Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.09.1972, Blaðsíða 11
Miftvikudagur 27. september 1972 TÍMINN 11 Real Madrid leikur með sitt sterkasta lið gegn Keflavík í dag - Keflavíkurliðið vel undirbúið og leikmenn irnir ákveðnir að berjast til þrautar V-Þýzkalandsmeistararnir í handknattleik Göppingen leika hér þrjd leiki um helgina - koma í boði Fram og leika gegn Fram, FH og íslenzka OL-liðinu í handknattleik i dag kl. 17.20 rennur upp sú stund, sem allir islenzkir knattspyrnu- áhugamenn hafa beðið eftir — hinir alhvitu leikmenn Real Madrid, hlaupa inn á Laugardalsvöllinn, til að sýna listir sinar. Mótherjar þeirra i kvöld eru eins og allir vita, eitt litrikasta knattspyrnulið tslands, siðastliðin ár, Keflavík. Eins og flestir vita þá hafa Keflvík- ingar staðið sig mjög vel i Evrópukeppnum s.l. ár. Síðast er að minnast frammistöðu þeirra á heimavelli Real Madrid — Estadio Santiago Bernabéu. Það er ekki aö efa, að Keflvíkingar ætla sér að berjast hetju- lega ikvöld, þegar þeir mæta frægasta knattspyrnuliöi.sem hefur verið uppi i heimii Vestur-þýzku meistararnir i handknattleik Frisch Auf Göpp- ingen eru væntalegir hingað til landsins á fimmtudaginn i boði handknattleiksdeildar Fram og leika þeir hér þrjá leiki. Göpping- en er talið sterkasta handknatt- leikslið V-Þýzkalands nú i dag, liöiö sigraði t.d. Gummersbach i úrsiitaleik um v-þýzka meistara- titilinn 14:12. Þá hefur liöiö unnið Evrópubikarmeistarakeppnina i handknattleik tvisvar — árin 1960 og 1962. Með liðinu leika nokkrir af snjöllustu leikmönnum V- Þýzkalands og koma hingaö t.d. tveir leikmenn, sem léku i OL-liði V-Þýzkalands i Múnchen. Fyrsti leikur Göppingen verður á föstu- dagskvöldið og mætir liöið þá is- landsmeisturunum Fram i Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 20.20. Það er ekki annað hægt að segja en að keppnistimabilið i handknattleik hefjist með stórum meistaraleik, þegar íslands- meistararnir og V-þýzku meistararnir leiða saman hesta sina, en bæði þessi lið eru að undirbúa sig undir átökin i Evrópubikarkeppninni og hafa bæði hug á að ná langt i þeirri keppni. Á laugardaginn leika V-Þjóð- verjarnir svo sinn annan leik hér á landi og mæta þá FH i Laugar- dalshöllinni kl. 16.00 og má þá bú- ast við skemmtilegum leik. FH- liöiö er þekktara fyrir annað en Það fer varla milli mála, þegar rætt er um frægustu knattspyrnu- liö heims, að Real Madrid er meöal þeirra, kannski frægast liða af öllum, og ekkert lið i Evrópu hefur náð jafn stórkost- legum árangri og þetta spænska lið — hið konunglega liö Madrid- borgar. Real þýðir einmitt kon- ungur, og það var fyrst tengt félaginu 1920, sem sérstakt heiðurstákn við Alfonso konung þréttánda. Real Madrid hefur lengi verið fremst spænskra liöa — meistari oftar en nokkuð annaö lið. En það er fyrst, þegar Evrópubikar- keppnin var sett á laggirnar 1955, að liðið verður frægt um alla Evrópu. Þessi keppni meistara- liða hinna ýmsu Evrópulanda — sem svo mörg Evrópumót hafa siðan verið sniðin eftir — varpaði miklum ljóma á nafnið Real Madrid og i fimm fyrstu skiptin, sem keppnin var háð, sigraði Real Madrid alltaf — lék ósigrað i keppni við beztu félagslið Evrópu á sjöunda ár. Slikt er svo stór- kostlegur árangur, að vafasamt er, að það verði nokkru sinni leik- ið eftir. Það var ekki aðeins nafnið Real