. Við það eru viða góð virkjun- arskilyrði, næg fallhæð og traustur jarðvegur, eöa berg. Vatnsmagn þess helzt nokk- urnveginn hið sama allt árið og nýtast þvi orkuver við Ang- ara betur en dæmi eru um annars staðar. Þetta á Angara að þakka upptökum sinum i Baikalvatni. I það falla fjöl- margar ár, sumar allstórar, en Angara er eina fljótið, sem fellur úr þvi. Úrkomur eru frekar litlar á þessum slóðum og helzt þvi vatnsmagnið i Angara næstum óbreytt árið um kring. FRÓÐUR maður sagði mér, að hægt væri aö virkja eins mikla orku i Angara og sam- anlagt i öllum fljótum Evrópuhluta Sovétrikjanna og er þá Volga einnig meðtalin, þótt hún falli i Kaspiahaf. Alls er áætlaö, að hægt sé að reisa orkuver við Angara, sem geti framleitt um 90 billjónir kiló- vattstunda á ári. Þegar hafa verið reist þar tvö orkuver. Annað er við Irkutsk. Það er 660 þús. kw. og framleiðir um 4.1 billjón kw-stunda árlega. Hitt er við Bratsk og er 4.5 millj. kw. og framleiðir um 22.6 billjónir kw-stunda á ári. Framleiðsla þessi er meiri en nokkurs annars orkuvers i heimi sökum þess, hve vatn þess nýtist vel af ástæðum sem áður eru greindar. Hafinn er undirbúningur aö byggingu fjögurra orkuvera við Angara, tvó verða svipuð orkuverun- um i Bratsk að stærð, en tvö svipuð og orkuverið i Irkutsk. Þegar þau hafa veriö tekin i notkun, verða orkuverin við Angara samtals nær 15 millj. kw. og framleiðsla þeirra um 70 billjónir kw-stunda á ári. ORKUVERIÐ i Bratsk er eitt mesta og glæsilegasta mannvirki i heimi. Angara fellur þar i miklum gljúfrum, og er það stórfengleg sjón að horfa niður gljúfrin frá stifl- unni, sem er um 125 metra há og nær einn km á lengd. Uppistöðuvatnið, sem stiflan hefur skapað, er um 5.470 ferkm að flatarmáli og er sums staðar allt að 100 metra djúpt. Bygging orkuversins var gifurlegt afrek, þegar litið er á aðstæðurnar. Nær engin telj- andi byggð var á þessum slóð- um og varð þvi að flytja verkafólk þangað þúsundum saman. Bratsk er nokkrum hundruðum km fyrir norðan Irkutsk og er veðrátta miklu kaldari þar. Arlega eru þar örugglega ekki nema um 90 frostlausir dagar og i janúar getur kuldinn farið i 60 stig. Á sumrin er heitt og vakna þá ýmiss konar skorkvikindi úr dvala og valda þeim, sem eru óvanir þeim, miklum vand- ræðum. A öllum þessum erfið- leikum tókst að sigrast. Orku- verið var fullbúið á þeim tima, sem áætlað hafði verið. Það er nú eitt mesta stolt Sovét- manna og þangað koma nú flestir þeirra ferðalanga, sem heimsækja Austur-Siberiu. Eitt stærra orkuver er þó i Siberiu, i Jenisseyfljóti hjá Krasnoyarsk. Það mun nú vera stærsta orkuver i heimi, en ársframleiösla þess er heldur minni en orkuversins i Bratsk. RÚSSAR létu sér það ekki nægja að reisa orkuver við Bratsk. Þeir ákváðu að reisa þar um 200 þús. manna borg, sem byggist á rekstri mikilla stóriðjufyrirtækja. Hér er þó ekki um samvaxna borg að ræða, heldur dreifða borgar- hluta, sem eru byggðir kring- um hvert einstakt stóriðjufyr- irtæki, en eru svo tendir sam- an með sérstakri miðborg. Ég heimsótti eitt þessara stórfyr- irtækja, en það er trjáefna- verksmiöja. Þar vinna nú um 9500 manns, en um 15000 manns munu vinna þar, þegar hún er fullgerð. Landið um- hverfis Bratsk er hæðótt, en næstum allt þakið skógi. Þótt verksmiðjan noti a.m.k. um 7 millj. rúmmetra af trjáviði árlega, mun hana ekki skorta efni næstu 70 árin, þótt aöeins sé gengið á þann skóg, sem nú er á þessum slóðum. En þá verður nýr skógur lika kominn til sögunnar. 1 Sfberíu skortir ekki skóg, þvi að um 3,7 millj. ferkm eru þaktir skógi. Verk- smiðjan i Bratsk framleiöir pappír og pappa og margs konar önnur efni úr trjánum. Framleiðsla .hennar er seld viða um heim, einkum þó til Comeconlandanna, en Come- con á aðild að rekstri hennar. Þá hefur verið reist i Bra t.sk álika stórt álver og einnig álika stórt járnvinnsluver, en nóg er af járngrýti og álefni i nágrenninu. Náttúruauðæfin skortir ekki á þessum slóöum. Aætlað er að reisa i framtið- inni mikla efnaverksmiðju, sem m .a. vinnur úr oliu og kol- um, en hvor tveggja er einnig á þessum slóðum. Ofar við Angarafljótið eða skammt frá Irkutsk hefur verið reist önnur borg eftir siðari styrjöldina, Angarsk, og eru þar nær 200 þús. ibúar. Þar eru mikil stór- iðjufyrirtæki, sem byggjast á kolum, járngrýti og skógi, en allt er þetta þar i rikum mæli. Svo virðist sem aöallega ungt fólk hafi tekið sér ból- festuiBratsk og mun það hafa dregið marga þangað, að kaupið er hærra en viðast annars staðar i Sovétrikjun- um. En vafalitið er hinn langi vetur þreytandi og vetrar- kuldinn óbliður, þótt yfirleitt sé þarna stillt veður, og marg- ir geti stytt sér stundir við dýraveiðar i skógunum, en þar er enn margþætt dýralif. Bilstjóri einn sagði mér, aö hann tæki sér alltaf tveggja mánaða fri á vetrum til að stunda dýraveiðar og fengi hann fyrir loðskinn, sem svar- ar 4000 rúblum á mánuði, en það mun þykja góð mánaðar- laun i Sovétrikjunum. Þá eru allskonar vetrariþrótir mikið stundaðar. ÞÓTT Angara sé bezt til virkjunar fallin af öllum fljót- um i Siberiu, eru virkjunar- möguleikar enn meiri i mörg- um öðrum stórfljótum Siberiu, einkum þó Jenissey og Lena. Þar er viða talið mögulegt aö reisa 20 millj. kw orkuver eða stærri. Sum þeirra yrðu tals- vert norðar en Bratsk, og mun þykja hæpið að reisa borgir i sambandi við þau, likt og hefur verið gert þar. Sennilega verður þvi orkan frá þeim flutt til suðurhluta Siberiu eða til annarra hluta Sovétrikjanna og hún nýtt við stóriðjurekstur þar. En stand- ist þær áætlanir, sem Rússar hafa nú á prjónunum, verður Siberia orðin mesta orku- framleiðslusvæði heimsins fyrir aldamótin, og mun þá byggt jötfnum höndum á vatnsföllum, oliu, gasi og kolum, en nóg virðist af öllu þessu i Siberiu. þ.Þ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.