Madrid, sem öðlaðist heimsfrægð — nöfn þekktustu knattspyrnu- manna félagsins urðu á hvers manns vörum — Alfredo de Stefano, Ferenc Puskas, Gento, það, að láta erlend lið fara ósigr- uð frá Sögueyjunni. Siðasti leikur Göppingen verður svo á sunnu- daginn og mætir liðið þá OL-liði tslands i handknattleik sem lék á Olympiuleikunum i Munchen fyrr i sumar. Leikurinn fer fram i Laugardalshöllinni kl. 20.20. I liði Göppingen leika nokkrir landsliösmenn, þekktastur þeirra er markvöröur liðsins Uwe Rat- hjen, sem hefur verið aöal mark- vöröur V-bvzka landsliðsins um tima, hann á mestan heiöur að þvi að Göppingen er nú V-Þýzka- landsmeistari i handknattleik. Rathjen varði frábærlega, þegar Göppingen lék til úrslita gegn Gummersbach. Vinsælasti hand- knattleiksmaður V-Þýzkalands leikur með Göppingen, það er Peter Bucher, sem er vinstri- handa leikmaður, þekktur gegn- umbrotsmaöur og snöggur á linu. t liðinu leikur einnig landsliðs- maður frá Austurriki oe er hann góðkunningi islenzkra handknatt- leiksmanna. Nafn hans er Christian Patzer og skoraði hann t.d. markiö úraukakastinu, þegar tsland lék gegn Austurriki i undankeppni Heimsmeistara- keppninnar 1969 i Austurriki. Fleiri þekktir leikmenn leika meö liðinu og munum viö segja nánar frá leikmönnum liösins og ferli félagsins hér á siðunni á föstu- daginn. SOS. V-þýzku meistararnir i handknattleik Göppingen. Hér á myndinni sést Kcflavfkurliðið og Reai Madrid ganga inn á Estadio Santiaga Bernabéu 12. sept- ember s.l. Litli leikmaðurinn, sem gengur á eftir fyrirliöa Rcal Madrid, Zoco, er Santillana, sem skoraöi tvö mörk gegn Keflavfk i Madrid. Santamaria, Rial Kopa, svo aðeins fáir séu nefndir. Gento, sem leikið hefur átta sinnum til úrslita i Evrópubikarkeppninni, auk Evrópubikarkeppni bikar- hafa, markakóngarnir Puskas og de Stefano — varnarmaðurinn Santamaria. Gento hefur leikið fleiri leiki i Evrópukeppninni en nokkur annar leikmaöur eða 75, de Stefanó lék 58 leiki, Santa- maría 49, og af leikmönnum liðs- ins í dag hafa Zoco, Amancio, Pirri og Grossa leikið fjölmarga Evrópuleiki. Enginn hefur enn leikið eftir að skora fjögur mörk i úrslitaleik Evrópukeppninnar, eins og Puskas gerði 1960 á hinum fræga Hampden-leikvangi i Glas- gow, og de Stefano kom þar skammt á eftir með þrjú mörk, i ,,leik aldarinnar”, þegar Real Madrid vann þýzka liðið Ein- tracht 7:3 i úrslitum. De Stefano skoraði i öllum úrslitaleikjum Real Madrid, þegar liðið sigraði i fimm fyrstu skiptin — en Puskas er eini maðurinn, sem skorað hefur þrjú mörk i úrslitaleik, en samt verið i tapliði, eins og skeöi i Amsterdam 1962, þegar Benfica vann Real Madrid 5:3. En við skulum nú aðeins lita á úrslitaleiki Real Madrid i þessari miklu keppni — keppni, sem þetta fræga lið mætir Keflvikingum i kvöld. Leikvangur Real Madrid er einn sá glæsilegasti i Evrópu og að fylgjast með knattspyrnuleik á honum er ævintýri likast. Völlur- inn er rennisléttur og likist frekar gólfteppi en grasvelli — þá er alltaf ofsaleg stemming þegar Real Madrid leikur á honum. Leikvangurinn er skirður i höf- uð þess manns, sem gerði bygg- ingu hans mögulega, Santiago Bernabéu, sem lengi var forseti félagsstjórnarinnar. Hann rúmar 125 þúsund áhorfendur og verður i framtiðinni stækkaður. Ekki var þó þessi áhorfendafjöldi, þegar Keflvikingar léku þar á dögunum, og þvi urðu þeir af þeirri reynslu, að vera þar, þegar hvert sæti og stæði er skipaö. Að vera stór er atriði,~en að vera jafnframtfagur og skemmti- legur leikvangur er annað og meira, og Estadio Santiago Bernabéu er vissulega einn fegursti leikvangurinn i Evrópu — ef til vill öllum heiminum. Hann er aðeins byggður sem knattspyrnuvöllur og þess vegna án hlaupabrauta og annars, sem skaðar heildarsvipinn. Svæðið kringum leikvanginn er notað til margra hluta. Ef maður fer inn á völlinn gegnum aðgangs- dyr leikmanna, gengur maður fram hjá stórum, fögrum sund- laugum með stökkpöllum og eigin bar. Þar er mjög fullkominn körfuknattleiksvöllur og margir handknattleiksvellir. Búnings- herbergi eru næstum óteljandi — öll stór og vel upplýst, þægileg og nýtizkuleg. Aðskilin frá hinum mörgu baöherbergjum er upphit- uð innanhússíaug. Þá eru borð- salir, fundarsalir og læknastofur og þar á meðal fullkomin skurð- stofa. Eftir að þvi er viröist hin- um endalausu göngum komumst við að iþróttaverzlunum og lengra áfram að vinnuherbergj- um fyrir blaðamenn, útvarps- menn og sjónvarpsmenn. A leikdegi vinna 800 manns á þessum volduga leikvangi, allt frá læknum til dyravarða, raf- magnsmenn, þjónar, ávaxtasal- ar, barþjónar, lögreglumenn, skrifstofufólk, breingerningakon- ur og margir fleiri. Að vera staddur milli þess á slikum degi, er raunverulega mikil reynsla. Maður veröur var við ör hjarta- slög leikvangsins i hreyfingum og hljóðum, gleði og sorg áhorfenda- fjöldans, þar til á þvi augnabliki að flauta dómarans hljómar i sið- asta sinn á leiknum. IIBBIIIIHIIBIIBIIIIIVIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIII 1956 Real Madrid —■ Stade de Reims 1957 Real Madrid — Fiorentina 1958 Real Madrid — AC Milano 1959 Real Madrid — Stade de Reims 1960 Real Madrid — Eintracht 1962 Benfica — Real Madrid 1964 Inter-Milano — Real Madrid 1966 Real Madrid — Partisan Atta úrslitaleikir — sex sinnum sigurvegarar. Stórkostlegt. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i- 4-2 Paris 2-0 Madrid 3-2 Brussel 2-0 Stuttgart 7-3 Glasgow 5-3 Amsterdam 3-1 Vin 2-1 Brussel Þrír spaðar eða pass... Sú regla er höfö á i einu af stærsta dagblaði Spánar, að blaðið gefur leikmönnum spaða eftir leiki og fá leik- menn mismarga spaða eftir frammistöðu. Eftir fyrri leik Real Madrid og Keflavik, fengu Keflvikingar nokkra spaða i einkunn. Flesta spað- ana fékk Þorsteinn ólafsson, eða þrjá (sem segir að hann hafi átt frábæran leik). Grétar Magnússon og Ólafur Július- son, fengu tvo spaða (góður leikur) en aðrir leikmenn fengu einn (ágætir) og aðrir fengu engan (sem segir að þeir hafa ekki leikið neitt sér- staklega). Þaö voru ekki allir Islend- ingar sammála um spaðagjaf- irnar, enda ekki allir sam- mála um getu leikmanna hverju sinni. Flestir slógu þessum spaðagjöfum upp i grin og töluðu um eitt grand, eitt lauf og afmeldingu, einn tigul. Aðrir vildu engar sagnir segja, þvi að þeir töldu sig betri i Olsen - Olsen, eða Löngu-vitlausu. Hér birtum við að lokum spaðagjafirnar sem leikmenn Keflavikurliðs- ins fengu. SOS. KEFLAVIKUR: O'L a f s s o n (♦♦♦); Magnussom (♦♦), Zacariass (♦), Kjartsson (4); t Gunarsson (—), Rorfasson (♦), Hermansson (—); A. Gu- narsson (—), Johansson {♦), Ragagnurson (4) y Julis- son

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.